Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1991, Blaðsíða 3
cr IDAG 17. október er fimmtudagur 290. dagur ársins. 26. vika sumars byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.22 - sólarlag kl. 18.03. Viðburðir Iðja, félag verksmiðjufólks stofnað 1934. Karl Kaut- sky dáinn 1938. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Hádegisút- varp féll niður í gær. Or- sökin ágreiningur valda- manna í útvarpinu við að- alþul, Þorstein Ö. Steph- ensen. Þýzka nazista- stjórnin ætlar að innlima Litháen, Lettland og Eist- land. fyrir 25 árum Vinstri menn unnu sigur í Stúdentafélaginu. Vísitölu- binding húsnæðislána er ranglæti sem verður að af- nema. Kjörbúðarbílastríð hafið í Garðahreppi. Sá spaki Kjarnorkuöldin er komin til að vera, en gildir það sama um okkur? (Bennett Cerf) á tímabundinni friðun rjúpnastofnsins * Þorsteinn Asgeirsson, formaður Skot- sambands Islands Ég hef sömu skoðun á tíma- bundinni friðun rjúpnastofnsins og tímabundinni friðun hvalsins. Það á ekki að alfriða. Það er allt í lagi að taka til einhverrar friðun- ar, kannski stytta veiðitímabilið eða setja kvóta á menn sem væri náttúrlega skynsamlegast. Það á ekki að taka ákvörðun um að friða ijúpuna þegar hún er í lágmarki. Það á að gera þegar hún á að vera í hámarki, en lítið er af henni. Þegar stoíhinn er í lágmarki er ekkert hægt að dæma um hvort friðunar er þörf. Núna er aukning á henni í sumum landshlutum, en minnkun annars staðar. Það er hvergi nema í Mý- vatnssveit sem menn eru að biðja um ftíðun ijúpunnar. Fyrir vestan til dæmis er hún í fjölgun. Að baki tel ég að búi svipaðar hvatir og þær sem ráku Grinpísmenn til friðunar á hvalnum. En það verð- ur að vera skynsemi í friðuninni. Við erum að nýta ijúpnastofhinn í {'ólamatinn og hann er langt frá iví að vera útdauður. Ef upp- sveifla ijúpnastofnsins tekst hins vegar ekki, þá má fara að skoða málið. FlÉTTIR GATT- samkomulag náist fyrir árslok flytja út hráefni og höggva skóga, t.d. í Suður-Ameríku. Það er því mikilvægt að lækka skuldir þeirra eða fella þær niður og fjárfesta í þessum löndum þannig að þau geti komið á fót landbúnaði sem getur unnið úr hráefhunum áður en þau eru flutt út,“ segir Kjeldsen. „Við verðum að vera tilbúin að taka við slíkum útflutningi frá þróunarríkj- unum. IFAP eru einu alþjóðlegu samtökin sem bæði iðnríkin og þróunarríkin eiga aðild að. Þeim hefur tekist að ná samkomulagi bæði um GATT- viðræðumar og einnig um hvemig við getum tekist á við bæði landbúnaðar- og um- hverflsvandamálin á nýjan hátt þannig að allir þættimir tengjast, þ.e. umhverfið, landbúnaðurinn og efnahagurinn. Þetta samkomulag er í fúllu samræmi við Brundtland- skýrsluna.“ Ráðstefha IFAP stendur til 18. október og fer fram á Hótel Sögu. -vd. Niðurstöður og ályktanir al- þjóðaráðstefnunnar verða lagðar fram á alþjóðlegri umhverfisráð- stefnu sem Sameinuðu þjóðimar gangast fyrir á næsta ári. Kjeldsen, sem einnig er formaður norrænu bændasamtakanna og samtaka danskra bænda, segir að stærstu vandamálin sem bændur þurfi að ræða í tengslum við umhverfismál séu annars vegar mengunarvandi iðnríkjanna og hins vegar skóga- og auðlindaeyðing þriðja heimsins. „Við viljum að rannsóknir og þróun á áburði, sem mengar um- hverfið minna, verði efldar mjög. Við bændur viljum ekki sitja undir þeim ásökunum að við mengum og eyðum gæðum jarðar heldur taka frumkvæðið að umhverfisvemd þannig að við getum skilað jörð- inni til næstu kynslóðar í betra ástandi en við tókum við henni," segir hann. Kjeldsen leggur mikla áherslu á að umhverfisvandamál þriðja Forseti IFAP segir að alþjóðaviðskipti með búvöru. ojóðríki eigi að geta haft sfna eigin landbúnaðarstefnu án þess að hún trufli eðlileg Stjórn Alþjóðasambands búvöruframleiðenda, IFAP, skorar á stjórnmálaleiðtoga og ríkisstjórnir um heim allan að hraða gangi GATT-viðræðnanna þannig að samkomulagi verði náð fyrir árslok 1991 eða í upphafi næsta árs. Stjórnarfundur IF- AP var haldinn í Reykjavík í gær í boði Stéttarsambands bænda í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um landbúnað og umhverfismál, sem IFAP heldur hér og hefst í dag. „Það er mjög mikil og vaxandi óvissa meðal búvömframleiðenda vegna þess að þeir vita ekki hvað muni koma út