Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Page 9
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995
9
dv Stuttarfréttir
Fiugvélheint
íranska flugvélin sem ræningi
lét fljúga tíl ísraels er farin heim
aftur, ásamt 176 farþegum.
Rússar og Tsjetsjenar ætla að
halda samningaviðræðum áfram,
þrátt fyrir tílraun til að myrða
sendimann Jeltsíns forseta.
Ekki sammála enn
Símon Peres,
utanríkisráð-
herra ísraels,
og Yasser Ara-
fat, leiðtogi
PLO, höfðu
ekki enn náð
samkomulagi
um auknasjálf-
stjórn Palestínumanna þótt þeir
hefðu setið lengi á fundi.
Tatvanekkimeð
Kínverjar og bandamenn þeirra
komu enn 1 veg fyrir að allsherj-
arþing SÞ tæki fyrir beiðni Tai-
vans um aðild.
Mótmæli bönnuð
Stjórnvöld á Filabeinsströnd-
inni hafa bannað öil mótmæli á
götum úti í þrjá mánuði þar til
eftir kosningar.
Símaklefi sprengdiar
Sprengja eyðilagði símaklefa
nærri framhaldsskóla í borginni
Toulouse í Frakklandi í morgun
en ekki uröu slys á fólki.
Chiracániðurleið
Vinsældir
Jaeques
Chiracs Frakk-
landsforseta
fara nú dvín-
andi og í fyrsta
sinn eru hínir
óánægðu með
störf forsetans
fleiri en hinir ánægðu, sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun.
Lausar úr haldi
Sjö útlendar konur, starfsmenn
hjálparstofhana, voru leystar úr
haldi sómalskra skæruliöa.
Skýrslasamþykkt
NATO hefur samþkkt skýrslu
um stækkun bandalagsins til
austurs en í henni eru tilslakanir
til að ftiða Rússa sem vilja ekki
sjá fyrrum bandamenn sína
ganga í bandalagið.
Ciller segir af sér
Tansu Ciller,
forsætisráð-
herra Tyrk-
lands, sagði af
sér i gær en í
dag ætlar hún
aö reyna að
mynda starfs-
stjórn þar til
hægt verður að mynda nýja ríkis-
stjórn landsins.
ímáiviðKanada
Skipstjóri og eigendur spænska
togarans sem Kanadamenn tóku
við grálúöuveiðar í vor hafa höfð-
að skaðabótamál á hendur
kanadískum stjómvöldum.
Gróðiíútgáfu
Þýski fjölmiðlarisinn Bertels-
mann skýrði frá því í gær að
gróðinnhefðiaukist. Reuter
Útiönd
SlteMBBœwm í HÖLUNNR
Ferda og útlvlstarsýrtirtg
Pskyldiiimar
f LaugardBalshiofS
21.-24. sept. 'S5
ðiyifetry
Rlfrildi smástúlkna um dúkkur endaði með ósköpum:
Stakk vinkonuna
með steikarhnrf i
Talið er að Byltingarher Kólumbíu hafi staðið á bak við fjöldamorð þar sem 24 verkamenn á bananaekru voru
neyddir út úr rútu og skotnir. Samper forseti setti landsvæðið undir herlög í kjölfarið. Á myndinni brotna tvær
konur saman eftir að þeim varð Ijóst að skyldmenni þeirra voru meðal hinna myrtu. / Símamynd Reuter
Leikur tveggja lítilla vinkvenna
með Barbie-dúkkur í bænum Mod-
esto í Kaliforníu tók óvænta og ógn-
vænlega stefnu þegar sú yngri tók
sig til, réðst á vinkonu sína aftan frá
og stakk hana í bakið með steikar-
hnífi úr eldhúsi fjölskyldunnar. At-
burðurinn hefur vakið óhug meðal
íbúa Modesto en stúlkumar hafa
hingað til verið hjartans vinkonur.
Vinkonumar höfðu verið að leik
með Barbie-dúkkur á leiksvæði við
fjölbýlishús þar sem þær eiga heima.
