Þjóðviljinn - 06.11.1991, Side 5

Þjóðviljinn - 06.11.1991, Side 5
Fkéttir Neyðar- ráðstafanir Þorsteins orsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að draga þurfl úr lánsfjár- þörf ríkisins til að lækka vexti og skuldbreyta lánum sjáv- arútvegsfyrirtækja hjá Atvinnu- tryggingasjóði til að aðstoða fyr- irtækin vegna yflrvofandi afla- samdráttar. Hann telur Ijóst að fiskvinnslufyrirtækjum muni fækka þótt það sé ekki markmið í sjálfu sér að þau fari á hausinn. Þessar ráðstafanir hefur Þor- steinn kallað neyðarráðstafanir og kemur umræðan upp í kjölfar yfir- lýsingar Sverris Hermannssonar, bankastjóra Landsbankans, um að bankinn komi ekki til með að geta lánað fyrirtækjunum annað en af- urðalán vegna slæmrar stöðu bank- ans. „Atvinnugreinin sjálf hefur gert kröfur um það að greiðslum í Verðjöfnunarsjóð verði hætt. Við höfum núna skipað nefhd til þess að fara yfir stöðu og hlutverk sjóðsins og hún á að skila áliti fyrir 15. desember," sagði Þorsteinn. Þetta eru þau þijú atriði sem til umfjöllunar eru en Þorsteinn sagði að þótt fjármálaráðherra hefði gengið vel að draga úr lánsfjár- þörfinni þyrfti sennilega að gera enn betur. Hann sagði að sjálfgefið væri að almennar aðgerðir myndu ekki hjálpa öllum fyrirtækjum. Fyrir- tækin eiga við aflasamdrátt að glíma ofan á uppsafnaðan vanda. „Að hluta til verða fyrirtækin sjálf að takast á við þennan vanda. Það liggur í augum uppi að allur vand- inn verður ekki leystur með al- mennum aðgerðum,“ sagði Þor- steinn en hann hafnar algerlega sértækum aðgerðum til hjálpar fyr- irtækjum. Hann telur slíkar leiðir aðeins skjóta vandanum á frest. Hann sagði að undanfarið hefði átt sér stað hagræðing í útgerðinni og að ljóst væri að það sama þyrfti einnig að gerast í fiskvinnslunni, þótt það væri ekki stefha í sjálfú sér að láta fyrirtæki fara á hausinn. Hagræðingin þyrfti að koma frá fyrirtækjunum sjálfum. -gpm Máli belgíska skipsins lokið með dómssátt Ríkissaksóknari heimilaði í gær að máli belgíska togarans Henri Jeanine, sem staðinn var að meintum ólöglegum veiðum á Síðugrunni á laugardagskvöld, yrði lokið með dómssátt um 250.000 króna sekt og upptöku afla og veiðarfæra. Henri Jeanine er 280 tonna skip, smíðað 1961, með sjö manna áhöfh. Skipið var með of smáriðna möskva, 145 millimetra á svæði þar sem ber að hafa 155 millimetra möskva. Þijú gömul belgísk fiskiskip hafa heimild til takmarkaðra veiða á Islandsmiðum samkvæmt samn- ingi sem gerður var eftir 200 sjó- mílna útfærsluna 1975. Samið var um að um tugur belgískra skipa mætti veiða hér á meðan þau væru gerð út en nú eru þrjú þeirra eftir. Varðskipið Oðinn gaf skip- stjóra Henri Jeanine fyrirmæli um að sigla til Vestmannaeyjahafnar og þar var skipið enn í gær. Að sögn Jóns Magnússonar, lögfræðings Landhelgisgæslunnar, hefur komið í ljós að skipstjórinn gaf upp helmingi minna aflamagn en raun var á. Belgísku skipin verða að tilkynna daglega afla og hafði skiptjórinn gefið upp 2 tonna veiði af blönduðum afla dag hvem síðustu þijá sólarhringa áður en hann var tekinn en í ljós kom að aflinn var rúm 11 tonn. -vd. Hreindýraveiðar á undanþágu ar sem illa gekk að veiða tilskilinn fjölda hreindýra í sumar hefur umhverfis- ráðuneytið