Þjóðviljinn - 16.08.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.08.1991, Blaðsíða 15
LGARMENNINGIN - Er þelta gömul og gróin kvikmyndahátíð? - Rúðuborgarhátíðin hefur verið haldin síðan 1988. Þetta er árleg hátíð sem stendur frá 11.- 22. mars. Næsta ár verða sýndar fjölmargar íslenskar kvikmyndir. I mars í ár voru engar íslenskar myndir sýndar. Þá var mér sagt að ekki væri hægt að fá neinar frambærilegar myndir. Þess vegna finnst mér sérlega ánægju- legt að geta sýnt myndarlega ís- lenska kvikmyndadagskrá næsta ár. Mér finnst alveg nauðsynlegt að Island sé með í þessari hátíð sem fullgildur aðili. ^Hugmyndin á bakvið þessa hátið er sú að með því að halda sérstaka kvikmyndahátíð fyrir norrænar kvikmyndir getum við náð þeim út úr skugga banda- rískrar kvikmyndaframleiðslu. A bakvið þetta stendur nokkuð stór hópur sem býr í Rúðu og starfar í tengslum við kvikmyndir. For- stöðumaður kvikmyndahátíðar- innar er leikstjóri, hann á tvö stór kvikmyndahús í bænum. Sjálf er ég af norskum ættum og hef þess vegna ferðast um Norðurlöndin. Móðir mín var norsk og þegar við erum á ferð saman þá spyrj- um við alltaf hvar muni leynast kvikmyndir þessa lands sem við nú ferðumst um. Franskir áhorf- endur þekkja í besta falli Berg- man og Dreyer, það eru reyndar margir sem ekki gera það. Þess vegna urðum við hrifin af þeirri hugmynd að halda norræna kvik- myndahátíð. í Berlín og Cannes og á á fjölmörgum öðrum kvik- myndahátíðum má auðvitað sjá norrænar myndir en það er lítið af þeim, þær hverfa í skuggann. Það koma alltof margar kvik- myndir frá Ameríku. - Eru islenskar kvikmyndir nógu góðar? - Sú spuming er alltaf vak- andi þegar Norðurlöndin eru annars vegar og það er vegna þess að til að byrja með voru norrænar kvikmyndir ansi sér- stakar. Þegar við fórum af stað þá var spurt að þessu um öll Norð- urlönd. Hvers vegna hafiði áhuga á kvikmyndunum okkar? Þær em hreint ekki góðar! Þið emð frá Frakklandi sem er höf- uðstaður kvikmyndalistarinnar. Við fómm nú samt af stað með Rúðuhátíðina árið 1988 og á einni viku fengum við 10.000 áhorfendur. Rúðuborg hefur líka þá sérstöðu að saga hennar teng- ist Norðurlöndunum. Þá er ég auðvitað að meina Normandí og Víkingana og allt það. Það er kannski þess vegna sem franskir áhorfendur em forvitnir. A því gmndvallast þessi árlega kvik- myndahátið. Hátíðargestum Qölgar ár frá ári svo að áhuginn er fyrir hendi og hann er vaxandi. - Er þetta mannfræðilegur áhugi eða forvitni um sérkenni- leg þjóðfélög? - Nei það held ég ekki. Hluti af skýringunni liggur í því hve lítið menn vita um Norðurlönd í Frakklandi. í kvikmyndahúsun- um gefst mönnum kostur á að uppgötva þessi lönd. Það er mjög algengt að menn blandi þeim saman. Það kemur þeim skemmtilega á óvart að á Norð- urlöndunum skuli reyndar vera ýmiss konar munur og hægt að greina þau sundur á ýmsa vegu. Finnskar kvikmyndir reynast vera töluvert öðmvísi en sænsk- ar, margvíslegur munur á norsk- um dönskum og íslenskum. Fyrir okkur hefur þetta þá þýðingu að áhorfendur horfa mun betur á myndimar. Þeir muna líka miklu betur eftir þeim vegna þess