Þjóðviljinn - 07.09.1991, Blaðsíða 7
Trudeau
pabbi 71 árs
Pierre Trudeau, fyrrum for-
sætisráðherra Kanada, eignaðist
stúlku í vor en hann sjálfur er 71
árs gamall og á uppkomin börn.
Þetta kom fram í kanadíska
dagblaðinu The Globe and Mail í
gær. I blaðinu kom fram að Tru-
deau væri skráður faðir Söru Elísa-
betar Coyne á fæðingarvottorði
hennar en hún fæddist í St. Johns á
Nýfundnalandi 5. maí í vor.
Móðir stúlkunnar er Deborah
Coyne, 36 ára gamall lögffæðingur
og ráðgjafi Clyde Wells, fylkis-
stjóra Nýfundnalands, í stjómar-
skrármálum.
Trudeau var þekktur í Kanada
og víðar fyrir íjörugt einkalíf með-
an hann var forsætisráðherra á ár-
unum 1968-79 og aftur frá 1980-
84. Hann skildi við konu sína Mar-
gréti Kemper eftir 13 ára storma-
samt hjónaband. Hann starfar sem
lögfræðingur í Montréal og býr þar
með þremur sonum sínum.
Reuter
ElLENDAK
FIETTIR
A Umsjón: G. Pétur Matthíasson
Ríkisráðið samþykkir
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna
Hið nýja Ríkisráð Sovétríkjanna samþykkti í gær viðurkenningu
á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. En þrátt fyrir að ríkin þrjú,
Lettland, Eistiand og Litháen, horfl helst til vesturs þessa
stundina - að minnsta kosti hvað varðar efnahagsaðstoð - gera
íbúar landanna sér vel grein fyrir því að tengslin við Sovétríkin eru mik-
il og verða áfram mikil.
Mikill fógnuður braust út í ríkj-
unum þremur við þessa ákvörðun
þótt menn geri sér vel grein fyrir þvi
að ffamhaldið verður erfitt. Dæmi
um það var heimsókn utanríkisráð-
herra landanna þriggja til Evrópu-
bandalagsins í gær. Fulltrúar EB
þreyttust ekki á að lýsa yfir stuðn-
ingi við löndin en ráðherramir höfðu
vonast eftir loforðum um efhahags-
aðstoð - þau loforð komu ekki.
Ríkin þrjú munu hafa mikil
tengsl sín á milli og munu þarfnast
þeirra. Janis Jurkans, utanríkirráð-
herra Lettlands, sagði við Þjóðvilj-
ann þegar ísland tók upp stjómmála-
samband við ríkin að þau gætu ekki
þrifist efnahagslega án hvers annars.
Hann sagði líka að öll ríkin þijú
vildu ganga í Evrópubandalagið.
Akvörðun Ríkisráðsins var eig-
inlega lokahnykkurinn á fyrsta skref-
inu til fulls sjálfstæðis Eystrasalts-
ríkjanna. Það geta liðið ár áður en
búið verður að semja um efnahag-
inn, herinn, menninguna og söguna
sem hafa tengt ríkin þijú við Sovét-
ríkin.
Ibúar landanna, sem margir em
taldir varkárir og yfirvegaðir í eðli
sínu, munu áfram fylgjast vandlega
með öllu sem gerist innan veggja
Kremlar. „Lítil mús verður að vera
varkár í nágrenni ljóns, sérstaklega
ef mið er tekið af sögu ljónsins,"
sagði Algimantas Cekuolis sem var
fulltrúi Litháen á þingi Æðsta ráðs-
ins í Moskvu á dögunum. „Eg á ekki
bara við zarinn og Stalín, ég á líka
við Mikhaíl Gorbatsjov," sagði
Cekuolis og átti við það þegar sov-
éski herinn drap 14 Litháa fyrr á ár-
inu.
Fljótlega munu hefjast viðræður
milli landanna, sérstaklega um brott-
flutning sovéskra hermanna, var í
gær var haft eftir talsmanni utanrík-
isráðuneytisins sovéska, sem sagði
líka að litið væri á ríkin sem sjálf-
stæð og fullvalda ríki og að allar við-
ræður myndu fara fram á þeim nót-
um.
Stjómvöld í Eystrasaltsríkjunum
telja að um 400 þúsund sovéskir her-
menn séu staðsettir í löndunum
þremur en mismunandi hugmyndir
eru uppi um hve fljótt verður hægt
að kveðja þá alla heim. Varaforseti
Lettlands, Dainis Ivans, sagði í gær
að það yrði ekki gerlegt á tveimur
dögum. ,Æn við komum þeim í burtu
á innan við ári, því sovéskir hermenn
á lettneskri grund em uppspretta
óstöðugleika í landinu," bætti Ivans
við.
