Þjóðviljinn - 17.01.1992, Page 4
Lánum Rússum
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis tók í fyrra-
dag frumkvæði í síldarsölumálinu, sem mjög hefur
verið í fréttum undanfarna daga. Þingnefndin átti
fund með tveimur bankastjórum Seðlabankans og
fól þar bankanum að boða hagsmunaaðila og við-
skiptabanka á fund og finna leiðir til að greiða fyrir
viðskiptunum.
Forsaga þessa máls er sú að Rússar fóru fram á
lánafyrirgreiðslu Landsbankans til að geta samið um
kaup á 300 þúsund tunnum af saltsíld, en þar er um
að ræða stærsta síldarsölusamning við Rúss-
land/Sovétríkin frá því síldveiðar hófust hér við land
að nýju árið 1975. Landsbankinn leitaði álits hjá rík-
isstjórninni vegna þess að hér er um stórt og
áhættusamt mál að ræða en ríkisstjórnin vísaði því
frá sér og hafði engin ráð að gefa. Alþýðublaðið fer
háðuglegum orðum um bankastjóra Landsbankans í
leiðara í gær og segir að bankinn verði að stunda al-
vöruviðskipti og bankastjórnin að afgreiða málið upp
á eigin spýtur. Dagblaðið skrifar á sömu nótum í leið-
ara sínum í gær.
Þótt margt sé rétt í því sem þessi málgögn stjórn-
arflokkanna segja, fara þau full glannalega fram í
málflutningi sínum. Staðreyndin er sú að hér er ekki
á ferðinni einfalt viðskiptamál sem snýst um það
hvort bankinn telur áhættuna af viðskiptunum ásætt-
anlega eður ei. Hér eru á ferðinni lánafyrirgreiðsla af
stærðargráðunni 800 miljónir en auk þess snýst mál-
ið um atvinnu- og verðmætasköpun í íslensku efna-
hagslífi sem stjórnvöldum kemur vitaskuld við, ef
þau á annað borð telja sig eiga að fást við efnahags-
og atvinnumál. Kannski er þetta enn ein sönnunin á
„kemur-mér-ekki-við“-stefnu stjómarinnar á sviði at-
vinnumála.
Ljóst er að síldarvinnslan í landinu á mikilla hags-
muna að gæta að síldarviðskiptin við Rússa geti far-
ið fram. Það hefur varla farið fram hjá nokkru
mannsbarni að Rússar eiga í miklum þrengingum
heimafyrir um þessar mundir, en jafnframt er þar
eystra stærsti síldarmarkaður í heimi sem við höfum
átt viðskipti við um langt árabil. Engin ástæða er til
að yfirgefa þennan markað vegna þess mótlætis
sem viðskiptavinir okkar glíma við. Þvert á móti má
færa fyrir því rök að það sé skynsamlegt að bregð-
ast okkar viðskiptavinum ekki nú, heldur gera við þá
stóran síldarsölusamning og veita þeim jafnframt
lánafyrirgreiðslu. Með því móti höldum við okkar hlut
á þessum stóra markaði og það sem meira er, við
styrkjum stöðu okkar þegar fram í sækir og rofa fer
til í rússnesku efnahagslífi.
Spurningin er þá miklu fremur nú hvernig hægt
verði að tryggja þessi viðskipti og hverjir eigi að taka
áhættuna af þeim. Ríkisstjórnin hafði hvorki hug-
myndaauðgi né vilja til að taka á þessu máli, henni
kom það greinilega ekki við að eigin mati. Efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis hefur hins vegar tekið
virðingarvert frumkvæði með því að leiða saman
Seðlabankann, hagsmunaaðila og viðskiptabanka
þeirra þannig að hægt verði að dreifa áhættunni af
viðskiptunum. Það er þá eins gott fyrir þessa aðila
að vera ekki upp á ríkisstjórnina komnir. Líklega er
þetta skynsamleg leið sem tryggir arðbær viðskipti,
stuðlar að aukinni verðmætasköpun og styrkir at-
vinnuna. Jafnframt er þá áhættunni dreift á hags-
munaaðila eins og eðlilegt er, bæði seljendur og við-
skiptabanka. Vonandi er að málið leysist þannig far-
sællega að tilstuðlan þingnefndarinnar.
