Þjóðviljinn - 16.11.1991, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1991, Síða 6
Svava Guðjónsdóttir Fædd 8. febrúar 1911 -Dáin 10. nóvember 1991 Á fimmtudegi íyrir þjóðhátíð árið 1970 gengur tvítugur sveita- piltur heldur hikandi skrefum upp Heiðarveginn. Fyrsta sjóferðin að baki, fyrsta heimsókmn til Eyja staðreynd. Leiðin lá, eins og hjá svo ótalmörgum öðrum gestum í Eyjum, til yölskyldunnar í Staf- nesi. Þar var ætíð gestkvæmt á þessum árum og vel var tekið á móti öllum er að garði bar. Hús- móðirin var ein heima þegar gest- urinn ungi kvaddi dyra. Ekki var laurt við að hjartað tæki aukaslag og tunga vefðist um tönn. Fram- andi umhverfi, ókunnug fúllorðin kona, önnurn kafin við þjóðhátíðar- undirbúning. Líklega best að láta sig bara hverfa, svo maður þvælist ekki íyrir, var það fyrsta sem flaug um hugann. Lenga komust þær hugrenningar ekki, það tók Svövu í Stafnesi minna en fimm mínútur að heilla gestinn upp úr skónum. Næsta sem hann vissi af sér var að sitja við eldhúsborðið með mjólk- urglas og möndluköku og spjalla við Svövu um heima og geima eins og hann hefði aldrei gert annað." Þegar Helga í Verkó geystist yfir götuna og bættist í hópinn, sáu þær vinkonumar til þess að húkkballið varð að bíða næstu þjóðhátíðar. Núna,-rúmlega tuttugu árum og ótalmörgum möndlukökum seinna, er auður stóll við eldhúsborðið hennar Svövu, hún er lögð af stað vfir móðuna miklu, til fundar við pá ástvini sína, er hún vissi að biðu hennar þar. Við sem eftir stöndum, sjáum á bak miklum og góðum félaga og vini. Svava Guðjónsdóttir var um margt mjög einstök kona og heil- steypt persóna. Hún hafði ekki langa skólagöngu til að byggja á, en var vel lesin og ákaflega víðsýn. Hennar lífsskoðun byggðist á sam- hjálp og jöfnuði, ásamt því, að hún let sér afskaplega annt um ætt- menni sín og vini. Hún lét sig ekki muna um að skjótast heimsálfa á milli þegar til tíðinda dró í fjöl- skyldunni og var til dæmis mætt til halds og trausts við fæðingu allra sinna bamabama og langömmu- bama. Hún stóð fast á sínu, en aldrei minnist ég þess að vita hana halla á aðra í orði eða verki. Það em því miður of fáir sem við kynnumst á lífsleiðinni er virka þannig að okkur finnast þeir gegn- neiljr og sannir, sama hvað á geng- ur. Eg held að flestir sem kynntust Svövu, hvort sem þeir vom fimm ára, fimmtán eða fimmtugir hafi gleymt því, að þeir vom ekki að spjalla við jafnaldra, svo auðvelt átti hún með að ná góðu sambandi við fólk. I lífsins skóla læmm við þau at- riði er mestu skipta í mannlegum samskiptum ásamt fleiri undirstöðu atriðum. Þar var Svava svo sannar- lega mikilhæfur lærimeistari, hún Iagði sömu alúðina í mannræktina og hún gerði í blómaræktuninni. Eg vil fyrir hönd margra nemenda í þeim skóla þakka Svövu vinkonu minni leiðsögnina, um leið og ég býð hana velkomna aftur heim til Eyja, þar sem hún mun hvíla við híið síns ástkæra eiginmanns. Þessi síðasta ferð er með nokkuð öðm móti en til stóð fyrir fáum dögum, en er þó eins og hún hafði sjálf ákveðið að yrði, þegar þar að kæmi. Svava Guðjónsdóttir fer með þeirri reisn er ætíð einkenndi hana. Hafi hún þökk fyrir samfylgdina og þau spor er hún markaði í þá átt að gera okkur samferðarmennina að betri manneskjum. Ólafur H. Sigurjónsson Það er tómlegt að standa frammi fyrir bví, að hún Svava er ekki lengur á meðal okkar. Hún, sem var þungamiðja fjölskyldunnar jafht í blíðu sem striðu og ómiss- andi þátttakandi í