Þjóðviljinn - 17.01.1992, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 17.01.1992, Qupperneq 5
55 ára sögu Þjóöviljans lykur um mánaðamótin Mynd: Kristinn Útgáfiifélag Þjóðviljans og Út- gáfufélagið Bjarki tóku í byijun vik- unnar þá sameiginlegu ákvörðun að útgáfii dagblaðsins Þjóðviljans verði hætt um næstu mánaðamót. Þar með lýkur 55 ára sögu málgagns vinstri tíreyfingarinnar á íslandi. Helgi Guð- mundsson ritstjóri Þjóðviljans, for- maður Útgáfiifélags Þjóðviljans og stjómarmaður í Bjarka hefúr borið hit- ann og þungann af þeim lífróðri sem róinn hefúr verið að undanfomu til að bjarga því sem bjargað verður. „Það em mikií tíðindi og allt ann- að en skemmtileg að flytja, að stjómir Útgáfúfélags Þjóðviljans og Útgáfúfé- lagsins Bjarka, hafa sameiginlega tek- ið þá ákvörðun að útgáfú Þjóðviljans verði hætt eigi síðar en 31. janúar," sagði Helgi í viðtali við Þjóðviljann. Hverjar eru ástœðurnar fyrir þessu skipbroti blaðsins? ,J>etta á sér langan aðdraganda. Það vita það allir að rekstur Þjóðvilj- ans hefur um langt árabil verið erfiður. Þjóðviljinn er í þeim efnum ekki einn á báti. Þetta er í raun og vem alþjóð- legt vandamál, að minni blöð hafa átt í vaxandi eríiðleikum. Það hafa orðið miklar breytingar á fjölmiðlamarkað- inum sem hér á landi hefúr komið fram í því, að fjölmiðlum hefúr stór- lega fjölgað, komnar em tvær sjón- varpsstöðvar og fjöldi nýrra útvarps- stöðva. Þetta hefúr haft það í for með sér að tekjumöguleikar dagblaðanna rýma. Auglýsingamarkaðurinn stækk- ar ekki að sama skapi sem fjölmiðlun- um fjölgar, þær skiptast á færri staði. Þetta hefúr komið svo berlega fram í rekstri Þjóðviljans að á nokícurra ára tímabili hafa auglýsingatekjumar rýmað á fostu verðlagi um 40 miljónir á ári.“ En hafa menn ekki reynt að bregðast við þessum samdrœtti með einhverjum hœtti? „Vissulega höfúm við gert það. Rekstur blaðsins hefúr alltaf verið erf- iður, jafnvel á þeim ámm sem rekstur Þjóðviljans gekk sem best, þá gerði hann ekki mikið meira en rétt að ná sér uppfyrir núllið. Þær aðgerðir sem við tíöfum gripið til undanfarin ár, hafa því miður ekki nægt til að bjarga útgáfúnni. Við höfúm skorið niður kostnað á öllum sviðum sem við höf- um mögulega getað, við höfúm breytt blaðinu og reynt að gera það læsilegra fýrir kaupendur, og síðast en ekki síst stofnuðum við hlutafélag um rekstur- inn, Útgáfúfélagið Bjarka h/f, sem tók að sér að gefa blaðið út frá áramótun- um 90/91. Jafnffamt var gengið frá skuldbreytingum á því sem næst öll- um skuldum Þjóðviljans, þannig að gert var ráð fýrir að greiða þær á mjög löngum tíma. Hugmyndin var sú að koma Þjóðviljanum með þessum hætti á núllið og reyna síðan að láta hann standa undir sér. Það hefúr ekki tekist. Auk þess sem auglýsingatekjumar hafa hrunið þá höfúm við á undan- fornum árum átt í talsverðum erfið- leikum varðandi áskrifendafjöldann. Okkur tókst hinsvegar á sl. ári að snúa þar vöm í sókn. Það var ekki bara að við næðum aftur jafn mörgum áskrif- endum og þær áskriftir sem rikissjóð- ur sagði upp, heldur tókst að bæta við þúsund áskrifendum til viðbótar og saxa þar með mjög á það sem tapast hafði undanfarin ár. Þegar við hættum útgáfú blaðsins núna em áskrifendur ekki langt frá því að vera jafn margir og þeir hafa verið að meðaltali mest allan tímann sem Þjóðviljinn hefur komið út.