Atvinnulífið getur hins vegar dregið þann lærdóm
af þessu máli að það getur ekki á nokkurn hátt reikn-
að með stuðningi, ráðum eða hvatningu frá núver-
andi ríkisstjórn. Hún hvorki vill né getur náð talsam-
bandi við atvinnulífið og almenning í landinu. Það er
og verður hennar Akkilesarhæll.
AÞS
Helgar
Útgefandi:
Útgáfufélagið
Bjarki h.f.
Framkvæmdastjóri:
Hallur Páll Jónsson
Ritstjórar:
Árni Bergmann,
Helgi Guðmundsson.
Ritstjórnarfulltrúar:
Árni Þór Sigurösson,
Sigurður Á.Friðþjófsson
Auglýsingastjóri:
Steinar Harðarson
Afgreiðsla:
® 68 13 33
Auglýsingadeild:
« 68 13 10-68 1331
Símfax:
68 19 35
Verð:
170 kr. (lausasölu
Setning og umbrot:
Prentsmiðja
Þjóðviljans hf.
Prentun:
Oddi hf.
Aðsetur:
Síðumúla 37,
108 Reykjavík
Helgarpistill
Stærstu mál næstu ára
Á hveiju á heimsbyggðin von?
Eftir að austrið og vestrið eru ekki
andstæður og fjendur, heldur
greinar á sama meiði? Eftir að rík-
iskommúnisminn líður undir lok í
Sovétríkjunum og þau leysast upp?
Meðan þessi tíðindi voru að
gerast voru menn fyrst og fremst
bjartsýnir. Nú er öll hugmynda-
fræði dauð, sögðu menn, og við
taka þau hyggindi sem í hag koma.
Um allt sigrar lýðræðið og hin
frjálsa og arðbæra og velmegun
tryggjandi samkeppni.
Uggur út breiðist
Sú bjartsýni hefur orðið
skammvinn. Sá bölmóður sem tal-
að var um í áramótaávörpum hér á
landi er ekkert sérfyrirbæri is-
lenskt. Það er sama hvert er litið:
menn trúa ekki á vestrænt fjár-
málakerfi, menn óttast vaxandi
mun ríkra og fátækra („forstjóra-
græðgina") bæði innan ríkra sam-
félaga og svo vaxandi mun á ríkum
samfélögum og „suðrinu“, þriðja
heiminum, þeim sem ekki komast
inn í efnaða klúbbinn, hvemig sem
reynt er. Menn óttast hrun ósón-
lagsins og ónæmiskerfisins í
manneskjunni, menn eru dauð-
hræddir við kjamorkuvopnabúinn
íslam og fjárfestingar kókaínbar-
óna í vestrænum fjölmiðlum. Illt er
það allt og bölvað...
Heimsveldið og
barbaramir
Það má reyndar gera ráð fyrir
því, að á næstu misserum muni
menn hafa hugann við tvennt öðm
fremur. Annað er vaxandi djúp og
fjandskapur milli Norðurs og Suð-
urs, hinna iðnvæddu og sæmilega
stöddu samfélaga og þriðja heims-
ins, sem færist heldur fjær því en
nær að komast „upp í klúbbinn“.
Eitt tímanna tákn er spádómsrit
eftir franskan sérfræðing um sam-
skipti norðurs og suðurs, Jean-
Christophe Rufin. Hann dregur
upp heldur betur skuggalega fram-
tíðarsýn í riti sem hann nefnir
„L’empire et les noveaux barbar-
es“ - heitið sjálft minnir á hlið-
stæður við fomöldina: hningandi
Rómarveldi á í vök að verjast fyrir
áhlaupum „villimanna".
