Þjóðviljinn - 11.10.1991, Page 8

Þjóðviljinn - 11.10.1991, Page 8
HELGARVAGG Franskt popp á íslandi 1. hluti poppviðskipta Islands og Frakklands fór fram í september, þegar sönggyðjan Amina söng sig inn í hjörtu gesta á Hótel Islandi. A þeim ágæta tónleikastað fara fram 2. og 3. hluti í næstu viku. Hér á eftir segir af þeim listamönnum sem boðið verður upp á Manu Dibango og Soul Makossa Gang Eins og eitt mest spennandi fótboltalandslið siðari ára er Manu Dibango frá Kamerún. Asamt Fela Kuti (Nigeríu) og Miriam Makeba (S-Afríku) hefur Manu verið braut- ryðjandi í kynningu afrískar tón- listar fyrir popp og djassheim Vesturlanda. Manu er fæddur árið 1933 í Kamerún. Hann leikur fyrst og fremst á saxafón, en einnig á hljómborð og víbrafón auk þess að syngja. Manu kom fyrst til Frakk- lands árið 1949 og varð fljótt þekktur í djassklúbbum Parísar- borgar fyrir frábært saxafónspil. Upp úr 1960, með vaxandi þjóð- emisvakningu í Afríku, sneri Manu aftur heim til Kamerún. Um skeið lék hann með stórsveitinni Joseph Kalle and his African jazz, sem ferðaðist um Afríku og gaf út efni sem varð vinsælt í Afríku og Frakklandi. Síðar fór hann að starfa sjálfstætt sem eigin hljóm- sveitarstjóri, og fór að blanda sam- an áfrískum tónlistarhefðum við hina vestrænu djasstækni. Þessi samblöndun hefur verið í sífelldri þróun. Manu hefúr spilað allt litróf svartrar dægurtónlistar, og alltaf fylgt mjög vel tíðarandanum. Stærsti smellur Manu var lagið „Soul Makossa“. Uppmnalega var það gefið út sem B-hlið á smáskífu sem kom út í Frakklandi. Plötu- snúður í New York varð hrifinn af laginu og tók að spila það í klúbb- um borgarinnar. Þaðan rataði lagið á útvarpsstöðvar og 150.000 eintök af smáskífúnni vom flutt inn frá Frakklandi. Atlantic-hljómplötu- fyrirtækið gaf loks lagið út og nokkrar miljónir eintaka seldust um heim allan. Árið 1979 ferðaðist Manu til Jamaica og tók virkan þátt í Reggí- æðinu sem þá var í uppsveiflu. tvær plötur komu út úr samstarfi hans við Jamaica- mennina Sly Dunbar og Robbie Shakespear, „Gone Clear“ og „Ambassador“. Þessar plötur em blanda áhrifa úr tónlistarmenningu svartra í Afríku, Ameríku og Jamaica. Á síðasta áratug hefur Manju unnið með stjömum á borð við Herbie Hancock og upptökumann- inum Bill Laswell, The Rolling Stones og Sting. Síðasta plata Manu heitir „Polysonik“ og er ný- lega komin út. Plötuna vann Manu með MC Mello og upptökustjóran- um Simon Booth úr Working We- ek. Platan hefur fengið mjög já- kvæða gagnrýni, t.d. segir enska poppritið „Q“; „Andrúmsloftið er hlýtt og fúllt af sköpunargleði. Polisonik sýnir allar bestu hliðar Manu Dibangos." Hingað kemur Manu ásamt ell- efú manna sveit sinni, The Soul Makossa Gang. Sveitin er skipuð þremur slagverksleikumm, þremur söngkonum og hinum hefðbundnu Manu Dibango og Soul Makossa Gang hljóðfærum. Einnig kemur ffam Kvartett Sigurðar Flosasonar og rímnasmiðurinn góðkunni Svein- bjöm Beinteinsson allsherjagoði. Manu Dibango kemur til með að leika þverskurð af því sem hann hefúr verið að fást við í gegnum árin. Þar kennir margra grasa, enda Manu