Þjóðviljinn - 17.01.1992, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 17.01.1992, Qupperneq 10
E r I e n t Blóðucj jól hjó Kúraum í Tyrklandi Deilan milli Tyrkja og Kúrda ágerist stöðugt. Bardagarnir um jólin kostuðu 45 menn líf- ið. Reikna má með stórsókn tyrkneska hersins gegn kúr- dískum skæruliðum í vetur. Á aðfangadag skutu sérsveitir tyrkneska hersins að friðsam- legri mótmælagöngu al- mennra borgara, a.m.k. átta létu lífið og sjö eru lífshættu- lega slasaðir. Tyrknesk stjómvöld reyna hvað þau geta til að þegja þessa at- burði í hel. Stjóminni í Ankara hefur að mestu leyti tekist að halda þessum voðaverkum fjarri fjöl- miðlum. Fjöldamorð á kúrdískum borgurum á aðfangadagskvöld get- ur varla kallast annað en hermdar- Astrid Kjetsaa skrifar: verk. Tyrknesk stjómvöld vilja að hugsanlegar hefndaraðgerðir Kúrda verði rifnar úr samhengi og hægt verði að láta líta svo út að þar sé um illmannlegt ofbeldi að ræða. Þetta er aðferð sem Tyrkir hafa notast við í áratugi. Það hefur tek- ist vegna þess hve erfitt útlending- um er gert að komast leiðar sinnar í Kúrdistan. Af einskærri tilviljun fékk ég tækifæri til að verða vitni að og upplifa ofbeldi Tyrkja með augum Kúrda. Fjöldamorðin á aðfangadag A aðfangadagskvöld skutu tyrkneskar sérsveitir að þremur hópum mótmælenda, alls um 10- 15 þúsund manns, í Diyarbakir og þorpunum Kulp og Lice, rúmlega 50 km norður af Diyarbakir. Á blaðamannafundi að morgni jóla- dags upplýsti þingmaður jafnaða manna, Leyla Zana sem er Kúrdi, að 8 manns hefðu fallið og 7 væm alvarlega særðir og mörg hundruð manns með minniháttar sár. Þeir sem urðu vitni að atburðinum segja að sérsveitimar hafi hafið skotárás að tilefnislausu. HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup- Skeifunni -Kringiunni -Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðberg Lóuhóiar 2*6 simí 71539 Hraunberg 4 sími 77272 Ástæða þess að þúsundir kúrd- ískra borgara söfnuðust saman í mótmælagöngu, var að tyrknesk flugvél kastaði sprengju þann 21. desember á æfingabúðir kúrdískra skæruliða með þeim afleiðingum að 15 ungir Kúrdar létu lífið. Kúrdamir halda því fram að efna- vopnum hafi verið beitt. Átta lík vom flutt til Kulp og vildu bæjar- búar, sem vom ættingjar og vinir hinna látnu, fá líkin afhent til að geta grafið þau á sómasamlegan hátt en herinn leyfði það ekki, það fékk enginn að koma nálægt líkun- um. Nú ganga sögur um að ástæð- an sé einfaldlega sú að efnavopn- um hafi verið beitt og þau spor séu sýnileg. Brot á vopnahléi Kúrdamir vonuðust til að hin nýja ríkisstjóm Demirels, sem tók við völdum um miðjan nóvember sl., myndi fylgja „mýkri“ stefnu í málefnum Kúrda. Leiðtogi kúrd- ískra skæmliða, Abdullah Ocalan, vildi friðmælast við Demirel, eftir því sem tyrknesk blöð greindu frá, og lagði til viðræður um sam- bandsríkjasáttmála. Það kostaði reyndar fjölmargar úrsagnir rót- tækra Kúrda úr skæmliðasamtök- unum. Svar Demirels var að hann myndi virða Kúrda sem þjóð, en ekki ræða um skiptingu Tyrklands. Síðan komst á óformlegt sam- komulag um vopnahlé milli stríð- andi aðila. Að mati Kúrda var vopnahléið rofið fyrir jólin þegar ríkisstjómin eða herstjómin fyrir- skipaði árás á æfingabúðimar. Mótmælin