ama. Islenskar kvikmyndir hafa reyndar fallið sérlega vel í kram- ið vegna þess að i augum Frakka em þær veruleg tilbreyting frá hinum löndunum og heimur ls- lendingasagna er að sjálfsögðu heillandi. Að sjálfsögðu sýnum við sagnakvikmyndir. - Eru Frakkar hrifnari af blœbrigðum í menningu heldur en Bandarikjamenn? - Það held ég að sé alveg ótvírætt. Eitt hefur mér fundist merkilegt að uppgötva hér. Kvik- myndir sem framleiddar em á einhverju Norðurlandanna em mjög sjaldan sýndar í hinum Norðurlöndunum. Ég hélt að kvikmyndir sem framleiddar em í þessum löndum væm stöðugt á ferðinni hjá nágrönnunum. Norðurlandabúar geta hins vegar þyrpst til Rúðuborgar til þess að sjá kvikmyndir nágrannaland- anna. Það er undarlegt. Að mínu mati þurfa Evrópubúar að berjast gegn ameríska kvikmyndaflóð- inu. Amerísku kvikmyndimar em alltof margar. Mér er sagt að 90% af þeim kvikmyndum sem sýndar em á íslandi séu amerísk- ar. Ég held að þið mynduð græða á því að sjá spánskar kvikmynd- ir, franskar, þýskar og enskar. í Frakklandi þurfum við þess að sjálfsögðu líka. Evrópuþjóðimar eiga að vera sjálfstæðar og standa á sínu. Mér er að sjálf- sögðu kunnugt um að peningam- ir skipta miklu máli í þessu sam- bandi. Það er hins vegar ekki síð- ur mikilvægt að halda áfram að gera eitthvað og þó að það sem við emm að gera hafi auðvitað engin úrslitaáhrif þá verður vart við það ef menn vinna hver að sínu, rækta garðinn sinn eins og þar stendur. - Hvernig hefur gengið að velja islenskar kvikmyndir fyrir dagskrána? - Við ætlum að gera vemlega mikið úr þessum íslensku kvik- myndum. Þetta er fimmta kvik- myndahátíðin og á hverju ári er þetta prófraun. Við vitum aldrei hvar við höfum franska áhorf- endur. A hverju ári verðum við að finna góða og spennandi dag- skrá og það er mikil vinna. - Hefurðu fundið eitthvað nýtilegt? - Hugmyndin er sú að byrja á tíma þöglu myndanna á Islandi. 1 Frakklandi hafa menn ekki hug- mynd um það hve snemma kvik- myndagerð hófst á íslandi. Við höfum sýnt þöglar myndir frá hinum Norðurlöndunum og nú er komið að Islandi. Að sjálfsögðu verðum við með kvikmyndir sem fara inn í samkeppni en á ís- lensku dagskránni vona ég að við verðum með að minnsta kosti tíu til fimmtán kvikmyndir I fullri stærð. - Ertu búin að velja ein- hverjar? - Ég er ekki búin að velja þær allar svo að ég vil ekki fara nánar út í það. Það verður ekkert um það sagt fyrr en valinu er lok- ið. Það er líka ætlunin að vera með margar heimildamyndir. Franskir áhorfendur hafa mjög gaman af heimildamyndum. Þessi eyja er líka svo falleg að hún er yndislegt viðfangsefni. Mér er líka sagt að frönskum ferðamönnum íjölgi hér á Iandi. Við fórum reyndar, eftir fyrstu kvikmyndahátíðina, á þá ferða- skrifstofu í París sem sér aðal- lega um ferðir til íslands og spurðumst fyrir og var sagt að eftir þessa hátíð hefði ferðalöng- um til íslands fjölgað um fjörtíu manns þar á bæ það árið. Þetta held ég að geti vel orðið mikil- vægt fyrir Islendinga. Kvik- myndir eru nú einu sinni þannig gerðar að þær vekja iðulega með mönnum löngun til þess að heimsækja landið sem menn hafa séð á