Þjóðviljinn - 29.11.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.11.1991, Blaðsíða 2
 xO Ctf ö) O ö) O ö) Q) 1- Skemmtilegast að skoða sæta straka Hver ertu? Anna Mjöll Ólafsdóttir. / hvaða stjörnumerki ertu? Steingeit. Hvað erfólkflest? Skemmtilegt og áhugavert. Hvað er verst ífari karla? Þeir geta ruglað mann í rim- inu. En best? Of dónalegt til að setja á prent. Hvað er verst ífari kvenna? Ekkert. En best? Það skemmtilega og hið ffá- bæra í fari okkar. Ertu myrkfcelin? Já. Hefurðu séð draug? Nei, ekki ennþá. Ég bíð spennt. Værirðu ekki þú, hver vildirðu vera? Napóleon. Hefúrðu hugleitt að breyta líft þínu algjörlega? Nei. Mér líkar vel við það eins og er. Hvað er það pinlegasta sem fyrir þig hefur komið? Ætli það hafi ekki verið þegar ég var að syngja á sýningu með dönsurum og bakrödd- um, en tónlistin var á bandi. Allt í einu hætti tónlistin og auðvitað gat ég ekki annað gert en haldið áífam að syngja, enda húsið fullt. Þannig söng ég án tónlistar í tnilega tvær mínútur. Attu bam eða gœludýr? Hvorugt. Að vísu átti ég kisu i tíu ár, en ekki Iengur. Ertu með einhvetja dellu? Allt of mikið af þeim. Ertu með einhverja komp- lexa? Nei. Kanntu að reka nagla i vegg? Já, ég er mjög góð í þvi. Hvað er kynœsandi? Það er bara svo margt. Áttu þér uppáhaldsflik? Já, litlar G-strengbuxur með bandi í rassinn. Ertu dagdreymin? Já, ég er alltaf einhvers staðar annars staðar. Hvað skiptir mestu máli í lif- inu? Að vera hamingjusamur og ánægður með lífið og tilver- una. Hvar vildirðu helst búa? Þar sem mest er að gera fyrir mig á hveijum tíma. Hvað er fullkomin hamingja? Það veit enginn. Hvaða galla áttu auðveldast með að umbera? Engan sérstakan. Hver er eftirlœtis söguhetjan þin? Jóakim frændi. En eftirlætis persóna sögunn- ar? Það er Napóleon. Uppáhaldsmálari? Monet. Tónskáld? Mozart og Brahms. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Að vera með vinum og kunn- ingjum að skoða sæta stráka. Hver eru persónueinkenni þin? Ég er að vísu alveg rosalega skemmtileg, en min persónu- einkenni breytast ffá degi til dags, eða eftir aðstæðum. Hver er þinn mesti galli? Það er alveg ómögulegt að búa með mér. Ég er alltaf á hlaupum og það er aldrei hægt að taka mig sem eitt- hvað gefið. Uppáhaldslitur? Grænn. Blóm? Bleikar rósir. Fugl? Auðvitað gaukurinn. Hver er uppáhaldsrithöjúnd- urinn þinn? Stephan King. Ljóðskáldið? Steinn Steinarr. Hvaða núlifandi „hetjur" dá- irðu mest? Michael Jackson og þann sem var yfirhershöfðingi Banda- manna i Persaflóastríðinu. Uppáhaldsnafn ? Jósefína. Hvaða persónu sögunnar fyr- irlitur þú mest? Brútus. Hvaða hœftleika vildirðu hafa að bera? Að vera góð að spila á eitt- hvert hljóðfæri. Hvernig viltu helst deyja? Það verður helst að vera mjög snöggt. Einhvers staðar lengst uppí íjöllum í rómantískum sveitakofa við eldinn. Hvernig liðurþér núna? Mér líður mjög vel. Attuþér mottó í liftnu? Já. Gerðu aldrei í dag það sem þú getur gert á morgun. Ertu trúuð? Já. Hvaða hljómsveit er vinsælust hjá þér i dag? Toto. í skólanum er einn nemandi Danski leikstjórinn og handritshöfundurinn Ulla Boje Rasmussen varð frœg fyrir