Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 Fréttir Stuttar fréttir Fimmtugur útigangsmaður sefur í sundurbrotnu stýrishúsi 1 Örfirisey: Það þýðir ekkert að vera bitur - svona 15-20 karlar sem svipað er ástatt um, segir Tryggvi Gunnlaugsson Tryggvi Gunnlaugsson er útigangsmaður i Reykjavík. Hann heldur tii úti í Örfirisey í skýli sem samanstendur af hálfu stýrishúsi og fiskikörum. Hér er hann fyrir utan hreysi sitt sem tjaldað er fyrir með neti. DV-mynd Sveinn „Ég hef sofið hér að vetri til og það getur verið mjög ónotalegt. Mér er minnistætt að ein jólin var 14 stiga gaddur og hríðarveður. Ég beið fyrir utan Slysavarnafélagshúsið í fiski- kari eftir því að heyra guðspjallið. Það var frekar kuldalegt. Maður er farinn að verða hálflinur til að standa í þessu,‘“segir Tryggvi Gunn- laugsson, fimmtugur útigangsmaður í Reykjavík, sem heldur til úti í Ör- firisey í hálfu stýrishúsi af báti. Tryggvi er búinn að loka stýrishús- inu meö fiskikörum og neti. Þar fyrir innan er bæh sem hann hefur útbúið sér úr dýnu og gömlum svefnpoka. Á yeggjunum hangir fiskur, svo sem grálúða og þorskur, sem hann hefur sér til matar. „Þetta er grálúða sem ég fæ mér bita af. Annars borðaði ég lax í dag. Ég fann hann.ofan í hausakassa,“ segir Tryggvi og sýnir blaðamanni ofan í pott sem hann er með við fleti sitt. Þar eru leifar af laxi sem hann hafði fundið innan um annan fiskúr- gang. Svaf áður í Öskjuhlíðinni Hann segir aö þrátt fyrir aUt sé þetta betra húsnæði en hann hefur stundum búið við áður. „Ég og félagi minn bjuggum um tíma í Oskjuhlíðinni. Þá svaf ég í fyrrasumar milli tveggja toghlera sem ég tjaldaði yfir. Það var svo sem allt í lagi og ágætishúsnæði en end- aði með ósköpum því ég var að raka mig og datt og rifbraut mig og hand- leggsbraut. Þetta fór út í það að ég endaði í meðferð," segir hann. Tryggvi er búinn aö fara oft í áfeng- ismeðferð í gegnum tíðina en þaö hefur alltaf endaö með því að hann hefur dottið í það aftur. „Ég er búinn að vera að í þrjá mánuði núna. Ég var í Hlaðgerðar- koti en datt í það eftir afmælið mitt og labbaði í bæinn. Það gengur illa að halda sér þurrum en ég er þó orð- inn hálfþreyttur á þessu öllu sam- an,“ segir hann. Tryggvi segist ekki vera bitur vegna stöðu sinnar í samifélaginu. Þetta byggist á sjálfskaparvíti. „Það þýðir ekkert aö vera bitur. Þetta er bara svona og maður er al- veg búinn að valtra yfir sjálfan sig. Maður gerði eins og maöur gat og þetta er niðurstaðan," segir hann. 15-20 karlar sem svipaö er ástatt meö Hann segir að það sé nokkur hópur sem er í svipaðri stöðu og hann sjálf- ur. Þetta séu menn sem þekkist og haldi margir sambandi. „Þetta eru svona 15 til 20 karlar sem svipað er ástatt um og mig. Maður dregur sig svona út úr,“ segir hann. Hann segist yfirleitt fá frið í stýris- húsinu úti í Örfirisey en þó komi til- vik J>ar sem hann hafi ekki svefnfrið. „Eg kom héma eina nóttina til að leggja mig og var ekki búinn að sofa lengi þegar það kom tíu hjóla trukk- ur og ég hrökk upp. Ég var að jafna mig á þessu þegar ég hrökk aftur upp við að það lenti þyrla héma skammt frá. Þetta var á við meðal meðferð," segir hann. Tryggvi er frá Fáskrúðsfirði en kom til Reykjavíkur fyrir um þremur áratugum. Hann hefur ekki haft fasta vinnu um langan tíma en starfaði áður í smiðju, sem sjómaður og við fleiri störf. Hann segist aldrei hafa komið sér upp fjölskyldu en um tíma hafi hann þó verið í sambúð. „Ég bjó með konu um tíma en það gekk ekki upp. Ég starfaði við ýmis- legt á árum áður. Hin seinni ár hefur farið lítið fyrir því en þó var ég svo frægúr að leika í bíómynd. Það var kvjkmyndin Veggfóður," segir Tryggvi. -rt Forsætisnefnd Alþingis tók ekki ákvörðun um breytingar á launakjömm alþingismanna á fundi í gær. Samkvæmt RÚV sýn- ir samanburður við aðra æðstu embættismenn ríkisins að alþing- ismenn hækka minnst. SSjófnarskrárbrot Formaður BHMR telur að skerðing áumúnna lífeyrisrétt- inda væri brot á stjómarskránni, skv. RÚV. Hann gagnrýnir að fulltrúi BHMR sé ekki í nefhd sem á að undirbúa lagafmmvarp í lífeyrisraálum. Getur selt lambakjöt Þekktur markaðsráðgjafi segist hafa kaupendur að 1.500 tonnum