Þjóðviljinn - 06.11.1991, Side 12

Þjóðviljinn - 06.11.1991, Side 12
ASI og BSRB leggja áherslu á sérkjaramálin r g sé ekki neinar forsendur fyrir samfloti fyrr en menn eru bún- | / ir að sjá með hvaða haetti sérmálin leysast, sagði Ásmundur rH Stefánsson formaður ASÍ vegna hugmynda atvinnurekenda og J—^ríkisins um sameiginlegar viðræður milli aðila vinnumarkað- arins annars vegar og ríkisins hins vegar. Undir þetta tekur Ög- mundur Jónasson sem sagði að ekki yrði hjá því komist að fjalla um réttindamálin í þessum samningaviðræðum. Órn Friðriksson, vara- forseti ASI og formaður Málm- og skipasmiða, sagði að sérkjaravið- ræðurnar gengju illa og brátt kæmi að þeim tímapunkti að sjóða færi upp úr. Forystumenn VSI og samn- inganefnd ríkisins hafa gefið í skyn undanfarið, að ekki sé hægt að semja fyrr en allir aðilar vinnu- markaðarins taki þátt í viðræðun- um. Vitnað hefur verið í árangur þjóðarsáttarinnar svokölluðu og segja viðsemjendur verkalýðsfé- Iaganna að enginn grundvöllur sé til að uppfylla óskir einstakra fé- laga um sérmál sín. Forystumenn stóru samtakanna tveggja ASI og BSRB segja að af samfloti geti ekki orðið fyrr en búið sé að semja um sérmálin. Samningsviðræðum- ar virðast því komnar í hnút, ef ekki finnst lausn á sérmálum verkalýðsfélaganna. Öm Friðriksson sagði að þegar menn væru ekki tilbúnir að ræða þau mál sem væm á borðin, í þessu tilfelli sérkjaramál félaganna, þýddi lítið að sitja á fundum. „Lít- um t.d. á verkfallsboðun sjómann- anna og starfsfólksins í mjólkur- iðnaðinum fyrir norðan. Þetta sýnir að fólk er strax farið að láta reyna á sérmálin sín. Einnig sýnir þetta að sérmálin verður að leysa áður en menn geta gert sér vonir um heildarsamning sem kemur á stöð- ugleika í efnahagslífinu.“ Ásmundur sagði, að í hinni þröngu stöðu sem væri í dag, yrði hætta á að sameiginlegar viðræður settu sérviðræðumar í strand. „Það verður einfaldlega að ná niðurstöðum í sérmálunum fyrst,“ sagði Ásmundur. Flann sagði að hugmyndir at- vinnurekenda um samflot væri skoðun út af fyrir sig sem viðræðu- aðilamir yrðu að fást við. Hingað til hefur VSI ekki neitað viðræðum við félögin. Þeir hafa samt hingað til, hvort sem þeir em að hugsa um samflot eða ekki, neitað að gera nokkum skapaðan hlut, sagði Ás- mundur. Um það hvort búast megi við að einstök félög fari að afla sér verkfallsheimildar, sagði Ásmund- ur erfítt að fullyrða nokkuð um það á þessu stigi málsins. Ögmundur Jónasson sagði að ekki yrði komist hjá því, að menn taki höndum saman um réttinda- málin. „Við leggjum áherslu á, að aðildarfélög bandalagsins hafa samningaréttinn og engin breyting hefur orðið á ákvörðun þeirra um að þau nýti hann sjálf. Nokkur fé- lög hafa ekki einu sinni kynnt kröfugerð sína fyrir viðsemjendun- um. Og ég vil undirstrika, að það em félögin sem ákveða hvemig staðið er að kjarasmaningum af okkar hálfu.“ Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI, sagði að verka- lýðsfélögunum hafí verið gerð grein fyrir því, að VSI væri ekki til viðræðna um aukinn launakostnað. „Það er óumdeilanleg stað- reynd að þjóðartekjur á næsta ári verða minni heldur en í ár. Við þreytumst ekkert á því að segja þeim að útflutningstekjumar verða 150 þúsund krónum minni á hveija íjögurra manna fjölskyldu á næsta ári. Þetta breytist ekkert þó verið sé að tala um sérmál félaganna.“ „Það verður kjaraskerðing á næsta ári. Hún getur orðið lítil ef við stöndum sameiginlega að verki, og hún getur orðið mikil ef menn ætla að knýja á um launa- hækkanir,“ sagði Þórarinn -sþ Samkeppnisstaða lagmetis versnar með EES-samningum 1'^rauninni versnar samkeppnisstaða okkar með EES- samningun- um, og við erum því heldur óánægðir með okkar hlut, segir Garðar Sverrisson framkvæmdastjóri Sölusamtaka lagmetisiðn- aðarins. Tollar á helstu lagmetisvörum íslendinga breytast ekki árið 1993, en Norðmenn munu fá tollfrclsi fyrir kavíar til Efnahags- bandalagsins og verða þar með keppinautar Islendinga á þeim markaði. Tollfrelsi á saltsíldarflökuin kemur lagmetinu illa, því flökin eru flutt út sem hráefni fyrir cr- Davíð á NATO-fund I gær hélt Davíð Oddsson forsætisráðherra áleiðis til Ítalíu til að sitja Jeiðtogafund aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Róm dag- ana 7--8. nóvember. 1 for mcð forsætisráðherra er eiginkona hans Ásfríður Thoraren- sen, Hreinn Loflsson aðstoðar- maður og Albert Jónsson frani- kvæmdasfjóri Öryggismálanefnd- ar. -grh lcnda lagmctisframleiðendur. „Við skildum þessa EES-samninga þannig að fyrst og fremst væri vcr- ið að færa fullvinnsluna heim, en okkur finnst það markmið ekki hafa náðst, a.m.k. ekki hvað þessar vörur varðar. Við vcrðum áfram hrácfnisframleiðendur," segir Garðar Sverrisson. Aðalframleiðsla lagmetisins skiptist í þrennt: Síldarvörur, kav- íar og rækju. Rækja og kavíar voru tollfrjáls samkvæint bókun 6 og vcrða það áfram. Hins vcgar voru Norðmenn með 30% toll á kavíar og komust ckki inn á Efnahags- bandalagið. Frá 1. janúar 1993 fá þeir tollfrclsi fyrir kavíar. „Og þar meö fáum við nýja kcppinauta," segir Garðar. Hvað varðar rækju verður lítil breyting á í markaðsmálum og engin varðandi niðursoðnar síldar- vörur sem bera 10% toll. „Við höfðum von um að þar yrði ein- hver breyting, en hún varð engin, ncma að því lcyti að samkeppnis- staða okkar vcrsnar í rauninni. Ástæðan fyrir því er sú að saltsíld- arflök verða tollfrjáls og þau eru hráefni fyrir okkar keppinauta og þar með er þeim gert hægara með að kcppa við okkur. Það cr í raun- inni enga plúsa að sjá nema þá, að tollur á þorsklifur lækkar úr 10% í 3% í þrepum frant til 1997. Auk þess er hugsanlcgt að tollar lækki á einhverjum lilbúnum réttum, en þctta tvennt er mjög lítið brot á út- fiutningnum. Við bundum okkar vonir aðallcga við að tollur myndi lækka á síldarafurðunum, en svo varð ekki,“ segir Garðar. Auk þcssa bcndir hann á að þegar Svíar ganga í Efnahags- bandalag Evrópu munu þeir að lík- indum fá hráefni til lagmetisiðju ódýrara héðan en til þcssa. -vd. Togarana burt úr „kálgörðunuma Aðalfundur Landsambands smábátaeigenda, sem haldinn var 1. og 2. nóvember sl. samþykkti ályktun þar sem