Þjóðviljinn - 04.09.1991, Page 6
dsMÁFRÉrnR
Ný ættfræði-
namskeið
Ættfræðiþjónustan er að
byrja með ný ættfræðinám-
skeið fyrir almenning og
standa þau frá miðjum sept-
ember til októberloka. Veitt
er fræðsla og þjálfun í ætt-
fræðilegum vinnubrögðum,
og að þessu sinni verður
bætt við sérstakri tilsögn í
tölvuvinnslu á ættartölum
cg niðjatölum. Á það bæði
við um 7 vikna grunnnám-
skeið og 6 vikna framhalds-
námskeið fyrir rannsóknar-
hópa. Einnig eru f undirbún-
ingi helgarnámskeið á
nokkrum stöðum á lands-
byggðinni. Á grunnnám-
skeiðinu eru byrjendur
fræddir um fslenskar ætt-
fræöiheimildir, leitaraðferðir
og gerð ættartölu og niðja-
tals. Þátttakendur fá að-
stöðu til að rekja eigin ættir
og frændgarð og afnot af
víðtæku gagnasafni, m.a.
kirkjubókum, manntölum,
ættartöluhandritum og út-
gefnum bókum. Leiðbein-
andi er Jón Valur Jensson.
Innritun er hafin hjá Ætt-
fræðiþjónustunni, Sólvalla-
götu 32A í sfma 27101.
Málverkasýning í
Hlaðvarpanum
Valdimar Bjarnfreðsson
opnar málverkasýningu í
Hlaðvarpanum, Vesturgötu
3, í dag kl. 13. Hann sýnir
35 olíu- og akrílmyndir. Að-
gangur ókeypis.
Nýr breskur
sendiherra
Mr Patrick Wogan hefur
verið skipaður sendiherra
Bretlands á íslandi. Hann
tekur við af Sir Richard
Best, sem lætur nú af störf-
um fýrir bresku utanríkis-
þjónustuna.
Kristín Arnalds
skólameistari
Kristín Arnalds hefur
veriö skipuð skólameistari
við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Fjórir sóttu um
stöðuna. Auk Kristínar sóttu
Kristján Thorlacius fram-
haldsskólakennari, Sigurður
Þór Jónsson framhalds-
skólakennari og Stefán
Andrésson framhaldsskóla-
kennari.
ACO með umboð
fyrir Seagate
Keith Johnson svæðisstjóri
Seagate í Norður Evrópu og
Magnús Norðdahl sölustjóri
tölvudeildar ACO handsala
einkaumboð ACO á tölvu-
diskum Seagate á Islandi.
ACO hefur tekið við
einkaumboði á Islandi fyrir
tölvudiska frá bandaríska
fyrirtækinu Seagate, sem er
stærsti framleiðandi tölvu-
diska í heiminum, en hlutur
þess á heimsmarkaði er um
40 af hundraði.
¥IPHQ]RF
A Ineólfur Heleason skrifar
Almenningsvagnar
eru nauðsynlegir
Fimmtudaginn þann 15. ágúst
var tímabær grein,hér í blað-
inu eftir Guðrúnu Ágústsdóttir
um þær hugmyndir Strætisvagna
Reykjavíkur að draga úr ferðum og
tíðni þeirra nú á næstunni. Þetta
eru vond tíðindi, ekki bara íyrir þá
sem vagnana nota, heldur lika fyrir
þá sem aka einkabílum, því um-
ferð mun aukast, og verða erfiðari
fyrir alla ökumenn.
Það er nú svo, að þéttbýli er
því aðeins eftirsóknarvert, að sam-
göngur séu góðar og samgangur
allur auðveldur. Hægt er að full-
yrða, að það sé einmitt þetta sem
gerir þéttbýli æskilegt. Stuttar
ferðir þarf að fara fótgangandi, og
allt skal gert til að gera þær ferðir
sem þægilegastar og auðveldastar.
Þegar kemur að farartækjum verð-
ur að sjá svo um, að mögulegt sé
að hafa valkost um hvaða farartæki
er notað. Og þá er æskilegast, að
fólk noti það farartæki sem minnst
vinna fer í og er heilsusamlegast
fyrir notandann. Nú er borgin svo
víðfeðm, að óhófleg notkun á far-
slysa og þegar nóg er af þeim
spilla þeir andrúmsloftinu. Eina
færa leiðin er sú að reyna eftir
megni að gera aðra ferðamáta eftir-
sóknarverða. Og hér er engu að
dreifa nema almenningsvögnum.
Vitað er að vagnar eru bestir þegar
þeir ganga það oft, að ekki er
nauðsynlegt að vita neitt um áætl-
unartíma. Til þess verða þeir að
koma á þriggja til fimm mínútna
fresti, svo hægt sé að ganga að
þeim hvenær sem er. Skipulagning
á leiðum er afar flókið mál, en þar
gildir sú meginregla, að ekki sé
meira en tvö til þijú hundruð metr-
ar milli leiða.
