Þjóðviljinn - 16.11.1991, Side 3
Að gefnu tilefni
Ahverjum tíma ríkja í samfélaginu ákveðin bannorð og málefni, tabú, sem ekki
þykir við hæfi að ræða um opinberlega. Slík tabú eru mismunandi frá einum
tima til annars, það sem er tabú í dag er ekki endilega tabú á morgun og svo
framvegis. Eitt af þessum tabúum eru sjálfsvíg, en til skamms tíma var litið fjall-
að opinskátt um þau, og oft neita menn að horfast í augu við veruleikann, þannig að að-
standendur þeirra sem fremja sjálfsvíg loka sig inni með sorg sína og spurningar.
TV"irkuþing, sem haldið var í síðasta mánuði,
ISvfallaði nokkuð um sjálfsvíg unglinga.3
Tölur benda til þess að sjálfsvíg ungmenna hafi
farið mjög vaxandi, og sé nú algengasta dánar-
orsök unglinga á aldrinu 15-24 ára. Um fjórð-
ungur allra þeirra sem sviptu sig lífi á áratugn-
um 1981-1990 var í þessum aldursílokki, en
áratuginn 1961- 1970 voru um 10% undir 25
ára aldri. Hér er um geysilega breytingu að
ræða og ekki er óeðlilegt að margar spumingar
vakni, þó erfitt geti reynst að finna svör. Kirkj-
an telur það brýnt að ftam fari rannsókn á tíðni
og orsökum sjálfsvíga og vill leggja sitt af
mörkum til þeirrar vinnu. I tillögunni sem lögð
var fyrir kirkjuþing segir: „Kirkjuþing 1991
ályktar að fela kirkjuráði að láta fara fram
könnun á félagslegum ástæðum sjálfsvíga
meðal ungmenna. Jafnframt beinir þingið þeim
eindregnu tilmælum til Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar að veita aðstandendum og félögum
þessara ungmenna ráðgjöf og stuðning eftir
öllum tiltækum leiðum."
Samskonar tillaga hefur komið ffarn á Al-
þingi.
Svo virðist sem sjálfsvíg séu nú að verða
viðurkennt umræðuefiii og hætt að vera tabú
með þeim hætti sem áður hefúr verið.
✓
Tríkissjónvarpinu síðastliðið fimmtudagskvöld
ivar þáttur um sjálfsvíg unglinga. Þar voru
fléttaðir inn minningartónleikar sem haldnir
vom í Menntaskólanum við Sund í lok októ-
ber, til minningar um tvo unglinga sem stund-
uðu nám í skólanum og ákváðu að kveðja
þennan heim. I Þjóðviljanum 31. október sl.
sagði m.a. um þessa tónleika: ,,Fátt er það sem
fólk stendur jafii ráðþrota gagnvart og sjálfsvíg
unglinga. Að undanfomu hefúr mikið verið
rætt og ritað um háa tíðni sjálfsvíga ungs fólks
á Islandi síðastliðna mánuði. Ungir karlmenn
em í miklum meirihluta þeirra sem svipta sig
lífi...“. Það er einmitt eftirtektarvert hversu stór
hluti þeirra sem ffernja sjálfsmorð em karl-
menn. Á árunum 1951-1990 vom skráð 923
sjálfsmorð, þar af vom karlar 713, eða 77%.
I sjónvarpsþætti Sigrúnar Stefánsdóttur var
víða komið við. Rætt var við geðlækna, kenn-
ara, unglinga og foreldri sem horft hafa á eftir
sínum nánustu falla fyrir eigin hendi, og ýmsa
fleiri. Mér þótti þessi þáttur athyglisverður fyr-
ir margra hluta sakir og vissulega vakti hann
fjölmargar spumingar sem engin svör fást þó
við. Þórólfur Þórlindsson prófessor við félags-
vísindadeild Háskóla Islands er meðal þeirra
sem hvað mest hafa fengist við rannsóknir á
sjálfsvígum. Það kom ffam í máli hans í þætt-
inum að afar erfitt væri að finna þá einstak-
linga sem væm í hvað mestri hættu að fyrirfara
sér. Reyndar væri það ógemingur. Hægt væri
að draga hringinn utan um ákveðna áhættu-
hópa, en lengra kæmust menn ekki. Ennffemur
hefur komið ffam að sjálfsvíg ungra karla hér á
landi em nú mun algengari en í nágrannalönd-
unum, að Finnlandi undanskildu, og að aðeins
ein stúlka fremdi sjálfsvíg á móti hveijum átta
piltum. Er nema von að menn vilji leita skýr-
inga?
