Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Side 11
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 11 Fréttir Fyrirhugað heilsuhæli NLFÍ við Tjamarlund á Akureyri bíður enn: Leiðin vörðuð loforðum - en efndir engar, segir forseti NLFÍ um skrifleg loforð ráðherra „Þaö eru að veröa nokkuð margir sem varðað hafa þetta með loforðum en efndimar hafa orðið afskaplega litl- ar. Það er krafa okkar að orð skulu standa. Því hefur verið lofað af stjóm- völdum skriflega að Kjamalundur verði tekinn inn á fjárlög en það hefur ekkert staðið," segir Gunnlaugur K. Jónsson, forseti Náttúrulækningafé- lags íslands, um fyrirhugað hjúkrunar- og endurhæfmgarheimih sem félagið hefur stefnt á að koma á laggimar að Kjamalundi á Akureyri. Á þingi Náttúrulækningafélags ís- lands sem haldið var í Hveragerði um síðustu helgi var samþykkt harð- orð ályktun þar sem frammistaða stjómvalda vegna Kjamalundar á Akureyri var harðlega gagnrýnd. Vakin er athygli á því að samtökun- um hafi verið lofað fé til reksturs hjúkrunarheimilis þar allt frá árinu 1976 en ekkert hafi staðist. Náttúrulækningafélagið hefur reist húsnæði í þessu skyni við Kjarnalund. Fyrirhugað er að heim- ilið verði með svipuðu sniði og hús NLFÍ í Hveragerði en ekkert hefur enn gerst í málinu þar sem hver heil- brigðisráðherrann af öðrum hefur slegið málinu á frest. í bréfi dagsettu 5. september 1990 Kristín Ástgeirsdóttir: Fékkfund með yfir- manni úr fjölskyldu- ráðuneytinu „Á fostudagsmorguninn þegar ég var að verða úrkuia vonar um að fá fund meö kínverskum ráða- mönnum og sendiráðið var búið að reyna dag eftir dag munnlega og skriflega eftir öllum leiðum þá fór ég til kínversku sendinefndar- innar og þá vildi svo til að vara- formaðurinn, sem er mjög hátt- sett kona, sat í sæti Kína. Ég sagði henni að ég hefði verið að leita eftir þessum fundi og hún bað aðra konu í sendinefndinni að bjarga þessu. Það tók bara kortér og þá var fulltrúinn kominn," segir Kristín Ástgeirsdóttir þing- kona Kvennalista. Kristín átti hálftíma fund með háttsettum fulltrúa úr kínverska fjölskylduráðuneytinu á föstu- dagsmorguninn eftir að hafa hitt varaformann kínversku sendi- nefndarinnar á opinberu ráð- stefnunni í Kína og komið áhuga sínum á framfæri. Kristín segir að yfirmaður úr fjölskylduráðu- neytinu hafi birst í ráðstefnuhús- inu skömmu síðar og hún hafi lýst áhyggjum sínum yfir mann- réttindum stúlkubama og vísað til sjónvarpsmyndar sem sýnd var hér á landi í sumar. Þá hafi hún rætt við hann uro mann- fjöldastefnu kínverskra stjórn- valda. „Hann hafði séð myndina og viðurkenndi einfaldlega að það væri vandamál á ákveönum svæöum í Kína að stúlkubörn væru borin út, að fólk léti kyn- greina fóstur og eyða kvenkyns fóstrum vegna þess að fólk vildi eignast syni. Þetta væri ekki stefna sfjórnvalda og því væri unnið gegn þessu með áróðri. Á ráðstefnunni gáfu Kínveijamir reyndar yfirlýsingu um að þeir ætíuöu að banna kyngreiningu á fóstmm til að koma í veg fyrir þetta," segir Kristín. -GHS undirrituðu af Guðmundi Bjama- syni þáverandi heilbrigðisráðherra er því heitið að stofnunin verði tekin inn á fjárlög árið 1992. Síðan