Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 27 íþróttir irðabæ í gærkvöldi. Filippov skoraði 11 mörk í sigri Stjörnunnar á meisturunum. DV-mynd Brynjar Gauti ijafntefli gur Vals gegn Stjömunni, 22-21 Það er gott að byrja mótið á fjórum stig- um gegn sterkum liðum, sérstaklega á móti Val, og ég ætlast til þess að strák- arnir sleppi ekki hendinni af fyrsta sæt- inu. Liðið er í mjög góðu formi og búið að leggja mikið í undirbúninginn, meira en önnur lið,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, við DV eftir leik- inn. „Þetta verður erfiður vetur, við erum meistarar og liðin koma grimm á móti okkur. Við höfum ekki fundið taktinn og þessir tveir leikir hafa ekki gengið upp. Við höfum bæði verið að spila illa og svo finnst mér vanta einhvem neista. Sumarfríið hjá flestum okkar var stutt og þótt við séum ungir og höfum gaman af þessu þá hefur álagið verið mikið. Ég trúi samt ekki ööra en aö við getum spilað betur en þetta. Mér fannst þessi leikur alls ekki góður, Stjarnan var held- ur ekki að spila vel. En úr því sem kom- ið var áttum við ekki skilið jafntefli, maður verður að viðurkenna það, og Stjarnan var vel aö sigrinum komin,“ sagði Dagur Sigurðsson Valsmaður. Stjarnan- Valur (10-9) 22-21 l-O, 3-1, 3-3, 7-4, 8-7, 9-9, (10-9), 12-9, 12-12, 14-12, 15-15, 18-15, 19-19, 22-19, 22-21. Mörk Stjörnunnar: Dmitri Filippov 11/5, Magnús Sigurðsson 5, Sigurður Bjamason 3, Magnús A. Magnússon 2, Jón Þórðarson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 7/1, Ingvar Ragnarsson 5. Mörk Vals: Sigfús Sigurðsson 8, Ólafur Stefánsson 5/2, Júlíus Gunnarsson 3, Davíð Ölafsson 2, Jón Kristjánsson 2/1, Valgarð Thoroddsen 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 10. Brottvísanir: Stjarnan 8 mín., Valur 6 mín. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viöarsson, þokkalegir. Ahorfendur: 14 fjölmiölamenn og fulltrúar HSÍ. Maður leiksins: Axel Stefáns- son, Stjörnunni. Gulir og glaðir KA- menn í góðum gír - tóku Aftureldingu í kennslustund á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta var mjög góður leikur hjá ökkur, vörnin small saman þegar Alfreð kom inn á í síðari hálfleiknum og þá komu áhorfendur fyrst með fyrir alvöra. En þetta er erfitt fyrir Alfreð, fólkið vill hafa hann í þessu fram á fimmtugsaldurinn. Sóknin var góð hjá okkur og ég er mjög ánægður með úrshtin enda Aftureld- ing með gott hö sem spáð er vel- gengni," sagði KA-maðurinn Patrek- ur Jóhannesson eftir 33-24 sigur KA gegn Aftureldingu á Akureyri í gær- kvöldi. Ein besta byrjun KA í langan tíma Byrjun KA í mótinu er betri en áð- ur, sigrar í tveimur fyrstu leikjunum er nokkuð sem ekki hefur gerst und- Staðan FH.............2 2 0 0 59-42 4 :k-A- «»•♦►>*»•<«<>►>>• .2 2 0 0 66-53 4 Stjoraan........2 2 0 0 47 38 4 Haukar..........2 1 1 0 40-39 3 Víkíngur........2 1 0 1 -14-41 2 ÍR..............1 1 0 0 21-20 2 Grótta..........2 1 0 1 42-42 2 Valur...........2 0 1 1 4041 1 ÍBV.............1 0 0 1 22-25 0 Selfoss.........2 0 0 2 3847 0 Aftureld........2 0 0 2 44 57 0 KR..............2 0 0 2 49-67 0 anfarin ár. Liðið er líka að leika betri sóknarleik en verið hefur á þessum árstíma, það er meiri léttleiki yfir mönnum og minna um mistök. Mun- ar þar ekki htiö um Kúbumanninn Duranona sem ekki einungis skorar mikið heldur spilar vel fyrir liðið og ógnunin sem hann skapar kemur sér afar vel fyrir Patrek sem er ekki lengi að nýta sér það. Þá er Leó Öm orðinn geysiöflugur á línunni en hornin era veikleikinn í sókninni. Varnarleik- urinn var góður að mestu leyti, Leó Öm þó í erfiðleikum en þegar Alfreð skipti við hann í síðari hálfleik var KA-vörnin eins og gulur, ókleifur Kínamúr. Mosfehsbæingarnir náðu að halda í við KA-menn fram í síðari hálfleik þótt þeir ættu ahtaf á brattan að sækja. En þeir réðu ekkert við loka- kafla KA-manna og vora yfirspilaðir, Gladbach slegið út Bikarmeistarar Borassia Mön- chengldbach vora slegnir út úr þýsku bikarkeppninni í gærkvöldi af Bayer Leverkusen, 2-0. Hertha Berhn, sem Eyjólfur.Sverrisson leik- ur með, tapaði fvrir neðri deildar lið- inu Altmark Stendal, 3-2. auk þess sem markvarslan var slök. Varðandi sóknarleik Uðsins hlýtur það að vera hausverkur fyrir Einar Þorvarðarson hversu Utlu lykilmenn skiluðu. Gunnar Andrésson leik- stjórnandi gerði fátt af viti, Bjarki átti erfitt uppdráttar fyrir utan gegn hávöxnum og líkamlega sterkum vamarmönnum og Páh var afar daufur í horninu. „Yfirspilaðir þegar KA kom í sóknina“ „Ég er í sjálfu sér ekki óhress með sóknarleikinn. Viö voram hins vegar yfirspUaðir þegar KA kom í sóknina. Við höfum verið í vandræðum með varnarleikinn og það er hlutur sem við verðum að laga,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Afturelding- ar, eftir leikinn. 