“ Þessi staða sem upp er komin er hún ekki talandi dœmi um það að flokksblöð séu tímaskekkja? „Ef það væri eina orsökin, að Þjóðviljinn tengist vinstri hreyfing- unni og Alþýðubandalaginu, þá væri reksturinn á Morgunblaðinu ekki björgulegur. Það er sama hvað hver segir, þá er Morgunblaðið rækilega tengt Sjálfstæðisflokknum, og ef þú spyrðir einhvem að því, hvers flokks málgagn Morgunblaðið væri, þá myndu flestir svara því að það væri málgagn Sjálfstæðisflokksins. Erlend- is er allur gangur á því hvort blöð, sem em að lognast út af, em tengd stjóm- málaflokkum eða ekki. Þjóðviljinn hefúr auðvitað verið málgagn vinstri hreyfmgarinnar og það hefúr verið hans hlutverk og skylda að vera það. Hinn kaldranalegi vemleiki segir hins- vegar að það hefúr ekki tekist að reka blaðið á markaðsgrundvelli eúigöngu. Þá er ekkert annað að gera en að horf- ast í augu við það. Það era ekki að- stæður uppi til að halda úti málgagni með ffamlögum til ffambúðar." En er það ekki timanna tákn að Þjóðviljinn lognast út af á sama tima og Sovétríkin? „Það er að minnsta kosti ekkert samband á milli þess og þeirra breyt- inga sem hafa orðið í Austur- Evrópu. Hann er margur vinstrisinninn sem hefúr lengi verið fúll yfir því hvað Þjóðviljinn hefúr verið vondur við Sovétríkin. Staða Þjóðviljans hefúr ekkert með alþjóða pólitík að gera. Fyrirtækið hefúr eúifaldlega lent i rekstrarerfiðleikum. Það em mjög margir sem átta sig ekki á því að blaðaútgáfa er fýrirtækjarekstur, sem gengur ekki til lengri tíma nema endar nái saman í rekstrinum." Hver er staðan varðandi Nýmœli og stofnun nýs dagblaðs? „Þegar áskrifendasöfnunin stóð sem hæst á haustdögum og við vorum í raun og vem að leggja af stað í nýja lotu til þess að koma fótunum undir blaðið fjárhagslega, þá kom í ljós að það vom ekki bara við sem áttu i miklum erfiðleikum. Blaðstjóm Tím- ans tók þá ákvörðun að hætta að gefa út Tímann um áramótin. Það lá því í augum uppi að við myndum lenda í erfiðleikum ef svo færi. Blöðin hafa sameiginlegan prentsamning og þau hafa staðið saman að dreifingu. Þessir þættir em svo mikilvægir í rekstrinum, að ef annað blaðið hættir þá lendir hitt 1 erfiðleikum. Um svipað leyti fóm þá í gang al- vöm samtöl um stofhun nýs blaðs, þar sem ekki var gert ráð fýrir að sameina Túnann og Þjóðviljann, einsog sumir hafa verið að tala um, heldur stofna al- gjörlega nýtt dagblað og að þessi eldri blöð vikju af markaðinum. Stöð 2, þ.e.a.s. íslenska útvarpsfélagið tók þátt í þessu af fúllum krafti, en þegar til átti að taka taldi íslenska útvarpsfélag- ið sig ekki í stakk búið til þess að vera með í félaginu. Þannig að eftir feiki- lega vinnu, sem búið var að leggja í undúbúning að stofúun nýs blað, þá kom talsverður hnykkur á það nú skömmu fýrir hátíðimar. Það þýðir hinsvegar ekki að vinn- unni sé ekki haldið áfram. Það er unn- ið áfram af fúllum krafti við að stofna nýtt blað þessa dagana, að reyna að fá nýja aðila í þetta felag. Aðstandendur Þjóðviljans tíafa ákveðið að verða að- ilar að þessu nýja blaði. Það sem er að gerast núna breytir ekki þeirri ákvörð- un. Við höfúm hinsvegar ákveðið að hætta útgáfú Þjóðviljans." Því liefur verið haldið fram að þið hafið verið ansi glámskyggnir, að Stöð 2 hafi aldrei átt neina peninga til að láta i nýtt dagblað og að með þessum drœtti sem varð á málinu, á meðan beðið var ákvörðunar þeirra, hafi hugmyndin einfaldlega verið drepin. „Úm það er svosem ekkert að segja. Menn mega hafa hvaða skoðun sem þeir vilja á því. Við höfðum enga ástæðu til að ætla annað en að Is- lenska útvarpsfélagið hefði burði til þess að vera með í þessu félagi. Reyndin varð svo önnur og við því er nánast ekkert að gera. Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og segja að við hefðurn átt að sjá þetta fyrir." En þú persónulega hefur fulla trú á þvi að nýtt blað muni koma fyrr en seinna ? „Já, ég hef ég fulla trú á því. I fyrsta lagi em skilyrðin til að gefa út nýtt blað mjög góð. Félagsvísinda- stofnun hefúr kannað markaðinn fýrir slíkt blað og í ljós kom að áhuginn á því er mikill meðal þjóðarinnar. Þar að auki nær auðvitað engri átt, og ég veit að mjög margir em sama sinnis, séð frá sjónarmiði lýðræðis og frjálsra skoðanaskipta í landinu, að hér séu bara tvö dagblöð á hægri vængnum í Reykjavík, og siðan eitt á Akureyri sem tíefúr fýrst og fremst útbreiðslu á sínu svæði fýrú norðan og austan." Gleymirðu ekki Timanum? „Nei, nei. Ég er ekki að gleyma Tímanum. Það liggur fyrir prinsip- ákvörðun um að hætta að gefa út Tím- ann. Ég hygg að aðstandendur Tímans séu nú að gera svipaða hluti og við, að ráða atburðarásinni þar til ákvörðun verði tekin um útgáfú nýs blaðs.