Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 12
Fiskvinnslufyrirtækin standa auð á Suðumesjum Atvinnuleysið er hvað verst á Suðurnesjum þegar litið er á yfir- lit Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins varðandi at- vinnuástandið í landinu. Guðmundur Finnsson, hjá Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, segir að á Kefla- víkurflugvelli hafi ekki verið ráðið í um 140-50 störf sem losnað hafa þar síðustu árin. Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að Grindvíkingar séu alvanir sveiflum í atvinnulífi, en ástandið sé með allra versta móti núna. Guðmundur sagði að ástandið á Suðumesjum væri sérlega slæmt núna. „Það hefur verið það síðan fyrirtækin í fiskvinnslu lokuðu vegna hrácfnisskorts," sagði Guð- mundur. Hann sagði að tölumar um atvinnuleysið á svæðinu kæmu ekki á óvart þegar fólk hefði að engu að hverfa þegar það missti starf sitt í fiskvinnslunni. „Það hefur engin atvinnuupp- bygging verið héma önnur en sú að þjónustan hefur byggst upp á und- anfömum árum og hún er orðin mettuð. Það er ekkert sem tekur við þeim fjölda sem starfar við fisk- vinnsluna,“ sagði Guðmundur. Aðspurður um störf á Keflavík- urflugvelli sagði hann að undanfarin tvö ár hafi viðgengist þar svokölluð ráðningarfrysting, sem virki þannig að ekki er ráðið í þau störf sem iosna. „Þar em nú um 140-50 störf laus og það munar um minna,“ sagði Guðmundur og bætti við að það sem skipti megin máli í þessu sambandi væri hvemig komið væri fyrir sjávarútveginum og vinnslunni. Jón Gunnar Stefánsson, sagði að i september heföu um 80 manns verið atvinnulausir í Grindavík. Þessi tala væri hins vegar komin niður í 47 manns núna og munaði þar mestu um að bátamir væm fam- ir að róa með línu núna. Síldin væri hins vegar ekki komin að neinu ráði enn sem komið er, en búast mætti við að úr færi að rætast varðandi hana og þá yrði nóg vinna handa öllum. „Þetta er dæmigerður ís- lenskur vertíðarbær, og atvinnan hefúr alltaf verið héma ýmist í ökla eða eyra. Ég held að fólk hafi alltaf sætt sig við ótryggt atvinnuástand, en núna upp á síðkastið hefúr fólk verið sér meðvitaðra um hver réttur þess er varðandi atvinnubætur,“ sagði Jón Gunnar. Hann sagði að atvinnulífið í Grindavík væri fískur og aftur fisk- ur. Þjónustan heföi hins vegar verið að sækja í sig veðrið. Það brygði hins vegar þannig við að undanfarin ár heföi fólk verið með ömgga at- vinnu í september og hluta af októ- ber í slátmn. Nú væri það dottið úr myndinni, eins og alkunna er. „Það er eins og menn séu settir á saka- mannabekk þegar þeir vilja halda við iðjunni. Þetta er svona sjálfsagt víða um land að þessi ömgga vinna í ýmsum sjávarplássum er núna horfin,“ sagði Jón Gunnar. -sþ Á Suðurnesjum hefur atvinnuástandið verið heldur bágborið. Von er að úr rætist þegar síldin kemur. Byggðastofnun klofin í afstöðunni til Freyju Stjórn Byggðastofnunar kiofnaði í afgreiðslu á máli Fiskiðjunnar Freyju hf. sl. þriðjudag. Þrír stjórnarmenn af sjö báðu um frest- un á afgreiðslu málsins, en meirihluti stjórnarinnar hafnaði því. Ólafur Þórðarson, þingmaður og einn stjórnarmanna Byggðastofn- unar, sagðist ekki skilja hvers vegna ekki hafi mátt bíða tvo daga svo afstaða heimamanna til sölunnar hefði getað komið fram. Olafur Þórðarson, Ragnar Am- alds og Stefán Guðmundsson, stjómarmennimir í Byggðastofhun sem sátu hjá við afgreiðslu mála hjá Freyju hf. vildu fá tveggja daga frest til að bera saman þækur sínar við heimamenn, sagði Olafur Þórðarson er Þjóðviljinn spurði hann um ástæðu hjásetunnar. Olafur sagði að sveitarstjóm hafi verið búin að lýsa sinni skoðun á málefnum Freyju og heföi tvcggja daga frestun verið nóg til að átta sig á þeirra hugmyndum. „Það Iiggur fyrir að Suðureyrarhrcppur fór í gegnum greiðslustöðvun. Þá var gerð viss áætlun fyrir hreppinn gagnvart umsvifum í byggðarlaginu, sem eru lágmarksumsvif svo það héldi velli. Freyjan hefur verið sá aðili sem hefur borið ábyrgð á byggð við Súgandafjörð, hvað um- svif snertir," sagði Ólafur. Hann sagði að sú niðurstaða sem varð muni leiða til minni umsvifa en áællanir hafi gert ráð fyrir. „Ég lýsti því yfir að mér líkaði það illa að þessu væri stillt upp eins og um átök nrilIi Norður- ísafjarðar- sýslu og Vestur- ísafjarðarsýslu væri