Um það bil 3 þúsund manns söfnuðust saman í mótmælastöðu þar sem líkin voru geymd í Kulp. í 36 tíma beið fólkið og að morgni aðfangadags höfðu þúsund manns bæst í hópinn. Þá hófu sérsveitim- ar skothríð að fólksfjöldánum. Fyrrihluta dagsins komu ennfrem- ur mótmælendur til Lice. Margir þeirra sem ég talaði við nefndu töl- una 10 þúsund. Hermennimir skutu einnig þar stjómlaust að fólkinu og Kulp- Lice svæðinu var algerlega lokað. Ailir bílar voru eyðilagðir. Um fimmleytið á að- fangadag var tilkynnt að hermenn- imir hefðu skipað hinum særðu að Mannfagnaðir! Árshátíðir Þorrablót Brúðkaup Erfidiykkjur Fundir Ráðsteínur VEISLU- RISIÐ Hverfisgötu 105 Sími 62 52 70 Kúrdar i Tyrklandi eiga stöðugt undir högg að sækja og mega þola endalaus ofbeldisverk hersins og stjórnvalda. fara um borð í herþyrlur sem flutti fólkið í herbúðir. Ég spurði hvort fólkið fengi læknisaðstoð en fyrst var mér bara svarað með brosi. Nei, ætli það verði ekki yfirheyrsla og pyndingar, hljómaði svo svarið um síðir. Þar eð sjúkrahúsin vom yfirfull og leitað var að blóðgjöfúm ætlaði ég af stað til að leggja af mörkum nokkra norska blóðdropa. Þá var skyndilega tilkynnt að sérsveitimar hefðu umkringt sjúkrahúsin og hleyptu engum inn. Fyrr um dag- inn varð ekki þverfótað fyrir leyni- lögreglu og hermönnum og um kvöldmatarleytið réðu sérsveitimar öllu, það var eins og almennum borgumm hefði verið sópað burt. Fyrir utan hótelið mitt vom a.m.k. hundrað hermenn. Á kúrdísku og norsku köllum við þetta ástand stríð - á tyrknesku heitir það lýð- ræði. Námsmenn skotnir og barðir Þennan sama dag höfðu náms- menn við háskólann í Diyarbakir hafið mótmælaaðgerðir. Um það bil þúsund menn úr röðum sér- sveitanna slógu þá hring um há- skólasvæðið, skám á símalínur og hófu „meðferðina" á stúdentum. Það var nokkurra mínútna kúlna- hríð. Námsmennimir svömðu með því að kasta steinum og sandi að hermönnunum. Það var engin leið að hjálpa þeim og hermennimir börðu þá með kylfum linnulaust það sem eftir lifði dagsins. Tveir vom alvarlega særðir og vom í óráði allan næsta dag. Hundrað aðrir vom slasaðir og 150 vom færðir til yfirheyrslu lögreglunnar. Félagamir óttuðust um líf þeirra. Leyla Zana, sem áður er nefnd, var í Diyarbakir á aðfangadag. Hún reyndi eftir megni að fá stjómina í Ankara til að stöðva hemað sér- sveitanna. Svarið sem hún fékk var að Kúrdamir gerðu of mikið úr at- burðunum. Engu að síður sendi innanríkisráðherrann æðsta emb- ættismann héraðsins til Kulp og gaf hann fyrirskipun um að skot- árásunum skyldi linna og að al- menningur fengi aðgang að líkum ungu skæmliðanna. Herforinginn á staðnum neitaði hins vegar að taka við skipunum embættismannsins og skothríðin hélt áfram. Zana og kúrdískir félagar hennar hafa mikl- ar áhyggjur af þessu. Það lítur nefnilega út fyrir að ríkisstjómin hafi ekki fúlla stjóm á hemum og sérsveitum hans. Zana hefur áhyggjur af að herinn vilji gjaman að deilan milli Tyrkja og Kúrda ágerist, þannig að hægt verði að beita allri hemaðarmaskínunni gegn skæmliðunum í vetur, en sá tími er viðkvæmastur vegna veðr- áttunnar. Þá getur auðveldlega komið til borgarastyrjaldar í land- inu. aþs. þýddi Astrid Kjetsaa er kennari við