Þjóðviljinn - 31.07.1991, Side 5
BlJLENJMM F1R1KTTT1R A Umsjón: Dagur Þorleifsson
Bush heilsar kór sovéska hersins við Hvlta húsið - viðskiptamúrar kalda strlðsins að hrynja.
Bush veitir Sovétríkjunum bestu
kjör í viðskiptum vio Bandaríkin
George Bush Bandaríkjaforseti, sem staddur er í Moskvu á
toppfundi þeirra Gorbatsjovs Sovétríkjaforseta, tilkynnti
í gær að hann hefði ákveðið að veita Sovétríkjunum
bestu kjör í viðskiptum við Bandaríkin. Er þar með verið
að ryðja frá einni af helstu hindrununum sem enn eru eftir frá
dögum kalda stríðsins.
Þetta þýðir að tollar á sovésk-
um vörum innfluttum til Banda-
ríkjanna verða stórlækkáðir og er
gert ráð fyrir að áhugi sovéskra
fyrirtækja á Bandaríkjamarkaði
muni aukast við það. En að vísu
er talið að þau muni eiga þar und-
ir högg að sækja í samkeppni við
innflutning á vörum í hærri gæða-
flokkum frá Vestur-Evrópu og
Austur-Asíu.
Bush sagðist einnig ætla að fá
Bandaríkjaþing til að afnema aðr-
ar hömlur á viðskiptum Banda-
ríkjanna við Sovétríkin. Er þar
einkum um að ræða lagasetningar
frá miðjum áttunda áratugi, sem
takmarka veitingar bandarískra
lána til að greiða fyrir þeim við-
skiptum.
Bush kvaðst ennfremur ætla
að reka á eftir þinginu um að það
staðfesti viðskiptasamning, sem
Bandaríkin og Sovétríkin gerðu
fyrir ári. Bandaríkjaþing hefur
ekki enn staðfest þann samning,
þar eð það telur að sovésk stjóm-
völd hafi enn ekki gert nóg til að
tryggja sovéskum ríkisborgurum
rétt til að ferðast utan og að flytja
úr landi.
Ráðstefna forseta Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna hófst í gær
og lýkur henni í dag. Toppfundur
þessi er sá fyrsti af slíkum sem
Bush situr í Moskvu.
Uppstokk'
un í Suður-
Afríku'
stjóm
Tveir af valdamestu ráð-
herrunum í Suður-Afríkustjórn,
þeir Magnus Malan varnar-
málaráðherra og Adriaan Vlok,
laga- og regluráðherra, hafa lát-
ið af þeim embættum og tekið
við öðrum ráðherraembættum
valdaminni.
Með þessu er F. W. de Klerk,
Suður-Afríkuforseti, að reyna að
bægja frá stjóm sinni harðri gagn-
rýni sem að henni beinist eftir að
uppvíst varð að lögreglan hafði
veitt súlúska flokknum Inkatha
íjárstuðning. Flokkur þessi er
harður andstæðingur Afríska þjóð-
arráðsins (ANC), fylgismestu
samtaka suðurafrískra blökku-
manna. Er farið að kalla hneyksl-
ismál þetta „Inkathagate“.
Laga- og reglumálaráðherra
hefur lögregluna undir sinni
stjóm. Malan er sá að núverandi
ráðherrum sem hvað íhaldssamast-
ur þykir og hafa þeir Vlok báðir
þrásinnis orðið fyrir harðri gagn-
rýni af hálfu ANC.
Við af Malan sem vamarmála-
ráðherra tekur Roelf Meyer, sem
undanfama 18 mánuði hefur verið
helsti tengiliður de Klerk í óopin-
berum viðræðum við ANC. Nýi
lögreglumálaráðherrann heitir
Hemus Kriel og hefur einnig verið
einn af helstu stuðningsmönnum
forsetans í því að afnema apart-
heidkerfið. Hann er kraftmaður
sagður og hörkutól nokkurt, gagn-
stætt Vlok, sem sagður er maður
velviljaður, en ekki kraftmaður
nægur til að tryggja sér virðingu
og hlýðni lögreglunnar.
Þeir Meyer og Kriel eru báðir
á fimmtugsaldri og nokkru yngri
en fyrirrennaramir.
Tveir mestu áhrifamenn Suöur- Afríku, F. W. de Klerk forseti og Nelson Man-
dela, leiötogi ANC. Óttast er aö „Inkathagate" stefni samráöi stjórnarinnar og
ANC í voða.
Evrópska
efnanagssvæðið
úr sögunni?
Ráðherrar og aðrir embætt-
isntenn sem tóku þátt í
viðræðum Evrópubanda-
lags og EFTA um stofnun Evr-
ópsks efnahagssvæðis (EES)
voru daufir í dálkinn í gær eftir
að mistekist hafði að ná sam-
komulagi. Sögðust sumir þeirra
meira að segja óttast að fyrirætl-
unin um EES væri hér með úr
sögunni.
Viðræðumar komust í strand í
fyrrinótt er ekki náðist samkomu-
lag um aðgang EFTA-ríkja fyrir
fisk sinn að EB-markaði og fjár-
framlög EFTA-ríkja til EB. Full-
trúar EB neituðu að verða við
kröfum EFTA um fullkomlega
. frjálsan aðgang að markaði EB
fyrir fisk og fiskafurðir og EFTA
neitaði að verða við fjárkröfum
EB, sem vildi fá helmingi hærri
framlög frá EFTA en aðildarríki
síðarnefnda bandalagsins vildu
fallast á.
Bandalögin höfðu sett sér það
mark og mið að koma EES-samn-
ingnum í höfn fyrir þessi mánaða-
mót, og er þetta í þriðja sinn sem
þau falla þannig á tíma í EES-við-
ræðunum.
Talið er að þetta geti dregið úr
áhuga EFTA-ríkja á stofnun EES,
sem yrði mesta efnahagsbandalag
veraldar ef það yrði að veruleika.
Frans Andriessen, sem fer með ut-
anbandalagsmál í framkvæmda-
stjóm EB, sagði að hætt væri við
að nú myndu sum EFTA- ríkin
hraða sér að sækja um inngöngu í
EB eins og tvö þeirTa, Austurriki
og Svíþjóð, hafa þegar gert. Ráða-
menn í EB horfa með nokkrum
ugg mót þeirri viðbót, þar eð fimm
Andriessen - býst við umsóknum
fleiri EFTA-rlkja um inngöngu I EB.
EFTA-ríkjanna (Austurríki, Finn-
land, Svíþjóð, Sviss og Liechten-
stein) eru hlutlaus og í EB kvíða
menn því að það flæki málin í við-
leitni EB-ríkja að samræma utan-
ríkis- og öryggismál sín. Það
gengur ekki of vel eins og er.
Anita Gradin, utanrikisvið-
skiptaráðherra Svíþjóðar, sagði
eftir að viðræðumar fóm út um
þúfur að búast mætti við að EFTA-
rikin hvert um sig reyndu að kom-
ast að tvíhliða viðskiptasamning-
um við EB.
Hollendingar, sem nú em í for-
sæti í EB, segja að nú fari í hönd í
bandalaginu miklar annir við sam-
ræmingu efnahags-, gjaldeyris- og
stjómmála aðildarríkja þess, auk
þess sem GATT-viðræðumar um
heimsviðskipti væm aðkallandi.
Væri því hætt við að EES-viðræð-
ur sætu á hakanum.
Opinberlega segjast bandalög-
in bæði enn stefna að því að ná
samkomulagi um EES fyrir ára-
mótin 1992-93.
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. júlí 1991
Síða 5