Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995
Fréttir
/■
DV
Fæðmgarheimilið vandræðabam í heilbrigðiskerfinu:
Tvisvar lokað þrátt fyrir
tugmilljóna endurbætur
Styrr hefur staöið um rekstur
Fæðingarheimilis Reykjavíkur við
Þorfinnsgötu undanfarin ár og hefur
starfseminni verið hætt um lengri
eða skemmri tíma samtímis og end-
urbætur hafa verið unnar á hús-
næðinu fyrir tugi milijóna króna.
Segja má að Fæðingarheimilið hafi
verið vandræðabam í heilbrigðis-
kerfinu því að heimilið hefur ýmist
veriö opnað eða því lokað eftir hent-
ugleikum. Fæðingarheimilinu var
síðast lokað í sumar eftir að hafa
verið opið frá áramótum en nú er til
umræðu innan Ríkisspítala að leggja
það niður í spamaðarskyni.
Fæðingarheimih Reykjavíkur var
stofnað á afmælisdegi Reykjavíkur-
borgar í ágúst árið 1960. Friður ríkti
um starfsemina fyrstu áratugina og
áttu sér þar stað um 1000 fæðingar á
ári. Á níunda áratugnum var opnuð
skurðdeild á fyrstu og annarri hæð
hússins við Þorfinnsgötu en vorið
1989 var skurödeildinni lokað og í
árslok sama ár var húsnæðið leigt
til lækna. Á 30 ára afmæli borgarinn-
ar og Fæðingarheimilisins fékk
heimilið að gjöf styttu af móður og
barni frá borginni ásamt munnleg-
um yfirlýsingum stjómvalda um að
rekstur heimilisins væri nú kominn
til að vera. Nú skyldi ríkja friður um
Fæðingarheimilið.
í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1992
var lagt til að Fæðingarheimilið yrði
lagt niður en þau áform komust ekki
til framkvæmda. Starfsmönnum
heimilisins var þó sagt upp störfum
í ársbyxjun 1992. Landspítalinn yfir-
tók Fæöingarheimilið árið 1992 og
var rekstrarfé þá skert verulega.
Hætt var að taka á móti bömum á
heimilinu, meðal annars vegna þess
aö ekki fékkst fjárveiting fyriflaun-
um læknis. Konur mótmæltu þessu
á útifundi við Fæðingarheimilið í
desember 1992.
Endurbætur aftur 1993
Sumarið 1993 var Fæðingarheimil-
ið rekið sem hluti af Kvennadeild
Landspítalans og var tíu rúma sæng-
urlegudeild við Þorfinnsgötuna. Um
svipað leyti tókst samkomulag milh
borgaryfirvalda og stjómarnefndar
Ríkisspítala um leigu á húsnæðinu
til Landspítalans án endurgjalds
gegn því aö fæðingaraðstaða yrði
rekin á heimilinu meðan samningur-
inn væri í gildi eða fram til ársins
2003.
Dráttur varð á því til ársloka 1993
að Fæðingarheimilið yrði opnaö á
nýjan leik og'var sú skýring gefin
að gera þyrfti endurbætur á hús-
næðinu tll að hægt væri að hefja þar
starfsemi. Endurbætur vora unnar
árið 1993 fyrir að minnsta kosti 14
milljónir króna. Um áramótin 1994
til 1995 opnaði Fæðingarheimihð
með pompi og pragt en var lokað aft-
ur í sumar og er nú fullkomlega
óljóst hvort tekið verður á móti böm-
um aftur í húsnæði Fæðingarheimh-
isins. -GHS
Daitíel Ólafason, DV, Akraneai:
Slátrun hófst 18. september í Slát-
urhúsi Sláturfélags Suðurlands við
Laxárbrú, skammt frá Akranesi.
Að sögn Hallfreðs Vhhjálmssonar
sláturhússtjóra verður slátraö þar
um 15.000 íjár sem er svipaö og var
í fyrra. Þá var slátrað 15.500 íjár.
Um 40 manns starfa við slátur-
húsið og stendur vertíðin yfir í 6
vikiir. Hallfreður sagðist ekki sjá
nein merki þess að slátrun yrði
hættínáinni framtíð við Laxárbrú.
- vandræöabam í heilbrigöiskerfinu -
1960
Fæðingarheimilið stofnað.
Apríl 1989
Skurðdeild lokað í átta mánuði.
Desember 1989
1. og 2. hæð leigð til lækna. Fæðingaraðstaða á 3. og 4. hæð.
1991
Fæðingarheimilinu breytt fyrir 10 milljónir.
Október 1991
í fjárlagafrumvarpi lagt til að heimilið verði lagt niður.
Janúar 1992
Starfsmönnum sagt upp.
Apríl 1992
Rekstrarfé skert verulega og Landspítali yfirtekur Fæðingarheimilið.
Enginn læknir og hætt að taka á móti börnum. Heimilið rekið sem
sængurkvennadeild. Konur mótmæla með svörtum borða.
Mars 1993
Tíu rúma sængurlegudeild opin yfir sumarið. Samkomulag milli
borgaryfirvalda og stjórnarnefndar Ríkisspítala um leigu á húsnæðinu
til Landspítalans án endurgjalds gegn því að fæðingaraðstaða verði
rekin á heimilinu næstu tíu árin.