mótmælt er öllum togveiðum innan 12 mílna marka, „enda eru togskip til þess byggð að veiða á djúpmiðum, en ekki til að skarka uppi í „kál- görðum“,“ eins og það er orðað í samþykkt landsambandsins. Öryggismálanefnd fundarins samþykkti ályktun þar sem stjórn- völd eru harðlega átalin fyrir þá veiðistjómun sem smábátar búa við. „Hún leiðir til ofurkapps í svartasta skammdeginu þegar veðrabrigði eru sem mest,“ segir þar. „Naumar veiðiheimildir neyða menn til róðra á þessuin árstíma, annars vegar vegna alltof lítils aflamagns, en hins vegar eru allra smæstu bátamir að afla sér við- miðunar fyrir ytirvofandi kvóta- sctningu.“ Lífeyrisrétlindi komu einnig til umræðu í öryggisinála- nefnd og er skorað á stjóm LS og framkvæmdastjóra að herða róður- inn fyrir þvi að félagið fái mann í stjóm lifeyrissjóð sjómanna og að ekki verði slakað á kröfu uin sömu réttindi fyrir alla sjómenn í sjóðn- um. Fundurinn samþykkti einnig að skora á sjávarútvegsráðherra að lcyfa hrcfnuveiðar á næsta ári, þó aðcins til neyslu innanlands, en sá markaður cr talinn um 100 dýr. Þá er bent á að rannsóknir hringorma- nefndar sýni að útsel hafi Ijölgað óeðlilcga mikið og er skorað á ráð- herra að hann láti fækka útsel nið- ur í sömu stofnstærð og var fyrir offjölgun. Krókaveiðar voru cinnig nijög til umræðu á fundinum og var ítrckaður sá vilji landsam- bandsins að krókakerfinu verði viðhaldið, þó ljóst sé að til framtíð- ar verði þaö ckki óbreytt. Aðal- fundurinn fól stjórn að láta einskis ófreistað að ná viðunandi sam- komulagi við stjómvöld um króka- veiðikerfið. -vd. Fóstruskortur er oröinn viðvarandi vandamál á leikskólum um allt land Viðvarandi fóstruskortur Um 80 fóstrur vantar til starfa á leikskólum Reykjavíkurborgar, sé miðað við að um helmingur starfsmanna á hverri deild hafi fóstrumenntun. Fóstruskortur á öllu landinu hefur verið vanda- mál til margra ára og engin sjá- anleg breyting þar á nú að sögn forstöðumanns Dagvistar barna, Bergs Felixsonar. Víða á lands- byggðinni er revnt að miða við að a.m.k. ein fóstra sé á hverri deild en það hefur ekki tekist alls staðar. Fóstrustöður eru mannaðar af Sóknarfólki og gctur það sótt nám- skeið hjá Námsflokkunum sem em metin til launahækkana. Bergur segir aðsóknina að námskeiðunum góða og að sér virðist að heldur minni hreyfing sé í þessum störf- um en áður. Þó er alltaf nokkuð um að starfsmenn stoppi stutt við og skipti séu tíð. Bergur segir fóstruskortinn að miklu leyti stafa af því að ekki hafi nógu margar fóstrur útskrifast úr námi til að uppfylla þörfina. -vd. Mennimir taldir af Ungu mennirnir tveir, sem saknað er eftir bílslvsið á Ós- hlíðarvegi á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur aðfaranótt laug- ardags, eru nú taldir af. Leit mun verða haldið áfram næstu daga. Mennimir hétu Bemódus Öm Finnbogason 16 ára, til heimilis að Holtabrún 21 í Bolungarvik, fædd- ur 14. apríl 1975, og Ágúst Helgi Markússon 19 ára, til heimilis að Holtabrún 6 í Bolungarvík, fæddur 27. október 1972. -vd.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.