Þjóðviljinn - 29.11.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.11.1991, Blaðsíða 12
S k k a Er At-skák þai Um langt skeið hafa menn velt íyrir sér leiðum til að auka vinsældir skáklistarinnar. Það hefur reynst erf- itt að koma henni að sem sjónvarps- efni, þótt á því finnist raunar ýmsar athyglisverðar undantekningar. Hindrunin felst í þeim óratíma sem hver venjuleg kappskák tekur. „Hið rétta tímaíyrirkomulag er 2 1/2 klst. á mann fyrir 40 leiki. Þá fer skákin i bið,“ sagði Mikhael Botvinnik í við- tali eigi alls fyrir löngu og vitaaði til orða José Raoul Capablanca. I þessu sambandi er vert að hafa í huga að gömlu meistaramir höfðu ekki þekk- ingu nútímamannsins né tölvur hans og gátu þess vegna ekki rutt út sér 20-30 le:kir teóríu svo til án umhugs- xmar eins og flesir sæmilega vel lesn- ir skákmenn geta í dag. Nú eru tíma- mörkin 60 leikir á 6 ldukkustundum. Það gefur auga leið að sjónvarps- stöðvar geta ekki haldið úti dagskrá allan þann tíma. Krafa dagsins: að hlutimir gerist hratt og helst af öllu að þeir séu spennuþrungnir. Mér fannst athyglisvert þegar skákhátíðin í Saint John í Kanada fór fram 1988 að áskorendaeinvígin vora ffemur illa sótt af áhorfendum. Úrslit heimsmeistarakeppninnar í hraðskák fóm hinsvegar ffam fyrir troðfullu húsi áhorfenda enda var skipulag þeirrar keppni til hreinnar fyrirmyndar. Aðstaða áhorfenda ger- breyttist með tilkomu nýju tölvusýn- ingarborðanna sem Islendingar þekkja ffá tveimur heimsbikarmótum en á þeim koma leikimir strax ffam. I Saint John var myndum varpað á gríðarstórt tjald þar sem birtist skák- klukkan, keppendur í hinum ýmsu stellingum, taflborðið og tölvuborð- ið. At-skák er nýtt fyrirbrigði sem menn telja að geti brúað bilið milli hraðskáka og kappskáka og hafa not- ið svo mikilla vinsælda að sumir hafa jafhvel áhyggjur af því að þær leysi venjulegar kappskákir af hólmi. A.m.k. virðist fjármögnun At-skák- móta ekki ganga lakar en móta með venjulegum umhugsunartíma. At- skákimar skortir vitaskuld dýpt hinna löngu skáka en geta þó verið býsna vel tefldar. Rikissjónvarpið sýndi úrslitaein- vígið á Islandsmótinu í At-skák í beinni útsensdingu og mun væntan- lega halda áffam á sömu braut eflir áramótin þegar næsta mót fer fram. En hér er viðfangsefnið At-skákmót- ið í París sem fór ffam í byrjun þessa mánaðar og dró til sín marga af ffemstu stórmeisturum heims með Garrij Kasparov heimsmeistara í broddi fylkingar. Það var fyrirtækið Immopar sem stóð fyrir keppninni og fór það ffam í leikhúsi við Champs- Elysée og þar var hvert sæti skipað. Immopar styrkir ffönsku skákhetjuna Joel Lautier rikulega og einnig hinn umdeilda Gata Kamsky. Verðlaunafé var mim rausnarlegra en á flestum mótum en 1. verðlaun vom u.þ.b. 4 miljónir ísl. krónur. Til samanburðar má geta þess að 1. verðlaun á síðasta heimsbikarmóti vom 1 1/2 miljón. Rétt eins og í tenniskeppnum fór mótið ffam með útsláttarfyrirkomu- lagi og hver keppandi fékk sitt rás- númer; Kasparov nr. 1, Karpov nr. 2 og svo koll af kolli. I hveiju einvígi vom tefldar tvær skákir en ef staðan var jöfh var tefld ein hraðskák. Lyki henni með jafntefli komst sá stiga- hærri áffam. Hver keppandi hafði 25 minútur til umráða á skák. 1. umferð: Kasparov-Khalifman 1/2, 1. An- and- Kortsnoj 1,1. Salov-Jusupov 1, 1/2. Timman-Kamsky 1, 1/2. Kar- pov- Speelman 1, 1/2. Gurevitsj- Short 1/2, 1. Baarev-Lautier 1, 0, 