Þjóðviljinn - 02.11.1991, Side 12

Þjóðviljinn - 02.11.1991, Side 12
r Þjóðviljinn I qi inorrloni ir O nAwomhor 1001 Laugardagur 2. nóvember 1991 Lyfj akostnaður öryrkja hefur stóraukist rorkulífeyrisþegi, sem £ Vgreiddi rúmlega 2000 I Ikrónur á mánuði fyrir V«y þau lyf sem hann þarf að nota að staðaldri, þarf nú að borga tífalt meira fyrir sömu lyfi Þetta er eitt af tíu dæmum sem Sjálfsbjörg, Iandssamband fatl- aðra, hefur sent heilbrigðisráð- herra til að sýna honum svart á hvítu að lyfjakostnaður örorku- lífeyrisþega hefur að jafnaði hækkað verulega. í bréfí sem formaður Sjálfs- bjargar, Jóhann Pétur Sveinsson, ritar með greinargerðinni til ráð- herra, kemur fram að fastagjald fyrir lyf er nú 81,2 prósent hærra en áður, þegar tekið er tillit til þess að nú eru lyf aðeins afgreidd til 60 daga í stað 100 áður. Jóhann bend- ir einnig á afnám niðurgreiðslu á ákveðnum lyíjaflokkum. Þegar lyfjakostnaður er skoðaður er ekki nóg að horfa á verðbreytingar á einstökum lyljum þar sem fíestir nota fleiri en eitt lyf, heldur verður að skoða heildarlyfjakostnaðinn sem einstaklingamir þurfa að bera. Til að opna augu heilbrigðisráð- herra fyrir þessu tók Sjálfsbjörg saman tíu dæmi sem hvert segja sína sögu um veruleikann sem ör- orku- og ellilífeyrisþegar standa frammi fyrir. Tekinn er saman nákvæmur listi yfir þau lyf sem viðkomandi þurfa að nota að staðaldri og síðan birt verð þeirra fyrir og eftir nýju reglugerðina. í öllum tilfellum er um verulega aukningu á lyfja- kostnaði að ræða: Fyrir: Eftir: Dæmi 1: 2.070 20.138 Dæmi 2: 2.722 19.395 Dæmi 3: 230 500 Dæmi 4: 1.687 5.503 Dæmi 5: 690 10.781 Dæmi 6: 1.590 5.551 Dæmi 7: 2.457 6.460 Dæmi 8: 1.430 4.256 Dæmi 9: 570 1.100 Dæmi 10: 1.797 3.154 Til að átta sig á áhrifum þessa er vert að hafa í huga að fram- færslulífeyrir örorkulífeyrisþega er á bilinu 44- 55 þúsund á mánuði. í bréfi sínu til heilbrigðisráð- herra óskar Jóhann Pétur eftir að fá sendar þær upplýsingar sem heil- brigðisráðuneytið hefur aðgang að og þær athuganir sem það hefur gert. Samkvæmt bréfi ráðuneytis- ins hafa athuganir þess ekki bent til hækkunar á lyfjakostnaði heldur þvert á móti til lækkunar i sumum tilvikum. I lok bréfsins frá Sjálfsbjörg segir: „Sjálfsbjörg treystir því að heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herrann vilji standa vörð um vel- ferðarkerfið, og er hjartanlega sammála því er fram kemur í stefnu og starfsáætlun ríkisstjóm- arinnar, að „það er til marks um menningu og þroska hvers samfé- lags, hversu vel það býr að þeim sem standa höllum fæti í lífsbarátt- unni“. Sjálfsbjörg væntir því að brugðist verði við ábendingum samtakanna og reglugerðinni breytt í samræmi við ályktanir okkar.“ -ag p Sjáffsbjörg Reykjavík Féíagsheimili Sjálfsbjargar Ferðaþjónusta fatlaðra Ingólfur Sigurgeirsson öryrki greiddi áöur 1.590 krónur á mánuöi fyrir lyf en eftir setningu nýju reglugeröarinnar er upphæðin 5.551. Kona hans er einnig öryrki og hækkunin hjá henni er mjög svipuö. „Reglugeröin segir aö viö verðum aö borga. Það er ekki eins og maður geti stjórnaö því hvenær maöur veikist. Ég vildi aö svo væri því þá væri ég auövitaö ekkert aö þessu," segir Ingólfur. Mynd: Jim Smart. Oflug smábáta- útgerð er byggðastefna Fjölmörg byggðalög eiga mikið undir smábátunum, sum allt, sagði Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, á að- alfundi þess í gær. Arthur gerði mikið úr fjölgun frystitogara hérlendis og sagði að með þeim væri verið að flytja atvinnu sjávarplássana á haf út. I setningaræðu sinni, sagði Arthur að kvótakerfið og tilkoma frystitogara væri landsbyggðinni ljandsamleg. í útgerðarkostnaði væru það smábátamir sem væru hagkvæmasti kosturinn og mætti segja að sumir frystitogaramir væm í raun á sveitinni miðað við skattaafsláttinn sem þeir fá við kaup á veiðiheimildum. Arthur bar saman atvinnusköp- un og fjárfestingu í einum frysti- togara sem fiskar 6500 tonn á ári og 65 smábáta sem fiskað getað það sama. „Eftir þeim upplýsing- um sem Landssamband smábáta- eigenda hefur myndi nýr stór frystitogari í erlendu útboði ekki kosta mikið innan við 900 miljónir. I kring um hann myndu skapast um 60 störf til sjós og lands. 