Þjóðviljinn - 17.01.1992, Blaðsíða 2
T e y g t
t o g a ö
o g
Með eina allsherjar
íþróttadellu
Hver ertu?
Samkvæmt öllum pappír-
um er ég bara númen
280460 - 4759 sem er
kennitalan mín.
Ihvaða stjömumerld ertu?
Nautinu.
Hvað er verst ifari karla?
Óheiðarleiki og óþriínaður.
En best?
Heiðar-, hressi- og hrein-
leiki.
Hvað er best/verst i fari
kvenna?
Það gildir það sama um
konumar og karlana.
Ertu myrkfælinn?
Nei.
Hejurðu séð draug?
Ég er ekki viss.
Vœrirðu ekki þú hver vild-
irðuþá vera?
Saxi læknir.
Hvað er það versta sem
fyrir þiggœti komið?
Það er ekki hægt að birta
þaðáprenti.
Hvað er leiðinlegasta leik-
rit sem þú hefur séð?
Ég man það ekki. Það var
svo leiðinlegt.
Áttu bam eða gceludýr?
Ég á einn strák sem heitir
Sigmar Freyr Jónsson.
Ertu með einhverja dellu?
Ég er með eina allsheijar
íþróttadellu.
Ertu með einhverja komp-
lexa?
Ekki neina afgerandi.
Hvað er kynœsandi?
Kvenmannskroppar.
Áttu þér uppáhaldsflik?
Skotapilsið mitt.
Ertu dagdreyminn?
Nei.
Hvað skxptir mestu máli í
lifinu?
Að vera heilbrigður og
hamingjusamur og geta
veitt öðru fólki í knng-
um sig einhveija ánægju.
Hvað er fullkomin ham-
ingja?
Við erum öll að leita að
henni.
Hvaða galla áttu auðveld-
ast með að umbera?
Mikið röfl.
Hver er eftirlætis söguhetj-
an þin?
Tarsan.
En eftirlætis persóna sög-
unnar?
Engin öðrum ffemur sem
ég man eftir.
Uppáhaldsmálari?
Kjarval.
En tónskáld?
Gamli Mozart í nútímaleg-
umbúningi.
Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera?
Það er ekki pnenthæft.
Hver em persónueinkenni
þin?
Mér er sagt að ég geti verið
nokkuð þijóskur og
viljasterkur.
Hver er þinn mesti galli?
Ég hef líka heyrt að ég sé
of aumingjagóður.
Hver er uppáhaldsrithöf-
undurinn þinn?
LeoTolstoj.
En Ijóðskáld?
Davíð Stefánsson fiá
Fagraskógi.
Hvaða núlifandi „hetjur"
dáir þú mest?
Eru einhveijar hetjur á lífi?
Áttu þér uppáhaldsnafn?
Sigmar.
Hvaða hœfileika vildirðu
hafa til að bera?
Alla sem ég hef ekki.
Hvemig viltu helst deyja?
Með stæl.
Hvemig líður þér núna?
Rólegur og yfirvegaður.
Áttu þér mottó í lifinu?
í öllum stellingum.
Hver er sterkasti maður
heims?
Magnús Ver Magnússon.
Ertu trúaður?
Erum við það ekki öll inni
við beinið? Svo er það
auðvitað spumingin
hvað menn trúa á.
Stirðlegur farsi í fínni umgjörö
Leikfélag Reykjavíkur
Rugl í ríminu eftir
Johann Nestroy
Leikstjóm Guðmundur Ólafsson
Leikgerð og þýðing Þrándur
Thoroddsen
Leikmynd Steinþór Sigurðson
Búningar Sigrún Úlfarsdóttir
Lýsing Ögmundur Þór Jóhann-
esson
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi síðastliðinn sunnudag Rugl í
riminu, 150 ára gamlan skripaleik
eftir austurríska leikskáldið Johann
Nestroy, og er það afmælissýning
Leikfélagsins, sem varð 95 ára þann
11. janúar síðastliðinn.
