Þjóðviljinn - 11.10.1991, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 11.10.1991, Qupperneq 5
Áskriftasö. fnun Það munar um hvern einasta Askrifendaátak Þjóðviljans hefur nú staðið í tæpa tvo mánuði og hafa þegar safnast 1300 nýir áskrifendur, en einsog mönnum er kunnugt er takmarkið 2000. Fjöldi manns hefur lagt hönd á plóginn í þessu átaki sem Guðrún Ágústsdóttir hefur stýrt af mikilli röggsemi og skörungsskap. ,Áskri fendaátakið hófst 19. ág- úst þegar Þjóðviljinn fékk greiðslu- stöðvun og voru viðbrögð manna strax mjög góð,“ sagði Guðrún í spjalli við Nýtt Helgarblað í gær. Hún sagði að mjög margir hefðu strax tekið við sér og gerst áskrifendur þegar ljóst varð hversu erfið staða Þjóðviljans var. „Mjög fljótlega eftir greiðslu- stöðvun hófu sjálfboðaliðar að hringja í fólk og mörg hundruð ný- ir áskrifendur söfnuðust strax fyrstu vikumar. Jafnffamt hringdu mjög margir sjálfkrafa inn, gerðust áskrifendur og sendu blaðinu líka peninga. M.a. sendi kona á níræð- isaldri okkur 10 þúsund krónur. Fjölmargir pöntuðu líka gjafa- áskriftir, sem þeir ákváðu að gefa vinum og kunningjum. Núna mun- um við einbeita okkur að því að hvetja fólk til þess að kaupa aðra áskrift og gefa hana í nokkra mán- uði, i þeirri von að sá sem fær áskriftina gerist síðar sjálfur áskrif- andi að blaðinu." Um 40 manns hafa starfað sem sjálfboðaliðar við að safna áskrift- um kerfisbundið, en auk þess hafa ýmsir safnað áskriftum meðal vina og kunningja. „Það hefði aldrei verið hægt að safna þessum 1300 nýju áskrifend- um án þessara sjálfboðaliða. Það er mikils virði að finna að þetta stór hópur fólks sé tilbúinn að gefa blaðinu hluta af lífi sínu til þess að það megi lifa.“ Af hverju er fólk að leggja þetta á sig? Af hverju er svona nauðsynlegt að Þjóðviljinn lifi? „Það verður að vera til öflugt málgagn á vinstri vængnum. Öll þjóðfélagsumræða yrði mun fátæk- legri ef hér væri bara DV og Morg- unblaðið, fyrir utan það að öflugt málgagn á vinstri væng stuðlar að skoðana- og tjáningarfrelsi pg er nauðsynlegt i lýðræðisríki. Ýmsir nefna möguleikann á einu sterku málgagni á vinstri vængnum, en á meðan það er ekki til þá er nauð- synlegt að Þjóðviljinn komi áfram út. Þetta eru þær raddir sem maður heyrir hjá fólki sem ákveður að kaupa blaðið og þá er ég að tala um fólk sem kýs til vinstri og hægri. Þá er það áberandi að fólk finn- ur sérstaklega fyrir þörfinni á blaði einsog Þjóðviljanum, þegar þjóðin hefur ríkisstjóm einsog þá sem nú situr. Það er óþarfi að útskýra það nánar. Það þekkja allir.“ Hvað hafið þið gert til að vekja athygli á þessu átaki? „Við höfum verið með ýmsar uppákomur. Tvisvar sinnum höf- um við verið i Kolaportinu og dreift blaðinu og safnað áskriftum. í annað skiptið vorum við með öfl- ugan tónlistarflutning. Þá höfúm við einnig kynnt blaðið i Kringl- unni og ferðast um borgina á pall- bíl með lúðrasveit og gjallarhom. Það sem ég tel þó að hafi skipt mestu máli em yfirlýsingar fjöl- margra einstaklinga, sem birst hafa í blöðum, um nauðsyn þess að Þjóðviljinn komi áffam út.“ Þið hafið einnig verið með verðlaunaveitingar í sambandi við áskriftasöfnunina. „Já, sex hundraðasti nýi áskrif- andinn fékk blómvönd og bókina um Blaðið okkar. Svo skemmtilega vildi til að sá heppni var Einar Thoroddsen, bamabamabam Skúla Thoroddsen sem stofnaði gamla Þjóðviljann fyrir rúmum hundrað ámm. Þúsundasti nýi áskrifandinn fékk svo glæsilega bókagjöf, Perl- ur i náttúm íslands, sem Mál og Menning gaf. Sú sem hlaut þá bók lýsti því yfir að hún gæti ekki Guðrún Ágústsdóttir, sem stýrt hefur áskrifendaátaki Þjóðviljans, afhendir Sigbjörgu Rögnvaldsdóttur bókina „Perlur í náttúru Islands", en Sigbjörg var 1000. áskrifandinn. Mynd: Kristinn. hugsað sér að halda heimili án þess að fá Þjóðviljann á morgnana. Fjórtán hundraðasti nýi áskrif- andinn fær svo ljóðabók frá starfs- fólki Þjóðviljans. Það er ljóðabók- in Hinumegin við sólskinið eftir Elías Mar, en Elías er elsti starfs- maður Þjóðviljans, átti þrjátíu ára starfsafmæli í síðustu viku. Fimmtán hundraðasti áskrif- andinn fær líka vegleg verðlaun sem munu koma á óvart.