Rikin þijú vilja einhverskonar
tryggingar frá Vesturveldum. Þau
óttast að Sovétríkin geti hertekið þau
aftur og þau em svo ófuilburða -
sérstaklega í efhahagslegu tilliti - að
þau geta ekki byggt upp heri sem
gætu varið landamæri milli sín og
Sovétríkjanna - að minnsta kosti
ekki í nánustu framtíð. Reuter
Sá nýfæddi grætur
áfram í Frakklandi
Þ
ótt Benetton fyrirtækið hafi
fsamþykkt að taka niður aug-
lýsingaskilti sín í Bretlandi
ætlar fyrirtækið ekki að gera það í
Frakklandi. Benetton ber fyrir sig
að lög í löndunum séu mismun-
andi. Fjöldi kvartana hefur þó ver-
ið álíka mikill i báðum löndunum.
Auglýsingaherferðir fyrirtækis-
ins em ofl mjög áberandi og hafa
hlotið gagnrýni fýrir þá afstöðu til
mála sem tekin hefur verið. Til dæm-
is varðandi mismunandi kynþætti, al-
næmi og smokka og margt fleira.
Auglýsingin sem fór fyrir bijóstið á
Bretum og Frökkum sést hér á síð-
unni en um er að ræða mynd af ný-
fæddu bami og er ekki búið að skilja
á milli móður og bams.
Benetton bað breskan almenning
afsökunar í vikunni en þá höfðu bor-
ist á níunda hundrað kvartana. Benet-
ton er þekkt fyrir litaglaðar peysur
sínar og annan fatnað.
Þá hefur fyrirtækið verið gagn-
rýnt fyrir auglýsingar sínar þar sem
svört kona gaf hvítu bami bijóst.
Menn töldu að Benetton væri þar að
ýta undir þá kynþáttafordóma að
blökkukonur gæfu bömum hvítra
manna brjóst sem einhverskonar
vinnuþý hvíta mannsins. Fyrirtækið
taldi sig þó einmitt vera að brúa bil
milli fólks með mismunandi hömnd-
slit.
Reuter/IHT
-■mf
f* /
■
Auglýsingaherferðir Bennetton fýrirtækisins vekja jafnan mikla athygli.
„Látum byssumar ekki þagga niður í okkur“
Þrátt fyrir vopnahlé það sem
sett var sl. mánudag er ekkert
lát á bardögum í Króatíu.
Evrópubandalagið ætlar ekki að
láta ófriðinn koma í veg fyrir frið-
arráðstefnu um Júgóslaviu í Haag,
sem hefst í dag.
Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjómar EB, sagði einingu
ríkja um það meðal aðildarríkjanna
tólf að ráðstefnan verði haldin. Utan-
ríkisráðherrar EB-landanna ætla að
leggja fram sameiginlega fréttatil-
kynningu þegar þeir hitta leiðtoga
hinna stríðandi þjóða í dag.
Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu,
Ante Markovic forsætisráðherra og
sá sem leiða mun viðræðumar, Carr-
ington lávarður, fyrrverandi utanrík-
isráðherra Bretlands, komu til Sviss í
gær. Carrington lávarður og Henri
Wijnaendts, sem báðir munu stýra
friðarumleitunum fyrir hönd EB,
höfðu látið í ljós þá skoðun sína að
Þrátt fyrir
vopnahlé
það sem
sett var á
mánudag
er enn bar-
ist i Króa-
tíu.
farsælla væri að fresta friðarráð-
stefnunni þar til hinar stríðandi fýlk-
ingar hættu að berjast i trássi við
vopnahléð. Hins vegar hefðu nú full-
trúar allra stíðandi aðila í Júgóslavíu
samþykkt að koma á ráðstefnuna.
Leiðtogum serbneskra þjóðernis-
skæmliða, sem berjast fyrir stærri
r
Utboð
Kjalvegur um Gullfoss
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum f lagningu 2,0
km kafla á Kjalvegi um Gullfoss f Árnessýslu.
Fyllingar og burðarlag 13.000 rúmm.
yerki skal að fullu lokið 15. júní 1992.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á
Selfossi og f Borgartúni 5 (aðalgjaldkera) Reykjavfk
frá og með 9. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 16.
þann september 1991.