Rugl í ríminu er að efni til dæmi-
gerður farsi, snýst um misskilning,
misklíð og mistök, einfoldustu at-
hafnir verða flóknar og allt fer öðru-
vísi en ætlað er. Leikurinn hefst í
verslun góðborgarans Zanglers, sem
hyggst halda til Vínarborgar að
fastna sér konu, og þangað stefna
einnig búðarþjónar hans tveir - fil
þess að lenda í ævintýrum - án leyfis
ftá húsbóndanum. Eins ætla til Vínar
frænka Zanglers og vonbiðill hennar,
að gifta sig á laun. Þegar til borgar-
innar er komið flækjast í málin til-
vonandi brúður kaupmannsins, vin-
kona hennar, ftænka Zanglers og
stofustúlka hennar, kúskur, þjónar og
lögregluþjónn, auk kfnverska sendi-
boðans... og allt þetta fólk kemst
vitaskuld ekki hjá þvf að vera stöð-
ugt að rekast hvert á
annað, misskilja hvert annað og
elta hvert annað, eins og vera ber.
Nú skal það ekki dregið í efa að
Nestroy hafi verið snjallt leikskáld
og frægur á sinni tíð, eins og stendur
í leikskrá. Rugl í ríminu hefbr sjálf-
sagt þótt geysilega fyndið leikrit og
ísmeygilegt í Austurriki fyrir 150 ár-
um, en það væri synd að segja að
það bæri aldurinn vel. Það er að vfsu
hæpið að kenna Nestroy um þá út-
gáfii leiksins sem nú er sýnd í Borg-
arleikhúsinu en í leikskrá, þar sem
saga verksins er rakin, eru tíndar til
einar þijár leikgerðir sem gerðar hafa
verið eftir því og er helst á pistlinum
að skilja að þær hafi allar verið hafð-
ar til hliðsjónar við samningu þeirrar
leikgerðar sem nú er sýnd. Hvaða
Lilja Gunnarsdóttir
skrifar um leikhús
áhrif allar þessir endursamningar og
endurbætur hafa haft á Rugl í ríminu
er ómögulegt að vita. Þó má leiða
getum að því að málfar persónanna
hafi orðið opinskárra með árunum,
en fyndnin í leiknum er auk hlaupa,
feluleiks og misskilnings aðallega
byggð á ó-tvíræðum bröndurum.
Kynlíf var víst feimnismál og flest
bannað sem að því laut, þá ekki síst
að tala um það nema undir rós í Vín-
arborg á 19. öld.
Hvað um það, texti Þrándar
Thoroddsens er býsna smellinn og
ekki annað að heyra en að orðaleik-
imir séu vel saman settir þótt „sam-
ræðumar" hefðu getað farið fram á
klósetti í einhveijum gmnnskólan-
um. Hinsvegar er leikritið eins og úr
samræmi við sjálft sig, hefst á löng-
um og stirðlegum fyrsta þætti, sem
aðrir þættir þess geta ekki nema með
herkjum vegið upp á móti. Hefði
ekki verið hægt að koma þessum
ágæta kaupmanni af stað i sina Vín-
ar- og bónorðsför með aðeins minni
tilfæringum, úr því að verið var að
gera leikgerð á annað borð?
Það er þó kannski ósanngjamt að
kenna höfundi leikgerðar um það að
leikurinn er stirðbusalegur, þar er því
frekar um að kenna að hlaup og
snúningar persónanna, sem hver ær-
legur farsi stendur og fellur með,
vom fremur haglætisleg, og hlýtur
slíkt að skrifast á reikning leikstjór-
ans. Sú leið virðist hafa verið valin
að gefa áhorfendum nægan tíma til
að velta málinu fyrir sér, hlusta vel á
textann, spekúlera í persónunum og
sjá fyrir hvað næst myndi gerast - og
njóta leikmyndarinnar, sem er vissu-
lega glæsileg. Það er bara ekki nóg í
skrípaleik, sem aðeins getur haldið
athygli áhorfenda með því að koma
þeim stöðugt á óvart og gefa engan
tíma til yfirvegana eða til að telja
flöskumar undir búðarborðinu, því
þar með em töframir rofnir. Jafnvel
þótt allir séu í fínum búningum.
