Þjóðviljinn - 31.07.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.07.1991, Blaðsíða 2
Evrópa, óttinn og viljinn Fréttir dagsins segja að enn séu mál í hörðum hnút milli Evrópubandalagsins og EFTA-ríkja í samn- ingaviðræðum þeirra um EES, Evrópskt efna- hagssvæði. Nú hefur öllu verið slegið á frest um sinn. Emð mál eru óleyst, meðal annara þau sem varða fiskveiðikvóta og tollfrjálsan aðgang EFTA-ríkja að fiskmörkuðum. Ummæli þeirra sem í samningavafstrinu standa hafa tilhneigingu til að þokast inn á spurningu um það hvort bjartsýni sé holl dyggð eða ekki. Svör við því finnast engin; síðustu daga hefur bjartsýnin ríkt ann- anhvorn dag í yfirlýsingum en svartsýni hinn daginn. Menn virðast þó farnir að átta sig á því betur en áður að samningamenn EB eru harðir undir tönn. Enda þykjast þeir hafa öll undirtök og gætu þessvegna beð- ið rólegir eftir því að EFTA leystist endanlega upp og fleiri eltu Svíþjóð og Austurríki til Brussel með beiðm um formlega aðild að EB upp á vasann. Svo mikið er víst að áhrifmenn í EB hafa í rauninni mun minni áhuga á samningum um EES en þegar af stað var far- ið. Semsagt: Verið getur að ekkert verði úr samning- um um EÉS. Og þá er spurt: Er það fagnaðarefni ís- lendingum, eða er ástæða til að óttast pað sem við tekur? Það er talað tölvert um hræsluáróður um Evrópu- mál um þessar mundir. Þröstur Ólafsson, aðstoðar- maður utanríksiráðherra, segir við Tímann í fyrradag, að það sé skaðlegt að hrella þjóðina með ýmsum af- leiðingum EES. Þá þori menn ekki neinar ákvarðanir að taka. Og lendi svo síðar í því að „okkur verður beint eða óbeint þiýst inn í Evrópubandalagið". Vitanlega er það svo að vitneskja, þekking um mál og stöðu þeirra er betri leiðsögn í stórmálum en ótti. Viss „hræðsla" eða varúð skulum við segja, er þó skárri kostur smáþjóð sem vill legja nokkuð kapp á að halda sérstöðu sinni og sjálfræði en sú bláeyga ósk- hyggja sem í raun hefur ráðið ferðum í Evrópuumræð- unm íslensku fram til þessa. Reyndar hefur sú ósk- hygja blandast saman við þann „hræðsluáróður" að ef við ekki „verðum með“ í Evrópu, þá eigum við ekki annarra kosta völ en að verða ríkja fátækast í álfunni. Þröstur sjálfur beitir fyrir sig einu tilbrigði svonefnds hræsluáróðurs. Hann segir að ef ekkert verður úr EES þá verði okkur þrýst inn í Evrópubandalagiö sjálft, sem hann telur vondan kost eins og vonlegt er. Af hverium? spyr Tíminn og Þröstur svarar: „Áf okkur sjálfum, vegna þess að aðdráttarafl bandalagsins verður svo mikið að stjórnmálamenn standast það ekki“. Þetta er hæpin kennina. Aðdráttarafl EB getur ekki orðið afspyrnumikið fyrir íslendinga meðan sjávarút- vegsstefna þess er eitt samfellt stórslys og engar líkur á því að við slyppum við afleiðingar hennar nema í stuttan „umþóttunartíma". Það er heldur ekki líklegt að menn verði yfir sig hrifnir af því gjörsamlega óumaeil- anlega og mikla framsali sjálfstæðis til tæknikrata í Brússel sem aðild að EB hefur í för með sér. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra setur sitt hræðsludæmi upp þannig að við verðum að krækja okkur í EES-samning eða hafa mun verra af. Þar í móti skal haldið fram því mati, að EES sé í sjálfu sér stórt skref inn í EB og auki á þunga þeirrar nauðy- hyggju sem ætlar sér að enda þar og hvergi annars- staðar. Það sem svo helst vantar er svo óttalaus um- ræða um það, hvernig íslendingar geti unnið úr sinni stöðu, sínum auðlindum og möguleikum - utan seil- ingar þessa hátimbraða tæknikratavalds í Brússel sem hefur nú ótrúlega lamandi áhrif á pólitískan vilja manna hér á landi. ÁB Þiónvn.iiNN Málgagn sósfalisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasólu: 100 kr. Nýtt Helgarbiað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. UPPT & SKOIIÐ 16 ____________________________ MUttnL'NMtAniD M!iWl'lM(it:lt JÚll 1!