Eftir smástund við leik fóru þær að
rífast um hvor ætti að leika með
hvaða dúkku. Ekki leið á löngu áður
en þær fóru að uppnefna hvor aðra,
sparka, lemja og hárreyta. Þessar
aðfarir leystu hins vegar ekki deil-
una. Til að fá niðurtöðu í málið híjóp
sú yngri því inn í íbúð foreldra sinna,
inn í eldhús og náði þar í steikarhníf
með 10 sm löngu blaði. Hljóp hún því
næst út með hnífinn á lofti, réðst aft-
an að vinkonu sinni og stakk hana í
bakið. Þrátt fyrir ofsann og reiðina
fór betur en á horfðist. Hnífurinn
gekk inn í bakið, skemmdi vöðva en
eyðilagði engin mikilvæg líffæri.
Hin stungna var flutt á sjúkrahús
þar sem hún var undir eftirliti yfir
nótt. Vinkonan verður ekki sótt til
saka enda ekki nógu gömul. Félags-
málayfirvöld munu hins vegar eiga
fund með fjölskyldum stúlknanna
þar sem þeim verður leiðbeint um
lausn ágreiningsmála. Reuter
Alexandra, tilvonandi prinsessa.
Danski Fram-
faraflokkurinn
íkóngavanda
Væntanlegt brúðkaup Jóakims
Danaprins og Alexöndru Manley
frá Hong Kong hefur sett Fram-
faraflokkinn í hinn mesta vanda.
Flokkurinn er ákaflega konung-
hollur en hann er á móti innflytj-
endum. Þess vegna munu þing-
menn hans greiöa atkvæði gegn
því að Alexandra fái danskan rík-
isborgararétt ef hún verður spyrt
saman við alla hina útlendingana
sem sækja um ríkisborgararétt
og þingið greiðir atkvæði um
tvisvar á ári. Framfaraflokks-
menn munu hins vegar greiða
atkvæði með ríkisborgararétti ef
lagt verður fram frumvarp sér-
staklega vegna Alexöndru.
Ritzau
Færeyskir sjómenn óánægöir og vilja kvótakerfið burt:
Hóta að leggja fiskiskipa-
f lotanum eftir sex vikur
Færeyskir sjómenn eru svo
óánægðir með kvótakerfið sem Danir
þröngvuðu upp á þá að þeir hóta að
leggja fiskiskipaflotanum, verði kerf-
ið ekki numið úr gildi innan sex
vikna.
Öll samtök sjómanna í Færeyjum
hafa skrifað mótmælabréf til land-
stjórnarinnar og Lögþingsins um að
flotanum verði lagt og að hann haldi
ekki aftur til veiða fyrr en núgild-
andi reglur um aflamagn á róðrardag
og kvóta hati verið af lagðar og í stað-
inn komi tækniiegt fyrirkomulag þar
sem m.a. verði gripið til friðunar
fiskimiða.
Núverandi kvótakerfi hefur verið
við lýði í átján mánuði. Það var á
sínum tíma svo erfiður biti að kyngja
fyrir Lögþingið að dönsk stjómvöld
urðu að troða því ofan í þingmenn
með því að neita að greiða gjaldfallin
erlend lán Færeyinga fyrr en kvóta-
kerfið hefði verið samþykkt.
Færeyskir sjómenn telja að kvóta-
kerfið geri þá alla að glæpamönnum
þar sem útilokað sé að fara eftir regl-
unum. Árni Dam, talsmaður hinna
óánægðu sjómanna, bendir t.d. á að
á þessari vertíð sé svo mikið af þorski
í sjónum að jafnvel þótt sjómennirn-
ir reyni að veiða ufsa fái þeir svo
mikinn þorsk í netin að þeir fari fram
úr leyfilegum kvóta.
„Verði haldið áfram samkvæmt
núverandi reglum neyðist allur flot-
inn til að leggjast fljótlega aö
bryggju," segir Ami Dam sem vill
frekar grípa til friðunaraðgerða á
veiðislóðinni.
Hann bendir í því sambandi á að
færeyskt atvinnulíf byggist svo til
eingöngu á fiskveiðum. Það sé því
ljóst að færeyskir sjómenn hafi ekki
áhuga á að ofveiða fiskstofnana og
þar með útrýma eigin lifibrauði.
Ritzau
A N
ÚTSALA - AATIK - ÚTSALA
T I
nú prhafín ftórútralaáantík: hú«?ö?n, málverk. íítikið fkal «elja«t. íTkunÍr O? ITlÍnjar
Önnur tendin? á leiðinni. Pe?ar við höfum úttölu er verðió tmátt. Grensásvegi 3 (Skeifumeqin), sími 588-4011