Þjóðviljinn - 17.01.1992, Side 11

Þjóðviljinn - 17.01.1992, Side 11
r é t t i r Samgönguráðherra í feluleik við Alþingi Þegar þingfundi var nýlokið á Alþingi í fyrrakvöld birti Rík- isútvarpið frétt, þar sem stað- fest var að búið væri að ganga frá sölusamningi á milli Skipa- útgerðar ríkisins og Samskipa á Ms. Esju, og að til stæði að Samskip keyptu fleiri skip Rík- isskipa. Fréttin kom þingmönn- um í opna skjöldu, þar sem hún var greinilega unnin á meðan Alþingi var að ræða málið á öðrum forsendum. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra hafði að vísu upplýst þingheim að samningaviðræður stæðu yfir við Samskip og að um- fjöllun Alþingis gæti spillt fyrir viðkvæmum samningum, en hann sagði hvorki að hann hefði gefið embættismönnum umboð til að ganga frá endanlegum samning- um um söluna, né að þeir væru í höfn. Þá vék hann sér undan að svara hvort viðræðum við undir- búningsnefnd Starfsmannafélags Ríkisskipa um kaup á Skipaút- gerðinni hefði verið slitið. Þessi feluleikur ráðherra varð tilefni snarpra umræðna um þing- sköp á Alþingi í gær, þar sem Guðrún Helgadóttir bar ráðherra þeim þungu sökum, að hann hefði farið með ósannindi i ræðustól á Alþingi. Sagði hún það skyldu þingforseta að meta sannleiksgildi orða ráðherrans og gera viðeig- andi ráðstafanir ef hann væri upp- vís að því að hafa farið á bak við þingheim í máli þessu. I sennu þessari var fréttaskeyti Ríkisútvarpsins lesið upp, sem og ræður samgönguráðherra frá um- ræðunum í fyrradag, og kom þá í ljós það ósamræmi sem að ofan er getið. Ólafur Ragnar Grímsson sagði þingheim ekki geta látið það af- skiptalaust að ráðherra, sem starf- aði í umboði Alþingis, leyndi það mikilvægum staðreyndum í um- ræðum. Hér væri um brot á grundvallarreglum þingræðisins að ræða, og óhjákvæmilegt að þinginu yrði gerð sérstök grein fyrir málinu. Fleiri tóku til máls í þessari umræðu, og sagði Eyjólfur Kon- ráð Jónsson m.a. að sér ofbyði meðferð ráðherra á þessu máli, en Eyjólfur hafði tekið þátt í starfi undirbúningsnefndar að stofnun nýs almenningshlutafélags er tæki við rekstri Ríkisskipa. Sagði Ey- kon meðal annars að stjómar- menn Skipaútgerðarinnar hefðu verið leyndir staðreyndum í mál- inu og að ráðherra hefði gengið á bak orða sinna gagnvart undir- búningsnefndinni. Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður, sem jafnframt á sæti í stjóm Skipaútgerðar ríkisins, sakaði ráðherra einnig um óheil- indi í málinu og fór fram á að sér- stakar umræður yrðu heimilaðar um málið í þinginu á mánudag, og féllst þingforseti á þá beiðni. -ólg. Halldór Blöndal samgönguráðherra. Faldi hann staðreyndir um sölu Ms. Esju i umrœðum um málið á Alþingi? Mynd: Jim Smart. ASÍ kallar Davíð Oddsson ó teppiö Það er ekki hægt að státa af efnislegri niðurstöðu af þessum fundi, sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambands ís- lands, eftir fund með Davíð Odds- syni forsætisráðherra. Ásmundur afhenti Davíð tvær ályktanir sem Mikill kraftur er í sérkjara- viðræðum Verkamannasam- bandsins við atvinnurekendur þessa dagana. Fundir standa fram eftir nóttu og segist Guð- laugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari telja að samningar um sérkjaramálin náist innan skamms. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur náðst verulegur árangur i að samræma sérmál einstakra verkalýðsfélaga, aðrir þættir eru skemur á veg komn- ir, en mjakast þó. samþykktar voru á miðstjómar- fundi ASÍ. Önnur íjallar um viðskipti með saltsíld til Rússneska lýð- veldisins, en hin tekur til árása ríkisstjómarinnar á lífskjör launa- fólks. Þegar haft var samband við Guðlaug Þorvaldsson seinnipart- inn í gær sagðist hann búast við að samningaviðræðumar myndu standa langt fram eftir kvöldi. Á ntiðvikudaginn stóðu samninga- viðræðurnar fram yfir miðnætti. Þessu miðar áfram