1. Gelfand-Beljavskij 1/2, 1/2, 1/2. Gelfand komst áffam. Fjórðungsúrslit: Kasparov-Gelfand 1, 1. Timman- Karpov 1, 1. Baarev-Short 1, 1/2. Anand-Salov 1, 1. Undanúrslit: Kasparov-Baarev 1, 1. Timman- Anandn 1, 1/2. Úrslit: Timman-Kasparov 1, 1/2. Jan Timman stóð því uppi sem sigurvegari og kætti landa sína vem- lega eftir ffemur slaka frammistöðu undanfarið. Kasparov ætlaði sér vita- skuld ekkert annað en sigur og tafl- sem koma skal? mennska hans ffam að einvíginu hafði verið mjög sannfærandi. Tim- man hefur léttan skák- og lífsstil og allir bestu kostir hans fengu notið sín f þessari keppni. Sigur hans í fyrri skákinni gegn Kasparov kom eftir af- ar athyglisverða baráttu og í seinni skákinni hélt hann sóknartilburðum heimsmeistarans niðri. Við skulum líta á sigurskák Timmans. En fyrst dálítinn forleik. Kasparov hafði unn- ið þijár skákir með kóngsindverskri vöm, þ.á m. eftirfarandi skák sem aðeins varð 19 leikir: Undanúrslit: Baarev-Kasparov Kóngsindversk vöm 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. Rf3 0-0 5. e3 c5 6. Be2 cxd4 7. exd4 d5 8. 0-0 Rc6 9. h3 Bf5 10. cxd5 Rxd5 11. Db3 Be6 12. Dxb7 Rxd4 13. Rxd4 Bxd4 14. Bh6 Hb8 15. Da6 Hxb2 16. Rxd5 DxdS 17. Bxf8 Kxf8 18. a4 Hb3 19. Hadl Hg3— og Baarev gafst upp. Fyrri skák: Jan Timman-Garrij Kasparov Kóngsindversk vöm 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5.Í3 (Einhvem veginn læðist að manni sá gmnur að Samisch-afbrigð- ið falli Kasparov síst í geð af þeim fjölmörgu Ieiðum sem hvítur á um að velja gegn kóngsindverskri vöm.) 5... 0-0 6. Be3 c6 7. Bd3 e5 8. d5 cxd5 (8... b51? gafst Kasparov vel í ffægri skák við Timman á heimsbikarmótinu í Reykjavík 1988. Síðar hefur komið í ljós að sú leið hefur ýmsa ann- marka.) 9. cxd5 Rh5 10. Rge2 f5 11. exB gxf5 12. 0-0 Rd7 13. Hcl Rc5 14. Bc4 (Nýr leikur. 14. Bbl hefur sést áður.) 14.. . a6 15. b4 Rd7 16. a4 De8 17. Khl Rdf6 18. b5 Dg6 19. Bd3e4 20. Bc2 Bd7 21. bxa6 bxa6 22. Hbl Hae8 23. Dd2 Kh8 24. Hb6 Hg8 25. Hgl DÍ7 26. Hxa6 f4 27. Bd4? (Betra var 27... Bxf4.) 27.. . Rg3+! (Glæsilegur leikur sem ætti að tryggja svörtum unnið tafl. En Ka- sparov er tímanaumur og missir fót- anna.) 28. Rxg3 fxg3 29. Df4 gxh2? (Eftir 29. .. Dh5! 30. Dxg3 Rxd5! vinnur svartur lið.) 30. Hfl exf3 31. Dxf3 Hef8 32. Hxd6 Bg4 33. Hxf6! (33. Dxf6 er svarað með 33. .. De8!) 33... Bxf3 34. Hxf7 34... Bxg2+? (Úrslitaafleikurinn í París. Eina vonin lá í 34. .. hxf7 35. Hxf3 Hxf3 36. Bxg7+ Hxg7 37. gxf3 Hgl+ 38. Kxh2 Hcl þótt hvítur haldi vinnings- stöðu eftir 39. Bf5! Hxc3 40. d6 o.s.frv.) 35. Kxh2 - og Kasparov gafst upp. Heimbikarmótin úr sögunni Þær fiéttir berast frá Belgíu, þar sem aðalstöðvar GMA, Stórmeistara- sambandsins eru, að hætt hafi verið við heimsbikarkeppnina eins og hún leggur sig. Styrktaraðilar heimsbikarmótanna í Wellington og Barcelona hafa dregið til baka tilboð sín um að halda mótin og vegna eilífra frestana hefur keppn- inni verið aflýst. SÍ hefur íhugað gagn- kröfiir vegna þessa. Heimsbikarmót Flugleiða verður því eina mótið í þess- ari hrinu en í Briissel verður á næstunni haldin einhverskonar uppbótarkeppni fyrir þátttakendur. Það sem gerir gæfu- muninn í þessu dæmi öllu er sú stað- reynd að Bessel Kok er ekki lengur við stjómvölinn hjá SWIFT, fjármálafyrir- tækinu sem lagt hefur til verðlaun í keppninni. Hatrammar deilur milli Ka- sparovs og sumra vestur- evrópskra stórmeistara hafa