Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Page 13
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995
13
Fjörutíu silfurpeningar
Vilmundur Gylfason sagði eitt
sinn í ræðu á Alþingi að ungu
fólki væri hollt að venjast því
strax að greiða skatta af öllum
tekjum sínum eins og aðrir. Með
þessum orðum sínum var hann í
andstöðu við aðra samtíðarmenn
sína sem töldu andstætt svar væn-
legri söluvarning á markaði kjós-
enda. Þessi orð Vilmundar koma
upp í hugann nú þegar alþingis-
menn hafa sett feluákvæði í lög-
gjöf sem ekki eingöngu felur í sér
mögulega skattalega mismunun
heldur óásættanlegan launamun
þeirra umfram íslenskan almenn-
ing.
Greiðslur fyrir útgjöld án þess
að krafist sé löglegra reikninga
eru tekjur sem skattskyldar eru og
þýðir ekki að vísa til einhverrar
heimildar í lögum sem ílestir þess-
ir sömu launþegar settu. Það heit-
ir á réttri íslensku misnotkun á
aðstöðu og stefnir virðingu Al-
þingis í meiri voða en munnsöfn-
uður stjórnarandstöðu sem reynt
hefur verið að hefta með kjöri „rit-
skoðunarstjóra“ með ódulbúnum
hætti.
Nútímajafnaðarstefnan
Jafnaðarstefnan felur ekki ein-
göngu í sér að stefnt sé að því að
allir menn geti séð sér og sínum
mannsæmandi farboða heldur og
að hinir sem minna mega sín fái
aðstoð þjóðfélagsins til sömu
hluta. Nútímajafnaðarstefna hafn-
ar ekki einhverjum launamun
byggðum á málefnalegum grunni
þannig að hann megi greina á
línuriti sem fer smátt og smátt
hækkandi í samræmi við eðli
vinnu, nám, hæfni og t.d. vinnu-
stundafjölda.
Þó verður að gera nokkurn mun
á launum hjá ríkinu sem sam-
kvæmt eðli máls verða að vera
takmörkuð vegna takmarkaðra
tekna og svo hjá einkaaðilum sem
„heimild" hafa til þess, eins og
þanþol skattareglna býður, að
skammta sjálfum sér laun og þá
sérstaklega í íslenskri einokum og
fákeppni stórfyrirtækja eða meðal
konunga hins íslenska neðanjarð-
arhagkerfis. Á þennan mismun
bendir Rannveig Guðmundsdóttir,
oddviti Alþýðuflokksins á Reykja-
nesi og form. þingflokks hans í
grein í Alþýðublaðinu 7. sept. sl.,
Kjallarinn
Halldór E. Sigurbjörnsson
þjóðréttarfræðingur og félagi í Al-
þýðuflokknum - Jafnaðar manna-
flokki íslands
er hún segir m.a.: „Víst er að að-
hald gagnvart þeim sem er í stöðu
til að smokra sér hjá að inna af
hendi greiðslu til samfélagsins
skiptir máli og þar er vissulega
pottur brotinn."
Hugsjónamenn eða sér-
hyggjumenn?
Alþingi er einstök stofnun í ís-
lensku samfélagi. Alþingi er ekki
ætlað að hygla sérhópum í þjóðfé-
laginu né sjálfu sér nema brýnar
ástæður séu fyrir hendi. Slík efni
eru ekki fyrir hendi í þjóðfélagi
sem býður svo mörgum ekkert.
Stundum hef ég velt fyrir mér eðli
þeirra manna sem sitja þar og eiga
að setja okkur hinum almennar
reglur. Eru þetta hugsjónamenn
sem sjást ekki fjárhagslega fyrir í
ákafa sínum og eldhug og kemur
síst í hug eigin hagur eða eru
þetta grjótharðir sérhyggjumenn
sem (mis)nota sér aðstöðu sína sér
og sínum til hags?
Þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn.
fyrir tæpum þremur árum gerði
ég það af því að ég taldi mig
greina þar stjórnmálamenn af
fyrri gerðinni - ídealista. Þegar
þetta er ritað hefur þingflokkur
Alþýðuflokksins eða formaður
flokksins ekki gert grein fyrir því
hverja afstöðu hann tekur til
hinna „fjörutíu silfurpeninga".
Þingmenn eins og Ögmundur Jón-
asson (óháður), og dr. Ágúst Ein-
arsson (velkominn ,,heim“!) hafa
lýst því yfir að þeir „dansi ekki
með“.