og ef fer sem horfir að menn nái samkomu- lagi hygg ég að sá samningur myndi brjóta ísinn í kjaraviðræð- unum. Verkamannasambandið er stórt samband og hlýtur að verða Við viljum að gerðar verði ráðstafanir til að koma á viðskipt- um með saltsíld. Við getum ekki hætt framtíðarhagsmunum þjóðar- innar í þessu máli. Það verður að halda Rússum við bragðið, sagði Ásmundur. leiðandi ef samningar takast, sagði Guðlaugur. Samræmingarmálin eru nú þegar leyst eftir því sem best er vitað. Það þýðir að ýmis mál sem einstök verkalýðsfélög hafa lagt áherslu á hafa náðst inn í einn samræmdan samning. Bjöm Grétar vildi ekki gefa neinar upplýsingar er blaðið hafði samband við hann í gær. Eftir ít- rekaða fyrirspum, sagði hann: „Þetta mjakast." -sþ Síðan kom ég á framfæri mót- mælum miðstjómar vegna árása sem hafa verið ákveðnar og em áformaðar á lífskjör almennings. Þetta em t.d. skerðingar sem bein- ast fyrst og fremst gegn bamafjöl- skyldum og þeim sem þurfa _ á heilbrigðisþjónustu að halda. Eg áréttaði sérstaklega við Davíð að nú em samningaviðræður í gangi og í þeim hlýtur þetta að verða eitt af lykilatriðunum, sagði Ás- mundur. Aðspurður hvort hann yrði var við reiði hjá almenningi, sagði Ásmundur að launafólk þrýsti á sín félög að berjast gegn árásum ríkisstjómarinnar. Þetta munum við gera eflir því sem ástæða þykir til. Eins og ég sagði áðan þá hlýtur þetta að verða eitt af stóm málunum því þama er um kjaramál almennings að ræða, sagði Ásmundur. -sþ Hillir undir árangur í sérkjaravi&ræðum Borgarstjóri viö- urkennir stjórn- leysi i borgar- málum Á fundi borgarráðs á þriðjudaginn lét Markús Örn Antonsson borgarstjóri bóka að enginn hafl tekið ákvörðun um að breyta kostnaðaráætl- un Perlunnar. Með þeim orð- um virðist borgarstjóri vera að saka verktakann um óeðli- leg vinnubrögð, því eins og ai- kunna er fór kostnaður við byggingarframkvæmd Perl- unnar langt fram úr áætlun- um. Ástæða bókunar borgar- stjóra var bókun Kristínar Ól- afsdóttur, borgarfúlltrúa Nýs Vettvangs, um að einkennilegt væri að enginn væri fúndinn ábyrgur fyrir „Perluhneykslinu" í skýrslu borgarendurskoðenda. Kristín sagði að „gjömingur þessi" bryti í bága við 79. og 80. gr sveitarstjómarlaga, þar sem ekki var gerð breyting á samþykktri fjárhagsáætlun af þar til kjömum fulltmum, og bætti því við að augljóslega virtist sem viljann skorti til þess að sýna hvar ábyrgðin á „Perl- ushneykslinu“ raunvemlega iægi. Markús Öm sagði eftir þetta, að reikningar Perlunnar hafi verið ræddir ítarlega á nokkrum fúndum borgarráðs sl. sumar og væm ekki á dagskrá. Honum fannst hins vegar ástæða til að undirstrika „að enginn tók ákvarðanir um að breyta kostnaðaráætlun Perl- unnar“. Markús Öm vísaði að því búnu á bug áburði um brot á sveitarstjómarlögum. -sþ Fulltrúar sjó- manna í felum Ein áhrif efnahagsráðstaf- ana ríkisstjórnarinnar, sem nú eru til umræðu á Alþingi, eru þau að sjómenn missa í reynd þau réttindi, sem þeir hafa haft undanfarin 25 ár, að fá fullar lífeyrisgreiðslur um sextugt. Steingrímur J. Sigfússon vakti athygli á þessu í umræð- um á Alþingi í gær, og sagði hann áð 2/3 hluti sjómanna hefði nýtt sér þessi réttindi til þess að fara í land i léttari störf þegar þeir væm orðnir sextugir. Sagði hann jafnframt að þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar myndu bitna á um 500 sjó- mönnum. Steingrímur reyndi ítrekað að láta kalla fúlltrúa sjómanna á Alþingi, þá Guðmund Hall- varðsson formann Sjómannafé- lags Reykjavíkur og Guðjón A. Kristinsson formann Farmanna- og fiskimannasambandsins í þingsal meðan hann ræddi hagsmunamál sjómanna, en þeir létu ekki sjá sig. Þó var upplýst að a.m.k. formaður Far- manna- og fiskimannasam- bandsins var staddur í þinghús- inu. -ólg. 68 55 ZZ MS0, NÝTT HELGARBLAÐ 1 1 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.