Þjóðviljinn - 31.07.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.07.1991, Blaðsíða 10
Pennavinir 25 ára kona hefur áhuga á að eigpast pennavini frá Is- landi. Ahugamál: sund, biblíu- lestur, skoðunarferðir, skipti á myndum og að finna einhvem til að giftast. Heimilisfang hennar er: Miss Annebella Partic- ulars Post office box 780 OGUAA- c/r Tsibudarko Street H/No. 37A Ghana W/Afrika. 24 ára gamall karlmaður vill eignast pennavini frá Is- landi. Ahugamál: fótbolti, ferðalög, biblíulestur, skipti á myndum. Heimilisfang hans er: Mr. Joe-Calvin Amewugah Post office box 952 Cape Coast Ghana Wes/ Africa. 13 ára þýsk stúlka vill gjarnan eignast íslenska pennavini á aldrinum 12-14 ára. Ahugamál: kötturinn hennar og skák. Hún skrifar á ensku. Heimilisfang hennar er: Christine Mosenez Andreasberger IVeg 22 2000 Hamburg 61 Germany. Svo segir sagan, að kvöld eitt fyrir mörgum árum hafi ungur og lífsþyrstur maður, sem þá stundaði nám við Menntaskól- ann á Akureyri, verið að skemmta sér úti í bæ, sem auð- vitað er ekki tiltökumál, og ekki við því amast af viðkomandi skóiayfirvöldum. En eins og háttur er hjá siðaðra manna menntastofnunum var það áskil- ið, að þeir nemendur, sem bjuggu í húsakynnum skólans, væru komnir heim fyrir tiltek- inn tima, en þá var húsinu lokað og inngangan eftir það engan veginn erfiðleikalaus. Nú vildi svo til að eitt sinn gleymdi nátthrafn nokkur stund og stað og er hann vaknaði af sælu- vímunni og hugðist halda í nátt- stað, kom hann að læstum dyrum. Sýndist nú „bágt til bjargar" og góð ráð dýr. Varð það fangaráð úti- legumannsins að freista þess, að skríða inn um glugga. En nú fer fá- um sögum af því, að gluggum á húsum sé ætlað að koma í staðinn fyrir dyr. Reyndist því inngangan erfið og það því fremur sem piltur- inn var í gildvaxnara lagi. Og að því rak, að hvorki varð komist inn né út og horfði nú óvænlega í meira lagi. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Einhver íbúa hússins heyrði ókennilegar stunur, hvás og hvalablástur, líkt og einhver gríðar skepna væri að búast til árásar á bygginguna, fór á Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frek- ari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjald- heimtunnar, að átta dögum linum frá birtingu auglýsing- ar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum. Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 4.-6. greiðslutímabil með eindögum 15. hvers mánaðarfrá maí til júlí 1991. Reykjavík 29. júlí 1991 Borgarfógetaembættið í Reykjavík FELAG ELDRE BOR(íARA Farin verður 3ja vika ferð til SA COMA á Mall- orca 14. september næstkomandi. Upplýsingar í síma 28812 og hjá Úrval - Útsýn. vettvang, fann gluggamanninn og fékk borgið honum úr prísundinni. Þannig endaði þetta „ævintýri á göngufor“ betur en horfðist um hríð. Þessar miðnæturraunir manns- ins í glugganum komu mér i hug þegar ég leit yfir grein Guðmundar nokkurs Ólafssonar, sem birtist í einhveijum ritlingi, er nefnist FFF- fréttir, eða Fréttabréf fijálslyndra jafhaðarmanna, hvaða félagsskap- ur, sem það er nú. Vitnar Guð- mundur þessi þar í ummæli Össur- ar Skarphéðinssonar, (eins og þeim frelsuðu), þar sem hann telur að þess hafi enginn kostur verið að halda áfram samstarfi fyrrverandi stjómarflokka. Það er bjamargreiði við hinn virðulega þingflokksfor- mann krata að vitna í þessi um- mæli - hafi hann látið þau falla, - því Össur veit betur, hann veit að þau eru röng, - þá að enginn ætlist hinsvegar til að Guðmundur þessi viti það. Það lá ekkert fyrir um það, hvort fyrrverandi stjómar- flokkar gætu starfað saman áfram eða ekki. Krataforingjamir Iéðu aldrei máls á því að láta reyna á þann möguleika af því að þeir vom staðráðnir í að ijúfa samstarfið. Össur er talinn hafa sagt, að tveir kostir til stjómarmyndunar hafi aðeins verið fyrir hendi: Sjálf- stæðisflokkur, - það er eins og kratar megi ekki til þess hugsa að sá flokkur sé ekki í rikissstjóm - og annað hvort Alþýðuflokkurinn eða Alþýðubandalagið. Þetta er einnig rangt. Eða hvað hefur Össur fyrir sér í því (Guðmund tekur ekki að telja hér með) að Alþýðubanda- lagið hafi fremur kosið samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en samstarf fyrrverandi stjómarflokka? Það er löðurmennska af fyrirlitslegustu gerð þegar menn reyna að afsaka eigið athæfi með ósannindum um aðra. Eg