gert það að verkum að samtökin em að liðast í sundur. , Guðfríður Lilja Islandsmeistari kvenna Guðfríður Lilja Grátarsdóttir sigr- aði örugglega á íslandsmóti kvenna sem ffarn fór um síðustu helgi. Kepp- endur vom fjórir og var tefld tvöföld umferð. Guðfríður Lilja vann allar skákir sínar, sex að tölu. Þá varð Helgi Áss Grétarsson Skákmeistari TR að afloknu haustmóti félagsins. Helgi varð jafn Héðni Stein- grímssyni í efsta sæti og var ákveðið að þeir tefldu fjórar skákir um titilinn. Helgi vann fyrstu skák einvígisins en Héðinn treysti sér ekki til að halda áffam keppni vegna veikinda. Helgi, sem er aðeins 14 ára gamall, sigraði einnig á nýafstöðnu Unglinga- meistaramóti íslands 20 ára og yngri, varð í 2. sæti á heimsmeistaramóti ung- menna 14 ára og yngri í Póllandi sl. sumar og stóð ágætlega á íslandsþing- B r i d g e_________ Sterkasta mót órsins Kauphallarmót Bridgesam- bands íslands og Verðbréfamark- aðar Islandsbanka verður spilað um þessa helgi. Er þetta er skrifað, voru um 24 pör skráð til keppni. Er líklegt að endanleg þátttaka verði um 30 pör. Uppboð á pömm hefst kl. 11 árdegis á Loftleiðum, en spilamennska síðan kl. 13. Spil- uð verða 4 spil milli para, allir v/alla. Alls verða veitt 8 verðlaun, þeim pömm sem bestum árangri ná, auk þess sem þrenn umferðar- verðlaun verða veitt. Að sögn Elín- ar Bjamadóttur hjá BSÍ, er búist við að „pofturinn" verði um 1,5 til 2,0 miljónir króna. Hann skiptist þannig: 70% í eigendapott (þeirra sem eignast pörin á uppboðinu). 20% í spilarapott (fyrir vel rekin fyrirtæki á mótinu, þ.e. frammi- staða paranna) og síðan 10% í um- ferðarverðlaun, sem aftur skipast í hlutföllum 60-30-10, í hverri um- ferð. Skiptingin í verðlaunasætunum 8 verða þannig: 1. sæti: 30% af potti 2. sæti: 20% af potti 3. sæti: 15% af potti 4. sæti: 12% af potti 5. sæti: 10% af polti 6. sæti: 7% af potti 7. sæti: 4% afpotti 8. sæti: 2% af potti Keppnisgjald er kr. 10 þús. á par, en að auki tryggja viðkomandi pör aðrar kr. 10 þús., sem lág- marksboð í parið. Elín Bjamadóttir sagði, að það stefhdi í sterkasta mót á Islandi miðað við þá skráningu sem lá fyr- ir í upphafi vikunnar. Er það af hinu góða og víst að áhugafólk um bridge fær sitthvað fyrir snúð sinn, ef það leggur leið_ sína á Loftleiðir um þessa helgi. A meðan á spila- mennsku stendur mun Verðbréfa- markaðurinn starfrækja kauphöll og munu skuldabréf í fyrirtækjun- um (keppendum) eflaust ganga kaupum og sölum. Sveit Heimis Tryggvasonar sigraði Reykjanesmótið í sveita- keppni sem spilað var í Kópavogi um síðustu helgi. Með Heimi voru í sveitinni: Gísli og Tryggvi Gísla- synir (bræður hans), Leifur Krist- jánsson og Guðlaugur Nielsen. I 2. sæti var svo sveit Ármanns J. Lárussonar Kópavogi og í 3. sæti svcit Karls G. Karlssonar Sand- gcrði. Þessar 3 sveitir áunnu sér rétt til þátttöku í Islandsmótinu í sveitakeppni, eftir áramót. Alls tóku 11 sveitir þátt í mótinu. Keppnisstjóri var Hermann Láms- son. Hannes R. Jónsson og Jóhann Jónsson eru látnir. Hannes lést að- faranótt miðvikudagsins 21. nóv- ember, eftir skammvinna baráttu. Hannes var um árabil einn af okkar bestu spilamönnum og átti um hríð sæti í landsliði íslands. Við vorum sveitarfélagar um árabil. Frá þeim árum em ekkert nema góðar minn- ingar, um traustan vin. Jóhann Jónsson (Jói Sigló) lést sl. laugardag, eftir harða baráttu við þann sem engu eirir. Jóhann var á sínum tíma