“ Hvað er þér efst í huga núna þeg- ar Ijóst er að 55 ára sögu Þjóðviljans er að Ijúka? „Mér er auðvitað efst í huga sú sérkennilega aðstaða sem ég persónu- lega er í, að þurfa að bera stærstan hluta ábyrgðarinnar á þessum ákvörð- unum. Mér er ljóst að nú er að ljúka merkilegri sögu með Þjóðviljanum. Satt best að segja er annað en gaman að þurfa að taka þátt í því að setja punktinn aftan við þá sögu. Ég er í hópi þeirra Islendinga sem nánast alla sína ævi hafa haft Þjóðvilja innan seilingar, alveg fra þvi að ég var bam. Ég skil því tilfinningar þeirra, sem núna horfa á bak honum, mæta vel. Þjóðviljinn hefúr fýlgt mér og fjölskyldu minni og foreldmm mínum á sínum tíma. Það er þvi satt best að segja afar erfitt að þurfa að standa frammi fýrir vinstri sinnum, að ekki sé nú minnst á starfsmenn blaðsins, og tilkynna þessa ákvörðun. Það að Þjóðviljinn hættir núna em vissulega mjög alvarleg tiðindi og því erfiðara að þuífa að standa að þessu þegar við völd er ríkisstjóm sem er andsnúnari félagslegum viðhorfúm en sést hefúr um langt árabil og hikar ekki við að ráðast gegn ýmsum grund- vallarþáttum samfélagsins, sem maður var farinn að álykta að væm þolanleg- ar sættir um og flestir hafa litið á sem sjálfsagðan grundvöll þjóðfélagsúis. Það er alvarlegt mál að Þjóðviljans skuli ekki njóta við þegar svo háttar. Það þýðir hinsvegar ekki að láta deigan síga. Við skulum átta okkur á því, að ef að við ekki getum valið besta kostinn, þá gemm við það sem er næst best ef við lífsins mögulega getum. Þó Þjóðviljinn hætti að koma út þá munu vinstri sinnar í landinu hreint ekki láta deigan síga. Það er frá- leitt að þeir hafi ástæðu til þess þótt þama verði breyting á. Við skulum i fýrsta lagi vona það að fjölmiðlun í framtíðinni verði opin fýrir ólík sjón- armið. Að fjölmiðlamir verði í ríkari mæli umræðuvettvangur allra, þar sem vinstri sinnar og hægri menn koma frarn og takast á. Þótt við stöndum frammi fýrir þessum alvarlegu tíðindum, alvarleg- um í mörgu tilliti, pólitísku og menn- ingarlegu, þá þýðú ekkert annað en að horfa sæmilega björtum augum til framtíðarinnar. Ef það fer svo að hér verður allsráðandi hægri pressa, sem sýnú sig i þvi að loka dyrunum á vinstri sjónarmið, þá trúi ég ekki öðm en að á þeirri stundu verði slíkur veig- ur í félagshyggju- og vinstra fólki, að það muni bijótast út úr slíkri einangr- un með fjölmiðlun af einhveiju tagi.“ Hvað tekur nú við hjá Helga Guð- mundssyni? „Ég geri ráð fýrir að ég vinni áfram að þvi að nýja blaðið verði til. Það er verkefhi næstu vikna. Þjóðvilj- inn er ekki gjaldþrota og við þurfúm þessvegna að haída sjó og ganga frá mörgum málum. Þegar þessu öllu verður lokið þá býst ég við að ég snúi mér að mínum ritstörfrim, sem ég hef stundað undanfarin ár. Næsta bók mín kemur væntanlega út hjá Máli, á menningu áður en langt um líður. Ég hef satt best að segja litlar áhyggjur af minni eigin afkomu, en stór hópur af starfsfólki Þjóðviljans verður líklega atvinnulaus, a.m.k. um einhvem tíma, og það er annað en gaman að vera í þeirri aðstöðu. -Sáf HUGSUM HNATTRÆNT Notum endurunninn, óbleiktan gœðapappír ÍSKAUP HF Flókagötu 65, 105 Reykjavik simi 62 79 50, símbréf 62 79 70 NYTT HELGARBLAÐ 5 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.