Það er ósk mín, og ég vona að ég
tali fyrir hönd almennra alþýðu-
flokksmanna, að þingmenn Al-
þýðuflokksins - Jafnaðarmanna-
flokks íslands bregðist ekki jafn-
aðarstefnunni og leggi fram reikn-
inga fyrir kostnaði sínum í stað
þess að þiggja fasta greiðslu, og að
þeir reikningar verði, nú á síðustu
og verstu tímum fyrir ríkissjóð, til
muna lægri en nemur hinum
„fjörutíu silfurpeningum“ sem í
boði eru. Það sama ættu aðrir
„þingmenn" að gera.
Halldór E. Sigurbjörnsson
Greinarhöfundur vonar að þingmenn Alþýðuflokksins bregðist ekki jafnaðarstefnunni og leggi fram reikninga
fyrir kostnaði sínum.
„Greiðslur fyrir útgjöld án þess að krafist
sé löglegra reikninga eru tekjur sem
skattskyldar eru og þýðir ekki að vísa til
einhverrar heimildar í lögum sem flestir
þessir sömu launþegar settu.“
Lýðræðislegir þjófar
Jónas Kristjánsson, rifstjóri DV,
et glöggur maður. Honum ratast
því oft satt orð á munn. I leiðara
12. september sl. kemst hann að
þeirri niðurstöðu að þjófar sitji á
þingi.
En hvers vegna telur Jónas al-
þingismenn vera þjófa? Vegna
þess að þeir hafa nú skammtað sér
40 þúsund króna „kostnaðar-
greiðslu" mánaðarlega sem er
skattfrjáls. Ég er hjartanlega sam-
mála ritstjóranum um það að al-
þingismenn eru þjófar en þetta er
hins vegar ekki beinlínis skýring-
in.
Skattheimta er rán
Með stuðningi laga sem þing-
menn setja innheimtir ríkið vel á
annað hundrað milljarða í skatta á
ári af almenningi í landinu. Þess-
um peningum er síðan ráðstafað í
samræmi við önnur lög sem sömu
þingmenn hafa sett. Nú held ég að
flestir séu sammála því að þjófar
séu þeir sem stela og að stela sé að:
„taka eitthvað ófrjálsri hendi, taka
eitthvað sem einhver annar á“. Ég
sé ekki betur en skattheimta upp-
fylli þessa skilgreiningu mjög vel
og að þingmenn séu því þjófar.
Þingmenn hafa nú loks skilið að
skattar eru allt of háir. Það sem
þeir skilja hins vegar ekki er að
eðlilegasta leiðin til að taka á
vandamálinu er að lækka útgjöld
Þorsteinn Arnalds
háskólanemi
ríkisins svo að svigrúm gefist til
að lækka skatta á almenning. En
nei. Þingmenn hafa komist að því
að slíkar aðgerðir kalla á of mikla
umhugsun og fyrirhöfn (þeir gætu
jafnvel neyðst til að vinna fyrir
kaupinu sínu) og því lækka þeir
einungis eigin skatta.
Þessar 40 þúsundir sem þing-
menn fá skattfrjálsar eru samtals
um 30 milljónir króna á ári. Ef
42% tekjuskattur reiknaðist af
þeim rynnu um 13 milljónir aftur í
ríkissjóð. Það sér því hver maður
að þetta eru hreinir smámunir í
samanburði við þá rúmu 100 millj-
arða sem þingmenn hafa af lands-
mönnum árlega (um 0,01%!). Það
hefði verið nær lagi hjá ritstjóra
DV ef hann hefði gagnrýnt þing-
menn fyrir að þiggja yfir höfuð
laun fyrir „vinnu“ slna, en ávext-
irnir af henni virðast yflrleitt vera
að rýra hag fólks.
eru þingmenn sem setja leikregl-
urnar. Þeir ákveða hvenær skuli
kosið, hversu margir skuli kosnir
og hver völd þeirra skuli vera. Ég
veit til dæmis ekki til þess að boð-
ið sé upp á þann kost í kosningum
að engir menn veljist á þing.