“ Svona margir nýir áskrifendur hljóta að auka álagið á dreifingu blaðsins. Hvemig hefur gengið að koma blaðinu til nýrra áskrifenda? „Það hefur gengið furðu vel. Álagið á afgreiðslu og dreifingu hefur aukist vemlega, en þrátt fyrir það hefúr gengið mjög vel að koma blaðinu til nýrra áskrifenda. Mistök geta þó alltaf átt sér stað og em áskrifendur sem ekki fá blaðið hvattir til þess að hafa samband við afgreiðslu Þjóðviljans." Þegar erfiðleikar Þjóðviljans lágu fyrir var brugðist við þvi með áskrifendaátaki en Tíminn bregst við sínum erfiðleikum með þvi að tilkynna að blaðið muni hætta að koma út eftir áramót. Hefði ekki verið eðlilegt fyrir Þjóðviljann að bregðast við á sama hátt? „Nú þekki ég ekki aðstæður á Tímanum en varðandi Þjóðviljann þá hef ég orðið vör við ótrúlega sterk bönd milli félaganna i flokknum og Þjóðviljans og það sem fólk vill síst af öllu er að blað- ið hætti að koma út. Mörgum finnst hreinlega þeir eiga blaðið og em tilbúnir að leggja mikið af mörkum þegar það á i erfiðleikum. Jafnframt gera þeir gífurlegar kröf- ur til Þjóðviljans um að blaðið túlki alveg ákveðin sjónarmið og Það hefur mikið mœtt að starfsfólki á afgreiðslu Þjóðviljans vegna nýrra áskrifenda. Frá vinstri Hrefna Magnúsdóttir afgreiðslustjóri, Kristín Pétursdóttir starfsmaður skrifstofunnar, Sigrún Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, Guðrún Ag- ústsdóttir, stjórnandi áskriftarátaksins, Amar Guðmundsson, starfsmaður Bjarka. Mynd: Kristinn. stefnu, sem er skiljanlegt, en getur oft verið erfitt þar sem skoðanir velunnara blaðsins geta verið býsna ólíkar.“ Hvemig verður svo lokasprett- inum háttað? „Einsog ég sagði áðan þá ætl- um við að hvetja áskrifendur blaðsins til að kaupa aukaáskrift. Þá hvetjum við velunnara blaðsins til að halda áfram að hnippa i vini og kunningja og hringja í fólk. Það munar um hvem einasta. Það má benda á að 1300 nýir áskrifendur, sem við höfum nú safnað á tæpum tveimur mánuðum, gefa í tekjur 18,7 miljónir króna á ársgrund- velli.“ Hvað hefur þér fundist athygl- isverðast í þessu starfi fyrir Þjóð- viljann? „Sá geysilega sterki velvilji sem ég hef fúndið í garð Þjóðvilj- ans. Þá hef ég orðið vör við að vissir hópar telja afar nauðsynlegt að blað einsog Þjóðviljinn haldi áfram að koma út þótt fólkið sé ekki endilega kjósendur Alþýðu- bandalagsins. Þar vil ég sérstak- lega nefna einn hóp en það em listamenn. Eg hef líka orðið vör við að margt fólk hefúr það mjög slæmt fjárhagslega, sem að vísu kom mér ekki á óvart, en það kom mér á óvart að þetta fólk var samt tiíbúið að bæta við útgjöld sín og borga 1200 krónur mánaðarlega fyrir Þjóðviljann. Þetta fólk gerir sér grein fyrir því að það skiptir máli að hafa stckan miðil á vinstri vængnum til þess að standa vörð um kjör almennings í þessu landi. Eg hef líka orðið vör við marga sem ekki sjá neitt samhengi þama á milli. Það vekur líka athygli mína að viðbrögð em mjög misjöfn eftir svæðum. Yfir 60 prósent nýrra áskrifenda koma úr Reykjavík. Næst þar á eftir em Kópavogur og Hafnarfjörður. Þá má einnig nefna Akureyri, Vestmannaeyjar, Sel- foss, Neskaupstað, Seltjamanes og Mosfellsbæ. Að lokum vil ég bara segja það, að það er mikið í húfi. Tökum öll höndum saman.“ -Sáf Gerist áskrifendur núru .. M PJOÐVIIJINN V Rodd sern ÞARF aö heyrast i-s ' ÞjóovhjKBKE®©/ f r i y,v V WflSÖ/‘ VSla/ aas íi®B’ Ferðast um bceinn á pallbil. Mynd: Kristinn. ! Vilborg Daviðsdóttir blaðamaður á Þjóðviljanum afhendir Einari Thoroddsen lækni blóm og bókina „Blaðið okkar", en Einar var 600. áskrifandi Þjóðviljans. Mynd: Jim Smart. NÝTT HELGARBLAÐ 5 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.