okkar daglega Hfi. Það vill ofl gleymast, að öll munum við einhvem tíma leggja upp í okkar hinstu för og skilja ást- vini okkar eftir með söknuð í bijósti. Það var erfitt að ímynda sér, að hún Svava myndi einhvem tíma deyja; hún sem var svo fúll af lífsgleði og áhuga á mönnum og máiefnum. Jákvætt lífsviðhorf hennar var öllum svo mikil hvatn- ing og styrkur, einkum þegar á móti.blés. Eg minnist vel þeirrar stundar er ég á unglings ámm var fyrst leiddur inn í hús Svövu, Stafnes við Heiðarveg í Vestmannaeyjum. Feimnum og óöruggum unglingn- um var strax tekið opnum örmum, en síðar átti ég því láni að fagna að eignast Svövu að tengdaömmu. Með okkur tókst mikil vinátta senj efldist og óx allt til hinsta dags. I okkar sambandi var hún hins vegar gefandinn en ég þiggjandinn. Svava var einstaklega vel gerð- ur einstaklingur. Svo hjartahlý og fómfús; svo lífsglöð og jákvæð. Mér er til efs að betri manneskja fyrirfinnist. Ávallt var hún reiðubú- in að leggja öllum lið sem til henn- ar leituðu. Mátti einu gilda hvort erindin vom ófyrirsjáanleg matar- boð, saumaskapur eða gisting til lengri eða skemmri tíma, allt var gert með sannri gleði. Enda var Svava metin mikils- af öllum sem henni kynntust. Jafnt ungir sem aldnir urðu hennar persónulegu vinir oe á meðal kunningja og vina gekk hún jafnan undir nafninu „amma“. Þrátt fyrir alla hennar kosti verður ekki sagt, að lífið hafi verið henni leikur án mótbyrs. Erfið ár í æsku sköpuðu þó ekki hjá henni beiskju heldur mannkærleika, um- burðarlyndi og víðsýni sem svo glöggt einkenndu allt hennar líf. Mestu áföllum lífs sins varð Svava fyrir er hún árið 1947 missti átta ára son sinn úr berklum og 1966 er hennar ástkæri eiginmaður Oddgeir Kristjánsson tónskáld lést, aðeins 54 ára að aldri. Fjölskylda Svövu var henni mikils virði. Hún var virkur þátt- takandi i daglegu lífi allra fjöl- skyldumeðlima bæði í gleði þeirra og sorg. Einkum lét hún sér annt um öll bömin í fjölskyldunni og uppeldi þeirra. Þess munu þau njóla um ókomna framtíð. Sérstak- lega minnist ég allra hennar ferða til Noregs, Danmerkur, Vestmanna- eyja og Bandaríkjanna til að vera viðstödd fæðingu afkomenda sinna. Svava reyndist mér og fjöl- skyldu minni einstakur vinur og sönn fyrirmynd. Ég vil þakka henni fyrir allar þær gleðistundir sem við áttum saman. Þótt hennar muni verða sárt saknað, þá veitir sú hugsun mikla huggun að vila að handan móðunnar miklu mun hún nú hitta fyrir eiginmann sinn og son sem hún unni svo mjög. Hvíl þú í friði. Þórólfur Guðnason Svava Guðjónsdóttir vinkona okkar lést á Borgarspítalanum hinn 10. nóvember s.l. eftir stutta sjúkra- húslegu. Svava var ákafiega sérstök manneskja. Hún hafði þann sjald- gæfa hæfileika að hún þekkti ekk- ert kynslóðabil. Ohætt er að segja að vandfundin sé manneskja sem bcr slíka virðingu fyrir bömum og unglingum og hún gerði, enda eignaðist hún marga vini á öllum aldrj, þcir virtu hana og hún þá. I samskiptum sínum við annað fólk var hún alveg einstök og þeir em ekki margir sein heyrðu hana hallmæla nokkurri manneskju. Miklu fremur lagði hún öllum gott til og kom alltaf auga á mannlcga og jákvæða þáttinn í fari hvers og eins. Það var einstaklega gaman að tala við hana, hlusta á hana segja frá einhverju skcmmtilegu og fróð- legu og lýsa viðhorfum sínum til Iífsins og tilvemnnar. Þá var ekki síður gaman að verða vitni að því hve þolinmóð hún var að hlusta á aðra og aldrei virtist tímaskortur