gripið til þess ráðs að heimila vetrarveiðar. Hreindýraveiði á þessum árs- tíma er undantekning sem ekki á að þurfa að grípa til þegar stofn- inn er kominn í æskilega stærð. Af 1097 hreindýmm sem heimilað var að veiða í sumar veiddust aðeins 729. Þar sem mik- ilvægt er talið að fækka hreinkúm til að halda aftur af viðkomu í stofninum hefur verið ákveðið að leyfa veiði á 166 kúm í 17 sveitar- félögum sem ekki náðu að veiða allar þær kýr sem heimildin náði til í sumar. Flest leyfin til vetrarveið- anna fá Breiðdalshreppur með 44 dýr og Mýrahreppur með 30 dýr. 1 reglum sem umhverfisráðu- neytið hefur sent frá sér segir að í venjulegu árferði séu kýmar í góðu Iíkamlegu ástandi á þessum árs- tíma. Hið sama verði ekki sagt um tarfana sem horast mjög á fengi- tíma sem nú sé liðinn. I reglugerðinni er fjöldi hrein- kálfa sem má veiða ekki tiltekinn, en hins vegar er gert ráð fyrir því að þeir kálfar sem snúi aftur til felldra dýra, verði veiddir, þar sem ekki sé ljóst hveijar lífslíkur þeirra eru án mæðra sinna. -sþ Grandi hf skilaöi 80 milljón króna hagnaöi fyrstu sex mánuði ársins og Útgerðarfélag Akureyringa 100 milljón króna hagnaði fyrstu 9 mánuði ársins. Flestir aðrir I fiskvinnslu kvarta undan erfiðum rekstrarskilyrðum. - Mynd: Jim Smart. Tugmilljóna hagnaður hjá Granda og UA ^ ttatíu milljón króna hagnaður var á rekstri Granda hf í A Reykjavík fyrstu sex mánuði ársins. Tugmilljón króna hagn- f—V aður er einnig á rekstri Útgerðarfélags Akureyringa, en á •X X.flestum öðrum stöðum er kvartað yfir slæmri rekstrarstöðu í fiskvinnslunni og segja menn fjármagnskostnaðinn þeim æ þyngri í skauti. Jón Rúnar Kristjánsson Qár- málastjóri Granda segir allt útlit fyrir minni hagnað síðari hluta árs- ins og segir ástæðuna kvótaskerð- ingu, lækkandi afurðaverð á er- lendum mörkuðum og gríðarlega háan fjármagnskostnað. Hagnaður fyrstu sex mánaðana var 8% af veltu. „En nú er bióminn búin. Erf- iðasti tíminn af árinu er eftir og reynslan sýnir okkur að yfirleitt er seinni parturinn frekar slakur,“ sagði hann. Gunnar Ragnarsson framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa segir von á niðurstöð- um úr 9 mánaða uppgjöri innan skamms og vildi ekki gefa upp hagnaðartölur úr því, en í fréttum Sjónvarps á mánudagskvöld yar greint frá því að hagnaður ÚA fyrstu 9 mánuði ársins hefði verið 100 milljónir. Hagnaður ÚA fyrstu sex mánuðina var 50 milljónir samkvæmt uppgjöri. Gunnar segir að skoða verði hagnaðartölumar með tilliti til þess að fyrirtækið á allmikið eigið fé og jók hlutafé sitt um 300 milljónir í fyrra. „Það er enginn vaxtakostnaður af þeim peningum inni í þessum tölum," segir hann. Aðspurður um hvort menn treystu sér í ljósi þessa ekki til að auka kaupmátt launafólks svaraði hann því til að hagræðing innan fyrirtækisins, sem m.a. felst í nýrri flæðilínu, hafi þegar skilað fólki kjarabótum undanfama mán- uði, t.d. í bónusgreiðslum. Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað segir hagnað þar af bolfiskvinnslu og bolfiskútgerð, en tap á loðnunni sem geri meira en að vega upp hagnaðinn af bolfiskn- um. „Fjármagnskostnaðurinn er mjög hár, vextir hafa hækkað mjög rnikið," segir hann og bætti við að þungt hljóð væri í flestum fisk- verkendum á svæðinu yfirleitt. „Þetta fer nokkuð eflir því hvort menn em í blönduðum rekstri eða ekki,“ sagði hann. „Við gemm okkur vonir um að það verði leyft að veiða töluvert af loðnu á þessari vertíð. Þessi bráðabirgðakvóti er ekkert magn fyrir heila vertíð.