Tískustraumar á Islandi eru
skrýtnir. í fyrrasumar var aftur-
hvarf til hippatímabilsins áber-
„Þingmenn hafa nú loks skilið að skattar
eru allt of háir. Það sem þeir skilja hins
vegar ekki er að eðlilegasta leiðin til að
taka á vandamálinu er að lækka útgjöld
ríkisins svo að svigrúm gefist til að
lækka skatta á almenning.“
Ræningjar valdir
Nú segir einhver: „Já, en ungi
maður, þetta gera þingmenn nú
allt í umboði þjóðarinnar. Þjóðar
sem kosið hefur þá til þessara
starfa og falið þeim það hlutverk
að setja okkur lög“ (og ræna okk-
ur og rupla). „Jafnvel ungir og
ærslafengnir menn eins og þú fá
að kjósa til Alþingis og hafa
þannig úrslitavald.“ Eitthvað er til
í því en vert er að bendá á að það
andi. í sumar hefur veri§ móðins
aö stela tölvum og innheimta
lausnargjald fyrir gögnin sem þær
innihalda. Með þeirri rökfræði
sem Jónas Kristjánsson beitir er
allt í finu að stela tölvum og kúga
út fé. Svo fremi sem brottnáms- og
innheimtumennirnir skila virðis-
auka- og tekjuskatti til ríkisins.
Því að þá geta jú allir þegnar þjóð-
félagsins notið „ávaxtanna“ af
starfi þeirra.
Þorsteinn Arnalds
Með og
á móti
Bændasamtökin út á
land
Eölilega
„Auðvitað
væri ég
hlynntur því
að fá Bænda
samtökin
hingað að
Hvanneyri.
Það sem
mæl ir með
því að Magnús B. Jóns
Bændasam son, skólastjóri
tökin séu að Hvanneyri
með sínar
höfuð stöðvar út á landi er með-
al ann ars það að þau eru að
vinna fyrir atvinnuveginn sem
er helstur í dreifbýlinu. Nútíma
samskipta tækni gerir það ósköp
auðvelt fyrir samtök að vera
staðsett hvar sem er á landinu.
Hér á Havnneyri er staðsett
mjög fjöl þætt starfsemi sem
tengist land búnaði, ræktun,
rannsóknir og endurmenntun.
Bændasamtökin væru því hér í
góðum félagsskap. Þar að auki
yrði það til að lyfta undir þá um-
ræðu að hægt sé að vera með
heildarsamtök atvinnu veg utan
höfuðborgarsvæðisins en jafn-
fram staðið vel í stykkinu í
þeirra starfsemi sem viðkom
andi samtök þurfa að vinna. Ef
dreifbýlið á að eiga einhverja
möguleika í framtíðinni þá verð
ur að flytja þangað öflugri at
vinnustaxfsemi heldur en frum
framleiösluna. í nútíma samfé
lagi hlýtur að fækka í frumfram
leiðslunni en fjölga í þjónustu
starfsemi og ekki síst opinberri
stjórnsýslu. Ef opinber stjóm
sýsla og þjónustustarfsemi flyst
ekki út á land, þá verður mjög
erfitt fyrir dreifbýlið að halda
uppi nógu fjölbreyttu atvinnulífi
til þess að það sé aðlaðandi fyrir
ungt fólk að setjast þar að.“
Vandséð hag ræðing
„Undanfar ið hefur verið rætt
nokkuð um
að flytja hin-
ar ólíkleg
ustu stjórn
sýslunnar út
á land. Hag
ræöing að
slíku virðist
mér vand-
séð. Hvatir
að baki
þessu eru
kröfur um áð styrkja sveitarfé-
lögin út á landi. Þaö er góðra
gjalda vert að styrkja sveitarfé-
lög á lands byggðinni, en slíkt
má alls ekki verða til að gera
stjórnsýsluna óskilvirkari, nóg
er nú samt. Einn ágætur sveitar-
stjórnarmaður ut an af landi
sagði mér einu sinni að þegar
hann fari suður leysi hann mörg
erindi í einu, því hin ar ýmsu
stofhanir væru þar. Ekki leist
honum á að leita til einnar opin-
berrar stofnunar á Austurl andi,
annarrar á Norðurlandi og þeirr-
ar þriðju eftilvill í Borgar firði.
Rómantískir eldhugar fyrri alda
vildu að Alþingi yrði á Þing völl-
um. Raunsæismenn töldu rétti-
lega að þingheimur einangr aðist
í óbyggðum, því púls þjóð lifsins
væri annarsstaðar. Vit skuld
fleygir samskiptatækninni fram
og fljótlega kann svo að verða að
ekki skipti neinu máli hvar
menn búa, fundi geti menn hald-
ið þó þeir séu staddir hver í sínu
landshorni. Þó tel ég að stofnun-
um stjórnsýslunnar hætti til að
einangrast ef þær flytja út á
land. Starfsmenn setjist í „fila
beinstum" þar sem allir mæla
upp sömu rökin hver í annan.
Hvað Bændasamtökin varðar tel
ég aö þeim sé nauðsyn á að
halda ,jarðsambandi“ við aðrar
stéttir í þessu landi og fara því
hvergi.“