Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 4
Sjávarþorpin gáfu mörgum konum ný tækifæri á fyrri helmingi þessarar aldar. Konur í sj ávarþorpum Afkoma Flugleiða betri en í fyrra Fyrstu sjö mánuði ársins var hagnaður af reglulegri starfsemi Flugleiða rúmlega 63,2 miljónir króna, en var á sama tímabili í fyrra 12,9 miljónir króna, reiknað á verðlagi þessa árs. Heildarhagnaður félagsins íyrstu sjö mánuði 1991 var 61,5 miljónir króna en var á sama tíma í fyrra 347,4 miljónir króna á verðíagi þessa árs. Mismunurinn er fyrst og fremst vegna hagnaðar sem varð af sölu eigna á síðasta ári. Hinsvegar var söluhagnaður félagsins óveruleg- ur fyrstu sjö mánuði þessa árs. Eigið fé Flugleiða í lok júlí í ár var 4,3 miljarðar króna, en var á sama tíma í fyrra 3,3 miljarðar. Heildareignir voru tæplega 24 mil- jarðar króna en skuldir félagsins 19,7 miljarðar. -grh Framkvæmdir að hefjast við viðhaldsstöð Flugleiða Fyrsta skóflustungan að stærsta húsi í eigu íslendinga var tekin við hátíðlega athöfn i gær. Framkvæmdir við nýja viðhalds- skýlið á Keflavíkurflugvelli, sem kosta mun einn miljarð króna, hefjast eftir mánuð og er áætlað að verkinu Ijúki á 14 mánuðum. Geir Hauksson, formaður Flug- virkjafélags Islands, tók fyrstu skóflustunguna að mannvirkinu sem verður 12.500 fermetrar og um 17.500 rúmmetrar að stærð. Kanad- íska verktakafyrirtækið Matthews Contracting Inc. sér um byggingu stöðvarinnar, en gert er ráð fyrir að vinnan verði að mestum hluta í höndum íslenskra undirverktaka. Með tilkomu stöðvarinnar flyst hérumbil öll starfsemi Flugleiða til Keflavíkurflugvallar utan daglegs eftirlits og smáviðhalds innanlands- flugvéla. Áætlað er að um 170 manns komi til með að starfa við nýju viðhaldsstöðina. Auk viðhalds véla Flugleiða er þegar farið að huga að því að fyrirtækið hasli sér völl á alþjóðlegum viðhaidsmarkaði. Með því yrðu verkefnin fleiri og mögu- leiki á að það skapi fleiri flugvirkj- um atvinnu í framtíðinni. -sþ Endurskinsborðar á sex ára Reykvíkinga Á borgarráðsfundi sl. þriðju- dag var erindi kennslumáladeildar um aukafjárveitingu upp á 480 þúsund krónur samþykkt. Ætlun- in er með þessu fjármagni að kaupa endurskinsborða á öll sex ára börn í Reykjavík. Kristín Á. Olafsdóttir lagði til á fundi borgarráðs sl. haust að gerð yrði tilraun með notkun slíkra endur- skinsborða í Reykjavík. Það varð af að tveir skólar urðu fyrir valinu, Ár- túnsskóli og Grandaskóli. Ragnar Júlíusson, forstöðumaður kennslumáladeildar, upplýsti Þjóð- viljann um að reynslan síðasta vetur hafi verið mjög góð. „Það var kann- ski ekki mælanlegt í tölum á slysa- tíðni bama. En bömin notuðu endur- skinsborðana alla jafna og var það vel. Af þessum sölcum fór ég fram á það við borgarráð að öll sex ára böm í Reykjavík fengju svona borða,“ sagði Ragnar. Hann sagði að skátamir hefðu ákveðið að gefa öllum sjö ára böm- um á landinu svona borða og því hafi það þótt tilhlýðilegt að sex ára böm sem einnig ganga í skóla fengju borðana líka. „Það sem meira er um vert er að þetta á ekki bara við fyrir þetta árið, heldur verður þessu við- haldið. Eftir þtjú ár ættu því öll böm á aldrinum sex til níu ára að hafa endurskinsborða undir höndum," sagði Ragnar. Ragnar vildi nota tækifærið og benda foreldmm á að fylgjast vel með hvort bömin notuðu ekki borð- ana, því það væri fyrir mestu að þau sæjust vel nú í svartasta skammdeg- inu. -sþ Unnur Dís Skaptadóttir var á rabbfundi hjá Rannsóknastofu í kvennafræðum í gær og ræddi um rannsóknir sínar á konum í sjávarþorpum. Unnur er vel á veg komin með að ljúka doktorsritgerð um það efni. Rannsóknastofa í kvennafræð- um var stofnuð árið 1990 með reglugerð sem þáverandi