alltaf í leit að nýjungum. Rætumar em þó alltaf í Kamerún, þannig að fólk fær afríska tónlist miðvikudaginn 16. okt. Les Satellites - Babylon Fighte - Risaeölan rs Daginn eftir, fimmtudaginn 17., fá landsmenn rokkuðustu Frakka- sendinguna í pakkanum. Þær tvær sveitir sem spila em vissulega með því besta og vinsæl- asta í franskri dægurtónlist í dag. Les Satellites er fjölmenn gleði- sveit sem svipar til Mano Negra og Les Negres Vertes, sem menn muna eflaust eflir frá síðustu lista- hátíð. Sveitin spilar undir áhrifum víðsvegar frá. Þannig fléttast sam- an ryþma blús, soul, pönk og reggí í tónlist sveitarinnar, en samt hljómar tónlistin alltaf franskt, enda meðlimirnir ákaflega hreyknir af því að vera franskir og allir mjög meðvitaðir og opinskáir um það sem er að gerast í Frönsku samfélagi. Nýjasta plata sveitarinn- ar „Appelsínugulir fætur" hefur fengið rifandi góða dóma. Babylon Fighters eru frá Saint Etienne í S-Frakklandi, nema söngvarinn, sem er frá Guyana, franskri nýlendu norður af Brasilíu. Hljómsveitin er mjög kraftmikil og tónlistin afar danshæf en um leið aggressíf, einhverskonar pönkfönk með reggí og hip-hop ívafi. Mér dettur helst í hug bandaríska sveit- in Red hot chili peppers til samlík- ingar. Nýjasta plata Babylon Fight- ers „Shut up, don't shut down“ er hrá og kraflmikii, og kannski ekki mjög frönsk, nema hvað textamir eru flestir sungnir á frönsku. Hljómsveitin þykir mjög góð á sviði, þannig að spennandi verður að sjá hvemig til tekst hjá þeim hér. Risaeðlan spilar með Frökkun- um. Mannabreytingar hafa.orðið hjá sveitinni eins og flestir vita; Dóra er hætt og Hreinn harmóniku- og gítarleikari kominn í staðinn. Risa- eðlan fór í vel heppnaða tónleika- för til Danmerkur nýlega, en þetta eru fyrstu „stóru“ tónlcikar þeirra á Islandi með nýrri skipan. Það borgar sig að mæta snemma og ekki fýsilegt að missa af neinu. Babylon Fighters Tonleikatékk á fimmtudegi Það var óþverraveður í Reykja- vík á fimmtudagskvöld fyrir rúmri viku en þó tvær uppákom- ur f boði fyrir rokkglaða. I Neð- anhoppi Moulin Rouge spiluðu Saktmóðígur fyrir vel fullu húsi. Hljómsveitin er ættuð frá Laugavatnsskóla og kom eftir- minnilega á óvart á Músiktil- raunum Tónabæjar í vor. Þetta voru fyrstu tónleikar sveitarinnar í langan tíma og greinilegt frá fyrstu tónum að mikið magn upphlaðinnar spennu þurfti að fá útrás. Saktmóðígur er líklega hráasta hljómsveitin á íslandi í dag. Þeir spila ekki uppi á sviði heldur úti í sal. Þeir stilla ekki hljóðfærin sín. Þeir hafa aldrei verið í tónfræði. Þeir eru ekki bundnir tískustraum- um heldur hrista útúr sér kraftmik- ið kraðak á ótrúlega frjóan og skemmtilegan hátt. Söngvarinn leggur sig allan fram líkamlega og stímir um sviðið eins og sturlaður hringjari frá Notre Dame. Áhorf- endur tóku vel við sér og nokkrir larfar hoppuðu út á gólf og tóku þátt í útrás hljómsveitarinnar. Er- óbikk og jóga falla í skuggann af Saktmóðígi; að hlusta á þá er eins og að fara upp á fjall og öskra. í hnignunarbælinu 22 á Lauga- vegi hélt hljómsveitin Út úr Blán- um sína fyrstu tónleika á