úr GATT-viðræðun- um og því verður að ná samkomu- lagi sem fyrst þannig að við fáum þann ramma sem við verðum að taka ákvarðanir innan,“ segir H.O.A. Kjeldsen, formaður IFAP. heimsins verði ekki leyst nema með tilliti til efnahagsvandamála þeirra. „Þróunarlöndin skulda gíf- urlega mikið. Þau em neydd til að Flóknir sjúkraflutningar Stjórnarandstaðan er lítið hrifin af stjórninni. Þetta kemur náttúrlega ekki á óvart, bæði vegna þess að ríkisstjórnin „er nú eins og hún er“, svo vitnað sé til orða forsætisráðherrans, og líka vegna hins að stjórnarandstaðan á að vera á móti rík- isstjórninni, hvort sem hún er góð eða vond. í eldhúsdagsumræðum á dögunum las stjórnarandstaðan ríkisstjórninni pistilinn svo um munaði, og þá hugsaði Þrándur með sér: - Það er áreiðanlega ekki heiglum hent að vera ráðherra um þessar mundir hafandi þau Stein- grim, Ólaf Ragnar, Svavar og Ingibjörgu Sólrúnu (fyrir utan hin öll) yfir sér upp á hvern einasta dag sem yfir mann kemur; þetta fólk sem skilur ekki að velferð hinna fátæku verður því meiri sem hinir ríku borga minna í sameiginlega sjóði. Þegar Þrándur hafði horfl á um- ræðumar um hríð rann honum svo til riQa að horfa upp á meðferð stjómarandstöðunnar á stjóminni að hann slökkti á sjónvarpinu og varð hugsað til frægrar bókar, hvar í standa á völdum stað þessi orð: „Minn herra á engan vin“. Rikisstjómin ætlar að loka ein- um spítala í Hafnarfirði í spamað- arskyni, endurskipuleggja og hag- ræða á spítulum í höfuðborginni í sama tilgangi. Það em erfiðir timar, það er atvinnuþref, eins og þar stendur, og þess vegna tekur Þránd- ur undir með ráðherrunum, ekki veitir af að spara og nurla þar sem þess er nokkur kostur. Nokkur blæ- munur er þó á skoðunum ráðherr- anna og Þrándar á þvi hvort spam- aðurinn eigi að bitna á ríkum eða fátækum, en það er aukaatriði. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um úr heilbrigðisráðuneytinu er of- framboð á sjúkrarúmum á Reykja- víkursvæðinu um ein 100 rúm sem standa tóm mestan part úr árinu. Því vill heilbrigðisráðherra breyta spítala Hafnfirðinga i legudeild fyr- ir aldraða, væntanlega til að láta þá sem þar vom nýta tómu rúmin. Bæjarstjórinn í Hafriarfirði segir enga þörf á sliku ráðslagi, i Hafriar- firði sé þegar búið að uppfylla þörfina fyrir sjúkrarúm handa öldr- uðum og Hafnfirðingum veiti ekki af rúmunum i spítalanum sem á að breyta í hjúkmnarheimili. Þannig er bæjarstjórinn, sem nú situr á þingi fyrir viðskiptaráðherrann, kominn í lið með stjómarandstöð- unni og má um það segja að flest verði óhamingju stjómarinnar að vopni. Enda þótt Hafrifirðingar séu vel settir gegnir allt öðm máli með granna þein-a i höfuðborginni þar sem skortir einhver hundmð sjúkrarúma fyrir aldraða. Um leið og spítalanum í Hafnarfirði verður breytt í pláss fyrir aldraða á að loka Haftiarbúðum í Reykjavík, þar sem aldraðir sjúklingar hafa verið vist- aðir. Kemur nú að því einu sinni enn að hagfræðin gerist torskilin. Samkvæmt þessu á að flytja þá sem verða lasnir á góðum aldri frá Hafriarfirði til Reykjavíkur og nota plássið sem þannig fæst í Hafriar- firði fyrir aldraða úr öðmm byggð- arlögum, því eins og áður er sagt er búið að leysa þetta mál í Firðinum. Þar með fylla sjúklingamir úr Hafriarfirði rúmin i Reykjavík sem áður vora tóm. Næst verða sjúk- lingamir í Hafriarbúðum væntan- lega fluttir á spítalann í Hafnarfirði og standa þá Hafnarbúðir tómar og verða líklega seldar undir vertshús. Þá er enn óleystur vandi nokkur hundrað aldraðra sjúklinga í Reykjavík. Þama era flóknir sjúkraflutningar, stærðfræði og hagfræði farin að mgla Þránd í ríminu, því honum finnst að sá möguleiki hafi ekki verð nefridur að nota 100 umframrúmin fyrir aldraða og spara og nurla á öðmm sviðum eða láta hina ríku jafrivel borga meira. Þetta hefði stytt bið- lista fyrir þá sem bráðvantar pláss og gerist Þrándur nú enn mglaðri, því það var víst aldrei meiningin. Sér Þrándur enga leið út úr þessum vanda nema þann að halda með stjómarandstöðunni og bæjarstjór- anum i Hafriarfirði, jafrivel þótt ekki sé ljóst hvemig þessir aðilar ætla að leysa umrædd vandamál á annan hátt en að vera á móti, en það er svo enn annað vandamál. - Þrándur Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.