Þjóðviljinn - 06.11.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.11.1991, Blaðsíða 6
HM'timburmenn í kjölfar sigurvímu og heitstrenginga A Amar Guðmundsson skrifar Eftir að fulltrúar bæjarstjómar Kópavogs og ríkisins undirrituðu samkomulag um að hætta við byggingu íþrótta- og menningar- miðstöðvar í Kópavogsdal er spurt hvort nokkurt hús, sem hýst geti heimsmeistara- mótið i handbolta 1995, verði tilbúið í tæka tíð og hver beri ábyrgð á því að það verði reist. Málinu er fjarri því lokið. Handknatt- leikssamband Islands sótti það fast að fá keppnina. Ríkisstjómir Steingríms Her- mannssonar (1983-1987) og Þorsteins Páls- sonar (1987-1988) hétu HSÍ fullum stuðn- ingi við umsóknina og jafnframt að viðeig- andi hús yrði tilbúið í tæka tíð. Með samn- ingi við ríkið 1989 tók Kópavogsbær að sér að vera framkvæmdaaðili að byggingu húss- ins, ásamt Breiðabliki. Nú renna ýmsir hým augu til þessara framkvæmda og þeirra hundmða milljóna sem ríkið hefur heitið. Enn flciri aðilar á sviði íþrótta, fcrðamála og menningar þrýsta á að fjölnola íþrótta-, ráð- stefnu- og menningarmiðstöð vcrði reist. Island var í A-flokki í handbolta á árun- um 1984-1988 og íslenska landsliðið virtist verandi menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, málið upp aftur. A fundi ríkis- stjómarinnar 19. apríl 1988 var samþykkt yfirlýsing þar sem því er lýst yfir að áætlanir séu um byggingu nýrrar íþrótta-, sýningar- og ráðstefnuhallar í Reykjavík. Þessi yf- irlýsing var meðal annars send til Al- þjóða handknatt- leikssambandsins. Eftir að ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar sprakk á haustdögum 1988 hóf ný ríkisstjóm að leita leiða til að standa, við gefin lof- orð. Reykjavíkurborg hafði þá alveg misst áhugann á málinu. Þrátt fyrir það sýndu ýmsir aðilar áhuga, einkum sveitarfélög á Suð- vest- urhominu. Haukar í Hafnarfirði fóm til viðræðna við nefnd rík- isins og Akranes sýndi áhuga. Þó varð að lokum úr að gengið var til samninga við Kópavogs- bæ. Þegar árið 1986 hafði bæj- arstjóm Kópavogs farið að huga að framkvæmdum við íþrótta- mannvirki í Kópavogsdal. Árið 1989 var tckin um það ákvörðun í bæjarstjóm Kópavogs að út- hluta íþróttafélögunum í bænum svæðum undir starfsemi sína. íþróttafélag Kópavogs fékk land í Fossvogsdal og Breiðablik í Kópavogsdal. Jafnframt var gcrður samning- ur um að bærinn skyldi greiða 80 próscnt af stofnkostnaði cn félögin 20%. Breiðablik hóf strax undirbúning að byggingu íþrótta- húss og félagsaðstöðu á svæði sínu. En þcg- ar viðræður fóru af stað um byggingu fjöl- nota íþrótta-, sýninga- og ráðslefnuhúss með Með samningi Kópavogsbæjar og/íkis- ins um áramótin 1989-1990 átti að -tryggja að Ioks risi langþráð hús, sem hýst gæti heimsmeistarmótið, vömsýningar, ráðstefn- ur, tónleika, íþróttaiðkun almennings, keppni og æfingar, auk grunnskóla fyrir Kópavog, aðstöðu fyrir æskulýðsstarf og félagsheimili Breiðabliks. Um þetta var breið samstaða innan íþróttahreyfingar- innar og aðila í ferðamálum og út- flutningi. Bæjarstjórnar- kosningar í Kópavogi vorið 1990 marka þáttaskil í málinu. Sjálfstæðismenn leggjast eindregið gegn samningnum við ríkið og hart er tekist á um íþróttahöllina. Skyndilega er húsið orðið bitbein í flokkspólitískum átökum. Eftir að vinstrimeirihlutinn í Kópa- vogi féll og við tók meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks er boðað að fram eigi að fara endurskoðun á samningn- um við ríkið og ekki verði ráðist í framkvæmdir ef ríkið láti ekki meira fé af hendi rakna. Bæði talsmenn Breiðabliks og hins nýja minnihluta kvarta yftr því að eíckcrt hafi verið rætt við þá um málið. Olafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, upplýsti í umræðum utandagskrár á Álþingi í fyrradag, að á því ári scm leið frá bæjarstjómarskiptum i Kópavogi og þar til ný ríkis- stjóm tók við að loknum alþingiskosningum, hafi meirihlutinn í bæjarstjóminni aldrei rætt við hann um aukið framlag frá ríkinu. Hægrimeirihlutinn í Kópavogi lét heldur aldrei fara fram útboð í verkið. margir sem renna til hans hýru auga. Guð- mundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, hefur lýst því yfir að Hafnfirðingar séu tilbúnir til viðræðna við ríkið um bygg- ingu hússins þar. í Hafnarfirði liggur fyrir að byggja þarf upp íþróttasvæði Hauka svo um væri að ræða svipað fyrirkomulag og hafa átti í Kópavogi. Breiðabliksmenn eru ákaf- lega óhressir með riftun Kópavogs á samn- ingnum og