Þjóðviljinn - 31.07.1991, Qupperneq 7
FlÉTTIK
EES er búið að vera,
mál að snúa sér að öðru
Það er ljóst að samningar
um evrópskt efnahags-
svæði eru búnir að vera.
Það er bara kurteisishjal
þjáifaðra diplómata að vera að
tala um framhald í september. I
reynd er þetta búið,“ sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson formaður
Alþýðubandalagsins um þá stað-
reynd að ekki náðist samkomu-
lag um EES fyrir 1. ágúst einsog
stefnt var að. Hann telur rétt að
menn snúi sér nú að því að gæta
hagsmuna íslands með því að
treysta markaðsaðgang fyrir ís-
Ienskar afurðir á þremur stórum
mörkuðum, Norður-Amríku-
markaði, Asíu- og Japansmark-
aði og Evrópumarkaðnum. Ólaf-
ur Ragnar ætlar að vinna því
fylgi að Alþingi álykti í haust að
aðiid að Evrópubandajaginu
komi ekki til greina af ísiands
hálfu.
„Þetta EES-mál hefur fengið
eins vondan endi fyrir þessa
áhugamenn um EES eins og hægt
er að hugsa sér. En það er mikil-
vægt að menn láti ekici blekkja sig
lengur og horfist í augu við raun-
veruleikann," sagði Ólafur Ragnar.
Hann telur ljóst af þessari nið-
urstöðu í samnmgunum að ísland
Ekki
harmi
slegin
„Þessi niðurstaða kemur
mér ekkert sérstaklega á
óvart. Eg er ekkert harmi
slegin yfir henni,“ sagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir
þingkona Kvennalista um
frestunina á samningunum
um evrópskt efnahagssvæði.
„Menn tala um að umræð-
unum hafi verið frestað, en ég
held að þeim sé lokið. Það er
undarlegt ef menn fara að taka
málið upp í haust fyrst þeir
gátu ekki fundið neinn botn í
þetta núna,“ sagði Ingibjörg
Sólrún. Hún taldi að nú ættu
íslensk stjómvöld að fara að
skoða þann möguleika að taka
upp tvihliða viðræður við Evr-
ópubandalagið, en það hefur
verið stefna Kvennalistans ffá
upphafi. „Við höfum alltaf
haldið fast við að það væri
leiðin sem fara ætti,“ sagði
þingkonan.
„Margir munu efast um að
hægt sé að ná slíkum samningi
og munu þá vísa til þess að
viðræðumar um EES fóru út
um þúfur og strönduðu á sjáv-
arútvegsmálum,“ sagði Ingi-
björg Sólrún, en hún telur að
ein af ástæðunum fyrir því að
svo fór sem fór hafi venð að í
raun voru viðræðumar próf-
steinn á það sem næðist fram í
aðildarumsókn og á hún þar
við Norðmenn. Hún bendir á
það að ágreiningur um sjávar-
útvegsmálin hafi verið mestur
á milli Norðmanna og EB, en
að ekki hafi verið gerðar aukn-
ar kröfur til íslendinga.
Vapðandi hugmyndir um
aðild Islands að EB taldi hún
að slikt væri fásinna sem ný-
legur dómur um rétt Spánverja
til að gera út frá Bretlandi og
landa fiski á Spáni sýndi ber-
lega.
-gpm
Ólafur Ragnar Grlmsson telur aö samningaaðferð
Hannibalssonar hafi ekki gengið upp ( EES-samningunum.
eigi ekkert erindi inn í Evrópu-
bandalagið. Það em tvö ár síðan
samningar um EES hófúst. „EB
hefur ekki hreyft sig millimetra í
átt að hagsmunum Islands á þess-
um tveimur ámm þrátt fyrir öll
veisluhöldin, alla viðræðufundina,
allar ræðumar og alla kossana.