“ Hann sagði fá loðnuskip komin á miðin, en líklega myndi þeim fjölga vemlega seinna í vikunni. Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Norðurtangans á ísa- firði kveðst ekki vilja ræða rekstr- arstöðu fyrirtækisins opinberlega og sagði það eitt að enginn hagn- aður hefði verið á rekstrinum fyrstu sex mánuði ársins. j Félagsvísindastofnun mótmælir yfirlýsingum Þórarins V* Þórarinssonar Þórarinn V. Þórarinsson fór með rangt mál í yfírlýsingum sín- um um könnun Félagsvísindastofnunar á viðhorfum til kom- andi kjarasamninga, segir í athugasemd sem stofnunin hefur sent frá sér. Þar segir einnig að allar líkur séu á því að at- vinnurekendurnir í könnuninni séu dæmigerðir fulltrúar heildar- hóps atvinnurekenda í þjóðfélaginu. I könnun _ Félagsvísindastofn- svarendahópinn í sama hlutfalli og unar Háskóla íslands kom fram að um það bil helmingur atvinnurek- enda telji þjóðarbúið þola samn- inga sem feli í sér einhverjar hækkanir á kaupmætti launataxta. Framkvæmdastjóri Vinnuveitcnda- sambandsins hefur kallað könnun- ina grin og dregið í efa að í úrtak- inu séu fulltrúar atvinnurekenda sem hafi aðra í vinnu. Stefán Olafsson, forstöðumað- ur Félagsvísindastofnunar, segir að í skýrslu stofnunarinnar um niður- stöður könnunarinnar komi skýrt fram að svör hafi fengist frá 178 manns sem flokkaðir eru sem „sjálfstætt starfandi" og að í þeim hópi séu annars vegar atvinnurek- endur scm hafi starfsmenn í vinnu og hins vegar einyrkjar. Hann segir að atvinnurekendur komi inn í þeir eru meðal þjóðarinnar og því fari Þórarinn með rangt mál. Stefán segir einnig ánægjuefhi að niðurstöður könnunar Félags- vísindastofnunar séu í eðlilegu samræmi við niðurstöður könnunar sem Gallup vann fyrir VSÍ en þar kom fram að minnihluti svarenda styðji beint gerð kjarasamninga með litlum eða engum kauphækk- unum þótt viðfangsefnið sé nálgast á annan hátt en í könnun Félags- vísindastofnunar. _ag Serbar fordæmdir Vegna átakanna í Júgóslav- íu fordæma íslensk stjórn- völd harðlega hernaðarað- gerðir Serba á hendur Króatíu og skora á hlutaðeigandi aðila að stöðva nú þegar beitingu vopna- valds og forðast frekari blóðsút- hellingar, segir í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Lýst er að breytingar á landa- mærum með vopnavaldi sé í and- stöðu við skuldbindingar aðildarr- ríkja ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Lýst er yfir stuðningi við friðarumleitanir Evr- ópubandalagsins og ffiðaráætlun þess talin grundvöllur fyrir ffið- samlegri lausn á deilunni. „Lýð- veldin Slóvenía og Króatía hafa með lýðræðislegum hætti lýst yfir sjálfstæði. Verði hemaðaraðgerðir ekki stöðvaðar er óhjákvæmilegt að hið alþjóðlega samfélag gripi til frekari aðgerða í því skyni að stuðla að lausn átakanna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. -gpm Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. nóvember 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.