gerist ekkert og stjómar- skipti fara fram. Gunnlaugur segir að nýr heilbrigðisráðherra á þeim tíma, Sighvatur Björgvinsson, hafi ekki talið sig bundinn af loforðum forvera sinna. „Menn virðast alveg ábyrgðarlaus- ir milli ráðuneyta en pappíramir segja sína sögu,“ segir Gumilaugur. Við stjómarskiptin í vor þegar Ingibjörg Pálmadóttir tók sæti heil- brigðisráðherra þá vöknuðu vonir manna um að staðið yrði við yfirlýs- ingar um málið. „Hún tekur ekkert á málinu og það er raunverulega verið aö kaupa sér frest fram á næsta ár. Fólk er farið að brigsla okkur um óheilindi í mál- inu. Það er fjöldi manns sem búinn er að gefa til þessarar byggingar og málið hefur tilfinnanlegt gildi,“ segir Gunnlaugur. í dag er húsiö leigt undir rekstur hótels en að sögn Gunnlaugs stendur það undir um 50 prósentum af rekstr- arkostnaði. -rt ' Kraftaverk að . við skyldum lifa slysið af - segja hjón er lentu í lífsháska upp á jökli nú um helgina \ IÉg hafði farið nokkrum sinnum á vélsleða upp jökulinn en konan aldrei. Hún hafði lengi ætlað og áður f en við fórum í þessa ferð sagðist ég ekki fara án hennar. Við getum þakk- að það frábærum björgunarmönnum Nýtt og enn betra Helgarblað fyrir þig • Viðtöl og greinar • Ferðalög og fararsnið • Barna-DV • Viðburðir í mannlífi • Fræðsluefni - og margt fleira Helgarblað DV er sniðið fyrir þig og alla fjölskylduna. Frjálst, óháð dagblað fyrir þig Munið nýtt símanúmer 550-5000 Viðskiptablaðið bíður þín á miðvikudögum Þú færðViðskiptablaðið á þessrnn sölustöðum á höfuðborgarsvæðinu: Söluturn Akraborgar Reykjavíkurhöfn Eymundsson Austurstræti Olís Ánanaustum Skeljungur Bóstaðavegi Esso Hafnarbúðum Esso Geirsgötu Mál og menning Laugavegi Bókabúð Æskunnar Laugavegi Vitinn Laugavegi Bókabúðin Borg Lækjargötu Skeljungur Skógablíð Gerpla Sólvallagötu Texas-Bar Veltusundi Völlur Austurstræti Eymundsson Borgarkringlu Mekka Kringlunni Eyrnundsson Kringlunni Penninn Kringlunni Olís Álfheimum Bókbær sf. Álfheimum Skeljungur Kleppsvegi Matbær, 10-10 Norðurbrón Esso Borgartúni Nesti hf. Fossvogi Allra best Stigahlíð Eymundsson við Hlemm Sundanesti Kleppsvegi Svarti svanurinn Laugavegi Skeljungur Laugavegi Skeljungur Miklubraut Nóatún Nóatúni Herjólfur Skipholti Söluturn Hringbraut Esso Ægissíðu Olís Háaleitisbraut KK-söluturn Háaleitisbraut Mál og menning Síðumúla Toppurinn Síðumúla Sogaver Sogavegi Esso Stóragerði Rammagerðin Hátel Esju Olís Álfabakka Esso Skógarseli Nesti hf. Ártúnsböfða Esso Ártúnshöfða Skalli-söluturn Hraunbæ Nóatún Rofabæ Skeljungur Vesturbrún Skalli Vesturbrún Ellefu - Ellefu Eddufelli Söluturninn Hraunbæ Söluturninn Iðufelli Skeijungur Suðurfelli Esso Gagnvegi Olís Gullinbrú Skeljungur Gylfaflöt Eymundsson Suðurströnd Skeljungur Suðurströnd Olís Hamraborg Skeljungur Kópavogi Esso Stórahjalla Ellefu-Ellefu Þverbrekku Skeljungur Ðalvegi Bitabær Ásgarði Skeljungur Garðatorgi Olís Reykjanesbraut Ellefu-Ellefu Álfaskeiði Arnarhraun Arnarhrauni Holtanesti Melabraut Esso Lækjargötu Kaupf. Suðumesja Miðvangi Kænan Óseyrarbraut Esso Reykjavíkurvegi Olís Vesturgötu Fylgstu með viðskjptafréttunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.