Niðurstaðan er að EB segir ná-
kvæmlega það sama og 1988 og
1976: Við munum ekki veita við-
skiptaaðgang með fisk á frjálsum
gmndvelli nema við fáum veiði-
heinyildir."
Ólafur Ragnar bendir á að
ákvarðanatökuferli EB í öllu þessu
máli sé niðurlægjandi fyrir utanrík-
isráðherra Islands og stjómvöld
hér og í Noregi. Þá telur hann
einnig sýnt að þeir hagsmunir sem
§éu ráðandi innan EB sýni skýrt að
Island eigi ekkert erindi þangað
inn. Ólafur Ragnar telur mikilvægt
að menn hér geri sér grein fyrir
Jón Baldvins
þessu þannig að sá punktur verði
fastur í hagsmunagæslu Islands að
aðild að EB komi ekki til greina.
Hann telur mjög mikilvægt fyrir þá
sem hafa verið að gæla við hug-
myndir um aðild að gera sér grein
fyrir þessu og sýna þann manndóm
að viourkenna pað að pðild að EB
treystir ekki hagsmuni íslands.
„Afleiðing af þessu er líka sú
að samningaaðferðin sem Jón
Baldvin Hannibalsson hefur haft
forystu um varðandi EES hefur
ekki gengið upp. Hann myndaði þá
aðferð að fyrst yrði gengið frá öll-
um öðmm þáttum ,en þeim sem
snertu sérhagsmuni Islands - hags-
munir um fisk yrðu þannig geymd-
ir þar til síðast. Samkvæmt kenn-
ingu Jóns Baldvins myndi það ger-
ast að EB teldi svo mikið í húfi að
ná samningunum að það myndi
gefa eftir tollfijálsan aðgang eða
þá að hin Efta-ríkin væru tilbúin til
að fóma nægilega miklum veiði-
heimildum tiT að ná samningum,“
sagði Ólafur Ragnar. Hvomgt af
þessu hefúr gerst. Hann telur að
frekar hefði att að fara leið, sem
hann áður benti á, að láta reyna
fyrst á spuminguna um fiskinn. En
ekki mátti láta reyna á aðra aðferð
en aðferð Jóns Baldvins, sagði Ól-
aíúr Ragnar.
„Nú hefúr komið í ljós að þetta
samningamat Jóns var rangt því
það skilar engum árangri. Það er
mikilvægt að hann og Davíð Odds-
son hafi manndóm til að viður-
kenna að allt mat þeirra á atburða-
rásinni á síðustu mánuðum hefur
reynst mgl. ,Davíð talaði um
stærsta sigur íslendinga á síðustu
ámm eftir Lúxemborgarfundinn.
Jón Baldvin talaði um sögulega
lausn - „historical breakthrough“ -
á blaðamannafundi eftir fundinn.
Allt þetta hefúr reynst hjóm eitt og
kjaftæði. Það er alvarlegt mál er
forystumenn þjóðarinnar reynast
svo dómgreinaarlausir að þeir gefa
íþá sér svona yfirlýsingar,“ sagði
Ólafur Ragnar.
Hann bendir þó á að skýringin
gæti falist í því, að EES var aðal-
réttlætingin fýrir myndun rikis-
stjómarinnar. „Þegar Jón Baldvin
var að réttlæta að slíta vinstri-
stjóminni og hefja Davíð Oddsson
og fjölskyldumar fjórtán til valda
)á notaði hann þau efnisrök að það
jyrfti traustan þingmeirihluta til að
toma þeirri veigamiklu löggjöf
sem EES hefur í för með ser í
gegn. Nú er ljóst að um EES verð-
ur ekki samið eitt einasta þingskjal
í vetur. Þess vegna hefur þessi rétt-
læting Alþýðuflokksins beðiðskip-
brot. Hún er farin," sagði Ólafur
Ragnar.