segjast tilbúnir að standa við sinn hluta hans. Þar sem ríkið er einnig tilbúið að standa við sinn hluta vaknar sú spuming hvort aðrir aðilar en sveitarstjómir komi til sögunnar þegar Kópavogsbær virðist úr leik. Valþór Hlöðversson hefúr varpað fram þeirri hugmynd að stofna hlutafélag um byggingu og rekstur hússins og segir lauslegar viðræð- ur sínar við aðila í ferðabjónustu, íþróttum og á fleiri sviðum benda til þess að mikill áhugi sé á málinu. Á fúndi Breiðabliks og bæjarstjómar Kópavogs í gær var ákveðið að stofna nefhd þessara aðila til að fara yfir alla þætti máls- ins. Fyrir bæjarstjóm liggur einníg beiðni ffá Breiðabliki um leyfi til að efna til alútboðs svo hægt sé að fá raunverulegan kostnað við framkvæmdir upp á borðið. Breiðablik er stærsta íþróttafélagið í Reykjaneskjördæmi og eitt það stærsta á landinu, með 1600 fé- laga. Þrátt fyrir stærðina verður þó að teljast ólíklegt að Blikar ráði við að byggja húsið í félagi við ríkið án þess að fleiri komi inn í. Þann 9. júní 1987 sendu Sverrir Hermannsson, menntamálaráð- herra, og Matthías A. Mathiesen, utanríkisráðherra, út sameiginlegt bréf til allra þeirra erlendra aðila sem málið varðar. Þar segir að um- sókn HSI um keppnina njóti fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar Eftir heitstrengingarnar í sigur- vímunni 1987 virðast pólitískir timburmenn herja á marga Birgir Isleifur Gunnarsson Sverrir Hermannsson Þorsteinn Pálsson Matthías Á. Mathiesen Siguröur Geirdal á samfelldri sigurbraut. Sjötta sætið á Ol- ympíuleikunum í Los Angeles 1984 tryggði Islendingum þátttökurétt í hcimsmcistara- mótinu í Sviss árið 1986. Þar staðfcsli lands- liðið að Island var A-þjóð í handbolta mcð því að lenda aftur í sjötta sæti. Framtíöin brosti við, HSÍ sótti um að halda hcims- meistarakeppnina 1994 hér á landi og ríkis- stjóm landsins strengdi sín heit í sigurvímu. Stuðningur ríkisstjómar íslands var af- dráttarlaus. Þann 9. júní 1987 scndu Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, og Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, út sameiginlegt bréf til allra þeirra erlendra að- ila sem málið varðar. Þar segir að umsókn HSl um keppnina njóti fulls stuðnings ríkis- stjómarinnar. Eftir ríkisstjómarskipti tók þá- þátttöku ríkisins vaknaði áhugi Brciðabliks. Af sögn Valþórs Hlöðvcrssonar kom bærinn inn í þetta dæmi af því fyrir lá að rcisa þyrfti íþróttahús og félagsaðstöðu fyrir Breiðablik í Kópavogsdal og lcikfimihús og grunnskóla í nágrcnninu. Valþór sagði að Kópavogur hafi aldrei boðist (il aö halda einhvcrja keppni, hcldur hafi aðeins vcrið gcrður samningur iint byggingu húss scm allir aðilar hefðu hag af. Bæjarstjóm Kópa: vogs gekk til samninga við Breiðablik. HSÍ og ríkið unt byggingu skóla-, iþrólta og menninganniðstöðvar í Kópavogsdal. Fyrir lagu teikningar unt að hluta húsnæðisins yrði breytt í grunnskóla að keppni lokinni, auk þess sem Breiðablik fengi sína félagsað- stöðu. Þcgar Kópavogsbær leggur loks í við- ræður við ríkið er tíminn orðinn mjög naum- ur. Sigurður Geirdal bæjarstjóri hefur ítrekað sagt að ef verkið verði ekki boðið út um ára- niótin séu framkvæmdimar fallnar á tíma. Hann hcfur einnig sagt að Kópavogsbær hafi ckki getað lagt í (ramkvæmdir á meðan hlut- ur ríkisins í fjánnögnun sé ekki fyrirliggj- andi á fjárlögum. Ólafur G. Einarsson hefur kallað þessa röksemd fyrirslátt og segir að ríkið muni standa við sitt um leið og Kópa- vogskaupstaður sýni cinhveijar trúverðugar áætlanir um að þeir ætli að byggja húsið; þær hafi cinfaldlega aldrei sést. Loks var undirrilað samkomulag um að hætta við byggingu hússins í Kópavogsdal. Eftir riftun Kópavogs á samningnum eru Hverjir það yrðu er þó ekki Ijóst enn, og því er staðan nú þannig að ríkið er tilbúið, Breiðablik er tilbúið, HSÍ er tilbúið og útlit er fyrir að ýmsir aðilar séu tilbúnir að grípa tækifærið ef Kópavogur springur á Iimminu. Eftir heitstrengingamar í sigurvímunni 1987 virðast pólitiskir timburmenn hetja á marga. Ef ekkert verður úr framkvæmdum og Islendingar tapa heimsmeistaramótinu úr landi geta frömuðir í íþrótta- og ferðamálum dundað sér við að finna sökudólginn: HSÍ sótti um keppnina, ríkisstjómir áranna 1987- 1988 lofúðu stuðningi og húsi og Kópavogs- bær, sem samkvæmt samningi átti að vera framkvæmdaaðili, gengur úr skaftinu á síð- ustu stundu. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. nóvember 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.