Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 6
AB í Reykjaneskjördæmi fór haustferð sína í Jökulheima dagana 21. og 22. september. Lágskýjað var þegar haldið var úr Kópavogi að morgni laugardagsins en fjallahlíðar skírar og morgunninn mildur. Á Hellisheiðinni var skyggn- ið litið en í Flóanum stytti Sigurður Brynjólfsson stundir okkar með kjarngóðum frásögnum og fyrr en varði vorum við á Hellu. Væta var i lofti og dimmt til fjalla. Við héldum upp Rangárvöll hjá Gunnarsholti og Koti og þegar við nálguðumst Hekluveldið skammtaði það til okkar undirfell- in af stakri nákvæmni út úr þok- unni. Þannig varð Fálkhamar að sérstöku Qalli, svo kom Selsunds- fjall í ljós - og Bjólfell. Lágfjöllin áttu leikinn í þessu skyggni. Þær Anna Magnúsdóttir og Erla Ársælsdóttir eru hér á heima- slóðum. Við rennum framhjá Haukadal og Næfúrholti og erum senn við brúna yfir Rangá. Við göngum yfir hana og dáumst að Karli Jónssyni sem kemur bílnum klakklaust yfir þótt aðeins leifi fá- um sentimetrum hvorum megin. Brúarstæðið er fallegt og Oddberg- ur filmar á myndband. Við Tröll- konuhlaup í Þjórsá er dálítið myndastopp og svo rennum við niður í Fossbrekkur þar sem Rangá er nýfædd úr sandinum í Rangár- botnum og fellur fullsköpuð í strengjum og smáfossum fram af hraunhaflinu og allt er gróðri vaf- ið. Við ökum yfir farveg Tungnaár neðan við Hrauneyjarfoss og yfir vatnið þar sem það fellur út úr stöðvarhúsinu. Rétt ofar fæðist skoppiglaður lækur í gili ofan veg- ar og rennur niður grasbala. Þar fá- um við okkur nestisbita og það er orðið þokkalega þurrt - þótt fáir setjist. Við höldum upp að Sigöldu og norður á þann góða útsýnisstað yf- ir Þórisvatnið sem er gegnt norður- enda Vatnsfellsins. Sólin er tekin að benda okkur á Qarlæg fjöll og jökla. Við sjáum til Hofsjökuls og Hágangna og í Vatnajökli heilsa okkur Bárðarbunga, Hamarinn og þær kæru Jöklasystur - en á kort- um eru þær kallaðar kerlingar. Við forum niður á stífluna í skurðinum djúpa úr Þórisvalni nið- ur í Sigöldulónið. Dálítið vatn þeytist efiir honum og okkur verð- ur starsýnt á. Fáir líta til norðurs þar sem í víkinni var áður fyrri einn fegursti staðurinn við Þóris- vatn. En Lúxusinn eirir engu og auðvitað vil ég blessað rafmagnið frekar. Með það höldum við áfram suður að Fellsendavatni sem hefur vaxið yfir veginn. Skammt fyrir austan er kennimark þessa svæðis - sjálfur Þóristindur. Veðrið gcrist blíðara og við erum ókát að sólin hitar okkur í bílnum. Við forum yf- ir Vatnakvísl og Fossvatnakvísl og erum við Tjaldvatn í mildasta veðri. Það er stillilogn og „veröld má sinn vænlcik sjá í Vatna bláum speglum“ eins og Sigurður Brcið- fjörð kvað. Við reikum um svæðið og nes- ið þar sem rústimar eru af Tjamar- kotinu. Flugan er lítil en hún angr- ar suma meira en aðra. Við Ampa- hólinn riljast upp sagan um Am- bjöm Guðbrandsson frá Króktúni á Landi scm flutti hingað árið 1880. Síðan em liðin 110 ár. Sagan hermir að um mörg ár hafi Veiði- vötn verið unaðsrcitur Ambjöms og svo fór að lokum að hann ákvað að flytjast hingað inneftir og þau hjón bæði. Ekki búnaðist þeim þó nógu vel, misstu hestinn og vom í bjargamauð þegar sveitarmenn komu til þeirra síðla hausts. Þau vom flutt til byggða og er sagt að þau hafi aldrei komið í Veiðivötn síðan. Við drögum þann lærdóm af sögunni að hollt sé að eiga sér drauma en ekki alltaf ástæða til að láta þá rætast. Sjaldan er svo spegilfagurt í vötnunum. Við ökum stóra hring- inn og svelgjum í okkur undursam- legar spegilmyndimar. „Sjáááið vatnið þama“ segir einn - „neei - þetta er ekki vatn - juú - það er vatn - maður sér bara varla hvar fjallinu lýkur og spegilmyndin byrjar". Við látum það efiir okkur að aka leiðina upp á fellið við Stóra- Fossvatn og una þar enn eina stund áður en við leggjum aft- ur á sandinn og stefnum í Jökul- heima. Vatnaöldur em að baki en senn emm við í Hraunvötnum og getum ekki annað en ekið um þau. Það er örðugt að slíta sig frá þessu sjónarspili. Ur Flraunvötnum er haidið hjá Dreka og Fonti. Skammt neðan við Lýsing sjáum við til gíganna Mána og Gutta sem heitir í höfúðið á Guttormi Sigbjamarsyni jarðfræð- ingi. Undir Lýsingi er Þröskuldur- inn og í suður standa Buxamir í röð. Þeir em fallegir gígar þvegnir af vetrarfannkynngi og vorleysing- um og rennisópaðir af kyljunni knáu sem stundum fyllir vegi af sandi og sverfur bíla. Þegar inn fyrir kemur ökum við meðfram LjósuQöllum. Sá spölurinn teygist og teygist. Hand- an