Þjóðviljinn - 28.08.1991, Blaðsíða 12
Beðið eftir Friðrik
Verkamannasambandið
(VMSÍ) átti í gær fyrstu
formlegu viðræður sínar
við Vinnuveitendasam-
bandið (VSÍ) vegna komandi
kjarasamninga. Þetta eru jafn-
framt fyrstu formlegu viðræðurn-
ar sem VSl á við sérsamband inn-
an Alþýðusambandsins að þessu
sinni. Snær Karjsson, fram-
kvæmdastjóri VMSI, segir að erf-
itt sé að hefja viðræður af fulium
þunga fyrr en megindrög fjár-
málafrumvarps ríkisstjórnarinnar
liggi fyrir.
- Eínislegar umræður verða ekki
teknar fyrir af fullum þunga, íyrr en
megindrög fjármálafrumvarps ríkis-
stjómarinnar liggur fyrir. Auðvitað
geta menn gert kjarasamning þó
þessi þáttur se ekki ljós, en ég efast
um að nokkur vilji taka afleiðingum
þeirra samninga, sagði Snær Karls-
son eftir fundinn í gær.
- Allstaðar i atvinnulífinu hljóta
menn að spyrja sig að því hvort rík-
isstjómin nafi einhveija stefnu í at-
vinnumálum og þá hveija? Þetta er
því stóra spumingin í dag, hvað ætlar
rikisstjómin sér að gera varðandi at-
vinnuvegina og launafólk, sagði
Karl.
Karl sagði að það væri einungis
samtök launafólks sem væri í bið-
stöðu. - Vinnuveitendasambandið
talaði mikið um þá stöðu sem at-
vinnufyrirtækin eru í, og helstefnu
vaxtanna gegn fyrirtækjunum. Þegar
raunvextir eru komnir yfir 10% og
famir að nálgast 15% gefur það auga
leið að atvinnulífið þolir ekki slíka
vexti og fannst mér sem þeir hefðu
vemlegar áhyggjur af því, sagði
Snær.
Þórarinn V. Þórarinsson, formað-
ur VSI, segir að áhyggjumar yfir
Fyrsti formlegi fundurinn milli Verkamannasambandsins og Vinnuveitendasambandsins átti sér stað I gær. Aðilar eru sammála um að stefna rfkisstjómannnar I
efnahagsmálum hljóti að skipta miklu máli við gerð næstu kjarasaminga. Mynd: Kristinn.
inn, en bætir því jafhframt við að nú
sé erfitt um vtk áð hækka kaupmátt-
inn verulega. - Menn hafa látið í það
skina að atvinnurekendur tali alltaf
um samdrátt og erfiðleika þegar
nálgast fer sammnga. Raunin er nú
samt að nú hefur verið stöðnun og
samdráttarskeið síðustu fimm árin.
Astandið er slæmt í dag og ég tel að
á einhveijum punkti samningsvið-
ræðnanna þurfi allir aðilar að setjast
niður og ræða málin af hreinskilni,
sagði Þórarinn.
-sþ
stöðu atvinnuveganna séu verulegar.
- Það verður að horfa til samdráttar í
þorskveiðinni upp á 16% sem þýðir
tekju- og atvinnusamdrátt í sjávarút-
veginum. Einnig lítur út fyrir að á
næsta ári dragist þjóðartekjur saman
um allt að 2% og útflutningstekjur
um 4%. Síðast en ekki síst þá þarf að
skapa skilyrði fyrir nýjum hagvexti.
Það verður ekki gert nema dregið sé
úr ásókn ríkisvaldsins og opinberra
lánasjóða inn á íslenska lánamarkað-
inn. Ef það tekst ættu vextimir að
lækka. Við höfuii) ekki trú á þeirri
aðferð að vextir á Islandi verði lækk-
aðir með handafli. Það þarf að end-
urskoða þær aðstæður sem leiða til
þessara háu vaxa, sagði Þórarinn.
Aðspurður hvort ekki þyrfti að
vita stefnu stjómarinnar í efnhags-
málum áður en samningar hæfust af
fullum þunga, sagði Þórarinn það
skipta miklu máli. - Hins vegar held
ég að VSI, launþegahreyfingin og
ríkisstjómin sé samhent í einni meg-
inforsendu. Hún er að gengið verði
að vera stöðugt og tel ég að menn
séu ekki ósammála um þennan út-
gangspunkt. En ef þetta á að verða
þurfum við að hafa mikinn aga á
peirri kostnaðarþróun sem verður hér
innanlands, sagði Þórarinn.
Á fiindinum í gær skoðuðu menn
reynsluna af síðustu samningagerð
og um þann stöðugleika í efhahags-
og gengismálum sem verið hefur
undanfarið. Snær segir að ekki sé vit-
að hvað ríkisstjómin hafi i pokahom-
inu þessa stundina og hljoti það að
marka næstu skref viðræðnanna. -
Við leggjum þó mikla áherslu á að
kaupmáttur þeirra lægstlaunuðu þurfi
að aukast. Við verðum þó að hafa
jað í huga að aðalforsenda þess að
>að verði sé samningur sem ekki
eiðir til einhverrar kollsteypu í efha-
hagsmálum, sagði Snær.
Undir þessa skoðun tekur Þórar-
Jafnvægi að skapast
í sauðfjárbúskapnum
A ‘
r\s
aðalfundi Landssambands
sauðfjárbænda sem lauk í
gær kom í ljós að neysla
auðfjárafurða dróst ekki
saman á síðasta ári eins og raunin
hefur verið undanfarin ár. Fund-
urinn samþvkkti ályktun þar sem
mælt er með því að ærkjöt verði
fellt út úr búvörusamningnum, og
framleiðslusamningurinn minnki
þá sem því ncmur.