1993
Endurbætur á heimilinu fyrir 14 milljónir.
Desember 1994
Fæðingarheimilið opnað.
Sumarið 1995
Fæðingarheimilinu lokað, hugsanlega til frambúðar. Borgaryfirvöld
mótmæla.
í dag mælir Dagfari______________________
Álfarnir ráða ferðinni
Vegagerðin hefur verið að leggja
nýjan veg vestur í Dölum. Það er í
sjálfu sér ekki frásagnar vert, nema
vegna þess að nú eru verkfræðing-
amir hjá Vegageröinni hættir að
ákveða vegastæðið og í staðinn
hafa álfar tekið að sér það verk.
Raunar vora verkfræðingamir
búnir að ákveða lagningu vegarins
og búnir að leggja veginn vestur
við Ljárskóga, þar sem svokallaðir
Klofasteinar standa. En þá kom að
því að tengivagn valt, bhl bræddi
úr sér og mölunarvél bhaði. Fór
mönnum nú ekki að standa á sama
um öll þessi óhöpp og þá bárast um
það skilaboð að handan aö álfamir
í steinunum hefðu tekið þessari
vegalagningu iha og væra að hefna
sín. Var þá haft samband við Reg-
ínu nokkra Hahgrímsdóttur frá
Ljárskógmn og hún beðin um að
ræða við álfana um hvað gera
skyldi. Regína tók að sér sátta-
semjarastarfið og átti viöræður við
álfana í Klofasteinum, sem hún
segist ekki lengur sjá en heyri ákaf-
lega vel í þeim. Regína tekur það
meira að segja fram að álfamir tali
afskaplega góða íslensku, „þar era
engar rassbögur," segir Regína.
Það er annað heldur en íslenskan
sem íslendingar tala og hleypir
þetta auðvitað sterkari stoðum
undir þá kenningu að álfar og
huldufólk eru hinir raunverulega
íbúar þessa lands. Þeir tala betra
mál,,þeir vita hvað okkur er fyrir
bestu og þeir ráða vegalagningu og
mannvirkjagerð ef þeir vhja svo
vera láta.
Nema hvað, að álfamir senda þau
skhaboð í gegnum Regínu að þeim
standi svo sem á sama þótt stein-
arnir séu færðir th af varfæmi en
það megi ekki sprengja þá og það
verði að færa veginn th. Annað sé
ekki th umræðu. Vegagerðarmenn
segjast ekki trúa á álfa en þeir ætla
samt að taka mark á skilaboðunum
og ætla að færa álfasteinana og
veginn og era þar með búnir að
afsala sér frekari stjóm á vegagerð
í Dölunum. í sjálfu sér er það fagn-
aðarefni ef verkfræðingar og lærð-
ir vegagerðarmenn láta loksins af
þeirri bábilju sinni að þeir einir
eigi að leggja veg. í þessu landi
bjuggu álfar löngu áður en menn
lærðu verkfræði, hvað þá áður en
vegir vora lagðir þvers og krass
um landið. Álfamir búa í hólum
og klettum og steinum og láta ekki
neina landvinninga mannshandar-
innar yfir sig ganga. Fyrr skihu
ahar mölunarvélar og bifreiöar
ganga ur ser og bræöa úr sér og
vei þeirri vegagerð sem ætlar að
hundsa búsetu álfa og huldufólks.
í þessu felst mikhl spamaöur. í
stað þess að senda menn út um all-
ar koppagrundir th að mæla út
vegastæöin verður framvegis kah-
að í Regínu Hahgrímsdóttur sem
sérstakan mhligöngumann álfa og
Vegagerðar. Regína verður höfð á
þönum um landið th sáttaumleit-
ana og með því einu að Regína eigi
viðræðufundi meö álfum í hinum
ýmsu landshlutum sparast
óhemjumikil vinna og dýr verk-
fræðistörf. Álfarnir leggja línurnar
og leggja vegina og vegagerðin
verður óhult með tæki sín og tól
og Regína stendur yfir vegagerðar-
mönnnum og bendir hvar megi
leggja veginn. Allt er þetta í fullu
samkomulagi við stjómvöld og
æðri máttarvöld og skhboðaskjóð-
una hennar Regínu sem er á beinri
hnu við álfheima. Regína veröur
hins vegar ekki eilíf og mun senni-
lega ekki lifa það lengi að mann-
virkjagerð og vegalagningu verði
lokiö um hennar daga og þess
vegna verður Vegagerðin að vinda
bráðan bug að því að koma sér upp
fleiri skhaboðaskjóðum yfir í álf-
heima. Réttast væri sennilega fyrir
Vegagerð ríkisins að auglýsa eftir
fleiri talsmönnum álfa í manna-
byggð og koma sér þannig upp túlk-
um og tenghiðum sem geta annað
þeirri þjónustu sem álfarnir þurfa
á að halda eftir að þeir hafa tekið
að sér að stjórna vegalagningu um
landið. Annars verða fleiri vegir
ekki lagðir. Og þá er álfunum að
mæta.
Dagfari.