Oslóarháskóla. Um jólin var hún stödd i bænum Diyar- bakir í tyrkneska hluta Kúrdistans. Þar gat hún, ein útlendinga, fylgst með árás- um tyrkneskra sérsveita á al- menna kúrdiska borgara. Flateyringar Velferö á varanlegum grunni Fundur í Vagninum sunnudag 18. janúar kl. 15:00. Frummælendur: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra Utanríkisráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið Engin sovét- herskip á Ind- landshafi og Miðjarfcarhafi Öll herskip sovéska herflotans fyrrverandi sem vom á Indlands- hafi og Miðjarðarhafi em nú farin þaðan og er þetta í fyrsta sinn síðan um 1960 að engin herskip þess flota em á nefndum höfúm. Þessu hélt Tom King, vamar- málaráðherra Bretlands, fram á þingi fyrr í vikunni. Sagði hann þetta dæmi um þær gagngera breytingar í hermálum í heiminum, sem væm að verða með upplausn Sovétríkjanna og tilkomu Sam- veldis sjálfstæðra ríkja, er 12 fyrr- verandi sovétlýðveldi hafa stofiiað í stað hins andaða risaveldis. Tíundi hver Bandaríkja- maáur þarfnast mat- vælahjálpar Næstum tíundi hver Banda- ríkjamaður á nú ffamfæri sitt undir matvælahjálp frá stjóminni, eða um 24 miljónir manna alls. Fólk þetta fær afhenta sérstaka miða sem það síðan fær matvömr út á. Þeir sem komnir em upp á þessa neyðarhjálp stjómarinnar em nú fleiri þarlendis en nokkm sinni fyrr og er búist við að þeim fari fjölgandi það sem eftir er vetrarins. Enginn bil- bugur á bandarískum kommunistum Margir halda að kommúnismi sé því sem næst útdauður á norður- hluta hnattarins, ffá Beringssundi til Beringssunds, en ekki er það nú alveg. Kommúnistaflokkur Banda- ríkjanna hefur þannig hvorki skipt um nafn né stefnuskrá. Á þingi flokksins nýlega í Cle- veland í Ohio var Gus Hall, leið- togi hans um langt skeið, kjörinn ffambjóðandi hans i næstu forseta- kosningum. Flokkur þessi, sem nokkur ítök hafði á ámnum milli heimsstyijalda en hefúr aldrei náð fjöldafylgi og eftir heimsstyrjöld- ina síðari verið örsmár, hefur lengst af verið íhaldssamur og var mjög hallur undir Sovétríkin fram að tíð Gorbatsjovs. Á flokksþing- inu í Cleveland var samþykkt að flokkurinn héldi fast við fyrri stefnu og liti nú á Kína sem for- usturíki sósíalismans í heiminum. Hall, sem marga hildi hefúr háð við erfið skilyrði fyrir flokk og hugsjón í yfir hálfa öld, er nú 81 árs að aldri. Hann hefur þegar boð- ið sig fjómm sinnum fram til Hvíta hússins. Nokkrir flokksmenn, sem mæltu með breytingum á stefnu flokksins með hliðsjón af breyttum tímum, fengu ekki einu sinni að koma á þingið. Forkólfur breyt- ingasinna þessara er Angela Davis, nú 47 ára. Á 68- árunum, er hún var tengd svokölluðum Svörtum panþerum, félagi svartra ungmenna sem a.m.k. sögðust vera herská, og lenti í málaferlum út frá því, varð hún ein af helstu hetjum nýja vinstrisins svokallaða í Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu. Á þinginu í Cleveland sá Gus gamli, sýnilega nokkuð em þrátt fyrir há- an aldur, til þess að Angelu var vikið úr áhrifastöðum í flokknum. Það sem helst varð henni til áfellis i augum þingfúlltrúa var að henni hafði orðið það á að vitna í Gorbat- sjov. NYTT HELGARBLAÐ 1 0 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.