Þjóðviljinn - 12.09.1991, Page 5

Þjóðviljinn - 12.09.1991, Page 5
Fkéttik Sjómenn hóta að sigla flotanum í land Sjómenn aftaka það ekki að flotanum verði siglt í land fari rík- isstjórnin að lækka eitthvað sjómannaafsláttinn eða afnema alveg einsog líkur eru til. Litið er á slíkt sem stríðsyfirlýsingu við sjómenn. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gengið frá tekjuhlið ijárlaga, en til þess að koma á einhverri tekjujöfnun einsog Jóhönnu Sigurðardóttur féiagsmálaráðherra hefur verið lofað þarf að aukja tekjur ríkisins á móti auknum útgjöldum. Jóhanna hefur nefnt hækkun skattleysismarka og húsaleigubæt- ur sem leiðir til tekjujöfhunar. Það er hinsvegar yfirlýst stefha stjóm- arinnar að auka ekki skattbyrði í landinu. Ekki er litið svo á að þjónustugjöld séu skattar. Þess- vegna eru uppi þær hugmyndir á stjómarheimilinu að draga úr sjó- mannaafslætti og hækka þannig skattleysismörkin og greiða húsa- feigubætur. Um einn og hálfur miljarður fengist í ríkiskassann ef sjómanna- afslátturinn yrði allur tekinn af. En það þarf um hálfan miljarð til að hækka skattleysismörkin um þús- und krónur. Auk þess sem húsa- leigubætur myndu kosta nokkur hundmð miljónir króna. Skattleys- ismörkin nú em rúmar 58 þúsund krónur. Það myndi þá kosta miljarð að koma þeim rétt yfir 60 þúsund krónur. Viðbrögð sjómanna hafa verið hörð við þessum áformum jafnvel þótt Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands, segist ekki hafa trú á því að farið verði út í að lækka sjómannaafsláttinn. Hann sagði við Þjóðviljann í gær að Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefði lýst því yfir að ekki yrði farið út í þetta án þess að ræða við sjómenn. En ekkert hefur verið rætt við okkur, sagði Óskar. „Stjóm Farmanna- og fiski- mannsambands Islands telur það jafngilda striðsyfirlýsingu við sjó- menn ef stjómvöld ætla að ffam- kvæma þessi áform og mun þess vegna hvetja til snarpra og rótt- tækra aðgerða af hálfú allra starf- andi sjómanna," segir í ályktun sem send var fjármálarráðherra í gær. Þetta var og tónninn í þeim sjómönnum sem Þjóðviljinn ræddi við í gær. „Sjómannaafslátturinn er heilagur í augum sjómannastéttar- innar,“ sagði Óskar og benti á að kjarasamningar væm lausir 15. september og að afnám sjómanna- afsláttar til viðbótar 17 prósent aflasamdrætti kæmi ekki til greina. „Sjómenn myndu bregðast mjög, mjög hart við,“ sagði Oskar. „Það verða ömgglega harðar aðgerðir og þótt ekkert hafi verið ákveðið þá kemur vel til greina að sigla flotanum í land,“ sagði Kon- ráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafiarðar, við Þjóviljann í gær og bætti við að hvemig sem kmkkað yrði í sjó- mannaafsláttinn myndi því verða mótmælt harðlega. „Þeir geta prófað þetta en ég veit ekki hvemig ætti þá að manna flotann," sagði Sigurður Ólafsson, formaður Sjómannafélags Isfirð- inga, og bætti við að það kæmi sér ekki á óvart þótt öllum flotanum yrði silgt i land, yrði kmkkað í sjó- mannaafsláttinn. Sjómannaafslátturinn er gamalt fyrirbæri. Honum var komið á í tíð vinstri stjómarinnar sem sat árin 1956-58. í stað launahækkunar í kjarsamningum var sjómannaaf- síættinum komið á. Hann er núna 660 krónur fyrir hvem útivistar- dag. Þannig greiðir ríkið í raun niður laun sjómanna fyrir útgerð- ina. Þrátt fyrir það líta sjómenn fæstir svo á að útgerðin ætti að borga sjómönnum sérstaklega fyrir að vera fiarri heimilum sínum langdvölum í stað þess að ríkið geri það. Þá líta útgerðarmenn varla svo á málið að þeir hafi efni á að greiða einn