Þjóðviljinn - 16.08.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.08.1991, Blaðsíða 8
Framkvæmdastjóri: Hallur Póll Jónsson Símfax: 68 19 35 Ritstjórar: Arm Bergmann. Helgi Guðmundsson, Veró: 150 krónur I lausasölu ri'í Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófeson Prentun: Oddi hf. Auglýslngastjóri: Stelnar Harðarson Aðsetur: Síðumúla 37,108 Reykjavfk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Ráðherra í fílabeinsturni Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur látið Ríkisendurskoðun semja fyrir sig skýrslu um fjárhag þeirra sjóða sem hafa haft það hlutverk lána fé til atvinnulífsins einkum utan Stór- Reykjavíkursvæðisins. Eins og fyrri dag- inn sparar ráðherrann ekki stóru orðin þegar hann þarf að koma höggi á pólitíska andstæð- inga eða það kerfi sem hann og flokkur hans vill feigt. Undanfarna áratugi hefur verið rekin hér á landi byggðastefna, sem birtist í því að sjóðir á vegum ríkisins hafa lánað fé til at- vinnulífsins, ekki sist til útgerðar og fisk- vinnslu. Samkvæmt skýrslunni vantar mikið á að öll útlán séu fyllilega tryggð og telur Ríkisendur- skoðun að verja þurfi nokkuð á sjötta milljarð í afskriftir vegna þessa. Forsætisráðherrann er ekki lengi að finna sökudólgana frekar en fyrri daginn og telur sjóðina hafa verið misnotaða í pólitískum til- gangi, stjórnir þeirra hafa ekki getað beitt „fag- legurn" vinnubrögðum fyrir þrýstingi frá stjórn- málamönnum og segir ráðherrann nú mál að linni, verkefnin sem sjóðirnir hafa haft á sinni könnu skulu falin öðrum. Ástæða er til að velta fyrir sér hvort forsæt- isráðherra minnist ekki fyllilega alls þess sem hann hefur sjálfur aðhafst á þeim vikum sem liðnar eru síðan hann varð ráðherra. Það er m.ö.o. komið í Ijós að það sem hann er að ásaka aðra um hefur hann ástundað sjálfur. ( þeim efnum má í fýrsta lagi minnast skipana hans um að rækjuvinnslunni skyldi ekki lánað en í öðru lagi hefur hann staðið í bréfaskriftum til Byggðastofnunar þar sem ekki fer á milli mála að ráðherranum þætti vænt um að tiltek- ið fyrirtæki fengi fyrirgreiðslu stofnunarinnar. Ráðherrann flytur nú þá predikun að réttast sé að færa hlutverk sjóðanna inn í bankakerf- ið og Lánasýslu ríkisins, væntanlega til þess að tryggja „faglegar“ ákvarðanir í framtíðinni. Að mati hans eru byggðasjónarmið aukaatriði og er það í fullkomnu samræmi við fræði markaðshyggjunnar, sem ríkisstjórnin hefur að leiðarljósi. Með því að færa verkefni um- ræddra sjóða að öllu leyti til bankanna yrðu byggðasjónarmið alveg úr sögunni þegar veita skal lán, að ekki sé nú talað um styrki, til atvinnulífsins. Nú er það vissulega Ijóst að rík- ið getur ekki ausið út gjafafé á báða bóga enda væri það engum atvinnurekstri hollt til lengdar. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að til sé öflugt lánveitingakerfi í landinu, þar sem hægt er að fá fé til rekstrar sem bankarnir treysta sér ekki til að hætta miklu til. Ef engin aðgang- ur er að áhættutjármagni fær atvinnulífið ekki tækifæri til að þróast á eðlilegan hátt, nauð- synleg nýsköpun á sér ekki stað og síðast en ekki síst: Mörg byggðarlög myndu að ástæðu- lausu lenda í óyfirstíganlegum erfiðleikum. Menn verða að taka ábyrgð á sjálfum sér, er vinsælt slagorð í herbúðum Sjálfstæðis- flokksins, og forsætisráðherra kann það mæta vel. Þetta er auðvelt að segja þegar menn færa sig úr einum fílabeinsturni í annan, en í því tilfelli sem hér um ræðir væri nær fýrir ráð- herrann að huga að þeirri samfélagslegu ábyrgð sem fylgir því að vera æðsti yfirmaður þeirra sjóða sem hér um ræðir. Ríkisstjórnin er sýnilega alveg staðráðin í því að láta byggðasjónarmið lönd og leið en taka í staðinn upp óhefta markaðshyggu. Af- leiðingin kemur ekki til með að láta á sér standa. Með því að hætta að reka byggðapól- itíska lánastefnu, taka upp sölu veiðileyfa í sjávarútveginum og reisa álver á Suð-Vestur- landi, svo fátt eitt sé nefnt af því sem ríkis- stjórnarflokkarnir hafa hug á að gera, mun byggðaröskunin stórlega aukast. Um það varðar ríkisstjórnina hins vegar ekki neitt þar sem byggðastefna er langt frá því að vera á hennar áhugasviði. hágé. 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.