>t» ___ _____ , „Biblían skiptir Vestwrlanda- búa ekki lengur máli“ sta mh H * A ÁS' hrópai t»kkar í Sovéirlkjuijum w uð ttpp nýtt þJMiiml Tíl jjþ*s» að styrlýa slhðu Bihhuuwu Aiwitoíí Kudeukú, framkvsit'mdftsljúrí Shvéaku HÍUUm foHkni. Asarot grvixsarhilfumti. eftir Sigvrð Pálsson kirkjax) haft foryfitu cða vf*rit> I fromaíu röð JxHrrs wm vrltu okl komtnönisfníina af, I3fíirfa'wr'“" tíUuVuvfiftg' I/fítite Kuw” .ups á »v(»dssráðsteífíU tiibllufélaitajina avxn Ólíkt höfumst við að 1 gær birtist í Morgunblaðinu fróðleg frásögn eflir Sigurð Páls- son um fund biblíufélaga sem haldinn var í vor í Eisenach í Þýskalandi. Menn voru vitanlega að ræða um hlutverk og áhrif Biblíunnar hér og þar og það bar til tíðinda að mættir voru fulltrúar frá Austur- Evrópu og Austurlöndum nær. Greinarhöfundi hefur fúndist einna mest til þess koma, hve ólíkt þeir höfðust að fulltrúar úr Austur- Evrópu og svo Vestur-Evrópu- menn. Þeir að austan (og er sér- staklega tekið dæmi af Rúdenko, framkvæmdastjóra sovésku Biblíu- félaganna) eru mjög afdráttarlausir í yfirlýsingum sínum um mikil- vægi Biblíunnar og treysta á hana til að bæta siðferðilega óáran í mannlífinu. Aflur á móti voru fyr- irlesarar að vestan (er sérstaklega vitnað í Newbegin biskup frá Bret- landi) að bera sig upp undan því að „fyrir nútíma Evrópubúa skipti Biblían ekki lengur máli. Hún flytti engan boðskap, segði aðeins gamlar sögur, sem ekki kæmu lengur málinu við.“ Biblían - forboðinn ávöxtur Nú er ekki úr vegi að velta því fyrir sér stundarkom hvemig á þessum mikla mun stendur. í fyrsta lagi sýnist það liggja í augum uppi, að mikill áhugi í Rússlandi og víðar á Biblíunni er blátt áfram tengdur því, hve illa og lengi hin opinbera hugmyndafræði þjarmaði að kristindómi. Kirkjan var leikin grátt af fjandsamlegu valdi og Biblíur voru fágætar. Vitaskuld var fátt til fagnaðar í þessu ástandi, en þó hefur stundum mátt greina vott af öfund í skrifum og frásögnum vestrænna kirkju- manna af því sama ástandi. Það stafar af þeirri þversögn, að þeim fmnst að ofsóknir séu með nokkr- um hætti hreinsun, þær skilji sauði frá höfrum, hinir „nafnkristnu" og sinnulausu detti upp fyrir þegar á bjátar, eftir verði hinir hjarta- hreinu. Það er einhver sannleiks- vottur í þessu - en þá gleyma að- komumenn því um leið, að kúgun spillir á tvennan hátt; bæði þeim sem kúga og þeim sem fyrir kúgun verða. Hið sanna gildismat Þegar svo Rússar til að mynda faðma nú guðspjöllin af nýjum krafti, þá er eins að gæta sem ekki liggur í augum uppi. En það er sú rússneska hefð sem ekki er sérlega hliðholl því sem við köllum „fjöl- hyggju", m.