og hálfan miljarð til viðbótar í laun. Óskar sagði málið einfalt, þar sem þessi þjóðfé- lagshópur færi mikils á mis ætti kerfið að umbuna honum á ein- hvem hátt. „Okkar frændþjóðir líta þetta sömu augum. Og ég vara rík- ið við því að fara að eiga við þetta,“ sagði Óskar. -gpm Embættismenn umhverfast „Það mætti ætla að emb- ættismenn umhverfisráðu- neytisins hafi misskilið hlut- verk sitt því að i stað þess að taka á umhverfismálum Þ* umhverfast þeir sjálfir þegar reynt er að ræða við þá,“ segir Jón Oddsson lögmaður land- eigenda Eiðis við Heiðarfjall. Landeigendur hafa nú sent Eiði Guðnasyni umhverfisráð- herra bréf þar sem þeir krefiast upplýsinga um hvað sé f haug- unum á Heiðarfialli, að gripið verði til fyrirbyggjandi aðgerða og gengið verði ffá skaðabóta- greiðslum til landeigenda. Með bréfinu fylgja niðurstöður úr rannsókum á jarðvegssýnum sem sýna bæði blý- og olíu- mengun á fiallinu. Engin svör hafa borist frá umhverfis- eða utanríkisráðuneyti við margít- rekuðum beiðnum landeigenda um upplýsingar. Jón segir landeigendur lang- þreytta á sinnuleysi íslenskra stjómvalda og lögmenn þeirra í Bandaríkjunur,. eigi erfitt með að skilja hvemig á því standi. Lögfræðingar frá fyrirtækinu Mr. Allan Kanner & Associates P.C. í Bandaríkjunum koma til Islands í lok mánaðarins til þess að ræða við íslensk stjómvöld og fúlltrúa -vd. _____VlPHOKF__________________ Einfaldanir eða einfeldni Svar til Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB ZZL gmundur Jónasson hefur / ^Vritað Seðlabankanum I l„fyrirspurn“ f Tímanum V^/ og Þjóðviljanum 4. þ.m., og ef til vill viðar. Raunar finnst ekki bein fyrirspurn í þessu skrifi, en þeim mun meira af að- finnslum og ásökunum, svo ekki sé meira sagt. Umvandanir hans beinast fyrst og fremst að hag- fræðideild bankans, þótt ýmis- legt hitti bankastjórn eða bank- ann í heild í leiðinni. Tel ég mér skylt að svara fyrir deildina, en kýs að gera það í eigin nafni og komast þar með hjá því um- stangi, sem fylgja mundi form- legu svari frá bankanum sem slíkum. Aðfinnsluefni Ögmundar eru mörg og æði samslungin. Verður þó að reyna að greina atriðin að til skipulegrar meðferðar. Tilefnið er greinin „Verðlag og gengi í lok samningstímabils" í ágústhefti Hagtalna mánaðarins. Grein þessi var rituð til þess að gera upp reynsluna af samningstímabili „þjóðarsáttar" og leiða fram verð- bólgustig í lok þess, sem verða mun innan við 6%. Ekki þótti hætt- andi á að spá í niðurstöður væntan- legra kjarasamninga og verðlags- þróun komandi árs, enda heföi það vafalítið þótt íhlutunarsamt á annan hvom veginn, heldur var látið nægja að benda á viss meginsam- hengi efnahagsmála og samanburð við launaþróun erlendis, meðfram til ályktana um þróun raungengis. Heildarstærðir og innri hlutföll Segja má, að hér sé komið að þeim mörkum, sem Seðlabankinn geti látið sig varða sem stofnun, sem sett er upp til að fást við til- tekna málaflokka í almennu sam- hengi efnahagsmála. Heildarstæðir af þessu tagi, visitölur og meðaltöl um laun, verðlag, vexti, fram- leiðslu o.fi. eru og að jafnaði full- nægjandi til ályktana um megin- stefnu og beitingu stjómtækja, enda þótt þær segi ekki alla söguna um famað einstakra aðila. Um þann misbrest em oft sagðar góðar skrýtlur, sem stundum era holl hug- vekja. Ihlutunarleysi um innri skiptingu, launahlutföll o.