Þjóðviljinn - 07.09.1991, Side 4

Þjóðviljinn - 07.09.1991, Side 4
Námstefna um kvennaíþróttir Nefnd íþróttasambands fslands sem vinnur að umbót- um í kvennaíþróttum gengst fyrir námstefnu fyrir þjálfara, leiðbeinendur og áhugafólk um íþróttir kvenna í Garöa- skóla, Garðabæ, í dag og hefst hún kl. 10. Yfirskrift námstefnunnar er „Sérkenni kvenna með tilliti til þjálfunar og keppni í íþróttum", og er gert ráo fyrir að hún höfði sér- staklega til leiðbeinenda, þjálfara og væntanlegra þjálf- ara íþróttakvenna svo og annars áhugafólks um íþróttir kvenna. Námstefnan verður ( fyrirlestraformi með fyrir- spurnum eftir hvern fyrirlestur. Námstefnustjóri verður Þórdís Gísladóttir íþróttafræðingur, en fyrirlesarar verða auk hennar dr. Ingimar Jónsson, Svandís Sigurðardóttir, siúkraþjálfan', Martha Ernsts- dóttir sjúkraþjálfari, Þráinn Hafsteinsson íþróttafræöing- ur, Iris Grönfeldt íþróttafræð- ingur, Birgir Guðjonsson læknir og Jóhann Gunnars- son sálfræðingur. Nefnd ISf sem vinnur að um- bótum (kvennaíþróttum. Frá vinstri: Vanda Sigurgeirsdóttir, Unnur Stefánsdóttir formaður, Edda Jónsdóttir starfsmaður og Svanfríöur M. Guðjónsdóttir. Félagsstarf aldraðra Félagsstarf aldraöra í Gerðubergi. Á mánudag verð- ur fótsnyrting og hárareiðsla fyrir hádegi. Hádegisnressing kl. 12. Eftir hádegi verður spíí- að og spjallað. Kaffi kl. 15. Upplysingar (síma 79020. Kvenfélag Kópavogs Vinnufundur hjá Kvenfé- lagi Kópavogs vegna basars í fundarherbergi félagsins mánudagskvold kl. 20. Þjóðdansafélag Reykjavíkur fertugt Þjóðdansafélag Reykja- víkur verður með sýningu á Steindórsplani í miðbæ Reykjavíkur í dag kl. 14. Fé- lagið heldur nú upp á fertug- safmæli sitt með því að taka í notkun glæsilegt félagsheimili að Álfabakka 14 a í Mjódd. Starfsemi félagsins verður með hefðbundnum hætti og verða námskeiö í gömlu dönsunum fyrir fullorðna á mánudagskvöldum og fyrir börnin verða barnadansar, gömludansarnir og þjóðdans- ar á mánudögum og laugar- dögum. Börnin taka stundum oátt í sýningum og klæðast >á viðeigandi búnmgum. Fé- agið býður starfsmannafélög- um og öðrum hópum upp á sér tíma eftir nánara sam- komulagi. Nýnorskar bokmenntir Idar Stegane,dósent í norrænum bókmenntum við háskólann í Björgvin, flytur opinberan fyrirlestur i boði heimspekideildar Háskóla Is- lands priðjudaginn 10. sept- ember kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Skriftliv og dikting pá ny- norsk 1850-1905. Myndin kemur að innan ^ENNING Valgarður Gunnarsson á sýningu sinni i Listasalnum Nýhöfn ( Hafnarstræti. Mynd: Kristinn. Sýningu Valgarðs Gunnars- sonar í Nýhöfn er að ljúka. Þeir sem hafa ekki séð hana ættu að drífa sig núna um helgina. Þetta er tíunda einkasýning Valgarðs. Hann var spurður að því hvað það tæki Iangan tíma hjá honum að und- irbúa málverkasýningu. — Engin þessara sýninga minna hefur verið sérlega stór, sagði Val- garður. Það er reyndar erfitt að svara þessari spumingu. Þessi sýn- ing kom til dæmis upp með stutt- um fyrirvara. Tveim mánuðum eða þar um bil, og ég átti eitthvað af myndum. Var að fá myndir að ut- an, af sýningum, og setti þetta þá saman. Ég mála aldrei fyrir sýn- ingu. Ég mála myndir, en sýningin kemur eflirá. - Hafa myndimar þínar breyst? Það er ekki svo fráleitt að gera það upp á tíundu éinkasýningu. - Ekki vil ég nú orða það þannig að þær séu orðnar betri, en þær em orðnar vandaðri. Það kem- ur þjálfun í vinnubrögðin. Það gildir bæði um málverkin og gvassmyndimar. - Hvað er gvass? - Gvass er eiginlega bara þekjulitur. Hann er fingerður og úr góðum efnum. Þetta er mjög góður þekjulitur. Vatnslitur er þunnur og gagnsær, en gvassið er alveg þétt. Ég kalla