Allt þetta er hægt að setja niður
á blað. Hitt er rniklu erfiðara, að
gera sér grein fyrir hvemig al-
menningur tekur þessu öllu. Og
þar kemur margt til greina. Það
skiptir miklu að venja fólk á að
nota almenningsvagna. Reynandi
væri, í þessu ríki bílanna, að fella
niður fargjöld fyrir fólk undir öku-
skírteinisaldri, því þetta er fólkið
sem borgar fyrir vagnana á morg-
„Einn misskilningur er afar útbreiddur. Hann er sá,
að strætisvagnar verði „að borga sig“. Það er í sjálfu
sér lítill munur á vögnum sem notaðir eru til al-
mannaþarfa og öðrum útbúnaði svipaðs eðlis, svo
sem holræsum, vatnsveitu, gatnagerð o.s.frv. Til að
mynda borgum við ekki fyrir að nota lyftur í hús-
um. Kostnaður við þær kemur undir almennan
reksturskostnað, og hví skyldi það ekki líka eiga við
um önnur almenn flutningatæki.“
artækjum er ill nauðsyn. Það er því
mjög aðkallandi að nýta sem best
þau farartæki sem til eru.
Einkabílar hafa svo marga
kosti, að engar líkur era fyrir því
að þeir tapi vinsældum svo nokkra
nemi. Þeir era líka óhemju dýrir,
brenna dýra eldsneyti, valda fjölda
un, svo það er eins gott að venja
það á kerfið meðan tími er til.
Þessir aldurshópar era Iíka mjög
útundan um allar ferðir, þvi ekki er
alltaf bíll og bílstjóri til taks, þegar
á þarf að halda. Eftirlaunafólk ætti
líka að fá ívilnanir um fargjöld, en
þær ívilnanir þyrftu ekki að gilda á
LESENBUM
Aðgangseyrir
að sjúkranúsum
Hugmyndir ríkisstjórnarinnar
um að kreíja sjúklinga um að-
gangseyri að sjúkrahúsm er enn
ein staðfestingin á því að alltaf og
ævinlega skuli ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur. En tiltekt af
þessu tagi vekur einnig upp spum-
ingar um hversu vel íslenskt vel-
ferðarþjóðfélag búi að þegnum sín-
um, eða með öðram orðum: hversu
vel þeir séu í stakk búnir til að
mæta þrengingum af þessu tagi.
Að ýmsu leyti er okkar vel-
ferðarkerfi mjög götótt. Til dæmis
verða þau okkar sem þurfa að
leggjast inn á sjúkrahús fyrir til-
finnanlegu tekjutapi, þar sem veik-
indaréttur er misjafn eftir starfs-
aldri og stéttarfélagi, veikindarétt-
ur foreldra innan BSRB eru 7 dag-
ar fyrir hvert bam á ári svo það
gefur augaleið að ef koma upp
veikindi á heimili duga veikinda-
réttindin skammt. Landsbyggðar-
fólk þarf svo í mörgum tilfellum
að greiða fiugferðir, bæði fyrir
sjúkling og aðstandendur, uppihald
fyrir þá, svo ég tali nú ekki um
ýmiskonar kostnað sesm hlýst af
því að vera á sjúkrahúsi, og nú
boðar rikisstjóm aðgangseyri að
sjúkrahúsum landsins.
Þá er það ekki minna um vert
að einstaklingsskattur af þessu tagi
er ekki til þess fallinn að efla með
fólki samkennd og samábyrgð,
heldur elur þvert á móti á þeirri
sérhyggju sem grefur undan við-
teknum hugmyndum um hvemig
að því skuli staðið að halda úti vel-
ferðarþjóðfélagi. Einnig þess
vegna er brýnt að hafna þessari
gjaldtöku, en brýna stjómina þess í
stað til að herða leitina að breiðari
bökum en þeim sem hún ætlaði að
greiða þetta gjald.
Elín Björg Jónsdóttir
stjórnarmaður í BSRB
þeim tíma sem fólk fer í vinnu.
Þetta dreifir álaginu á vagnana.
Einn misskilningur er afar út-
breiddur. Hann er sá, að strætis-
vagnar verði „að borga sig“. Það er
í sjálfu sér lítill munur á vögnum
sem notaðir era til almannaþarfa
og öðram útbúnaði svipaðs eðlis,
tálmanir era settar upp til að draga
úr hraðanum, umferðarljós gefa sér
tíma til skiptinganna, og svo mætti
lengi telja.
