Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Blaðsíða 25
FlMMTUUAliUK 21. SEKTTiMBKK 199b
37
*
Harald G. Haralds er einn leikara í
verkinu.
í djúpi daganna,
Sýniíig vrrður á uppfærslu Is-
lenska leikhússins á í djúpi dag-
anna eftir Maxím Gorkí í Lindar-
bæ í kvöld. í djúpi daganna segir
sögu fólks sem þétt og örugglega
hefur siglt niður virðingarstiga
samfélagsins. Þetta eru manneskj-
ur sem þrá, elska, hata, lifa og
deyja. Fólk sem á hinar háleitustu
hugsjónir og einnig fólk sem býr
yfir skítlegu eðli. Inn í samfélag
þess, þar sem svik, prettir og und-
irferli er lífsmáti, kemur gestur
Leikhús
með afgerandi áhrif á líf og við-
horf samferðamanna sinna.
Næstu sýningar á leikritinu
verða svo annað kvöld og laugar-
dagskvöld.
INRI leikur framsækna tónlist.
INRIá
Jazzbarnum
Hin framsækna hljómsveit
INRI hefur verið starfandi í sex
ár. Af og til hefur hljómsveitin
verið að minna á sig og gerir
það einmitt í kvöld á Jazzbarn-
um. Ásamt INRI kemur fram
hljómsveitin Vindva Mei.
Tanja í Ævintýra-
Kringlunni
Tanja tatarastelpa skemmtir í
Ævintýra-Kringlunni, sem er á
þriðju hæð í Kringlunni, í dag
kl. 17.00.
Samkomur
Fyrirlestur
Magnús J. Kristinsson
barnatannlæknir verður með
fyrirlestur á vegum Neistans í
Seljakirkju í kvöld kl. 20.30.
Málbing í
Þjóoarbókhlöðunni
I dag og á morgun verður
haldið málþing í ráðstefnusal
Þjóðarbókhlöðunnar undir yfir-
skriftinni: Menntun, sjálfbær
þróun og velferð komandi kyn-
slóða. Hefst fundurinn kl. 13.15.
Hagur komandi kynslóða
í tengslum við málfundinn
heldur Dr. Tae-Chang Kim opin-
beran fyrirlestur í stofu 101 í
Odda í kvöld kl. 17.15.
Kvenfélag Kópavogs
heldur fyrsta fund vetrarins í
kvöld kl. 20.30. Mörg mál á dag-
skrá.
Rúntur
Fordbílaklúbburinn fer sína
síðustu ferð í sumar í kvöld kl.
20.30. Mæting í Geirsgötu.
Hjólað niður Fossvogsdal
Áhugahópur um hjólreiðar
stendur fyrir hjólreiðaferð niður
Fossvogsdal og út á Seltjarnar-
nes í kvöld. Mæting við Fáks-
húsið kl. 20.15.
Blome á Tveimur vinum:
Efni af nýrri
plötu kyrnit
Stutt er síðan gefin var út geisla-
platan The Third Twin sem er
frumraun íslensku hljómsveitar-
innar Blome. Af því tilefni heldur
sveitin útgáíútónleika í kvöld á
Tveimur vinum við Frakkastig.
Þar verður efni plötunnar kynnt
Skemmtanir
auk þess sem nokkur ný lög fljóta
með. Ef strákarnir verða heitir er
aldrei að vita nema þeir taki nokk-
ur þekkt lög að auki. Meölimir
Blome eru þeir Grétar Már Ólafs-
son, bassi, Hólmsteinn Ingi Hall-
dórsson, trommur, ívar Páll Jóns-
son, gítar og söngur og Pétur Þór ar verður hljómborðsleikarinn Fríða María Harðardóttir. Tónleik-
Sigurðsson, gitar. Þeim til aðstoð- Rafn Jóhannesson og söngkonan arnir hefjast kl. 23.00.
Vegavinnuflokk-
ar víða við vinnu
Þjóðvegir landsins eru í góðu
ásigkomulagi um þessar mundir,
það eru þó vegavinnuflokkar að
vinna að lagfæringu á nokkrum
stöðum, má nefna að á Norðaustur-
landi gætu orðið umferðartafir af
Færð á vegum
þessum sökum á leiðinni Keldu-
hverfi-Kópasker. og Raufar-
höfn-Þórshöfn. Þá eru einnig flokk-
ar að störfum á Vopnafjarðarheiði
og á leiðinni Hofsós-Siglufjörður.
Hálendisvegir eru enn í sumar-
búningi og eru allir færir, en flestar
leiðir þó aðeins fjallabílum. Vert er
að minna bílstjóra á að vera vel
búnir til aksturs á fjallvegum.
