Þjóðviljinn - 29.11.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.11.1991, Blaðsíða 4
Hatur og fordómar Hafi einhver haldið að kynþáttahatur hafi horfið við lok síðari heimsstyrjaldar, þá er það misskilningur. Hatr- ið og fordómarnir dafna enn í flestum löndum Evrópu. í dag eru það einkum innflytjendur frá Suður- Evrópu og Austurlöndum nær og fjær sem eiga um sárt að binda vegna fordóma sem ýmsir öfgahópar ala á. Eftir heimsstyrjöldina hafa átt sér stað miklir fólks- flutningar í Evrópu. Mikill fjöldi íbúa fátækari landa Evr- ópu hefur sótt norður í allsnægtirnar. Og þegar járntjald- ið féll hófst straumur að austan sem enn sér ekki fyrir endann á. Innflytjendur í Norður- og Vestur-Evrópu eru fyrst og fremst þeir sem flýja fátækt og þeir sem flýja pólitískar ofsóknir. Framan af virtist þetta fólk vera vel- komið. Það vann ýmis störf sem aðrir litu ekki við, en þegar harðnaði á dalnum hjá iðnríkjunum og atvinnu- leysi jókst fór að bera á fordómum í garð þessa fólks. Ýmsir hægri öfgahópar sem áttu erfitt uppdráttar eftir heimsstyrjöldina hafa á undanförnum árum aukið fylgi sitt í Þýskalandi, Frakklandi, á Norðurlöndum og víðar. Allir þessir hópar eiga það sameiginlegt að ala á kyn- þáttafordómum og hatri í garð innflytjenda. Ofbeldi gegn innflytjendum er víða orðið daglegt brauð, og frá Svíþjóð berast þær fréttir að geislabyssumorðingi, sem myrði innflytjendur, gangi laus. Þessar fréttir setja óhug að fólki og ósjálfrátt reikar hugurinn aftur til millistríðsár- anna. íslendingar hafa verið blessunarlega lausir við vandamál vegna kynþáttafordóma, ekki vegna þess að við séum bamanna bestir, heldur vegna þess að mjög fáir innflytjendur hafa sest að hér á landi. Þeir fáu inn- flytjendur sem hafa flutt hingað bera þó ekki landanum alltaf vel söguna, þannig að grunnt virðist á þessum for- dómum hér á landi. Þá má rifja upp að eitt af fáum skil- yrðum sem íslensk stjórnvöld settu varðandi veru hers- ins á Miðnesheiði var að ekki væru þeldökkir hermenn í setuliðinu. Nú hefur komið í Ijós að erlendir stúdentar, sem búa á stúdentagörðum Háskóla íslands, eru eyðniprófaðir og í sumum tilfellum er það gert án þess að viðkomandi sé gerð grein fyrir því. Þetta er brot á lögum, að ekki sé tal- að um brot á mannréttindum þessa fólks. Til grundvallar þessari ákvörðun getur ekkert annað legið en fordómar gagnvart þessum erlendu stúdentum, sem sýna íslandi þann áhuga að sækja nám sitt hingað og ber að for- dæma slíkt. Við höfum einnig nýleg dæmi um fordóma gagnvart fólki sem sker sig úr á einhvern hátt. Hér er átt við mál vegna sambýla fatlaðra, sem virðast spretta upp reglu- lega. Þannig hafa bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi og borgarstjórn Reykjavíkur alveg nýverið orðið sér til skammar vegna afstöðunnar til sambýlis einhverfra á Nesinu og sambýlis geðfatlaðra í Breiðholti. Þriðja dæmið er svo afstaða byggingarfulltrúans í Ölfusi vegna vistheimilis fyrir geðsjúka afbrotamenn að Sogni. Fordómarnir í garð fatlaðra eru í eðli sínu lítið frá- brugðnir fordómum gegn fólki af öðrum þjóðarbrotum eða kynþáttum. Og einsog aðrir fordómar eru þeir byggðir á fáfræði. íslendingar eru þvi síður en svo lausir við fordóma, og það er skammt bilið á milli fordóma og haturs. Samskipti við fatlaða eru mjög gefandi, og sama máli gegnir um samskipti við fólk úr ööru menningarumhverfi. Hvort sem íslendingar gerast aðilar að Evrópsku efnahagssvæði eður ei er Ijóst að erlendu fólki mun fjölga hér á landi á næstu árum og áratugum. Við lifum mestu fólksflutninga sögunnar og ísland verður ekki eyja í því samhengi. Það er því mikilvægt að vinna gegn öllum fordómum, svo við getum notið ávaxtanna af sam- skiptum við þá sem búa yfir annarri reynslu og þekkingu en við, í stað þess að hér skapist þjóðfélag ótta reist á fordómum og hatri. -Sáf Helgarblað Útgefandl: Útgáfufélaglð Bjarkl h.f Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Rltstjórar: Árni Berg- mann, Helgi Guðmunds- son. Ritstjómarfulltrúar: Ámi Þór Sigurösson, Sigurður Á. Friðþjófsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Bergdís Ellertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Afgreiðsla: n 68 13 33 Auglýsingadeild: » 68 13 10-68 1331 Slmfax: 68 19 35 Verð: 170 krónur I lausa- sölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Aösetur: Siöumúla 37, 108 Reykjavík Bókmenntir Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur Jóhann Ólafsson Fyrirgefning syndanna Vaka-Helgafell 1991 Snemma í þessari skáldsögu er sá sem orðið hefur, Pétur Péturs- son, aldraður Islendingur í New York, að tala við guð, sem hann ekki trúir á (það er að segja við sjálfan sig í gegnum endurminn- ingar um guðsmyndina eins og gengur). Og þá er fram borin þessi lífsniðurstaða hér: „Eg leik mér einungis að þess- ari fléttu til að sýna sjálfum mér og öðrum fram á mátt blekkingarinn- ar. Hann verður aldrei ofmetinn. Blekking, lygi, launráð og svik: þessi hersing mótar lif okkar án þess við fáum nokkuð við því gert. Dagblöðin ljúga, draumar blekkja, böm okkar brugga okkur banaráð, félagar okkar svíkja okkur i tryggðum. Og við kveðjum þennan heim án þess að vita nema að litlu Glæpur og refsing leyti hvað var satt og hvetju var logið.“ Ellin beiska Hér rúmast heilmikið af því sem heldur vöku fyrir gömlum manni og bráðum dauðum, þar sem hann situr í beiskju ellinnar og rifjar upp Iiðna daga. Hann er á flakki í huganum milli æskuára á íslandi, örlagaríkrar Danmerkur- dvalar nær upphafi heimsstyrjald- arinnar síðari og atvika úr frama- ferli sínum í bisness í Amríku. Milli þess sem hann á í útistöðum við böm sín, sem hann vonar að erfi sem minnst eftir sig og að arf- urinn verði þeim til sem minnstrar gæfu. Og hugsar með gimd til ungrar Asíustúlku sem býr hjá honum og er hans helsta haldreipi í tilverunni - þótt það sé svo of seint að reyna að sanna á henni sína karlmennsku. Þegar ungur hann var Sögumaðurinn Pétur er mesta meinhom eins og þegar er fram tekið. Hann hefur þá skýringu á því sjálfur, að hann hafi verið grátt leikinn í ástum þegar ungur hann var. Hann elti skólasystur sína úr Menntaskóla til Kaupmannahafnar skömmu fyrir heimsstyrjöld. Hún hafði haldið honum volgum lengi og þegar til Hafnar kemur heldur hún áfram að nota Pésa sem fylgd- arsvein og kannski varaskeifu. Sjálf sefur hún hja öðrum íslend- ingi eins og smám saman kemur í ljós. Og er ekki að sökum að spyrja: afbrýði og heift grípa Pétur svo hörðu taki að hann lætur sér jafnvel fátt um finnast að Þjóðverj- ar hafa hemumið Danmörk. Þessi afbrýði leiðir Pétur til þess glæps sem hann er sífellt að tönnlast á í huganum, og þótt menn eigi víst ekki að segja of mikið um gang mála í sögu í greinargerð sem þessari hér þá verður víst varla hjá því komist að láta það uppi, að Pétur telur sig hafa ráðið mann af dögum, keppinaut sinn. Rétt áður en hann flýr til Islands með Pet- samoforum svo sem frægt er í sög- um. Betra'illt að gera... Kringum þennan glæp snýst hugur gamals manns með nokkuð þverstæðufullum hætti. Annars- vegar er ljóst, að þott Pétur trúi hvorki á guð né djöful, þá hefur hann raun af því að hafa unnið illt verk. Verst þykir honum bersýni- lega hve framkvæmdin var í raun- inni vesældarleg, hann er einatt (áður en lesandinn áttar sig á því sem í raun og veru gerðist) að ímynda sér glæpinn rétt eins og hann hefði verið stærri, merkilegri, meiri athöfn ef svo mætti segja. Um leið er það ljóst að Pétri þykir með nokkrum hætti vænt um þenn- an glæp, hefúr þörf fyrir að snúast í kringum hann. Og er það í raun- inni eitt hið metnaðarmesta i bók- inni hvemig reynt er að vinna úr þeirri þversögn að glæpurinn illi er það eina sem Pétri finnst hann hafa markvert gert. Hann situr einhverju sinni með seinni konu sinni amr- ískri á veitingahúsi og virðir fyrir Árni Bergmann skrifar sér það fólk sem tilviljunin hefur saíhað þar saman og þá þyrmir yfir hann þeirri vitneskju „hve fánýtt líf flestra er“. Og hann er dapur því að fánýtið á einnig við hann sjálf- an: „framlag mitt til sögunnar (var) ekki annað en glæpurinn sem ég hafði framið fyrir Iöngu. Ekki ann- að en hann“. Það er í anda þeirrar sömu þverstæðu að Pétur rifjar það upp hvemig hann áður fyrr fylltist „gleðiorku“ við að hugsa um glæp- inn: „Minningin um glæpinn var mín stoð og stytta, án hans hefði niðurlæging mín orðið algjör.