Hann telur mikilvægt að fyra
að snúa sér að hagsmunagæslu Is-
lands, hætta veisluhöldunum, vina-
kossunum og mglinu, einsog hann
orðar það. Hann sagði að við stæð-
um frammi fyrir því að þrjár megin
viðskiptablokkir væm að myndast
í heiminum og að ljóst væri að við
ættum mikla möguleika að sækja
jnn á alla þessa markaði þar sem
Island lægi í miðdepli þessara
markaðssvæða þar sem hnötturinn
væri kúla.
„Þetta þarf að nýta til hins ítr-
asta í stað þess að vera haldin þess-
ari forstokkuðu Evrópublindu sem
varð meðal annars til þess að nú-
verandj ríkisstjóm var mynduð,“
sagði Ólafur Ragnar.
Hann benti á samninginn við
EB, eða bókun 6, sem væri betri en
menn hefðu látið í verði vaka. Þá
benti hann á þessa risavöxnu mark-
aði aðra, Norður-Amriku og Asíu-
markað sem við hefðum þegar
aukið útflutning til.
Formaður Alþýðubandalagsins
setti þó spumingarmerki við það
hvort núverandi ráðamenn væm
best til þess fallnir að sinna hags-
munagæslunni nú þegar ljóst væri
að þeir kæmu brenndir og sárir frá
samningaviðræðunum um EES.
„Þeir hljóta að vera svo reiðir,
svekktir og sárir út í þessa veislu-
vini sína í Evrópubandalaginu að
þeir geta ekki á sér heilum tekið.
Islensk þjóð má ekkert við því að
Íetta þvælist fyrir. Því auðvitað er
„óst að þessi útkoma er ekki bara
stórkostlegur ósigur fyrir Gro
Harlem Bmndtland, hún er stór-
kostlegur ósigur fyrir Jón Baldvin
Hannipalsson og Davíð Oddsson,"
sagði Ólafúr Ragnar.
Hann sagði að fyrsta skrefið
væri að sýna manndóm og viður-
kenna að þetta væri búið spil.
Hann sagði einnig að Efla væri bú-
ið að vera, enda bæði Austuriki og
Svíþjóð á leið inn í EB. Þá taldi
Ólafur Ragnar að Alþingi ætti að
álykta um að aðild að EB kæmi
ekki til greina af Islands hálfu.
„Eg mun beita mér fyrir því að
það verði flutt um þetta tillaga á
Alþingi, þegar það kemur saman í
haust. Eg mun hefja undirbúning
að því að mynda um þetta breiða
pólitíska samstöðu milli þing-
manna, því við þurfúm á trauýum
homsteinum að nalda,“ sagði Ólaf-
ur Ragnar að lokum.
-gpm
Það á að gefa þetta upp á bátinn
Mér kemur þetta ekki á óvart, því í ljós hafa komið brestir inn-
an Evrópubandalagsins. Þar vantar samstöðu sem kom vel í
Ijós bæði í GATT-viðræðunum og í Persaflóadeilunni og aft-
ur núna,“ sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar-
flokksins, en hann sagðist ekki hafa átt von á þvi að Frakkar og
Bretar settu sig uppá móti samkomulaginu eftir viðræður við for-
ystumenn þessara pjóða.
Steingrímur sagði að orðið
hefði algjör trýnaðarbrestur á milli
aðila og að lsland ætti að gefa
samkomulagið upp á bátinn og
snúa sér að því ao gera viðskipta-
samning við Evrópubandalagið.
Hann taldi að erfitt gæti orðið að
gera tvíhliða samning við EB um
tollfrelsi, en að þá væri bara að að-
laga sig að því, enda hefði ísland
nú þegar góðan samning við EB,
það er bókun 6.
„Við eigum að nýta okkur það
til hins ítrasta og hætta að láta nota
okkur sem hráefnisframleiðendur
fyrir EB. Við eigum að vinna þá
markaði sem eru tollftjálsir nú
þegar," sagði Steingrímur, en hann
taldi einnig rétt að vinna meiri fisk
í neytendaumbúðir fyrir EB- mark-
að sem væru tollfrjáísar samkvæmt
bókun 6.