Bróðir Erlu Mjallar
og Tómasar Arons
Litli drengurinn, sem sefur vært
á myndinni, fæddist á fæðingar-
deild Landspítalans 8. september
kl. 0.58. Hann var 5000 grömm þeg-
Barn dagsins
ar hann fæddist og 54 sentímetra
langur. Foreldrar hans eru Laufey
Benediktsdóttir og Tómas S. Tóm-
asson. Hann á tvö systkin, tví-
burana Erlu Mjöll og Tómas Aron,
sem eru fimmtán mánaða gamlir.
Steven Seagal kann ýmislegt fyr-
ir sér í slagsmálum.
Umsátrið 2
Sam-bíóin sýna í Bíóborginni
og Saga-bíó nýjustu kvikmynd
Steven Seagal, Umsátrið 2. í
myndinni leikur Seagal í annað
sinn fyrrum sérsveitarmann og
núverandi kokk sem búinn er að
koma sér vel fyrir í Denver þar
sem hann rekur vinsælan veit-
ingastað. Hann fréttir að bróðir
hans hafi látist og er það hans
verk að sjá um unga bróðurdótt-
ur sína og gerist hann fylgdar-
syeinn hennar í ferð frá Denver
til Los Angeles í járnbrautarlest.
Um borð í lestinni er hópur
manna sem rænir lestinni. Þeir
þurfa að vera á ferð ef þeir eiga
að geta náð stjórn á hættulegasta
vopni himingeimsins. Allt geng-
ur samkvæmt áætlun í byrjun,
en það er þeirra óheppni að um
Kvikmyndir
borð er maður sem kann ýmis-
legt fleira fyrir sér en að kokka.
Steven Seagal hefur orðið tölu-
vert ágengt i kvikmyndaheimin-
um. Hans besta kvikmynd hing-
að til er Under Siege, sem leik-
stýrt var af Andrew Stevens
(The Fugitive). Leikstjóri Under
Siege 2 er Nýsjálendingurinn
Geoff Murphy.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Casper
Laugarásbíó: Dredd dómari
Saga-bíó: Bad Boys
Bíóhöllin: Ógnir í undirdjúpun-
um
Bíóborgin: Umsátrið 2
Regnboginn: Braveheart
Stjörnubíó: Tár úr steini
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 224.
21. september 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 65,160 65,500 65,920
Pund 102,010 102,530 102,230
Kan. dollar 48,030 48,330 49,070
Dönsk kr. 11,6000 11,6620 11,5690
Norsk kr. 10,2800 10,3370 10,2540
Sænsk kr. 9,2510 9,3020 9,0210
Fi. mark 15,0220 15,1110 15,0930
Fra. franki 13,0510 13,1260 13,0010
Belg. franki 2,1894 2,2026 2,1824
Sviss. franki 56,3900 56,7000 54,4900
Holl. gyllini 40,2200 40,4600 40,0800
Þýskt mark 45,1000 45,3300 44,8800
It. líra 0,04025 0,04050 0,04066
Aust. sch. 6,4090 6,4490 6,3830
Port. escudo 0,4309 0,4335 0,4323
Spá. peseti 0,5238 0,5270 0,5246
Jap. yen 0,64350 0,64740 0,68350
Irskt pund 104,240 104,890 104,620
SDR 96,86000 97,44000 98,52000
ECU 83,9800 84,4900 84,0400
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270.
Krossgátan
1 n r T~
8 1
T~ \ó
TT1 JT“
/*/• '5 1 Ite
17 ,s\ 14 $
5/ '12
Lárétt: 1 kák, 5 kraftar, 8 galgopi, 9
sveifla, 10 fugla, 11 riftu, 12 komast, 14
tel, 16 skynjaði, 17 ásaka, 19 ilmefni, 21
angra, 22 rimi.
Lóðrétt: 1 hæfur, 2 önug, 3 venjur, 4
boltar, 5 hvatning, 6 þjóð, 7 þreyta, 11
andi, 13 keraldið, 15 dimmviðri, 18 fljót-
um, 20 umdæmisstafir.
Lausn á siöustu krossgátu.
Lárétt: 1 gyltan, 8 ofur, 9 fet, 10 sig, 11
ýttu, 12 druna, 13 et, 14 ætli, 16 nit, 17 sa,
18 Jónsi, 20 kálfar.
Lóðrétt: 1 gos, 2 yfirtak, 3 lugu, 4
trýni, 5 aftann, 6 net, 7 stuttir, 12 dæsa, 13
eisa, 15 ljá, 19 ól.