af íslensku lambakjöti í Belgíu og Danmörku. Þetta kom fram í Sjónvarpinu. Svnlætaiarböm Þekktur sænskur bæklunar- læknir kemur til íslands í næstu viku til að gera aðgerðir á tveim- ur íslenskum börnum með hryggskekkju. Morgunblaðið greindi frá þessu. Útboðiveltekið Fjármálaráðherra segir að góð útkoma hafi orðið í fyrsta útboði á óverötryggðum ríkisbréfum i gær. Hann telur að verðbólga verði undir 3,5% næstu fimm ár- in. Að sögn RÖV var tilboðum tekið fyrir 300 milljónir. Fylgstmeðmisræmi Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ ætla að fylgjast með lífsstíl og skattgreiðslum íbúanna og láta skattrannsóknastjóra vita ef grunur er um misræmi. Þetta kom fram í Sjónvarpinu. Öllhúsverðikeypt Hreppsnefnd Súðavíkur vill að öll hús í Súðavík verði keypt svo að byggðin geti flust í nýja þorpið og aö vamargarður verði byggð- ur vegna frystihússins. Að sögn RÚV kostar þetta 700 milljónir króna. Launakjör kvenna bætt Stjómvöld hafa skuldbundið sig til að bæta launakjör ís- lenskra kvenna. I nóvember verður fundur hér á landi um framkvæmdaáætlun kvennráð- stefhunnar i Kína. Þetta kom framíSjónvarpinu. -GHS i hotelherbergi Gyifi Kristjánssan, DV, Akuieyn: Fjórir kunnir afbrotamenn af höfuðborgarsvæðinu, þrír karl- menn og ein stúlka, vom handtekin á Akureyri á sunnudag, en þá var aö þúka „flkniefnaveíslu“ sem fólkiö hafði efnt til á einu hótela bæjarins. Fólkiö kom þangað á laugardag og vaknaöi grtmur um það hjá sfarfsfólki hótelsins að hótelreikn- ingurinn hefði verið greiddur með innstæðulausri ávísun. Svo reynd- ist vera. Kom 1 Ijós að á hótelinu hafði verið slegið upp „veislu“ þar sem haft var um hönd amfetamín, „viðurkennd læknislyf ‘ og áfengi, Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. ,r ö d d jð Nei 12 n 904-1600 Allir I *ta»r«n« herflnu meft tánvalgtlma eeta nýtt *ér þe*»a þiftnugtu. Fjárdráttarkæra á hendur framkvæmdastj óra Skelfangs: Eg er saklaus - segir Kristján Daðason sem segir kærendur ekki lengur í stjóm „Eg er saklaus af þessum ávirðing- um. Þetta er hluti baráttu þeirra til að bola mér frá fyrirtækinu sem ég hef unnið að i næsttun fjögur ár. Menn em famir að sjá þarna pen- ingavon og það ræöur aðfor þeirra að mér og minni persónu. Þessum mönnum er fullkunnugt að sú upp- hæð sem þama er um að ræða felst í stofnkostnaði og hluta af mínum launum. Ásakanir um fjárdrátt eiga því ekki við nein rök að styðjast,“ segir Kristján Daðason, fram- kvæmdasfjóri Skelfangs hf. á Akra- nesi, sem kærður hefur verið af með- eigendum sínum fyrir að hafa dregið sér fé út úr fyrirtækinu. í DV í gær var skýrt frá þessu og vitnað í Einar Einarsson, sfjómar- mann í fyrirtækinu, sem sagði að stjóm fyrirtækisins hefði ákveðið að vísa máh framkvæmdastjórans til Rannsóknarlögreglunnar. Kristján segir að fyrir utan það að ásakanim- ir séu rangar þá hggi ljóst fyrir að sú stjóm sem þama fundaði hefði ekkert umboð lengur til að fara með málefni félagsins. „Þessir menn hafa ekkert umboð lengur. Það var haldinn hluthafa- fundur í fyrirtækinu þann 11. sept- ember þar sem skipt var um sfjóm þess,“ segir Kristján. Hluthafafundurinn, sem Kristján vitnar til, var haldinn að Hótel Lind. Þar var mættur Kristján Daðason f.h. Krókskeljar hf. sem fór með 70,6 pró- sent hlutafjár samkvæmt umboði. Þá fór Kristján einnig með umboð fyrir Gunnar Gunnarsson sem er handhafi 4 prósenta hlutafjár. Aðrir hluthafar vom ekki mættir. Kristján lagði þar til hsta til fimm manna aðalstjómar og þriggja tíl vara. Sá hsti var samþykktur með öhum greiddum atkvæðum. Þar með féhu úr stióm Hahdór Sigurðsson, Akra- nesi, Einar Ó. Einarsson, Akranesi, Einar Guðbjömsson, Reykjavík og Guðmundur T. Sigurðsson, Hvamm- stanga. Krisfján segir rangt að Krókskel sé gjaldþrota. Það fyrirtæki hafi að- eins verið stofnað í þeim thgangi að undirbúa stofnun Skelfangs hf„ hinnar eiginlegu skelvinnslu. Hann segir að ekkert hafi verið unniö að uppsetningu verksmiðjunnar í sum- ar vegna óeiningar innan gömlu stjómarinnar en nú vænti hann þess að skriður komist á máhn og upp- setningu véla og tækja verði lokið í desembernk. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.