65 smábátar myndu hins vegar kosta í innlendri nýsmíði af dýmstu gerð um 7 miljónir stykkið, eða allir 65 455 miljónir. Þeir myndu hins veg- ar skapa í kring um 250 störf, eða 190 fleiri en ffystiskipið.“ Auk gagnrýninnar á fjármagns- austrið í nýjungar sem frystitogar- ana benti Arthur á umhverfissjón- armiðin milli þessara útgerðaþátta. Smábátamir yllu ekki þeim skaða sem stóm skipin gera þegar þau moka upp aflanum, jafnvel beint af hrygningarstöðvunum. Fiskvinnslan háð Landsbankanum Vegna slæmrar stöðu Landsbankans er líklegt að fjöldi fiskvinnslufyr- irtækja stöðvist á næstu mánuðum. „Fyrirtæki munu stöðvast á næstu vikum og mán- uðum ef Landsbankinn grípur til þeirra aðgerða að lána ein- göngu afurðalánin, það er rétt hjá Sverri,“ sagði Arnar Sigur- mundsson formaður Samtaka fiskvinnsiustöðva um þau um- mæli Sverris Hermannsonar bankastjóra Landsbankans að nauðsynlegt sé fyrir bankann að draga harkalega saman seglin og lána eingöngu út á afurðir. Arn- ar telur að stjórnvöld verði að koma til aðstoðar. Það er þó ekki stefna stjórnarinnar að beita sértækum leiðum til hjálpar ein- stökum atvinnugreinum. Sverrir bendir á í viðtali við fréttabréf starfsmanna bankans að grófi áætlað þýði aflasamdráttur á næsta ári átta miljarða króna rým- un sem þýði um 5,5 miljörðum króna minni veltu í gegnum Landsbankann vegna þess að bankinn sé með viðskipti við rúm- lega 70 prósent allra fiskvinnslu- og fiskveiðifyrirtækja í landinu. Sverrir telur að við núverandi stöðu sé bankinn ekki fær um að bera þær óbærilegu byrðar sem fylgja í kjölfar minni afia á næsta ári hjá fyrirtækjunum. Hann segist ekki þurfa að vera spámaður til að geta staðhæft að slíkur samdráttur á lánum Landsbankans þýði stóra stoppið hjá flestum þessrar lyrir- tækja. Amar sagði að fiskvinnslufyr- irtækin stæðu mjög misjafnlega og að einstaka fyrirtæki gætu komist í gegnum þetta með því eingöngu að vera í afurðalánunum. Hann sagði að reiknað væri með að sjö prósent fyrirtækjanna væm nú þegar í tap- rekstri. „Þetta myndi leiða til þess að á tiltölulega stuttum tima myndu þau stöðvast,“ sagði Amar. Hann sagði að ríkissjómin þyrfti að grípa inn í með því að stöðva inngreiðslur í Verðjöfnunar- sjóð, með því að lengja lán þessara fyrirtækja hjá Atvinnutryggingar- sjóði og með því að beita sér fyrir lækkun vaxta. Háir nafnvextir og háir raunvextir em að sliga fyrir- tækin, sagði Amar. Hann sagði að fyrirtækin sjálf yrðu einnig að leita leiða til auka hagkvæmnina, til dæmis með sameiningu. Eins væri það ljóst að fyrirtækin hefðu verið að borga of hátt hráefnisverð. Ljóst er að vaxtalækkun er ekki til hagsbóta fyrir Landsbankann nema á sama tíma aukist munurinn á inn- og útlánum. Þó ríkið komi fyrirtækjunum til aðstoðar minnkar það ekki þörf opinberra aðila fyrir lánsfé, sem stuðlar ekki að lækkun vaxta. Meðan aflinn eykst ekki virðist málið því í hnút. -gpm Við gefum orðinu „einkatölva“ nýja merkingu! Með Macintosh PowerBook verður enn auðveldara að vinna frábær störf, því þær má taka með sér hvert sem er. Þær vega aðeins 2,3 til 3,1 kg og rafhlaðan endist í allt að 4 klst. PowerBook-tölvurnar geta notað öll Macintosh- forritin, eru tengjanlegar við aðrar tölvur, hafa möguleika á faxmótaldi og fást með allt að 40 Mb innb. harðdiski. Síðustu forvöð á þessu ári að panta Macintosh- tölvubunað samkvæmt Ríkissamningnum eru Apple-umboðið Skipholti 21, sími (91) 624 800

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.