“ Það em svo hin hlálegu mála- Iok (sem ókurteislegt væri að fara út í) að kannski á Pétur gamli ekki einu sinni þennan gamla glæp til að gera líf sitt að einhverju. Hver veit hvað er satt og hverju logið? spurði hann snemma i sögu. Að ganga nærri okkur Upprifjanatækni Péturs er mis- jafnlega skiivirk. Satt að segja gengur höfundi best að gera hann lifandi málsaðila í núinu, í hans beisku elli og vanmáttugri gimd þar í New York. Bcmskuminning- ar hans heiman af Islandi og ferill Péturs í Ameriku eru ekki verulega marksækin, ef svo mætti segja. Hitt er þó lakara hve brösuglega gengur að gera sögu Péturs áleitna við lesandann þegar segir frá ást hans og afbrýði og aðdraganda glæpsins. Eitt er nú það, að það vantar tölvert á að sú saga sé svo „þétt“ sem raunsæislegur blær hennar krefur. Það er til að mynda ein forsenda þess að hefndin á keppinauti Péturs kemst á dagskrá, að náunginn sá, Þráinn, hafi gengið til liðs við andspymuhreyfinguna dönsku. Það dettur Pétri í hug að láta verða honum að falli, En þegar dæmið er skoðað, þá er Þráinn lát- inn halda ótrúlega ræðu yfir eins- konar opnum fundi íslenskra námsmanna I Höfn skömmu eflir að Þjóðveijar hafa hertekið landið. Hann segir andspymuhreyfingima þá þegar af stað fama og að hann hafi þar nokkur lyklavöld og skor- ar á menn að vera með. Á svo eftir að ögra Pétri sérstaklega með hug- leysi hans: ætla bókhaldsblækur ekki að vera með í frelsisstríðinu eða hvað! Það skiptir náttúrlega ekki öllu máli - en þetta er allt með ólíkindum. Bæði var nú það að andspymuhreyfing var ekki mjög fljót á fætuma í hemumdri Dan- mörku og síðan er það .glæfralega ósennilegt að nokkur Islendingur sem á þeim buxum væri hefði ver- ið svo skyni skroppinn að leita liðs við lífsháskahreyfingu á opnum landafundi á krá (á þeim tíma var drjúgur hluti íslenskra stúdenta meira eða minna á bandi Þjóð- veija). Annað er það sem gerir glæp- inn eins og „afstrakt“ er að saga Péturs er mjög einrödduð. Kærast- an sem aldrei var honum góð, hún á sér ekki rödd nema um allra hvunndagslegustu hluti. Það liggur við að lesandinn segi: feginn má hann vera að vera laus við hana þessa. Þráinn á sér ekki heldur rödd sem eflir verði tekið (nema þá til að sýna hvemig ekki á að byggja upp andspymuhreyfingu). Farið hefur fé betra! Og svo er það Pétur sjálfúr. Við sögðum áðan að lýsingin á honum sem einskis verðu ríku gamalmenni í New York væri nokkuð svo skilvirk. Og spillir ekki fyrir að ljóðrænn bölmóður Prédíkarans í Biblíunni er látinn hressa upp á textann með beinum og óbeinum hætti. En nú er komið að skrýtnum hlut og varasömum: sögusamúðinni. Pétur veit að „refs- ing“ hans fyrir glæpinn hefúr verið hans græðgi og gróðafikn sem engu hefúr skilað nema kulda allt í kringum hann. Sjálfúr vill hann þá helst kenna öðrum um, það er að sgja stúlkunni svikulu - „gróða- fíknin“ kom ekki fyrr en eflir að hún hvarf úr lífi hans, hún rak hann til Amriku, hún „neyddi mig til að fremja glæpinn". Við trúum þessu náttúrlega ekki, tökum þetta ekki gilt. Hitt er svo lakara, að við sjáum Pétur Pétursson aldrei í neinum þeim ham, sem gæti fengið okkur til að trúa því að eftirsjá væri í piltinum. Við erum með ýmsum hætti leidd að þeirri niður- stöðu, að hlutskipti hans sé sjálf- skaparvíti - og rétt mátulegt á hann, karlhelvítið! Við erum of sátt við hans auma líf. En einmitt með því móti er eins og lokað fyrir það að við getum gert hans raunir að einhverju því sem verður veru- lega áleitin meðhöndlun á eilífðar- málum sem lúta að sekt og réttlæt- ingu, blekkingaþörf og eyðileika lífsins. NÝTT HELGARBLAÐ 4 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.