tjaldinu. Samband Islend- inga við náttúruna heillar Frakka líka alveg sérstaklega. Það er nokkuð sem kemur skýrt fram í kvikmyndunum. Líf ykkar verð- ur öðru vísi vegna skammdegis- ins og bjartra sumamótta. Fyrir okkur er það áhugavert að fólk sem býr ekki lengra frá okkur en þetta skuli búa við svona ólíkar aðstæður. I skóla lærum við ekki neitt um Norðurlöndin. Það er í sjálfu sér fáránlegt. Við vitum ekkert um sögu þessara landa hér í norðri. Ég rakst á mynd um stjómskipun íslands og hana ætla ég að sýna. Mig langar til þess að ná inn í þessa kvik- myndahátíð sögu, landafræði og list. Það eru þeir þrír þættir sem ég hef áhuga á. - Ætlið þið að gera eitthvað úr ferðum franskra sjómanna við slrendur Islands í byrjun aldar- innar? - Já. Ég hef talað við Elínu Pálmadóttur sem skrifaði bók um það efni. Bók hennar verður þýdd á frönsku. Því miður verður hún sennilega ekki tilbúin fyrir kvikmyndahátíðina. Við ætlum að gera nokkuð úr þessu atriði. Það er til frönsk, þögul mynd frá 1924 sem fjallar um þetta mál og hana tókst mér ekki að finna en hvað heldurðu að lslendingar dragi upp úr pússi sínu annað en prýðiseintak af þessari mynd! Þetta er saga af sjómönnum frá Bretagneskaga sem koma til ís- lands um síðustu aldamót og það er sorgleg saga vegna þess hræðilega aðbúnaðar sem var á þessum mönnum. Um þetta hef ég lesið nokkrar bækur í Frakk- landi og ég hlakka til að lesa bók Elínar Pálmadóttur. Mér er reyndar sagt að þar sem franskir sjómenn voru mest við strendur íslands hafi fæðst ófá böm sem voru allfrönsk í útliti. Hvað sem því líður þá eiga þessar þjóðir þama sameiginlega sögu sem rétt er að halda á lofli. Frökkum er hins vegar ekki kunnugt um þessi tengsl. - Viltu ekki segja mér frá neinum kvikmyndum sem þú hef- ur valið til sýningar á kvik- myndahátiðinni? - Ég hef séð kvikmynd Frið- riks Þórs - Böm náttúmnnar og mér þótti hún góð. Það em hins vegar nokkrar kvikmyndir sem ekki er enn lokið og ég bíð eftir að fá að sjá þær. Lokaákvarðanir verðum við að vera búin að taka í desember. Þessa vikuna hef ég reyndar mest verið að skoða heimildamyndir. Það er miklu erfiðara val vegna þess að það þarf að horfa á svo margar mynd- ir. Sumar þeirra em of langar, aðrar em með of miklum texta. Það skiptir máli gagnvart frönsk- um áhorfendum vegna þess að allur texti verður þýddur. Það er mikilvægt að Island gleymist ekki í þessu samstarfi um Norðurlönd. Ég er reyndar búin að skrifa Forseta íslands og bjóða henni á hátíðina. Ég vona innilega að hún sjái sér fært að mæta. - Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? - Það væri þá helst að Rúðu- borgarhátíðin er tvímælalaust mikilvæg fyrir norræna kvik- myndagerð. Á siðustu hátíð mættu 25.000 manns. Á hverju ári höfum við selt tvær myndir áfram til dreifingar. í Rúðuborg morar allt af fréttamönnum og dreifmgaraðilum á kvikmynda- hátíðinni og þar em Norður- landabúar einir á sviðinu. Það þýðir ekkert að vera að gaufast með eina og eina mynd á bakvið Ameríkanana í Cannes og á öðr- um slíkum samkundum. -kj Föstudagur 16. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.