mennta- málaráðherra Svavar Gestsson undirritaði. Rannsóknastofan starf- aði i fyrra, en að sögn Guðnýjar Guðbjömsdóttur lektors, sem situr í stjóm Rannsóknastofunnar, fór mest af þeirri vinnu í að gera Rannsóknastofuna sýnilega. Það þurfti að útvega húsnæði, huga að ljárveitingum og finna starfinu far- veg. Stofan var' síðan opnuð form- lega í ágúst s.l. Meðal markmiða rannsóknastofunnar er kynning á kvennafræðum í því augnamiði á að halda hálfsmánaðarlega rabb- fundi. Þar mæta konur sem em að fást við rannsóknir á kvennafræð- um og segja frá viðfangsefnum sínum og fá viðbrögð við þeim. Guðný sagði það jafnframt vel þegið að konur sem teldu sig hafa efni sem hentaði hefðu samband við Rannsóknastofuna. Unnur Dís Skaptadóttir er að vinna að doktorsritgerð við banda- rískan Háskóla. Ritgerðin fjallar um breytingar sem verða á hlut- verkum kynjanna við þéttbýlis- myndun og iðnþróun. Á iúndinum gerði Unnur grein fyrir þeim kafla sem hún er að vinna að núna, en hann fjallar um flutning kvenna úr sveit í sjávarþorp, og leitaði eftir viðbrögðum við honum. Fjölmenni var á fundinum, stemmningin frjálsmannleg, margar konur tóku til máls og höfðu margt til málanna að leggja. Til þess að bregðast við nýjum veruleika sjávarþorpanna þurfti nýja húsmóðurímynd. Á þessum tíma voru stofnaðir húsmæðraskól- ar til þess að kenna konum ný hlut- verk og m.a. þurfti að kenna þeim að skipuleggja vinnu sína án vinnukvenna. Unnur Dís telur hins vegar að óbeint hafi það orðið hlutverk húsmæðraskólanna að kenna konum andlega umönnun annarra heimilismanna sem hún segir að ekki hafi verið tíðkuð á sama hátt áður. Þáttur húsmóður í framleiðslustörfum minnkar, en það eykst aftur á móti áherslan á að hún búi manni sínum fagurt heimili. Upplýsingar um þetta kvaðst Unnur fyrst og fremst hafa úr tímaritum frá þessum tíma þar sem nokkuð var skrifað um tilgang húsmæðraskóla. Hún kvaðst ekki vera að ráðast á þá eða húsmóður- hlutverkið, heldur fyrst og fremst að athuga hvernig hlutverk kynj- anna og fjölskyldugerð hefðu breyst. Niðurstöður Unnar eru þær að staða kvenna hafi ekki versnað við að flytjast úr sveit í sjávarþorp. Það er of mikil einföldun. Hún hef- ur fyrst og fremst breyst, sagði Unnur. Sumar konur tapa ein- hvetju, en aðrar hagnast á skiptun- um. Þær eru raunar margar sem fá tækifæri sem þær höfðu ekki feng- ið áður. Unnur byggir mynd sína af breytingum á stöðu kvenna við flutning úr sveit í sjávarþorp á við- tölum og sagnfræðilegum heimild- um til þess að sjá hvemig heimilin vom. Ekki vom allar konur hús- mæður á stómm heimilum. Staða vinnukvenna skiptir ekki minna máli og mörg heimili höfðu alls ekki efhi á vinnukorium. Á þessum tíma breytast heimilin, þau minnka og þeim fjölgar griðarlega vegna þess hve margir fá skyndilega tækifæri til að stofna heimili. Þeir vom margir sem ekki gátu það áð- ur og höfðu ekki tælafæri til að stofria til hjúskapar vegna efna- hagslegrar stöðu. Allt skiptir þetta máli þegar verið er að skoða stöðu kvenna, sagði IJnnur Dís. Það er ekki nóg að einskorða sig við hús- móðurina og heimilið. Unnur sagði að lokum að allt sem hún hefði að segja væri með þeim fyrirvara að rannsókn sinni væri ekki lokið. En rabbfúndimir em einmitt hugsaðir þannig. Þang- að á ekki að koma með fúllunna fyrirlestra eða strangvísindalegar niðurstöður, heldur eiga fræðikon- umar að segja frá rannsóknum sem em í deiglunni og gefast kostur á að heyra álit fúndargesta. - kj Unnur Dís Skaptadóttir ræðir breytingar á hlutverki kynja og heimilisgerð. Mynd:Jim Smart. mhmP m ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. október 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.