ö.o. umburðarlyndri viðurkenningu á því að margskon- ar lífskoðanir og trúarviðhorf eigi góðan rétt á sér. Formaður Bibliu- félaga í Moskvu, Rúdenko, segir til dæmis á ráðstefnunni í Eisen- ach: „Gildismat þjóðarinnar er brenglað. Hið sanna gildismat birt- ist okkur í Biblíunni“. Og spyrja má: Eru slík ummæli fagnaðarefni? Vitanlega er það rétt hjá honum að „gildismat þjóðar- innar er brenglað“ - og á það (ffá kristnu sjónarmiði) reyndar við um allar þjóðir nú á dögum. Og það er heldur ekki nema eðlilegt að krist- inn maður (einkum nýkristinn) setji þá mikið traust á Biblíulestur til að rétta af gildismatið. En hitt kynni að vefjast fyrir mönnum að svara því hvað er „hið sanna gild- ismat". Að minnsta kosti gerir slíkur dómur lítið úr þverstæðum í ritningunum sjálfum og erfiðleik- um sem menn um aldir hafa átt í við að leysa úr þeim hnútum. Um- mæli Rúdenko eru hinsvegar mjög í þeirri rússnesku hefð, sem faðm- ar af ákefð guðspjallið nýfundna, hvort sem það er efnishyggja, vís- indatrú, marxismi - eða þá réttrú- naðurinn: HÉR er sannleikurinn, og hvergi nema hér. Kristnin úti í horni Ummæli hins breska biskups, Newbegins, vekja svo upp aðrar spumingar. Ekki síst þá, hvort ekki sé marklaust að tala um kristin samfélög nú til dags. Skoðum orð biskups ögn nánar. Newbegin kennir kirkjunum sjálfum um að verulegu leyti. Þær hafi fælt á sínum tíma fjölda fólks, ekki síst menntamenn, frá sér. Ver- aldarhyggjan eða ekki- kristilegur hugsunarháttur hafi sótt fram. í greinnini segir: „Newbegin kallar þetta reyndar sinnaskipti frá einni trú til annarar. Það sé misskilningur að hin svo- nefndu (kristnu?) þjóðfélög vestur- landa séu án kennisetningar. Kennisetningar þeirra eru huldar og lítið umræddar, en kjami þeirra er m.a. að hið kristna lífsviðhorf komi ekki lengur málinu við.“ Hin hulda hönd Þetta er harður dómur og merkilegur. Newbegin biskup segir með öðrum orðum að Vesturlönd hafi afkristnast af eigin rammleik og án þess að nokkur neyddi þau til þess. Hann segir ekki hvað hafi komið í staðinn, slær því einu fostu að kristin viðhorf hafi hrakist út í hom. En við getum vel leyft okkur að slá því fram að hinar „huldu kennisetningar" sem stýra Vesturlöndum séu fyrst og síðast trúin á hina „huldu hönd“ markað- arins, sem að lokum muni koma á hinu skásta réttlæti í hinum skásta af öllum fáanlegum heimum. í reyrid verður þessi trú um leið rétt- læting á því að sókn í hámarks- ábata af mannlegum samskiptum og viðskiptum sé hin eina driffjöð- ur í mannlegu félagi sem mark er á takandi. Um leið er Paradís flutt á jörð niður og býr í stórmörkuðum þar sem allt fæst. Og er ekki nema von þótt illa gangi að koma þess- um ríkjandi viðhorfum heim og saman við þá kristnu hefð sem er hvorki hliðstæð neyðslugræðgi né heldur hinni svokölluðu „eigna- gleði" sem mikið er reynt til að snyrta og fegra upp á síðkastið. Óvinar þörf? Newbegin biskup telur að hið „veraldlega“ þjóðfélag Vesturlanda sé orðið „innantómt og merkingar- laust“. Hann bætir við þeirri merkilegu staðhæfmgu að „hrun Marxismans gerir ástandið enn al- varlegra". Hann á þá við að með hruni austurevrópska ríkiskomm- únismans og meðfylgjandi vantrú á „marxisma“ hafi skapast tóma- rúm, sem islam reyni nú að fylla með múslímskum boðskap. Sagan segir að lúterskir endur- skoðunarmenn hafi tekið djöfúlinn burt úr einni útgáfu sálmabókar- innar íslensku. I þeirri þamæstu var sá gamli aftur á sínum stað. Sú skýring var á þessu gefin að „eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. , Og þá er enn spurt: Þurfa menn á Ovininum að halda? Þurftu menn á „guðlausum marxisma“ að halda þegar þeir voru hættir að óttast djöfúlinn sjálfan? Og þurfa menn islamskt trúboð þegar sovétmarx- isminn er ekki lengur opinber trú- arbrögð lögreglunnar í Austur-Evr- ópu? Það er svo margt ef að er gáð. ÁB ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. júlí 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.