Rufin minnir á það, að nú eru
famir að stækka þeir „hvítu flekk-
ir“ á landabréfum sem menn héldu
áður að horfnir væm. Hann á við
það, að þau svæði í þriðja heimin-
um stækka þar sem „hvítum mönn-
um“ úr norðrinu er ekki vært, ekki
óhætt fyrir þá að ferðast. Þaðan
berast engar fréttir eða þá að menn
vilja ekki heyra þaðan fréttir. Þar
hefur átt sér stað samfélagslegt
hrun. Engin rikísstjóm fer lengur
með stjóm (hvorki illa stjóm né
sæmilega). Ræningjahópar og ma-
fiur yfirtaka sveitimar og fátækra-
hverfín i stórborgunum. Og á þess-
um eymdarsvæðum gerist það ekki
Iengur að uppreisnamienn gegn
ríkjandi ástandi reyni að brjótast til
áhrifa með tilstilli hugmyndafræði
eða hugsjóna sem fengnar eru að
láni að Norðan (hvorki frá norð-
vestri né norðaustri). Sá tími er lið-
inn að hverskonar andóf í .þriðja
heimi sé drcgið inn í átök milli
austurs og vesturs og njóti stuðn-
ings annarshvors. Það ástand hafði
ýmislegan háska í för með sér, en
það ástand sem við tekur er ekki
siður uggvænlegl.
Djúpstætt hatur
Bcggja vegna „landamæranna“
milli norðurs og suðurs vex hatrið
á „hinurn". Hatur hinna örsnauöu á
þcim ríku magnast mcðan Norðrið
er gripið ofboðslegum ótta við inn-
rásina miklu frá suðri. Otta við að
manngrúi sem enginn hefur stjórn
á flæði yfir Norðrið i leit að lífs-
björg, scm þá verði tekin af Okkur
og Okkar bömum...
Hér verða vangaveltur Rufins
ekki raktar Iengur að sinni - en sem
fyrr segir: þær minna á djúpstæðan
ótta sem situr í samtímamönnum.
Á vandamál sem enginn boðar
nein svör við - því fáir munu þeir
sem halda að ekki þurfi annað en
„rétta“ kapítalíska fjármálapólitík
til að allir geti fetað hinn erfiða en
örugga veg til allsheijarvelmegun-
ar.
Viðskiptastríð
Þessi vantrú er og tengd því
sem er að gerast í Norðrinu, í iðn-
væddu og efnuðu samfélögunum
sjálfúm. Jafnt á Islandi sem í
Bandaríkjunum kvarta menn yfir
ráðlitlum stjómmálamönnum og
léttúðugum bankastjórum sem láti
allt á reiðanum reka. Bjartsýni á
frjálsa verslun um heim allan þok-
ar fyrir vaxandi líkum á viðskipta-
stríðum. Og þá skoða menn fyrst af
öllu samskipti Japans og Banda-
ríkjanna: sú samstilling hagsmuna
sem átti sér stað undir þeim for-
merkjum að bæði þessi stórveldi
þyrftu saman að gæta sín á heims-
kommúnismanum þokar nú fýrir
vaxnandi tilhneigingum í Banda-
ríkjunum til að skella skuldinni á
Japani fyrir margt það sem miður
fer innanlands: vaxandi atvinnu-
leysi til dæmis, það er skrifað á
reikning Japana sem hafa lagt und-
ir sig bandaríska bílamarkaðinn og
mikið af hátæknimarkaðinum. Og
þar fram efiir götum.