heimildamynd sina um Gásadal í Færeyjum. Mynd: Jim Smart. Kvikmyndin “1700 metra frá framtiðinni" fékk fyrstu verð- laun á kvikmyndahátiðinni í Grímstad 1990. Þar voru sýndar stuttmyndir og heimildamyndir og hún dæmdist vera besta nor- ræna heimildamyndin. Síðan hefur hún verið sýnd mjög víða og fengið fleiri verðlaun. Kvikmyndin fjallar um íbúa af- skekkts byggðarlags í_ Færeyjum. Það heitir Gásadalur. íbúamir eru 16-15 fullorðnir og einn 9 ára drengur sem gengur í skóla. Kenn- arinn býr hjá afa hans og ömmu. Aðra hveija viku fær hann hins vegar að fara í skóla á annarri eyju. Þar eru þrír nemendur. - Tvennt var mér efst í huga við gerð þessarar myndar, sagði leikstjórinn og höfundurinn Ulla Boje Rasmussen. Annars vegar að gera hana frá færeyskum sjónarhóli vegna þess að Dönum hefur gengið erfiðlega að átta sig á sjónarmiðum Færeyinga. Þess vegna vildi ég binda mig við einn stað og sýna Dönum hvemig menning og nátt- úra væm samofin í lífi þessa fólks. Hins vegar hafði verið ákveðið að tengja Gásadal við önnnur byggð- arlög með jarðgöngum. Þetta er eini staðurinn í Færeyjum sem ekki er tengdur vegakerfinu. Mér fannst það áhugavert að til slæði að leggja fokdýr jarðgöng til þess að gera þennan stað byggilegan fyrir 16 manns. Gásadalur mun leggjast í eyði ef þessi jarðgöng verða ekki byggð. Samfélagið í Gásadal stendur með öðrum orðum frammi fyrir því að örlög þess ráðast af þessum 1700 metra jarðgöngum. í Gásadal em menn sagnfróðir með eindæmum. Þeir hafa mynd- vísara tungutak en þekkist í öðmm færeyskum byggðarlögum og öllu þessu reyndi ég að ná inn í mynd- ina, sagði Ulla Boje Rasmussen. Það er ekki eingöngu gamalt fólk sem býr í Gásadal, sagði Ulla Boje Rasmussen. Nokkrir em af yngri kynslóðinni og rneðal þeirra er einn sem allt leikur í höndunum á. Hann er byggðarlaginu ótrúlega nauðsynlegur. Hann virðist geta gert við allt sem bilar. Hann reyndi einu sinni að flytja. Var bílstjóri á vömflutningabíl en þegar til átti að taka kunni hann ekki við sig neins staðar annars staðar en í Gásadal. Ulla Boje kvaðst ekki hafa orð- ið vör við að íbúar í Gásadal væm „hræddir" við myndavélina eða hefðu áhyggjur af því hvernig þeir kæmu út í myndinni. Þeir em í ótrúlega góðu jafnvægi, sagði hún, og lét þess jafnframt getið að sér fyndist gott jafnvægi eitt af helst einkennum Færeyinga. Til Gásadals geta menn annað hvort farið gangandi eða sjóleið- ina. Þangað er tveggja tíma gangur og pósturinn gengur yfir fjallið þrisvar í mánuði. Ulla Boje var sjö vikur að taka myndina. Hún hefur lokið við tök- ur og byrjar senn klippingar á ann- arri kvikmynd um Færeyjar. Sú er tekin á Mykinesi. Þar stendur sér- kennilegur viti við fuglabjarg og sami vitavörðurinn hefúr gætt hans ámm saman. -kj Fuglaveiði i Færeyjum. Mynd: Andreas Fischer-Hansen. í d a g 29. nóvember er föstudagur. 332. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 10.35-sólarlag kl. 15.55. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Júgó- slavíu og Albaníu. Kommúnistaflokkur Is- lands stofnaður 1930. S k ú m u r NÝTT HELGARBLAÐ 2 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.