há henni í umræðum um menn og málefni. Þeir vom líka ófáir sem leituðu til hennar með vandamál sín, persónuleg eða annars eðlis, og jafnan tókst nenni að finna ein- hveija lausn þótt öðmm þætti hún víðs fjarri. Hún Svava var nefnilega stór- kostlegur heimspekingur, og þótt hún væri að stærstum hluta sjálf- menntuð er víst að fáir hafa lært jafnmikið af lífinu sjálfú og átt jafnauðvelt með að miðla þeirri þekkingu sinni. Hógværð hennar, mild gaman- semin og þessi fágæta hlýja ásamt ógleymanlega brosinu hennar gerði tiað að verkum að menn fóm jafnan éttari í sinni af fúndi hennar en þeir höföu komið til hans. Við vottum öllum aðstandend- um samúð okkar, missir þeirra er mikill, því miður verður aldrei til önnur Svava, en það er ljúft að minnast svo góðrar mannseskju sem hún var. Það var okkar lán að fá að kynnast Svövu, fyrir það vilj- um við þakka. Guðmunda og Guðmundur Árið 1911 er merljilegt í ís- lenskri sögu. Háskóli íslands var stofnaður og þingmenn samþykktu að veita konum þau mikilvægu rétt- indi að mega mennta sig, gegna embættum og njóta námsstyrkja. Þetta vom merk tíðindi, en í hugum okkar sumra stafar ljóma af þessu ári vegna þess að þá fæddist Svava Guðjónsdottir. Þau em ekki svo fá afmælisboðin sem við höfum notið i minningu þessa árs, afkomendur hennar og nánustu vinir, með mat og miklum söng. Meira um það síðar. Svava Guðjónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum ,8. febrúar þetta merka ár 1911. A uppvaxtaramm hennar í Eyjum var útgerð vaxandi, vélknúinn bátafloti sigldi úr höfn á hveijum degi og skilaði, sér oftast að kvöldi hlaðinn fiski. I Iandi var flakað og saltað og þegar voraði var farið að breiða og þurrka. Kon- ur og krakkar unnu á stakkstæðum og í góðu veðri var Heimaey skell- ótt af hvítum saltfiskbreiðum. Yfir veturinn fylltist bærinn af piltum ofan af landi scm komu á vertíð og af stúlkum sem þjónuðu á heimil- um útperðarmanna og sáu til þess að sjómennimir fengju mat og hreinan galla. Millilandaskipin komu alltaf við í Eyjum á þessum ámm, farþegar, farangur og vömr vom flutt á milli skips og lands í litlum bátum. Einu sinni stcig Don Kosakkakórinn á land í Eyjum og söng fyrir fólkið. Menn skemmtu sér á þjóðhátíð, sungu í brekku- kómum og borðuðu lunda rétt eins og nú. Böll vom haldin og krakkar fóm í bíó þar sem þöglu myndimar sýndu elskendur faðmast með til- þrifum eða hvíta landnema á flótta upp á líf og dauða undan grimmum indíánum. Þetta vom dagar vín- bannsins, þegar engu var að trcysta nema apótekaranum sem stundum hressti upp sálimar í neyð. Svava var sandgreifynja rétt eins og sandgrcifamir pabbi minn og Bjöm Th. sem lýst nefur heimi þeirra stráka sem ólust upp niður við höfnina í Vestmannaeyjum á þriðja áratug aldarinnar. Fjaran, beituskúramir og bryggjumar vom ekki langt undan og í núsunum nið- ur við fjömsand bjó gott fólk sem gaman var að heimsækja. Pabbi minn bjó hjá foreldrum sínum í Litla-Bæ, Svava átti íyrst heima á Standbergi og síðan í Valhöll þar rétt hjá. Þau kynntust ung og vom vinir meðan bæði iiföu. Sú vinátta náði einnig til manns hennar Odd- geirs Kristjánssonar tónskálds eins og sjá má og heyra í öllum þeim söngvum þar sem Oddgeir á lag og Ási i Bæ texta. Sú vinátta hefúr einnig tengt saman böm þeirra og bamaböm. Svava var ekki gömul þegar sorgin kvaddi íyrst dyra á hennar bæ. Sjö ára gömul missti hún móð- ur sína og eftir það varð hún nánast að sjá um sig sjálf. A