þ.h. stendur og í sambandi við, að al- menn stjómtæki hins tiltölulega ftjálsa markaðskerfis taka ekki til þessara atriða, heldur eru þau samningsatriði eða einstaklings- bundin. Spyfia má i alvöra, hvort eðli- leg, markaðshæf og sanngjöm launahlutföll geti verið svo mikil- vægur þáttur í almennu efnahags- jafnvægi og stöðugleika, að réttlæti opinbera íhlutun eða fortölur. Vera kann, að sérhagsmunahópar í lykil- stöðum og hagfelldri nálægð við ráðamenn beri meira úr býtum en gera mundu á fúllkomnum, vildar- lausum markaði, sem einungis tæki mið af nauðsynlegri löðun til starfa. Torskilin gagnverkun mark- aðsafla og kjaradómskerfis getur spilað þama inn í. En þetta er ekki ný bóla. Áratugum saman hafa stjómmálamenn og heildarsamtök Iaunþega sett jöfnuð á oddinn. Loks skyldu kjör hinna lægst laun- uðu bætt, án þess að hækkunin hlypi upp allan stigann. Veilan í framkvæmd hefur þó næstum alltaf verið hin sama. Samningaumferðin hefúr byijað neðan frá, án þess að hirt væri um eftirleikinn í toppinn. Það hefúr magnað veiluna, að ofl- ast hefúr verið samið upp á verð- bólgu, en í skugga hennar hefúr mörg óhæfan verið framin. Þjóðar- sáttin hefúr brotið blað í þessa sögu og markað færa leið. Fjármagnsþátturinn Þá er komið að þætti fiár- magnsins og vaxtanna. Ögmundur sér þar allt svart og hefur á homum sér. Sannleikurinn er þó sá, að eðli- legir jafnvægisraunvextir era mikil- vægur bandamaður launþega í glímunni við verðþensiu og þá sjálfskömmtun tekna, sem hann gagnrýnir. Verðbólgugróði af lán- um leiðir af sér óhefta eftirspum eftir vöra og þjónustu og verkar sem tangarsókn gegn hagsmunum hins almenna launþega. Annar arm- urinn klípur í lífeyrissjóð og sparifé hans og veldur eignaupptöku, en hinn veldur verðhækkun og rýrir kaupmátt launanna. Beiting raun- vaxta, eða heimild fyrir fiármagns- markaðinn til að láta vextina mynda jafnvægi, er því ekki aðeins jafnvægisnauðsyn þjóðarbúsins heldur og helsta úrræðið til þess að koma ábyrgð og aga yfir einingar efnahagslífsins, smáar sem stórar og þar með opinbera aðila. Þar með er ekki sagt, að Seðlabankanum þyki vextir því betri sem hærri era. Síður en svo. Vextir eiga að miðast við að vinna sitt verk, hafa sín til- ætluðu áhrif, hvorki meira né minna. Á framstigi reynslunnar af virkri vaxtastefnu getur þó verið torvelt að ná fullum tökum á við- eigandi stjómtækjum. Verst er þó, þegar efhahagsástandið sjálft er fullt mótsagna og skæklatogs. Vaxtastigið er m.a. háð horfum i kjarasamningum og þar með verð- bólguhorfum. Launþegasamtökin hafa þannig mikinn örlagaþráð þessara mála t eigin hendi. Hagfræðideild hefur lagt mat á hlutdeild raunvaxta í tekjuskiptingu þjóðarbúsins, og birtist grein þess efhis í 2. hefti Fjármálatíðinda 1990. Þess má geta, að Þjóðhags- stofhun fær svipaðar niðurstöður. Hámarki náði hlutfall vaxta af vergum þjóðartekjum með 7,6% ár- ið 1988, en var áætlað tæp 5% næstu tvö ár á eftir. Þetta síðara hlutfall var þó ívið lægra en ein- ungis aukning launahlutfallsins milli 1986 og 1988. Síðan hefur það lækkað á ný ásamt vöxtunum og báðir meginþættimir þannig rýmt fyrir nauðsynlegum rekstrar- afgangi. Hlutdeild raunvaxta i vergum landstekjum, að meðtöld- um vöxtum erlendra lána, er langt- um meiri, 10,3% 1988 og á bilinu 7-8% næstu ár á undan og eftir. Þannig sparast þjóðarbúinu ekki vaxtagjöld við að halda um of í innlenda raunvexti, heldur fara þeir til útlanda með vaxandi skuldsetn- ingu og dragast frá í þjóðartekjum. Með hliðsjón af þessum afstöðum, sem vora staðreynd við síðustu samningagerð, má vafalítið skoða þjóðarsáttina sem sáttmála um tekjuskiptingu við hæfi lífvænlegs atvinnurekstrar og þar með at- vinnuöryggis. Einnig er vert að hafa í