efri hæð- inni. Hljómsveitin er skipuð söng- konunni Ósk, sem einnig leikur á hljómborð, íngimar gítarieikara, Gauk bassaleikara og enskum trommara sem í fymdinni lék með frumpönksveitinni The Adverts („Gary Gilmore's eyes“ var þeirra frægasta framlag til rokksögunnar). Skemmtiatriði kvöldsins kom þó á óvart því í fyrsta laginu tók eigand- inn rafmagnið af, kvartaði undan hávaða og gnísti tönnum. Eftir endalaust stapp og ítrekaðar raf- magnstruflanir komust Út úr Blán- um þó í gang og náðu að klára pró- grammið. Hljómsveitin leikur fremur meyrt nýbylgjurokk og höfðu margir á orði hve hljóm- sveitin væri lík Siouxie and the Banshees. Ekkert fúm var á sveit- inni og ljóst að hún var í flnni þjálfún. Þessir tónleikar lofa engu nema góðu. Kannski mætti kjarni sveitarinnar vera harðari, tónlistin hrárri, og ég tala nú ekki um; sviðsframkoman líflegri. Út úr Blánum geta bara verið ánægð með þessa fyrstu tónleika, þau stóðu sig vel og vegna afskipta eigandans lifa þessir tónleikar lengur í hugum áhorfenda en ella. Hljómsveitin Út úr Blánum, sem fjallað er um hér annars staöar á síðunni, spilar I Neð- anhoppi Moulin Rouges n.k. fimmtudagskvöld. Einnig ætlar Pétur Þórðarson, gltarleikari úr Bless, aö koma fram einn og flytja nokkurlög... Sem betur fer eru nú uppi hugmyndir um að dusta rykiö af helstu perlum (slensks rokks og endurútgefa á geisladisk. í sumar kom út meistarastykki Trúbrots „Lifun“ og í byrjun nóvember endurútgefur Skífan hið sögufræga „tvöfalda albúm“ Óðmanna. Það var ætlunin I byrjun að á diskinum fylgdu tvær smáskífur hljómsveitarinn- ar, en þegar til kom reyndist ekki vera pláss. Steinar er að undirbúa endurútgáfur á nokkr- um verkum Stuðmanna og Þursaflokksins og Rokk- fræðsluþjónustan hefur í hyggju að gefa út Fræbbbla- klassíkina „Viltu nammi væna", og í þetta skiptið í fullkomnum hljóm á disk... Rokksveitin Rosebud hefur skipt um nafn, kemur eftirleiðis fram undir nafninu Strangelove. Breiðskífa sveitarinnar er í vinnslu en Strangelove mun eiga lag á safnsnældunni „Snarl 111“ sem kemur út í nóv- ember... Púlsinn heldur um þessar mundir upp á eins árs starfsaf- mæli. I kvöld og annað kvöld stendur yfir blúshátíð með Tregasveitinni, Blúsmönnum Andreu og K.K. Band, sem rek- ur inn nefið ef tími gefst frá lokavinnslu nýrrar plötu. Hinir og þessir gestir líta inn og boð- ið verður upp á glaöning í tilefni afmælisins. A sunnudagskvöld- ið halda svo Steinar og P.S. Músik kynningarkvöld og marg- ir áf þeim listamönnum sem gefa út verk hjá fyrirtækjunum kynna sína vöru... Ham og Sororicide léku fyrir fullu húsi á Duus-húsi í gær- kvöldi. Mikið stendur til hjá báð- um sveitunum. Sororicide hefja upptökur á breiðskífu í lok októ- ber. Platonic gefur skífuna út fyrir jólin og Sigurjón Kjartans- son úr HAM sér um upptökum- ar. Það efni sem HAM tóku upp í sumar með Roli Mosiman, hljómmanninum fræga, verður ekki gefið út fyrr en á næsta ári, en hljómsveitin hyggst taka upp og gefa út tónleikaefni á snældu og myndbandi bráð- lega... NYTT HELGARBLAÐ 8 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.