Hvers vegna velur ungt fólk í blóma lífsins
að kveðja þennan heim? Hveijir em í mestri
hættu? Em til leiðir til forvama í þessu efni?
Hvaða tilgang hefúr það að tala opinskátt um
sjálfsvíg? Emm við ráðþrota og vamarlaus? Er
kannski engin ástæða til að gefa sjálfsvígum
gaum?
Hjá viðmælendum Sigrúnar Stefánsdóttur í
áðumefndum sjónvarpsþætti kom ffam að
þunglyndi og aðrir geðrænir sjúkdómar væm
einkennandi fyrir þá sem sviptu sig lífi. Stærsti
áhættuhópurinn væri tvímælalaust fólk með
geðveilur af einu eða öðm tagi. Þá vom einnig
nefndir áfengissjúklingar og eiturlyfjasjúkling-
ar. I viðtali Þjóðviljans við Guðfinnu Eydal
sálffæðing, 20. september sl., um böm og sorg
segir hún m.a.: „Það sem hefur langmestar af-
leiðingar fyrir böm til lengri tima er dauði for-
eldris, það hafa rannsóknir sýnt ffam á. Böm
sem missa annað eða báða foreldra em í
ákveðnum áhættuhóp síðar á lífsleiðinni.
Rannsóknir sýna að þau em liklegri en aðrir til
að verða þunglynd og/eða em í ákveðinni
sjálfsmorðshættu á fullorðinsárum." Fyrir leik-
mann eins og undirritaðan, em þetta allt senni-
legir áhættuþættir. Sú spuming hlýtur engu að
síður að skjóta upp kollinum: Hvers vegna
ungt fólk? Ekki á aldurshópurinn 15-24 ára við
meiri geðræn vandamál að stríða en aðrir hópar
- eða hvað? Líkleg kenning í þessu efni var
sett ffam í sjónvarpsþættinum. Þar var minnt á
að unglingsárin væm trúléga eitt viðkvæmasta
tímaskeið ævinnar. Unglingar gengju í gegnum
mikil breytingaskeið. Líffræðilegar breytingar
ættu sér stað, skyldunámi lyki og þá tekur við
tími vangaveltna um framtíðina, ákvarðanir um
menntun, lífsstarf og jafnvel stofnun fjöl-
skyldu, ofl kemur þetta allt á sama tíma og því
er eðlilegt að unglingar komist í mikið uppnám
og eigi erfitt með að fóta sig á lífsins hálu
braut. Og hvað með ytri aðstæður? Getur verið
að bágt ástand almennt í samfélaginu, t.d. á
sviði efnahags- og atvinnumála sé áhrifavaldur
á tiðni sjálfsvíga?
Hvaða möguleika á ungt fólk á
landsbyggðinni í dag? Raunveruleik-
inn sem við þessu fólki blasir er oft val
milli tveggja kosta, annars vegar að
ganga menntaveginn og geta þá ekki
snúið til æskustöðvanna vegna þess að
þar er litla vinnu að fá, hins vegar að
setjast að í heimabyggðinni og fást við
einhæf framleiðslustörf alla ævi.
Spurt var hér að ofan hvort einhveijar leiðir
væru til forvama í tengslum við sjálfsvíg.
Áður en þeirri spumingu verður svarað svo
viðunandi sé, verður að svara þvi hveijar or-
sakimar til sjálfsvíga em. Og meðan svörin við
þeirri spumingu og öðrum hér að ofan em svo
torfengin er ef til vill ekki hægt að finna leiðir
til forvama. Það breytir hins vegar ekki því, að
gefandi sé að ræða um forvamir, og þar koma
fyrst í hugann upplýsingar og ffæðsla af ýmsu
tagi. Á þetta var meðal annars bent í títtnefnd-
um sjónvarpsþætti. Sérstaklega er brýnt að
fræða ungt fólk um þá fjölþættu möguleika á
ráðgjöf og aðstoð sem samfélagið býður upp á.
Geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar,
hjúkrunarfræðingar og fleiri gegna veigamiklu
hlutverki í þessu sambandi, en gallinn er ef til
vill sá að þetta fólk er meira og minna bundið
inni á stoínunum og unglingar veigra sér vafa-
lítið við að leita þangað. Hér gildir hin gull-
væga kennisetning um Múhameð og fjallið.