að ræða,“ sagði Ólafur. Hann sagði að ákvarðanir um að Barist áfram fyrir Jósefsspítala Við áttum ekki von á öðrum viðbrögðum frá heilbrigð- isráðherra á þessari stundu, en hann hlýtur að eiga eftir að endurskoða hug sinn til St. Jósefsspítala, sagði Erna Fríða Berg formaður bandalags kvenna í Hafnarfirði við Þjóð- viljann í gær. Sighvatur Björgvinsson lýsti því yfir í umræðum um málefni Jósefsspítala utan dagskrár á Al- þingi á þriðjudag, að undirskriftir 10.300 íbúa Hafnarfjarðar, Garða- bæjar og Bessastaðahrepps myndu ekki hafa áhrif á niðurskurðinn við Jósefsspítala á íjárlögum. Á þingpöllum var hópur fólks sem skipulagt hafði undirskrifta- söfnunina og hittist hópurinn yfir kaffi eftir að umræðum lauk á Al- þingi. Þar var ákveðið að halda áfram baráttunni fyrir því að Jós- efsspítali yrði áfram rekinn sem deildaskipt sjúkrahús. Ema sagði að þau myndu bíða viðbragða ráðherra við tillögum stjómar spítalans. Þá yrði fylgst grannt með framvindu málsins á þingi. -Sáf gefa ekkert eftir í atvinnutryggingar- sjóði væm gagnrýnisverðar. „I at- vinnutryggingarsjóði er fjármagn sem ríkið á, og hlutafjársjóðurinn verður til vegna þess að kröfuhafar ýmissa fyrirtækja hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Það má auðvitað um það deila hvort það sé réttlætanlegra að selja hlutafé sem er að verðgildi milli 90-100 miljónir á 12,3 miljónir, sem að óbeint er eign þeirra aðila sem tóku þá áhættu að breyta skuldum í hluta- fé. Er það ekki heiðarlegra hjá opin- berum aðilum, ef þeir em ákveðnir að gefa eftir á einhveijum vígstöð- um, að það sé þá gert af því ijár- magni sem er eign ríkisins?“ sagði Ólafur. Hann sagði að vinnubrögð sem átt heföu sér stað á þessum fúndi í stjóm Byggðastofnunar væm orðin mjög þreytandi. „Mér finnst að þeg- ar að Ragnar Amalds leitar eftir því að fá frestun á afgreiðslu málsins meðan hann hafi samband við heimamenn til að átta sig á þeirra viðhorfi, hvemig þetta gangi upp miðað við önnur áform. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að menn treysti sér ekki til að verða við því,“ sagði Ólafúr. -sþ Siðferði stjómvalda ekki upp á marga fiska Það er einkennilegt að neita að afskrifa 100 milljónir þannig að hægt væri að fara Fáfnisleiðina á þeim forsendum að það væru sértækar aðgerðir, en færa niður 97 milljón króna hlut í rúmar 12 milljónir og kalla það byggðasjónarmið. Síðan er laxeldið styrkt um yfir 130 milljónir á sama fundi. Þetta sýnir að siðferði stjórn- valda er ekki upp á marga fiska þegar upp er staðið, segir Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður verkalýðsfélagsins á Suðureyri og oddviti hreppsins um ákvarðanir Byggðastofnunar varðandi Fiskiðj- una Freyju. Hluthafafundur verður væntan- lega kallaður saman innan skamms og segist Lilja búast við því að það verði mjög skiptar skoðanir um þetta mál. „Hreppsnefndin vildi að tilboði Fáfnis hefði verið tekið, en Byggðastofnun hafnaði því að af- skrifa þær 100 milljónir sem til þess hefði þurft. Við gerum okkur alveg grein fyrir að fyrirtækin eru illa stödd, en eftir þær aðgerðir sem við töluðum um heföi þetta orðið rekstrarhæft fyrirtæki og við hefðum haldið togaranum, en nú missum við hann og mörg störf með. Fólk er óttaslegið yfir því,“ segir hún. „Með þessum samningi við Frosta og Norðurtangann er 2000 hlutafé í fyrirtækinu rýrt mikið og mér skilst að þeir hafi sett það skil- yrði að aðrir hluthafar færi einnig sitt hlutafé niður ef þeir komi með 50 milljónir í hlutafé. Ef það yrði gert í sama hlutfalli færi hlutafé hreppsins úr 28 milljónum niður í fjórar. Það yrði ekki mikil hrifning yftr því núna stuttu eftir að menn bæði skuldbreyttu og skrifuðu sig fyrir hlutafé." Lilja sagði verkafólk þó fegið því, að hjól atvinnulífsins færu að snúast aftur. Engin vinnsla hefúr verið í gangi í rúman mánuð og fólkið hefúr haft kauptryggingu þar til síðasta mánudag, en þá fór það á atvinnuleysisskrá. -vd. 1500 Nýir áskrifendur Þjóðviljans eru nú komnir á 14. hundraðið. Starfsmenn blaðsins munu gefa 1400.nýja áskrifandanum Ijóðabókina Hinumegin viö sólskinið eftir Elías Mar, áritaða af höfu -------------— Nýir áskrifendur Tökum öll á og tryggjum áframhaldandi r Askrifendasíminn er 681333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.