talinn einn allra besti bridgespilari sem landið hefur alið. Frægastur var hann fyrir sam- starf sitt við Benedikt Jóhannsson, en saman unnu þeir nánast alla titla sem í boði vom, á þeim tíma. ís- landsmeistari í tvímenning 1969. íslandsmeistari í sveitakeppni 1961, 1964 og 1968. Bikarmeistari 1979, auk fjölda sigra í Reykjavík- urmótum. Jóhann átti um hríð fast sæti í landsliði íslands. Með þeim Hannesi og Jóhanni, em tveir af svipmestu spilumm þessa lands horfnir af sjónarsvið- inu. Góðir vinir hafa kvatt. Eftirlif- andi bömum og vandamönnum em sendar innilegustu samúðarkveðj- ur. Stórgóð þátttaka var í landství- menning Bridgesambands íslands (Evróputvímenningskeppni) sl. föstudag. 316 pör tóku þátt í keppninni (243 pör í fyrra) um land allt. Efstu skorir tóku þeir Jón Sveinsson og Ámi Stefánsson frá Homafirði (um 68% skor), en fast á hæla þeirra komu Helgi Jóhanns- son forseti BSI og Guðmundur Sv. Hermannsson varaforseti BSÍ. Nánar síðar. +4*4* Eftir 4 umferðir í aðalsveita- keppni Bridgefélags Reykjavíkur (2 kvöld af 6) hefur sveit S. Ár- manns Magnússonar tekið foryst- una, með 85 stig. Helstu úrslit síð- asta miðvikudag (21. nóvember) var viðureign SAM gegn Verðbréf- unum (með þá Guðlaug R. Jó- hannsson og Öm Amþórsson). Leikurinn endaði 57 impar gegn 5 eða 25-3 í vinningsstigum. I 2.sæti er svo Tryggingamið- stöðin með 78 stig, Verðbréfin em með 77 stig og svo koma sveitir L.A. Café og Roche, með um 70 stig. *!"M* Eflir 8 umferðir í aðalsveita- keppni Skagfirðinga í Reykjavík er staða efstu sveita þessi: Magnús Sverrisson 151, Sigurður ívarsson 145, Rúnar Lámsson 139 og Sig- marJónsson 132. 4* 4* 4* Og sveit Islandsbanka (Sigurð- ar Hafliðasonar) á Siglufirði sigr- aði Svæðismót Norðurlands vestra, sem spilað var í Fljótunum um helgina. Þeir félagar, Guðmundur Sveinsson og Valur Sigurðsson, eitt alsneggsta parið í baráttunni í dag, em þekktir fyrir allt annað en kisuhátt í Ieiknum (brosa Valur...). í síðustu umferðinni í Reykja- víkurmótinu á dögunum, mættu þeir félagar Braga Haukssyni og Sigtryggi Sigurðssyni, sem leitt höfðu mótið fram að þeim tíma (sannfærandi). Þá kom þetta spil fyrir: ♦ KGlOx 'v’ K109xx <'• XX ♦ XX 4 Dxxx V ÁDx C-ÁKx ♦ ÁKx Og lokasamningurinn hjá þeim Guðmundi og Val varð 6 grönd. Út kom tígull. Tekið á ás og spaðaás rekinn út. Meiri tígull og 12 slagir upplagðir eða hvað? Guðmundur var sagnhafi. Þetta var síðasta spil, i síðustu umferð. Allir aðrir vom löngu búnir að spila. Guðmundur hoifði tortrygg- inn á þessa upplögðu 12 slagi. Hvar leyndist hættan? Eftir stranga yfirlegu, komst Guðmundur að því að hjartaíferðinni mátti breyta. í stað þess að leggja af stað með ás, dömu og meira, væri ekki lakari en 50% líkur á hinni leiðinni. Leggja niður ás, allir með, fara inn í blind- an á spaða og húrra út hjartatíu. Lítið frá Austur, lágt frá Guðmundi og Vestur var smátíma að finna tígulafkastið frá hendinni. Og Guð- mundur var ekki í vandræðum með framhaldið, hjarta upp á dömu inn í borð á spaða og þá vom 12 slagir upplagðir. 990 og hreinn toppur til þeirra fóstbræðra. Og sigur Braga og Sigtryggs hékk nú á bláþræði. Leikar fóm raunar þannig, að Bragi og Sigtryggur sigmðu með 4 stiga mun. En tæpt var það. Og það þurfti spilara eins og Guðmund Sveinsson til að landa þessu spili. Eitt prik, Guðmundur. NÝTT HELGARBLA.Ð 1 2 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.