Framlag höfunda leikmyndar og
búninga er þannig hið ágætasta og
minnir á liðna tíð þegar viðamikil
leiktjöld vom hverri sýningu alger
nauðsyn og búningar áttu að vera
flott, og hlýtur það að teljast vel við
hæfi á 95 ára afmælinu. Eins er
ljósanotkun prýðileg og hæfði vel
umgjörð sýningarinnar.
Þorsteinn Gunnarsson lék Zan-
gler verslunareiganda, Kristján
Franklín Magnús Weinberl búðar-
þjón og Ellert A. Ingimundarson
Kristófer búðarþjón. Allir þrír heldur
svifaseinir, svona yfirleitt, rétt eins
og búningamir eða virðuleiki versl-
unarstéttarinnar bæri þá ofurliði. Sig-
rún Edda Bjömsdóttir lék Maríu,
ffænku Zanglers og skjólskcðing, og
Kjartan Bjargmundsson Saunders,
biðil hennar, bæði einum of hjákát-
leg til þess að vera beinlínis fyndin,
en það má ef til vill rekja til þess að
nægur tími gafst til að velta slíku fyr-
ir sér á frumsýningu.
Gunnar Helgason var sendiboð-
inn frá Kína og einn af fáum leikend-
um sem ekki virtust þrúgaðir af al-
vöm augnabliksins, en hann stóð fyr-
ir dijúgum hluta þeiirar skemmtunar
sem af leiknum mátti hafa, ásamt
Margréti Helgu Jóhannsdóttur sem
lék ffú Knorr, verslunareiganda og
tilvonandi ffú Zangler. Sömuleiðis
tókst Eddu Björgvinsdóttur ágætlega
upp í hlutverki ffú Fisher, vinkonu
frú Knorr, og Guðrúnu Asmunds-
dóttur sem gömlu ffú Blumenblatt
sem Zangler ætlar fá til að fela Mar-
íu fyrir Saunders. Rósa Guðný Þórs-
dóttir var enn fremur skemmtíieg
sem Lisette, ffanska stoíustúlkan hjá
ffú Blumenblatt, en Magnús Ólafs-
son öllu lakari í hlutverki kúsksins
graða, sem Lisette fellur fyrir.
Margrét Ákadóttir lék Fanneyju,
ráðskonu Zanglers, og Eggert Þor-
leifsson Melkior, þjón hans, bæði
hálfþartínn utanveltu í leiknum. Ami
Pétur Guðjónsson var aulalegur
klæðskeri en býsna skemmtilegur
þjónn, Þröstur Guðbjartsson ágætur
lögreglumaður en öllu lakari þjónn.
Um leið og Leikfélagi Reykja-
víkur er óskað til hamingju með af-
mælið er ekki annað hægt en lýsa
fúrðu á verkefhavali þess í tilefhi af
þessum tímamótum. Vissulega er vel
við hæfi að velja farsa, en hvers
vegna Rugl í ríminu?
Id a g
17. janúar
er föstudagur.
Antóniusmessa.
17. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl.
10.51-sólarlag kl. 16.25.
Viðburðir
Þjóðhátíðardaqur Mónakó.
Eimskipafélag Islands
stofnaö 1914. Starfs-
mannafélag Reykjavíkur
stofnað 1926. Félag bif-
vélavirkja stofnað 1935. 7
menn farast í þyriuslysi á
Kjalarnesi 1975.
S k ú m u r
Vjð í þessari stjórn höfum unnið
! mörg og stór afrek, okkur hefur
I tekist að bjarga hag^___
fft--------------- J
NÝTT HELGARBLAÐ
2 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992