Steingrímur sagðist ekkert vera
óhress með þessa niðurstöðu nú,
enda hefðu efasemdir manna um
EES aukist eftir að fallið hafi verið
frá sumum fyrirvörum sem fyrri
stjóm haföi sett. Hann taldi Islend-
inga geta opnað á þá hluta fjór-
frelsisins sem þeir vildu, til dæmis
er varða frjálsa fjármagnsflutn-
inga, án þess að ganga inní EES.
Þá taldi forsætisráðherrann fyrr-
verandi að menn ættu að hætta öllu
dekri við aðild að EB þrátt fyrir
þessa niðurstöðu. -gpm
íbúar mótmæla byggingu sorpstöðvar
Mikil óánægja ríkir meðal íbúa við Hlíðarhjalla í Kópavogi, en
á þeim stað, þar sem átti að vera útivistarsvæði, er nú verið
að reisa sorpstöð. „Þarna er ákveðið skipulag í gangi um
grænt svæði, sem tók gildi um síðustu áramót, en þeir breyta því án
þess að fólk fái nokkuð að vita,“ sagði Eðvald Geirsson, en hann býr
við Hlíðarhjaila. „Fólk sem kaupir hér rándýrar lóðir stendur í
þeirri trú að þarna eigi að vera útivistarsvæði, en hefur ekki hug-
mynd um að verið sé að reisa sorpstöð.“
Eðvald sagði að það versta við
þetta væri að sorpstöðin er reist
við hliðina á skólagörðunum i
Kópavogi. „Mengun á eftir að vera
gríðarleg á svæðinu vegna aukinn-
ar bílaumferðar og það á allt eftir
að leggjast yfir skóíagarðana. Svo
er ætTast til þess að krakkamir éti
það sem þeir eru að rækta þama.“
Gámastöðinni er ekki ætlað að
vera við Hlíðarhjalla til frambúðar.
Þetta er aðeins bráðabirgðastaður
sem á að nota í um fimm ár. Sorpa
fékk leyfi á umræddu svæði þar
sem enn er ekki komið vegasam-
band við framtíðarsvæðið fyrir
sorpstöðina sem er við hesthúsin í
Fifuhvammslandi.
„Við höfum enga tryggingu
fyrir því í höndunum að stöðin
verði farin innan fimm ára,“ sagði
Eðvald. „Þeir eyða mörgum milj-
ónum í að koma stöðinni upp, og
mér finnst mjög ólíklegt að þeir
rífi hana svo bara niður eftir fimm
ár.“,
Ibúar í nágrenni við fyrirhug-
aða sorpstöð ætla að safna undir-
skriftum til að mótmæla þessum
áætlunum.
Blaðið haföi samband við bæj-
arstjóra Kópavogs, Sigurð Geirdal,
og bgð hann skýringa á þessu máli.
„I sjálfu sér skil ég ekki hvers
vegna fólk er að æsa sig svona
upp,“ sagði Sigurður. „Þessar
gámastöðvar eru svo snyrtilegar í
dag að það stafar ekki nokkur
mengun eða ólykt af þeim. Þama
verða sett upp tré og Jtað verður
staðið vel að stöðinm í alla staði.
Eftir þennan bráðabirgðatíma
verður síðan áfram grænt svæði
þama.“
Aðpurður um mengunina af
aukinm bílaumferð sagðist Sigurð-
ur ekki vera nógu mikill fagmaður
til að svara slíkri spumingu.
Hann sagði að það væri ekki
rétt að íbúar heföu ekki verið látnir
vita af fyrirhuguðum framkvæmd-
um. „Þetta hefur verið
i fundargerðum allra nefnda og
var samþykkt um síðustu jól. Þar
af leiðandi hefur þetta ekki verið
neitt launungarmál," sagði Sigurð-
ur að lokum.
-KMH
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. júlí 1991