Tungnaár er Breiðbakurinn, voldugur fjallgarður frá Vatnajökli. Jöklheimar — Veiðivötn - Landmannalaugar „Veröld má sinn vænleik sjá I Vatna bláum speglum" og við lögðum aftur leið okkar upp á Heimabungu. Það er svo indælt að geta notið útsýnisins aftur! Sem fyrr mátti sjá að við vorum í besta veðrinu. Svo héldum við af stað niður sandinn og út um Heimaskarð. Oddbergur vakti athygli okkar á Þjórsárhraununum og við sáum í huganum merka jarðfræðinga ferð- ast um á reiðhjóli og grafa haffa- mjölsbirgðir upp úr sandinum. Við námum staðar við Þröskuldinn þar sem vegurinn liggur hjá Pínubuxa neðst í Lýsingi. Nær veginum sunnan við er Nærbuxi og af hon- um sáum við hinn eiginlega Buxa - eða Stóra Buxa sem er stærstur þeirra allra. Síðbuxi er svo síðastur í suðurröðinni. Engir voru speglar í Hraun- vötnum. Gola var á en veðrið þó bjart. Ferðin gekk vel niður yfir Tungnaá hjá Sigöldu og um hádeg- isbilið var gengið upp eftir Frosta- staðahálsi að skoða hrauntungur og gíga. í Landmannalaugum snæddum við nesti og sumir fóru í laugina en aðrir beittu fyrir sig sumarleyfisgöngulagi og gengu á Bláhnúk. Þeir sem syntu rómuðu laugina og þeir sem ,upp fóru dáð- ust að útsýninu. Úr Laugunum lögðum við laust fyrir tjögur. Heim var haldið um Dómadal og farið hjá Landmannahelli sem fúlltrúar okkar könnuðu vandlega - en þótti ffemur tilkomulítill og bera þess merki að þar væru geymd hross og annar búpeningur. I Sátu var mikið fjársafn og rekstr- armenn önnum kafnir en við ókum suður með Sauðleysum og yfir Helliskvísl hjá Rauðfossafjöllum. Vestur héldum við um Sölvahraun allt að Þjórsá og yfir hana á Stífl- unni. Þá ókum við upp yfir Hafið og niður Hrossatungur þar sem svo stórkostlegt er að horfa á Rauðá falla niður í gjána. Nú var ekið niður hjá Stöng og undir Skeljafelli að Hjálparfossi og Háifoss hló inn á ljósmyndimar. Þaðan var rennt niður úr Þjórsárdal hjá Dímon og Skriðufelli og niður Gnúpveijahrepp og Skeið í fallegu kvöldveðri. Sigurður var í essinu sínu og sagði gamansögur. Á Hellisheiði var dálítil rigning sem færðist í aukana vestur Svína- hraunið en þegar við komum í Kópavog var að sjálfsögðu aftur komið hið besta veður. Og það vom þreyttir en ánægðir ferðafé- lagar sem kvöddust að lokinni frá- bærri ferð. GÓP jöklinum sem hér hefur hopað langa leið og klúkir í hálsinum sem tengir Breiðbakinn við Syðri Systur. Við fömm inn að Systrakvísl. Nú er hún lítil og auðvelt að stikla yfir hana við fossinn Fleygi sem áður fleygði vatninu í glæsilegum snúningsboga fram í farveginn. Til norðurs sjáum við í Stafna- skarð milli Jökulgrinda og Blá- íjalla þar sem leiðin liggur norður í Vonarskarð. Víða máir Vetur kon- ungur hana með öllu út svo betra er að ráðgast við kunnuga. Skjótt var hlýtt í húsi og menn snæddu bæði inni og úti. Síðan var setið saman við spjall og söng. Páll Ámason lék á harmoniku og að lokum vom fáein dansspor stigin. Loks lögðust menn fyrir og fyrr en varði var sofið út um öll gólf. Nokkrir höfðu lagt sig í gamla húsinu. Lítill hópur fór í miðnæturgöngu fram á sandinn. Fullur máni fór um skafheiðan himin og úti var töfrabjart. Rati og Gnapi gnæfðu handan við Breið- bakinn og horfðust á við Hófinn á miðri sléttunni. Nýjafellið bar við jökulinn breiðan og hvítan. Við sögðum hvert öðm huldusögur og vomm sein að laumast inn í hátt- inn. Um klukkan hálftíu vomm við lögð af stað. Veðrið var engu líkt Oddbergur filmar þegar ekið er yfir Rangá. Morgunn i Jokulheimum. Við rætur hans em fell við ána. Senn erum við á móts við Mosfell og næst fyrir ofan er Geirafell. Hlýindin í sumar hafa örvað gróð- urinn og nú em mosageirarnir í Geirafelli nær samfelldar. Drjúg- löngu síðar erum við í Heima- skarði og sjáum til Jökulheima. Við notum okkur veðurblíðuna qg höldum inn yfir Heimabungu. Útsýnið er frábært og hér sér Inga þá máttugu rauðu meginstólpa sem ncfndir em Félagar en stundum Táberg og Rist. Félagamir em kenndir við þá vatna- og fjallafé- laga Eberg Elefsen og Sigurjón Rist. Og í að minnsta kosti 100 ár - en líklega 200 ár - hjafa þeir staðið fastir fyrir Tungnaá og stýrt henni fram á sandinn. Þeir em það eina sem eftir er af börmum mikils rauðagjallsgígs sem Tungnaárjök- ull og jökulvatnið hafa mulið og sorfið. En nú er af þeim álagið því læna ein liðast um farveginn. Tungnaá sjálf hefur fært sig nær ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. október 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.