Það hefur alltaf verið ljóst að
allar bílferðir byija og enda á þeim
stað þar sem bílnum er lagt til
geymslu, um langan eða skemmri
„ ...að meta ágæti Strætisvagna Reykjavíkur eftir
því hversu marga farþega þeir flytji yfir árið, í stað-
inn fyrir að leggja bara saman rekstrarreikningana.
Betra mat á góðum rekstri er sjálfsagt það hversu
margir farþegar eru á hvem ekinn kílómetra."
svo sem holræsum, vatnsveitu,
gatnagerð o.s.frv. Til að mynda
borgum við ekki fyrir að nota lyft-
ur í húsum. Kostnaður við þær
kemur undir almennan reksturs-
kostnað, og hví skyldi það ekki
líka eiga við um önnur almenn
flutningatæki.
Það hefur lengi verið venja,
þegar metin era lifskjör fólks, t.d.
eins og kemur fram í hreinlætis-
ástandi borga og bæja, að mæla í
lítrafjölda hversu hver einstakling-
ur notar af vatni yfir árið. Þeim
mun meira af vatni sem notað er
við heimilishaldið, þeim mun betri
era lífskjörin. Það væri sambæri-
legt að meta ágæti Strætivagna
Reykjavíkur eftir því hversu marga
farþega þeir flyttu yfir árið, i stað-
inn fyrá að leggja bara saman
rekstrarreikningana. Betra mat á
góðum rekstri er sjálfsagt það
hversu margir farþegar era á hvem
ekinn kílómetra. Markmið reksturs
strætisvagna ætti allavega að met-
ast eftir því hversu margt fólk not-
ar vagnana. Því einasta réttlætingin
fyrir að reka almenningsvagna er
sú, að þeir veita öllum aðgang að
samgöngukerfi um allan bæ og
þeir gera það ódýrar en nokkurt
annað flutningakerfi.
Nú er mikið gert í því að reyna
að draga úr bilaumferð i borgum
og bæjum. Það er orðið ljóst, að
ótakmörkuð umferð er ekki lengur
möguleg, ef borgir eiga að vera
þolanlegar til daglegs lífs. Nýtt orð
hefur jafnvel bæst í málið, umferð-
arró, og skal að henni stefnt, með
öllum tiltækum ráðum. Götum er
lokað fyrir umferð, ef ekki allan
sólarhringinn, þá hluta úr degi,
götur era endurbyggðar til að gera
bílaumferð sem erfiðast fyrir, og
tíma. Venjulega var bílnum lagt á
akbrautum. Stöðumælar sýna, að
fólk er orðið sammála því, að
ótækt er að nota vegi til þess ama.
En nú er svo komið, að það er ekki
lengur hægt að sjá ökumönnum
fyrir stæði hvar og hvenær sem er.
Það er hreinlega ekkert pláss leng-
ur, og auk þess er óþolandi fyrir
fagurt mannlíf, að allt svæðið í
kringum hús sé fullt af bílum. Gott
dæmi er til staðar, en það er hug-
mynd um skipulag svæðis milli
Birkimels, Hringbrautar og Suður-
götu. Fólki sem þar fer um og
vinnur er boðið upp á að lifa og
vinna á bílastæði. Og hvað um út-
sýnið á Hótel Sögu?
Það er orðið óhjákvæmilegt, að
almenningur fallist á þá hugmynd,
að ekki sé lengur beint samband
milli bílafjölda og gatna og bíla-
stæða. Það er ekki hægt að halda
áffam á sama hátt og gert hefur
verið hingað til. Og þær breytingar
á hugarfari verða ekki árekstrar-
lausar.
Allt það sem hér er látið á blað,
er til þess gert að benda fólki á hve
bráðnauðsynlegt það er að halda
uppi almenningsfarartækjum, og
að þau era óhjákvæmilegur hluti af
borgum, ef þær eiga ekki að kafna
undir nafni. Þau era líka nauðsyn-
leg til að gera atvinnurekendum
kleift að ráða besta starfsfólk sem
völ er á, án tillits til hvar það kunni
að búa í borginni. En það sem
mestu máli skiptir, þegar allt kem-
ur til alls, er að sjá svo um, að allir
borgarbúar geti notið alls þess sem
borgin hefur upp á að bjóða, og
það verður ekki gert nema til sé vel
rekið og þétt net almenningsvagna.
Höfundur er arkitekt.
Stjúpa okkar og föðursystir
Petrína Kristín Jakobsson
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi þann 2. september síð-
astliðinn.
Aðstandendur
Móðir okkar
Sólborg Gunnarsdóttir
frá Reyðarfirði
til heimilis að Einarsnesi 29, Reykjavík, andaðist á Landspítal-
anum 2. september.
Gunnar Þorkelsson
Erlendur Á. Erlendsson
Ingi S. Erlendsson
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. september 1991
Síða ö