huga, að vaxtatekjumar falla launþegum og Iífeyrissjóðum þeirra að mjög stóram hluta í skaut, svo og opinberum sjóðum, sem era sameign okkar allra. Hér kann þó að vera sá hængur á að opinberir starfsmenn, sem og bankamenn, meti ávöxtun lífeyrissjóða sinna lít- ils, þar sem opinber skuldbinding ráði lífeyri, en ekki staða lífeyris- sjóða. Bætist það við þá staðreynd að afkomuöryggi þessa fólks er ekki beint háð viðgangi grandvall- aratvinnuvega. Æskilegt er, að þessar starfsstéttir og samtök þeirra tengist betur raunhæfúm heildar- hagsmunum, svo að þau verði hæf- ari til að axla ábyrgð sinna miklu áhrifa. Viðhorf til vaxta og launa. Rétt er hermt hjá Ögmundi, að „vaxtamál skoðast í tengslum við aðrar formúlur en kaupmátt fiár- magnseigenda eða annarra". Sem framleiðsluþættir era vinna og fiár- magnsþjónusta að vísu hliðstæður, og æskilegt að ffamleiðslustarfsem- in beri uppi sanngjama umbun á báðar hliðar. Jákvæð mannleg og félagsleg markmið era þó að sjálf- sögðu mun tengdari vinnulaunum. Vextir skoðast hins vegar fyrst og fremst sem hagstjómartæki. Sem slikir þurfa þeir eingan veginn að eiga samleið með vinnulaunum, heldur fara eftir mismiklum skorti á lánsQármagni, misvægi þjóðarbús- ins og þensluhneigð. Þeim er held- ur ekki áskapað að sækja stöðugt til hækkunar, hvorki í skilningi nafn- eða raunvaxta, heldur rokka þeir upp og niður eftir aðstæðum. Að blanda þessu saman við launahegð- un er verra en einföldun. Það jaðrar við ejnfeldni. Áhrif vaxta era margslungin, og nokkuð tvíátta að því er tekur til verðlagsþróunar, bæði eftirspumar- og kostnaðareðlis. Þessi tvíhliða áhrif geta verið missterk eftir sam- hengi við aðra efnahagsþætti, svo sem þenslu ffá ríkisfiármálum, og þau geta verið mislengi að leita út- rásar í verðlagi, m.a. eftir því hvemig stendur á umferðum kjara- samninga. Reynslan af virkum raunvöxtum er mjög stutt á nauð- synlegan tímakvarða hagrann- sókna. I þvi ljósi ber að skoða til- vitnaða setningu í grein Hagtalna mánaðarins: „Það líkan sem Seðla- banki íslands notar við almennar verðlagsspár tekur ekki tillit til áhrifa vaxtabreytinga". Á þessu hneykslast Ögmundur, en heföi að ósekju mátt lesa næstu setningu: „Að því marki sem breytingar á vöxtum liggja fyrir með nægilegum fyrirvara er þó reynt að meta hin beinu áhrif sem koma fram í gegn- um húsnæðislið framfærsluvís- tölu.“ Þessar breytingar vora tengd- ar fiármálaástandinu við stjómar- skiptin og aðgerðum nýrrar ríkis- stjómar og lágu þvi ekki fyrir í tæka tíð til spágerðar á vordögum. Hér er í raun einnig að því vikið, að nokkra getur munað, hvort spáð er um verðlag eða vísitölu. Áhrif á verðlag era margþætt og misjafh- lega tímasett, en vísitala er sem op- inber mælikvarðöi á verðlag háð ströngum formlegum reglum um mat tiltekinna liða eftir kostnaðar- tilefnum. Þess ber að gæta, að þrátt fyrir 0,6% hækkun ffamfærsluvísi- tölu í júní af völdum vaxta í hús- næðiskostnaði, nam hann þá lægra hlutfalli af heild vísitölunnar, 12,1%, en f granni hennar ffá maí 1988, 12,8%. Er það til marks um víxlhreyfingar vaxta til hækkunar eða lækkunar. Að lokum vil ég láta þessu til- skrifi fylgja góðar óskir til Ög- mundar og félaga hans, og raunar allra samningsaðila á þessu hausti, að þeir láti skýra ýfirsýn og heil- brigða dómgreind ráða gjörðum sínum og gæti vel þess fiöreggs þjóðarheilla, sem samtök þeirra hafa falið þeim. Bjarni Bragi Jónsson Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. september 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.