Sigmundur Sigfússon geðlæknir, einn viðmæl-
endanna í áðumefndum sjónvarpsþætti, benti á
að trúlega væri allt of lítið gert afþví að starfs-
fólk heilbrigðisstéttanna færi út til fólksins og
veitti því aðstoð og aðhlynningu eftir þörfum.
Það ætti ekki síst að vera brýnt fyrir aðsland-
endur og félaga fómarlamba sjálfsvíga að fá
hjálp geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, sál-
fræðinga o.fl., en ennfremur mættu þessar
stéttir gjaman fara í skólana og ræða við ungt
fólk og gefa því tækifæri til að tala um vanda-
mál sín og erfiðleika, þannig að þau þurfi ekki
að fara inn á stofnanir til að nálgast þessar
starfsstéttir. Þessar lausnir em vitaskuld engar
patentlausnir og víst er að þær geta ekki átt við
í öllum tilvikum. Til dæmis að taka em mögu-
leikamir á forvömum af þessu tagi miklu
minni úti á landsbyggðinni í dreifðum og til-
tölulega litlum sveitarfélögum. Þar þarf kann-
ski miklu meira til, þar em sjálfsvígin ekkert
síður tengd félagslegum þáttum og efiiahags-
legum. Hvaða möguleika á ungt fólk á lands-
byggðinni í dag, t.d. í sjávarþorpum? Raun-
vemleikinn sem við þessu fólki blasir er oft val
milli tveggja kosta, ánnars vegar að ganga
menntaveginn og eiga þá litla sem enga mögu-
leika á að snúa til æskustöðvanna aftur vegna
þess að þar er litla vinnu að fá, hins vegar að
setjast að i heimabyggðinni og fást við einhæf
ffamleiðslustörf alla ævi. Þetta er ekki sagt
vegna þess að slík störf séu lítils virði, þvert á
móti. Það er hins vegar eitt brýnasta verkefhi
okkar í byggða- og atvinnumálum að auka fjöl-
breytnina á landsbyggðinni og örva þar vaxtar-
brodda atvinnulífsins eins og hvers konar iðn-
að og þjónustustarfsemi. Því miður hefúr þess-
um greinum verið hrúgað niður á höfðuborgar-
svæðinu og haft í for með sér mikla fólksflutn-
inga þangað, meðan fjölbreyttir möguleikar
landsbyggðarinnar hafa verið ónýttir. I þessu
getur vissulega falist liður í forvömum.
Svörin við spumingunni um forvamir em
engu að síður afar óáþreifanleg. Hinn annars
ágæti sjónvarpsþáttur gaf heldur engin svör að
þessu leyti, mildu ffernur vakti það athygli
mína hversu ráðalausir sérffæðingar okkar
standa gagnvart sjálfsvígum. Og þá er kannski
ekki að undra þó leikmenn séu örvæntingar-
fúllir og vamarlausir.
Hvaða tilgangi þjónar opinská umræða? Er
ef til vill engin ástæða til að gefa sjálfsvíg-
um gaum? Sigrún Stefánsdóttir talaði í þætti
sínum við föður ungs pilts sem fyrirfór sér. Það
var aðdáunarvert að hlusta á hann tala um jafh
erfiðan og sársaukafúllan hlut og sjálfsvíg
bamsins síns. Eflaust hefúr það gefið öðrum
sem í svipaðri aðstöðu lenda eða hafa lent styrk
til að komast í gegnum mestu erfileikana.
Hann benti á að ráðleggingar rannsóknarlög-
reglunnar og aðstoð prests hefðu verið ómetan-
legar. Hjá honum kom ffam nauðsyn þess að
menn byrgðu ekki inni tilfinningar sínar, held-
ur töluðu opinskátt, því þá væri eins og þungu
fargi létt af fólki. Þetta er tvímælalaust rétt og
það er einmitt hlutverk samfélagins að lina
þjáningar þeirra sem um sárt eiga að binda.
Viðurkenning samfélagsins á sjálfsvígum sem
eðlilegu umræðuefhi, ekki lengur tabúi, er
mikilvægt skref i þá átt að auðvelda syrgjend-
um að komast yfir erfiðasta hjallann. Þess
vegna verður samfélagið að láta sjálfsvígin sig
varða, þess vegna verðum við að gefa þeim
gaum, jafhvel þó við stöndum ráðþrota á
stundum.
ÁÞS
Siða3
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. nóvember 1991