Þjóðviljinn - 17.01.1992, Síða 6

Þjóðviljinn - 17.01.1992, Síða 6
V i ð t a I Tímar heims- valdastefnunnar eru liðnir undir lok Segir Rodolfo Molina-Du- arte, sendi- herra Vene- zúela, sem hér er staddur í tilefni mynd- listarsýningar í Hafnarborg Þessi myndlistarsýning frá Venezúela er lítið dæmi um það að nú er að koma fram í heimalandi mínu ný og þrótt- mikil kynslóð listamanna, sem hefur sýnt sig að eiga erindi við heimsbyggðina. Þetta sagði Rodolfo Molina- Duarte, sendiherra Venezu- ela, í samtali við Þjóðviljann í tilefni myndlistarsýningar 6 ungra listamanna frá Venezu- ela, sem nú stendur yfir í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem formlegum menningartengsl- um er komið á á milli þjóð- anna, en um þessar mundir er verið að opna norræna mynd- listarsýningu í Caracas, höf- uðborg Venezuela, með þátt- töku listamannanna Jóns Ósk- ars, Georgs Guðna og Ólafs S. Gíslasonar. Sendihcrrann er maður hávax- inn og giaðlyndur og ber greinilega með sér þá ríku blöndu ólíkra kyn- þátla scm er einkennandi fyrir mcnningu og þjóiðlíf í heimalandi hans. Hann er mcnntaður í sljóm- málafræðum og við byrjum á því að spyrja hann um stjómmála- ástandið í heimalandi hans. - Við erum stoltir af því Ven- ezuelabúar, að hafa búið við stöð- ugt lýðræði i 34 ár, en það er leng- ur en flest lönd Rómönsku Amer- íku að Mexíkó undanskildu. Við teljum okkur að mörgu leyti hafa sett upp fordæmi fyrir önnur ríki álfúnnar. Við búum við tjáningarfrelsi, fjölflokkakerfi og reglubundnar kosningar. Við höf- um tvo stóra flokka, sem hafa ver- ið áhrifamestir við stjóm landsins, sósíaldemókrata og kristilega demókrata. Auk þess höfum við lítinn róttækari sósíalistaflokk, sem er áhrifameiri en atkvæðafjöldinn segir til um, þvi menntamenn hafa borið hann uppði að stómm hluta. Þessi flokkur hefur haft um 10% kjörfylgi. Við síðustu kosningar 1989 hlutu sósíaldemókratar tilskilinn meirihluta, en þeir hafa lengst af verið við völd frá því að lýðræði komst á 1958. Fólkið íbúar landsins em um 20 milj- ónir, og þeir eru íjölskrúðug blanda af ólíkum uppmna: indíán- ar, Afríkumenn, Spánverjar, Portú- galir, ítalir. Líbanir og A- Evrópu- Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna SamkvæmJJokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og éí^Tiar- skatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1992 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1991, verið ákveðinn sem hér segir: 1. Til og með21. janúar 1992: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Til og með20. febrúar 1992: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Til og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1992: Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausa- fé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1991 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrirfærri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. RÍKISSKATTSfj ÖRI menn. Hjá okkur þekkjast engin kynþáttavandamál, og ég held að hjá okkur sé að finna eitt af fáum dæmum þess að gyðingar og músl- imar starfi í sátt og samlyndi. Þessi friðsamlega sambúð ólíkra kyn- þátta er reyndar einkennandi fyrir fleiri ríki Rómönsku Ameríku og ætti að vera þjóðum heimsins dæmi um það að þjóðemislegur uppmni á ekki að þurfa að koma í veg fyrir það að fólk geti unnið saman. Náttúran Venezúela er land sem býr við ótrúlegar náttúmauðlindir og möguleikar þar til efnahagslegra framfara virðast óþrjótandi. Vand- inn er bara að stjóma nýtingu þeirra rétt. Við eigum miklar olíu- lindir, jám, mangan, báxít, dem- anta og gull í jörðu, auk þess sem Venezúela er gott landbúnaðarland og mikið er af nýtanlegri vatns- orku. Olíuvinnslan var lengi vel helsta tekjulindin, en það breyttist í olíukreppunni 1983. Síðan hefúr verið lögð áhersla á fjölþættari at- vinnuuppbyggingu: olíuefnaiðnað, málmiðnað, álframleiðslu o.s.frv. Okkur vantar ekki auðlindimar, en vandinn við að stjóma nýtingu þeirra hefúr reynst okkur erfiðari. Skuldabagginn - Er Venezúela ekki að sligast undan erlendum skuldum eins og fleiri riki þriðja heimsins? - Erlendu skuldimar vom á tímabili alvarlegt vandamál, en við emm eina landið í S-Ameríku sem hefur staðið við allar endurgreiðsl- ur á erlendum lánum, og okkur hefur tekist að greiða þau þannig niður að þau em ekki lengur sam- bærilegt vandamál við það sem gerist i Brasilíu, Mexíkó eða öðr- um nágrannaríkjum okkar. Við höfum því skilyrði til mikillar Höggmyndir á sýningu ungra myndlistarmanna frá Venezuela i Hafnarborg. Myndir: Jim Smart NÝTT HELGARBLAÐ 6 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.