þeim árum tíðkaðist að Teysa upp heimili og koma bömum fyrir ef móðirin féll ffá, en systkini Svövu, Guðjón, Laufey og Oskar vom ekki langt undan. Svava sagði okkur ofl frá þeim tíma er hún unglingurinn var vinnukona á heimili útgerðar- mannsins á Fögmbrekku þar sem margt var um manninn og mikið að gera. Þar sat hún oft við að verka sundmaga, en þar var líka mikið talað, sögur sagðar og sungið. Þar var gott að vera þótt vinnudagur væri ofl langur. Ekki veit ég hvort ungar stúlkur gerðu sér mjög ákveðriar hugmynd- ir um ffamtíðina þegar Jíða tók að alþingishátíðinni 1930. Ég gat þess í uppnafi að íslenskar konur höföu fengið rétt til mennta og embætta árið sem Svava fæddist og þegar hér var komið sögu höföu þær fika öðlast kosningarétt og kjörgengi til jafris við karla. Gallinn var bara sá að þær vom fáar sem gátu nýtt sér réttinn til mennta sökum efnaleysis. En eitt var þeim alveg ljóst. Þær urðu að undirbúa sig undir það lífs- starf sem beið þeirra flestra - hús- móðurstarfið. Flestar stúlkur.gerðu það með því að gerast vinnukonur á einkaheimilum og með því að vinna um hríð á saumaverkstæðum. Árið 1930 lagði Svava land undir fót og hélt tiT Reykjavíkur til að sjá ögn af heiminum og til að mennta sig. Hún hafði þegar kynnst tieim manni sem átti eftir að verða ífsförunautur h?nnar og ljóst vár hvert stefridi. Því var ekki seinna vænna að hleypa heimdraganum ætti að gera það yfirleitt. Sumarið sem landslýður skundaði á Þingvöll til að minnast 1000 ára afmælis Al- þingis vann Svava á Hótel Skjald- breið hjá þeim góðu konum Stein- unni og Margréti sem þar réðu hús- um. Mikið hefur verið eldaður góð- ur matur á því hóteli, því þar í eld- húsinu lærði Svava ýmsar listir sem mín fjölskylda naut góðs af um ára- bil þégar blásið var til afmælis- veislu. Jafnframt vann Svava um skeið á saumaverkstæði og lærði þar nóg til þess að framleiða langt ífam eflir ævi sængurfatnað með milliverkum og merkingum, að ekki sé minnst á alla jóTakjólana með víðum pilsum úr næloni og tjulli sem voru ómissandi á sjötta áratugnum. Svava giflist Oddgeiri Krist- jánssyni 1933 og þar með hófst hennar lífsstarf sem fólst í því að reka stórt og gestkvæmt heimili og að koma bömum sínum og bama- bömum til manns. Svava og Odd- geir eignuðust þrjú böm: Hrefnu, Kristján og Hildi. Kristján dó úr berklum 9 ára gamall og ég veit að t>að sár gréri aldrei. Hrefna bjó engi í húsi foreldra sinna þannig að böm hennar þrjú, Sara, Svava og Oddgeir ólust upp hjá ömmu sinni og afa. Hildur, Sara og Svava fæddust með árs millibili en Svava Guðjónsdóttir gerði ekki greinar- mun á bömum sínum og bama- bömum, hún elskaði þau öll og framtíð þeirra var það sem skipti hana mestu. Hún fylgdist með skólagöngu þeirra allra, hún fór til stelpnanna þegar þær fæddu böm sín, jafnvel alla leið til Ameríku, enda var lag hennar á litlum böm- um alveg einstakt. Heimilið á Heiðarvegi 31 í Vestmannaeyjum var alveg sértakt. Svava rak eins konar opið hús ára- tugum saman þar sem alltaf var kaffi á könnunni og setið á spjalli við eldhúsborðið, meðan Oddgeir kenndi á hljóðfæri í stofunni, gott ef lúðrasveitaræfingar voru ekki stundum haldnar í húsinu. Ná- grannakonumar litu inn nánast á hveijum degi, en eina þeirra héld- um við stelpumar sérstaklega upp á. Hún var kölluð Halla, spáði í bolla og þótti sopinn góður. Hún haföi mikla lífsreynslu að baki, haföi þrælað allt sitt líf og upp úr henni ultu spakmælin við