þessar myndir mínar gvassmyndir, en sumir hafa viljað fiokka þetta undir blandaða tækni útaf saumaskapnum sem í þeim er. Ég vil heldur tala um blandaða tækni þegar verið er að tala um verk þar sem menn nota málm og gúmmí og allt mögulegt þess hátt- ar. - Verður það ekki æ algengara að menn blandi saman alls konar tækni? - Jú, en hvað mér viðvíkur þá er ég málari. Ég er ekki gjömings- listamaður. Ég er ekki listamaður á allt. - Hefurðu trú á málverkinu? - Eg hef trú á því að halda sig á sínum reit. Þeir sem ætla að gína yfir öllum mögulegum aðferðum verða ekki góðir í neinu, nema þá að um snillinga sé að ræða, en þeir em mjög fáir. - Ertu ekki snillingur? - Nei, það held ég ekki. - Hvað er snillingur? - Sagan skilgreinir snillinginn, hvort sem hann er vísindamaður, listamaður eða eitthvað annað. - Hvemig nærðu þessari áferð sem er á málverkunum þínum? - Þegar ég byija á mynd þá maka ég bara litnum á. Svo kem ég að henni daginn eftir og held áfram. Síðan fer ég kannski að teikna eitthvað inná. Það þarf alls ekki að vera það sem að lokum stendur eftir á fullgerðri mynd. Ef eitthvað nothæft birtist meðan á þessari vinnslu stendur þá hlífi ég því. Það er komin ákveðin reglu- festa í þessi vinnubrögð hjá mér, þó ég vilji ekki kalla það kerfi. Það byrjar yfirleitt myndlaust og án þess að búið sé að ákveða hvað á að vera á þeim. - Vex myndin þá út úr þessari vinnslu? - Sú mynd sem eftir stendur kemur einhvers staðar að innan, - fVá mér sjálfúm. Ég vel eitthvað úr því safni sem ég bý yfir. - Koma bestu hugmyndimar þegar þú ert byijaður að vinna? - Það held ég að sé ótvírætt. - Hvað færðu út úr því að mála myndir? Af hveiju hefúrðu ekki gerst ökukennari eða gert eitthvað annað alíka skynsamlegt? - Ég hef fengist við ýmislegt af þessu sem þú kallar skynsamlegt. Unnið við auglýsingateiknun og sölumennsku í banka. Þetta vom ágæt störf, en þau hentuðu mér ekki. Vinna við myndlist er oft á tíðum mjög ánægjuleg, sérstaklega ef vel gengur. Maður verður ánægður sjálfur og það er mikils virði þegar aðrir sýna því áhuga sem þú ert að gera. - Hvemig hefúr þér gengið að selja? - Mjög vel. - Hvað kosta málverkin þín? - Þijátíu til fjörtíu þúsund og fer upp í tvöhundnið þúsund. - Hvað er framundan? - Það er næsta mynd. - Ertu með vinnustofú hér í Reykjavík? - Já. - Þarftu ekki að fara til Rómar eða ganga eftir Signubökkum til að fá innblástur? - Ég myndi gjaman vilja það, en ég hef ekki efni á því. Það er hins vegar afskaplega nauðsynlegt fyrir listamenn að fara utan. Það ættu allir að gera meðan þeir em ungir og eiga þess kost. -kj Leon Spierer leiðbeinir hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit (slands í Seltjarnar- neskirkju. Sinfónían hitar upp I'pag kl. 15 heldur Sinfóníuhljómsveit íslands tónieika 1 Seltjarnarneskirkju. Þar munu strengjahljóðfæraleikarar sveitarinnar Ieika tvö verk og slagverks- deildin eitt. Þessir tónleikar em í framhaldi af eins konar upphitunamámskeiði fyrir hljóð- færaleikarana sem nú stendur yfir á nokkr- um stöðum. Hljómsveitin hefúr gengist fyrir áþekkum námskeiðum undanfarin þijú ár í röð, en áður vom þau mun stop- ulli. Að sögn Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara em þessi námskeið mjög gagnleg i upphafi starfsárs og hljóðfæra- Ieikarar taka mun fljótar við sér og ná bétri samhæfingu fyrr en ella. Leiðbeinandi á námskeiði fyrir blásara sveitarinnar var Julius Baker, en um slag- verksleikarana sáu þeir Graham Jones og Leon Spierer, fyrsti konsertleikari Fílharm- óníusveitar Berlínar. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. september 1991 Sfða 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.