Sauðfjárbændur vilja ekki að
neinn fullyröisréttur verði á ærkjöti,
heldur verði litið á það sem aukaaf-
urð sem seld yrði á fijálsum markaði
á ábyrgð bænda. Hugmyndir þessar
eru sprottnar af þeim niðurskurði
sem á sér stað á fullyrðisréttinum og
finnst bændum ekki réttlátt að þær ær
sem skomar verði niður verði með í
framleiðslusamningnum.
Jóhannes Kristjánsson, formaður
Landssambands sauðfjárbænda, segir
það gleðileg tíðindi að birgðir af
kindakjöti í landinu séu nú við upp-
haf sláturtíðar 6-8% minni en á sama
tíma og í fyrra. Þetta segir hann að sé
vegna þess að sá samdráttur sem ver-
ið hefur undanfarin ár sé nú loks í
rénum. - Samkvæmt þessu er útlit
fyrir að eingöngu verði nýtt kjöt í
verslunum í vetur. Eldra kjötið verð-
ur komið fyrir á annan hátt eins og
t.d. með sölu erlendis, sagði Jóhann-
es.
Jóhannes sagði, að áætlaður nið-
urskurður í ár rynni út 1. september.
Nú þegar væri búið að ná 60 prósent-
um af þcim 900 tonnum sem áætlað
var að skera niður.
- Það eru ákveðin svæði sem
hafa náð þessu marki. Annars held
ég að margir bíði frain á síðasla dag.
Astæðan fyrir því er að bændumir
vilja sjá hver skerðingin verður á
þeirra búum, þannig að þeir geti þá
selt fé sem því nemur. Svömnin
verður líklega mjög mikil á næstu
dögum því bændur fá 25 prósent
lægra verð ef þeir lenda í nauðunga-
skerijingu, sagði Jóhannes.
A þinginu kom einnig fram
ályktun að ef tækist að endurreisa
ullarþvottarstöðina og spunaverk-
smiðjumar myndu bændur lcggja þar
inn ull og láta stóran hluta af and-
virði ullarinnar renna til fyrirtækisins
sem hlutafé.
Mér skilst að það þurfi 60 miljón
króna hlutafé til að reksturinn geti
farið af stað aftur og er ég sæmilega
bjartsýnn á að það takist. Við skulum
hafa það í huga að ullarafurðimar eru
urn 10 prósent af tekjustofni bænda.
Einnig em þama alltof mörg störf í
húfi víða um land, sagði Jóhannes.
Aðspurður um framtíðarhorfum
sauðfjárbúskapar, sagði Jóhannes að
hún væri eins og búast mætti við. -
Mér finnst sjálfum að það sé breyting
á markaðinum. Það sem gert hefur
verið undanfarin ár er að skila sér,
þannig að staðan öll er mun meira
aðlaðandi en oft áður. Við erum í dag
með svipaða sölu og á sama tíma og
í fyrra og em það gleðileg tíðindi fyr-
ir okkur sem erum í þessum búskap,
sagði Jóhannes. -sþ
Smábátaútgerðin
undir hungurmörkum
O* * rn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssam-
bands smábátaeigenda,
segir að sú aflaskerðing
sem smábátasjómenn verða fyrir
á komandi fiskveiðiári, sé fyrir
neðan hungurmörk. Af þeim
sökum munu margir verða til-
neyddir til að hætta útgerð sem
iafnframt mun hafa hrikalegar af-
leiðingar fyrir þau byggðarlög
sem byggja afkomu sína á veiðum
smábáta.
Hjá smábátum nemur afla-
skerðingin í þorski tæpum 20%, í
ýsu um 25% og ufsa um 17%.
Að mati Landssambandsins er
þessi skerðing svo mikil að menn
geta ekki framfleytt sér né heldur
fengið það sem þarf til að hafa
upp í þann fasta kostnað sem
fylgir því að gera út bát. Af þeim
sökum verða menn tilneyddir til
að pakka saman og hætta og því
viðbúið að einhveijir verði að
selja kvóta sína og reyna fyrir sér
með atvinnu í landi. En eins og
atvinnuástandið er víða út um
land er Ijóst að margir fá litla
sem enga vinnu og því blasir
ekkert annað við en stórfellt at-
vinnuleysi hjá þeim sem verða að
hætta.
í ljósi þessa dökka ástands
mun Landssambandið fara þess á
leit að lögum um Hagræðingar-
sjóð verði breytt, þannig að út-
hluta megi þaðan aflaheimildum
til smábáta par sem þeir þurfa að
þola meiri verðmætaskerðingu en
aðrir útgerðarflokkar. Auk þess
kemur til greina að mati LS að
Færeyingar og Belgar verði
sviptir veiðiheimildum sínum
innan íslenskrar landhelgi og
þeirra hlutur verði færður yfir til
peirra smábáta sem mestu skerð-
mguna hafa fengið.
-grh
Takmarkiö er 2000 nýir áskrifendur ÞJÓÐ
Sú hætta blesir við Þjóöviljanum að útgáfa hans stöövist innan tíöar ef áskrifendum blaðsins
fjölgar ekki. Við þurfum tvö þúsund áskrifendurtilaö tryggja rekstur blaösins til frambúðar.
Tökum höndum saman og tryggjum útgáfu Þjóðviljans, sem er í senn baráttutæki og
þýöingarmesti umræöuvettvangur vinstri manna.
Til vin
þar sem hjartað slær
Áskrifendasíminn er 681333