Þjóðviljinn - 28.09.1991, Page 1

Þjóðviljinn - 28.09.1991, Page 1
Bankamir afvegaleiða umræðuna Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra ásakar bankana um að afvegaleiða umræð- una um vaxtamál með því að taka vexti bankavíxla útúr heildarmyndinni. íslandsbanki og Landsbanki hækkuðu á ný forvexti bankavixla sinna á miðvikudag. Þetta gerðist í kjölfar þess að fjármálaráðu- neytið lækkaði vexti á ríkisvíxl- um um eitt og hálft prósent. Bankarnir bjuggust við meiri lækkun. Ríkið vill hinsvegar sjá lækkun almennra útlánsvaxta áður en forvextir ríkisvíxla verða lækkaðir meira. Friðrik sagði í gær að það væri ekki rétt að vextir ríkisvíxla hefðu verið miðaðir við vextina á bankavíxlunum þar sem þeir hafa ætíð verið miðaðir við vexti á al- mennum víxillánum, það er að segja útlánsvöxtum bankanna. Bankavíxlamir eru innlánsform hjá bönkunum og því bankanna hagur að lækka vextina. Hann bætti við að bankavíxlamir muni í ár nema um 5 miljörðum króna miðað við 150 miljarða króna út- lán bankanna. „Bankavíxlamir em því mjög lítið brot af lána- starfsemi bankanna og lækkun vaxtanna, auk þess leið bankanna til að auka vaxtamun. Þannig em sumir bankanna að afvegaleiða umræðuna um þessi mál,“ sagði Friðrik. Bankamir þurfa hærri vexti á sínum víxlum til að þeir seljist í samkeppni við rikið og var þeim því ekki stætt á öðm en að hækka vextina á bankavíxlum, sagði Tryggvi Pálsson bankastjóri Is- landsbanka. Honum kemur það spánskt fyrir sjónir að ríkið skuli ekki lækka forvextina meira núna, sér- staklega í ,ljósi nýjustu spár Seðlabanka Islands um verðlags- þróun fram að áramótum. Friðrik telur hinsvegar að lækkunin um 1,5 prósent hjá ríkinu hafi verið forskotslækkun og segist búast fastlega við því að bankamir lækki nafhvexti á þriðjudag og gerist það þá muni ríkið fylgja í kjölfarið. Amór Sighvatsson hjá Seðla- bankanum sagði í gær að verði ekki um neina launahækkun að ræða í október lækki lánskjara- vísitalan í desember, en við það myndu lán hjá skuldurum lækka þann mánuðinn. Ekki er búist við að lækkunin verði nema þann mánuð. Annars er erfitt að spá vegna óvissu um útkomu í kjara- samningum. Þó reiknar Seðlabankinn með rólegri verðbólgu það sem eftir er árs eða 0,6 prósent hækkun í október og 0,3 prósent hækkun bæði í nóvember og í desember. Þessi 1,2 prósent hækkun á þrem mánuðum jafhgildir 4,8 prósent verðbólguhraða miðað við eitt ár. Ekki vildi Amór spá neinu um framhaldið eftir áramót. Tryggvi sagði að samfara þessari lækkun verðbólgunnar yrði ömgglega um lækkun nafn- vaxta að ræða, en hinsvegar væm ekki miklar Ííkur á raunvaxta- lækkun á næstu mánuðum meðan að lánsQárþörf ríkisins væri jafn- mikil og nú. Friðrik sagði að stóra málið nú væri að draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs og að að því væri stefht í fjárlagafmm- varpinu. -gpm Svart/hvít haustlitamynd. - Mynd: Kristinn. Stefnir í kaldan vetur í sveitum landsins jóðvilinn hefur heimildir fyrir því, að í framlag ríkis- sjóðs til uppbyggingar á dreifikerfi Rafmagnsveitna ríkis- ins í hinum dreifðu byggðum landsins verði skorið niður í ekki neitt. Gangi það eftir þýðir það ann- að tveggja að rafmagnsverð til neytenda muni hækka allt að 15% og sveitafólk og þeir sem búa á jaðarsvæðum landsins þurfa enn og aftur að búa við viðvarandi ör- yggisleysi í rafmagnsmálum. Framlag rikisins til þessa mála- flokks hafa verið mjög mismun- andi frá ári til árs eða frá 30 milj- ónum og uppí 80 miljónir króna. Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins seg- ist ekki vita hvað framlag rikisins verði mikið fyrir næsta ár, þar sem ffumvaip til fjárlaga hefur ekki enn verið lagt fram. Hins vegar sé ekki loku fyrir það skotið að hin ýmsu niðurskurðaráform ríkis- stjómarinnar kunni að snerta þetta sem og hvað annað i útgjöldum ríksins. Aftur á móti segir Kristján að RARIK þuríi vemlegar fjárhæðir á ári hveiju til uppbyggingar og end- umýjunar á hinu stóra rafdreifi- kerfi RARIK í hinum stóm og dreifðu byggðum landsins. Hann segir að nýbúið sé að gera nýja áætlun, sem unnin var af orkuráði RARIK og Orkubús Vestfjarða um þörf á fjárfestingu næstu 7-10 árin í styrkingu rafdreifikerfis í sveitum vegna álagsaukningar og aðra um endumýjun þess vegna aldurs. í þessum áætlunum er tekið mið af því hver framvindan verður í at- vinnumálum og búsetu og fleiru sem kann að hafa áhrif þar á. Rafmagnsveitustjóri segir að tjónið sem RARIK varð fyrir þegar hundmð staura brotnuðu á Norður- landi í ársbyijun vegna ísingar og vegna roksins í febrúar síðastliðn- um sé um 250 miljónir króna. Þetta tjón mun þó ekki Ienda allt á Raf- magnsveitum ríksins, þvi ríkissjóð- ur mun bæta þeim upp skaðann sem nemur 200 miljónum króna, en afganginn, um 50 miljónir, þurfi RARIK að taka á sig. -grh Spyrjið herinn Landeigendur Eiðis við Heið- arfjall hafa ritað umhverfls- ráðherra bréf vegna vænt- anlegrar sýnatöku Orkustofnun- ar á fjallinu og segja þar að ein- faldast og kostnaðarminnst sé að forsvarsmenn Bandaríkjahers svari því hvað þeir skildu eftir á Heiðarfjalii. I bréfi landeigenda er bent á að þeir hafi áður skorað á ráðherra að leita upplýsinga frá eigendum hauganna. Þeir segjast ekki telja að frekari sýnatökur, framkvæmdar af Orkustoftiun í samráði við Meng- unarvamadeild Hollustuvemdar, svari því hvað hafi verið grafið á fjallinu á meðan starfsemi stöðvar hersins fór fram og eftir að henni var lokað. „Enda mun þá á sama hátt og okkur, skorta nauðsynlegar gmndvallampplýsingar um inni- hald hauganna,“ segir í bréfinu. Landeigendur segjast því telja eðli- legast að kostnaður við þessar at- huganir verði sparaður ríkinu og í stað þess verði Bandaríkjaher kraf- inn sagna um hvað urðað hafi ver- ið á svæðinu. -vd.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.