'i': n ...... .... - , ..— —. Enski deildarbikarinn: United fékkskell Ein óvæntustu úrsht á Eng- landi í langan tíma urðu í gær- kvöldi þegar stórveldið Manc- hester United fékk skell á heima- velli gegn 2. deUdar liðinu York City í fyrri leik Uðanna í enska deUdarbikarnum. York, sem er við botninn í 2. deild, gerði sér Utið fyrir og sigraði, 0-3. ÚrsUt fyrri leikjanna í 2. umferð í gær- kvöldi urðu þessi: Aston Villa - Peterborough.6-0 Birmingham - Grimsby.......3-1 Bristol Rovers - West Ham..0-1 Coventry - Hull............2-0 Leicester - Burnley.........2-0 Liverpool - Sunderland......2-0 Manchester United - York City .0-3 Middlesborough - Rotherham ..2-1 MUlwall - Everton..........0-0 Norwich -Torquay...........6-1 Reading - W.B.A............1-1 Sheffield United - Bury....2-1 Stoke City - Chelsea.......0-0 Swindon - Blackburn........2-3 Tottenham - Chester........4-0 Wolves - Fulham............2-0 Vináttulandsleikir: Spánn - Argentína..........2-1 Grikkland - Júgóslavía.....0-2 Kievdæmtúrleik Dinamo Kiev frá Úkraínu var dæmt úr leik í Evrópukeppni meistarahða og að auki í þriggja ára keppnisbann á Evrópumót- unum fyrir að reyna að múta spænskum dómara í leik liðsins gegn gríska Uðinu Panathinaikos í síöustu viku. Kiev vann leikinn, 1-0. Tveir af forráðamönnum Ki- ev reyndu að múta dómaranum og fengu þeir ævhangt bann. Ekki hefur verið ákveðið hvaða Uð tek- ur sæti þeirra í keppninni. Evrópudómstóllinn vill breyta reglunum: „Mikil ringulreið ef þetta verður raunin“ - segir Johansson, forseti UEFA Lennart Johansson, forseti Knatt- spymusambands Evrópu, UEFA, sagði í gær að sambandið myndi berj- ast af öUum mætti fyrir því að regl- um um félagaskipti knattspymu- manna yrði ekki breytt. Carl Otto Lenz, einn helsti lagalegi ráðgjafi Evrópudómstólsins, mælti með því í gær að reglur þær sem heimUa félögum að setja kaupverð á leikmenn þegar samningar þeirra eru útrannir og takmarka fjölda er- lendra leikmanna í Uðum verði dæmdar ógUdar. Fyrir Evrópudómstólnum liggur mál belgíska knattspyrnumannsins Jean-Marc Bosmans, sem kærði félag sitt, FC Liege, fyrir að koma í veg fyrir sölu á honum tU fransks félags fyrir nokkram árum með því að setja á hann of hátt kaupverð. Samningur Bosmans við FC Liege var ranninn út. Þegar aðiU á borð við Lenz hefur gefið sitt áUt er sjaldan dæmt á skjön við það. Lögfræðingur Bosmans sagði í gær að þetta væri mjög þýð- ingarmikUl áfangi í málinu en minnti á að enn ætti eftir að dæma í því. „Það verður mikU ringulreið ef þetta verður raunin og við munum berjast af krafti innan Evrópusam- bandsins til að tryggja að knatt- spyrnan geti ráðið sínum reglum,“ sagði Lennart Johansson í gær. Samtök atvinnuknattspyrnu- manna í mörgum löndum Evrópu hafa lýst yfir stuðningi við að leik- menn séu fijálsir þegar samningar þeirra renna út en telja almennt að reglur um erlenda leikmenn verði að vera fyrir hendi. | Margir óttast að ef dómur fellur á þessa leið muni það leiða til gjald- þrots margra smærri knattspyrnufé- í laga í Evrópu sem hafa fáa aðra | tekjustofna en að ala upp efnUega í leikmenn og selja þá tU stærri félaga. Hins vegar er talið að þetta myndi leiða tíl þess að félög semdu við leik- menn sína tíl mun lengri tíma en tíl þessa hefur tíðkast. ð m iti Everton - Newcastle (1. okt.). Þeir sem þegar hafa hópnúmer, nota sín númer áfram. Englands á eftirfarandi leiki: Everton - KR (28. sept.), Bolton - QPR (30. sept.) og Þeir sem nota hópnúmerið sitt um næstu helgi eru með þegar dregnar verða út 2 ferðir til 10 besíu vikurnar yilda - 11 ntanlandsíerdir - 10 aukavinnintjar Haustleikur 13 vikur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.