öll tæki- færi. „Eitthvað var það sem Júdas gerði,“ sagði hún. Og þá var oft vitnað í núllið hennar hattlausa. Þá má ekki gleyma kostgöngur- unum Kjartaiji í Djúpadal, Sigurði Jónssyni og Olafi mági Svövu sem borðaði iðulega hjá henni meðan hann var á milli kvenna. Þessir menn vom í fæði á heimilinu árum saman og vom hluti af heimilis- fólki. Einn íbúa hússins verð ég að nefria til viðbótar: köttinn Dida. Móðir mín hefúr oft rifjað upp lítið atvik úr eldhúsinu hjá Svövu sem tengist kettinum. Oddgeir yngri átti það til smápjakkur að striða kettin- um og í þetta sinn var hann að nappa fiski frá honum. Þá leit Didi þeim augum á Svövu sem sögðu: Ætlarðu að láta þetta viðgangast? Hann vissi hver hans vinur var í raun, enda var leikurinn stöðvaður. Það var mikið talað á heijnil- inu, en þó enn meira sungið. I af- mælunum margnefndu eftir að borðuð hafði verið heimalöguð súpa, beinlausir fúglar og sveskj- usúffla eðá skóbót í desert, leið ekki á löngu áður en gítar var dreg- inn fram eða þá að Oddgeir settist við píanóið. Við krakkamir vorum alltaf með, hvort sem vín var haft um hönd eður ei. Það var hvorki spurt um kynslóðabil eða aldur, arfi kynslóðanna allt frá Tyrkjaráninu var miðlað til okkaj með sögum, kvæðum og söng. Á seinni arum þegar einhver þurfti að rifja upp texta, lag eða gamlar minningar var leita^ til Svövu. Hún mundi allt. Á Heiðarveginum þar sem við áttum heima í nokkur ar var mikið krakkastóð sem haföi götuna að leikvelli. í þessu stræti bemskunnar tíðkuðust fjölmenn bamaafmæli þar sem striðstertur réðu ríkjum. Afmælin sem Svava hélt eru okkur Gunnlaugi bróður mínum minnis- stæð, vegna þess að ekki brást að Oddgeir spilaði undir fjöldasöng og þó ekki síður vegna suðrænu tert- unnar svokölluðu sem var og er engri köku lík. Árið 1966 varð Svava fyrir reiðarslagi. Oddgeir varð bráð- kvaddur. Sorg hennar var ólýsan- leg. Þau áttu svo margt sameigin- legt og elskuðu hvort annað inni- lega. Hún var mörg ár að jafria sig ef hún gerði það nokkum tíma. Heimilið, böm og bamaböm köll- uðu, enn var mikið verk að vinna., 1972 flutti Svava til Reykjavík- ur þar sem hún bjó til dauðadags. Hennar nánustu vom fluttir upp á fastalandið op nálægt þeim vildi hún vera. Eyjamar attu þó áffam mikili ítök í henni og þangað fór hún oft, ekki síst eftir að dóttir hennar og dótturdóttir fluttu aftur á heimaslóð. Ég er viss um að síð- ustu dagana sem hún lifði og lá á Borgarspítalanum var hún í hugan- um stöad í Eyjum þeirra vordaga sem hún lifði besta, því hún fór öðru hvoru með ,línur úr gömlu þjóðhátíðarlagi: Ég heyri vorið vængjum blaka. Með Svövu Guðjónsdóttur er horfin merk kona sem lifði tímana tvenna í íslenskri sögu. Hún fýlgd- ist alla tíð með stjómmálum og skipaði sér í fylkingu þeirra sem börðust fyrir bættum kjörum al- þýðu og betri heimi. Hún var þó ekki meðal þeirra sem stóðu upp á fundum eða fóm fremstir í kröfu- göngum, hennar skyldur vom við hennar nánustv., vmi og vanda- menn. Hún var kona sem gaf mik- ið, en hún skilur líka eftir sig mik- inn mannauð. Svava verður til grafar borin frá Landakirkju í dag. Við systkinin Gunnlaugur, Oli og undirrituð ásamt móður okkar Friðmey kveðj- um hana með söknuði um leið og við sendum Qölskyldunni ailri okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Kristín Ástgeirsdóttir ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. nóvember 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.