bílahöfðingjar gefi einmitt stór-
hneykslanleg dæmi um menn sem
láti alla ábyrgð á rekstri sínum
lönd og leið. Hugsi ekki um annað
en að troða í sína vasa meðan þeir
stýra fyrirtækjunum æ lengra niður
í skuldafen og taprekstur. Hávær-
astur þessara manna er Iacocca frá
Chrysler, segir Lewis, sem fékk
um fimm miljónir dollara í greiðsl-
ur frá fyrirtækinu í fyrra auk þess
sem fyrirtækið keypti af honum
tvö hús vegna þess að hann gat
ekki fengið fyrir þau það verð sem
hann vildi á markaðnum. Forstjóri
General Motors lét borga sér á
þriðju miljón dollara í fyrra. Þeir
tólf stórforstjórar sem fylgdu Bush
til Japans höfðu að meðaltali um
tvær miljónir dollara í laun og
greiðslur á ári - meðan japanskir
kollegar þeirra fá fimm eða sex
sinnum minna, greiða háa skattpró-
sentu - og verða að segja af sér ef
þeir standa sig ekki.
Forstjóragræðgin segir sína
sögu: hún segir frá þeirri hnignun
sem klippir L samband milli
frammistöðu stjómenda og launa
þeirra. Hún segir frá þeirri pólit-
ísku heimsku, sem heldur að þegar
til lengdar lætur muni allir sætta
sig við það „amríska mynstur" að
„toppmenn" hafi 160- fold laun
meðalverkamanns.
Fundinn sökudólgur
Margir bandarískir fréttaskýr-
endur eru um þessar mundir mjög
með hugann við það, að ráðamenn
í landi þeirra séu famir að nota
Japan sem þægilega óvinarmynd
til þess að komast hjá því að horf-
ast í augu við afleiðingar eigin ve-;
sældóms í pólitík og stjómsýslu. í
stað þess að vola og væla og
heimta vemdartolla gegn Japönum
ættu þeir að taka sér þá til fyrir-
myndar um það, hvernig stjóm-
völd vinna með iðnaðinum að
rannsóknum og hvemig hægt er að
gera ýmislegt í menntunannálum
sem dugir í stað þess að fara með
ónytjuhjal eitt eins og þeir gera
Bush og hans menn.
Forstjóragræðgin
í þessum ádrepum fá allir sitt -
bæði Bush og hans stjómarlið og
svo ekki síður höfðingjar stórfyrir-
tækjanna. „Græðgin í forstjóraher-
bergjunuin" er tekin víða sem
dæmi um hnignun og andlegt
gjaldþrot. Til dæmis í nýlegri grein
scni Anthony Lewis skrifaði í New
York Times um það uppátæki
Bush að taka með sér fulltrúa
þriggja helstu bílaframleiðenda
Bandaríkjanna til Japans til að ýta
á eftir kröfugerð um vemdarað-
gerðir fyrir þessa áhrifamiklu grein
iðnaðar. Lewis segir að Japanir
muni láta sér fátt um finnast. Ekki
síst vegna þess, að bandarískir
Andsvar
Hún segir líka frá því, að fátt er
nauðsynlegra hinum vestrænu
samfélögum nú en endurvakin fé-
lagshyggja, sem neitar að taka
grófri og heimskulegri uppsöfnun
auðs hjá þeim sem mest hafa fyrir
sem óumflýjanlegu og jafnvel
nokkuð góðu náttúrulögmáli. Fé-
lagshyggja, vinstristefna sem ætlar
sér í alvöru að snúa við þeirri þró-
un seinni ára sem færir þeim sem
ríkastir eru stærri hluta þjóðarauðs
og fjölgar þeim að miklum mun
sem síga niður úr miðstéttarkjömm
og niður fyrir fátæktarmörkin. Slík
vinstristefna þarf ekki á að halda
neinum útópískum hugmyndum
um fyrirmyndarríki þar sem öll
mál verða leyst. Hún á sér meiri en
æma réttlætingu og kraft í einfaldri
réttlætiskennd, í þörf manna fyrir
að setja elkur við hrokafullri
græðgi sem skýtur sér á bak við
viðskiptafrelsið. Auk þess sem það
þarf nýja félagshyggju, nýja
vinstrimennsku, til að fitja upp á
einhveiju því samtali við Suðrið
fátæka, sem til góðs mæti verða.
Ámi
Bergmann
skrifar
NÝTT HELGARBLAD
4 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992