er hræddur um að Össur sé kominn í heldur óheppilegan fé- lagsskap því svona ósannsögull var hann ekki á meðan hann vermdi ritstjómarstól hjá Þjóðviljanum. En víkjum nú að spekimáli Guðmundar þó að sumt af því sé raunar svo loðið, að Iítið vit verði út úr því fengið. Hann segir: „í lok fundarins gerði ég nokkuð að um- ræðuefni þau verkefni, sem fram- undan eru í íslensku efnahagslífi og hélt því fram, að einnig af þeim ástæðum væri samvinna Alþýðu- flokksins við Kvennalista, Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokk út í hött“. Þama var sem sagt engra annarra kosta völ en þess, sem tek- inn var ef Alþýðuflokknum átti að auðnast að bjarga þjóðinni og var því þó „aldrei um Alftanes spáð að ættjörðin frelsaðist þar“. Og síðan var siglt út í Viðey. Staðarhaldarinn trítlaði tindilfættur kring um hina tignu gesti og dró fram gömul og virðuleg húsgögn þvi venjuleg sæti múgamanna hæfðu vitanlega engan veginn svona flnum „selskap". - Á reið- skapnum kennist hvar heldri menn fara“. Síðan vom herramir mynd- aðir í gríð og erg, í bak og fyrir, of- an og neðan því nú voru þeir búnir að mynda ríkisstjóm. En um hvað? Jú, helmingurinn af þingflokki krata var gerður að ráðherrum, hinn helmingurinn að þingflokks- og þingnefndarformönnum. Allt annað var í lausu lofti, meira að segja það, hver ætti nú að fá að göslast með þennan málaflokkinn og hver hinn og hangir það að nokkru í lausu lofti enn. Jón Bald- vin sagði að vísu að um það hefði verið gert einhverskonar „heiðurs- samkomulag“ en Davíð kannaðist ekkert við þá heiðursmennsku og er fyrsta hluta orðsins sennilega of- aukið. Og enn hefúr ekki að fúllu verið gengið ffá verkaskiptingu ráðherranna. Þar að auki hefúr svo komið í ljós djúpstæður ágreiningur milli stjómarflokkanna í hinum veiga- mestu málum, en það eina sem stjómin hefúr borið við til þessa, er að beita ómenguðum íhaldsúrræð- um. Þar gengur hinn yfirlætisfúlli og hvatvísi krataráðherra, Sighvat- ur, fram fyrir skjöldu við að rífa niður það velferðarkerfi, sem gamlir og góðir jafnaðarmenn áttu megin þátt í að koma á. Og til þess að afsaka athæfi sitt skirrist hann ekki við að beita beinum ósdann- indum. Er svo langt gengið, að sumir í samstarfsflokki krata, „mexikanska bófaflokknum“, sem Jón Baldvin hefúr sæmt því sæmd- arheiti, blöskra aðfarimar. Guðmundur Ólafsson og aðrir pólitískir umrenningar, sem nú leitast við að hylja nekt sína með því að kalla sig jafnaðarmenn, sitja fastir í glugganum. Þeir eiga þá einu von til bjargar, að fijáls- hyggjulið íhaldsins innbyrði þá, ef því finnt það þá ómaksins vert. -mhg Haukur Hafstað Virkjunarsvæði Blöndu AB Norðurlandi vestra Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Noröurlandi vestra veröur helgina 10. og 11. ágúst. Farið verður frá Húnaveri kl. 10 á laugardagsmorgun um virkjunar- svæði Blöndu á Auðkúlu- og Ey- vindarstaðaheiðum. Virkjunar- svæðið og uppistöðulónið skoðað með leiðsögn staðarmanna og Hauks Hafstaðs. Handan Blöndu er Galtará þar sem Jónas sat forðum og greiddi lokka. Þar hefur verið reistur skáli sem ferðalangar hafa til umráða þessa helgi. Á sunnudaginn verður haldið í austurátt á Haukagils- heiði og Mælifellsdal og komið til byggða seinni part sunnudags. Skráið ykkur I ferðina sem allra fyrst hjá eftirtöldum: Sigurði Hlöverssyni s. 71406, Guðbjörgu Guðmunds- dóttur s. 35866, Unni Kristjánsdóttur s. 24357, Ingi- björgu Kristinsdóttur s. 22790 og Erni Guðjónssyni s. 12467. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Vestfjörðum Sumarferð Farið verður um Vestur- Barðastrandasýslu dagana 9. til 11. ágúst. Helstu viðkomustaðir: Selárdalur, Bíldudalur, Tálknafjörður, Patreksflörður og Birkimelur. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Friðgeirsdóttir. Slmi: 94-4186. Kjördæmisstjórnin IJJ Þ J ÓNUSTUAUGLÝ SIN GAR i RAFRUN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími 641012 Varahlutir í hemla Hemlaviðgerðir r-n Hjólastillingar =. ") Vélastillingar SgÖ Ljósastillingar Almennar viðgerðir m Borðinn hf SMIÐJUVÍGI 24 SÍMI 72540 GLOFAXI HF. ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 ÞJÓÐVILJINN Smáauglýsingar Þjóðviljans Opið mánudag til föstudags kl. 9.00 til 17.00 Símar 681310 og 681331 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. júlí 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.