Vegamálastjóri
Serbíu og
lýstu yfir
sjálfstæði í
lok júní sl.,
hefur ekki
verið boðið
að sitja ráð-
stefnuna. Þeir
segjast því
ekki þurfa að
hlíta neinum
samþykktum
ráðstefnunn-
ar. Carrington
lávarður er
ekki bjart-
sýnn. Haft var eftir honum
að friðarráðstefnan kynni að verða
lítið annað en hátíðleg opnunin í
dag-.
A milli þijú- og fjögurhundruð
manns hafa nú látið lífíð í bardögun-
um milli Serba, Króata og hersins frá
því í júní þrátt fyrir síendurteknar til-
raunir EB til að binda enda á ófrið-
inn.
„Ef við getum ekki þaggað niður
í byssunum, látum þær ekki þagga
niður í okkur,“ sagði Van den Broek,
utanríkisráðherra Hollands, í Brussel
í gær. UfTe Ellemann- Jensen, utan-
ríkisráðherra Danmerkur, tók í sama
streng og sagði að ekki mætti gefast
upp við svo búið. Forseti Júgóslavíu
sagði við komuna tii Haag í gær að
hann væri ekki alltof bjartsýnn. Mes-
ic sagði í króatíska sjónvarpinu fýrir
brottför sína að honum þætti ráð-
stefna spor í rétta átt, en hefði miklar
áhyggjur af stöðugum árásum á
borgina Osijek og bæi á aðalófriðar-
svæðunum í austurhluta Króatíu. -
íbúar þessara svæða eru enn á ný í
lífshættu og ég verð því miður að
viðurkenna að ég vænti ekki mikils
af friðarumleitunum í Haag, sagði
forsetinn. Haft var eftir forseta Króa-
tíu, Franjo Tudjman, að þjóð hans
myndi beijast til síðasta blóðdropa
kæmi það í veg fýrir að spildur yrðu
teknar af landi þeirra. Efasemdir EB-
fulltrúa um ráðstefnuna hafa vaxið
eftir að árásir skæruliða jukust enn
eftir að síðasta vopnahléð var sett á.
Forseti Serbíu, Slobodan Milosevic,
hefur ekki láið nein orð falla opin-
berlega um það hvers hann vænti af
ráðstefhunni. Reuter/be
Gro hótar
Forsætisráðherra Noregs, Gro
Harlem Brundtland, hótaði í gær
að segja að sér ef stjórnarandstað-
an gæfl minnihlutastjórn hennar
ekki meira svigrúm til að semja um
evrópskt efnahagssvæði. Reuter
fréttastofan hafði það eftir stjórn-
málafræðingum í gær að þar sem
sveitarstjórnarkosningar yrðu á
mánudaginn vildi Brundtland sýna
kjósendum það svart á hvítu að
það væru varla aðrir valkostir en
stjórn Verkamannaflokksins.
Þingkosningar verða ekki f Nor-
egi fýrr en 1993 og þangað til verða
flokkamir að stjóma í núverandi
mynd því ekki er hægt að ijúfa þing
og boða til kosninga á kjörtímabilinu.
En Brundtland sagði að það væri
ekkert gefið að Verkamannaflokkur-
inn yrði í stjóm til loka tímabilsins.
Hún sagði að þar sem afstaða Hægri-
flokksins og Miíflokksins væri þann-
ig að ómögulegt yrði að ná samkomu-
lagi um EES yrðu þeir að gera ráð
fyrir því að þuiífa að taka við stjómar-
taumunum.
Talsmaður forsætisráðuneytisins
sagði að Bmndtland væri full alvara
en hún boðaði einnig að Stórþingið
kynni að verða kallað saman eftir
kosningar á mánudag til að greiða at-
kvæði um traustsyfirlýsingu við
stjómina. Reuter
Minningarathöfn um frænku okkar
Helgu Sigurðardóttur
fyrrverandi póstvarðstjóra
Múlavegi 20, Seyðisfirði
fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 10. sept-
ember kl. 15. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju
fimmtudaginn 12. september kl. 14.
Frændfólk
Maðurinn minn, faðir okkar, sonur minn, tengdason-
ur og bróðir okkar
Sturla Sigfússon
vélstjóri
Frostafold 105
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
9. september kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð,
en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta
Minningargjafasjóð Landspítala Islands njóta þess.
Anna Soffía Guðmundsdóttir
Guðmundur Gísli Víglundsson
Sigfús Sturluson
Valborg Sturludóttir
Guðlaug Pétursdóttir
Valborg Sigurðardóttir
og systkini hins látna
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. september 1991