Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Side 22
34 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 Afmæli Helgi G. Ingólfsson Helgi Guðmundur Ingólfsson, vélstjóri og matsveinn, Öldu- granda 1, Reykjavík, veröur sex- tugur á morgun. Starfsferill Helgi fæddist í Grindavík, ólst upp hjá móðurforeldrum sínum á Þingeyri til fimm ára en eftir það hjá foreldrum sínum á Akranesi. Helgi fór þrettán ára til sjós og hefur síðan stundað sjómennsku með hléum. Hann var fyrst háseti og vélstjóri en hefur verið mat- sveinn síðustu tuttugu og fimm árin. Hann er nú matsveinn á frystitogaranum Vigra frá Reykja- vík. Fjölskylda Helgi kvæntist 9.10. 1964 Jónínu Þóru Helgadóttur, f. 16.7. 1946, d. 15.9.1992, húsmóður. Hún var dóttir Helga Gestssonar, trésmiðs frá Kollsvík, og k.h., Sigriðar Ing- veldar Brynjólfsdóttur frá Þing- eyri. Helgi og Jónína Þóra skildu sex árum síðar. Börn Helga og Jónínu Þóru eru Guðmundur Helgi, f. 17.7. 1964, matreiðslumeistari og sjómaður á Þingeyri, kvæntur Vordísi Bald- ursdóttur og eru böm þeirra Jón- ína Sæunn, f. 23.5. 1990 og Baldur Már, f. 11.8. 1991; Sigurður Helgi, f. 27.6. 1966, framreiðslumeistari og deildarstjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, kvæntur Rakel Haraldsdóttur en sonur hans og fóstursonur Rakelar er Kristófer Dan, f. 31.3. 1988; Harpa, f. 17.6. 1970, lyfjatæknir í sambýli með Boga Kristinssyni húsasmið og er sonur þeirra Kristinn Helgi, f. 17.5. 1995. Sambýliskona Helga er Elsa Lára Sigurðardóttir, f. 3.3. 1934, versiunarmaður. Hún er dóttir Sigurðar Guðmundssonar í Búð- ardal, og k.h., Ástu Bjömsdóttur. Systkini Helga eru Magnús Davíð, f. 11.1. 1937, matsveinn; Erla Svanhildur, f. %A. 1938, mat- ráðskona; Kristján Árni, f. 12.12. 1941, bifvélavirkjameistari; Stein- unn Sigríður, f. 29.12. 1944, bóka- safnsfræðingúr; Sigurður Bjöm, f. 8.2.1950, verkamaður; Guðbjört Guðjóna, f. 13.8. 1953, húsmóðir. Foreldrar Helga voru Ingólfur Sigurðsson, f. 23.5. 1913, d. 28.9. 1979, vélstjóri og síðar bifreiða- stjóri á Akranesi, og Sofila Jón- fríður Guðmundsdóttir, f. 23.6. 1916, nú vistmaður á Sjúkrahúsi Akraness. Ætt Ingólfur var sonur Sigurðar, sjómanns á Móum á Skagaströnd, Jónassonar, tómthúsmanns á Efra-Hliði á Álftanesi, Jónssonar, trésmiðs á Sauðanesi, Brandsson- ar, b. í Hátúni, Brandssonar, b. á Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Móð- ir Jónasar tómthúsmanns var Elín Semingsdóttir, b. í Hamra- koti, Semingssonar, bróður Marsi- bilar, móður Bólu-Hjálmars. Móð- ir Sigurðar var Helga Sigurðar- dóttir, b. í Blálandi, Jónssonar, b. á Ytra-Hóli, Jónssonar. Móðir Sig- urðar var Sigurlaug Jónasdóttir, prests á Höskuldsstöðum, Bene- diktssonar og Sigriðar Sigurðar- dóttur, b. á Hafsteinsstöðum, Jónssonar. Móðir Ingólfs var Björg Bjarna- dóttir, b. á Björgum, Guðlaugs- sonar, b. á Tjörn, Guðlaugssonar, b. á Steinnýjarstöðum, Guðlaugs- sonar, b. á Þverá, Einarssonar. Móðir Bjargar var Guðrún Anna Eiríksdóttir, b. á Hólum í Fljót- um, Eiríkssonar. Móðir Guðrúnar Önnu var Kristín Guðmundsdótt- ir, b. í Heiðaseli í Gönguskörðum, Jónssonar. Sofiía er dóttir Guðmundar Bjarna, sjómanns á Þingeyri, Jónssonar, b. á Auðkúlu, Ólafs- sonar, b. þar Jónssonar. Móðir Guðmuhdar var Kristín Guð- Helgi Guðmundur Ingólfsson. mundsdóttir, b. í Meðaldal í Dýra- firði, Halldórssonar. Móðir Soffiu var Helga Jóna Jónsdóttir, vinnumanns í Botni, Halldórssonar og Soffiu Eiríks- dóttur, b. á Hrauni á Ingjalds- sandi, Tómassonar og Þuríðar Pálsdóttur, b. i Álfadal, Hákonar- sonar, prests á Álftamýri Mála- Snæbjörnssonar Pálssonar. Móðir Hákonar var Kristin Magnúsdótt- ir, í Vigur Jónssonar Arasonar. Helgi er í útlöndum um þessar mundir. Til hamingju með afmælið 21. september 80 ára Guðmundína Vilhjálmsdóttir, Hlif I, Torfnesi, ísafirði. Guðmundur Jónasson, Kirkjulundi 8, Garðabæ. Guðrún Sigurðardóttir, Hagamel 46, Reykjavík. 75 ára____________________ Guðrún Árnadóttir, Miðbraut 28, Seltjamarnesi. 70 ára Haraldur Sigfússon, Álfheimum 44, Reykjavík. Guðmundur Pálsson, Brekkuhvammi 10, Hafharfirði. Magnús Jónsson, Stapaseli 8, Reykjavík. Svandís Jóhannsdóttir, Aðalbraut 6, Kaldrananeshreppi. Kolbrún Hreiðars Lorange, Fiskakvísl 11, Reykjavík. 50 ára_________________________ Viðar Ólafsson, Grundartanga 27, Mosfellsbæ. Alma Kristín Möller, Víðimýri 13, Akureyri. Katrin Þórarinsdóttir, Reykholti I, Biskupstungnahreppi. Jón Sævar Jóhannsson, Melabraut 14, Seltjamamesi. Einar I. Ólafsson, Þórustöðum, Broddaneshreppi. Margrét Konráðsdóttir, Suðurgötu 51, Siglufirði. 60 ára Jóhannes Karl Engilbertsson slökkviliðsstjóri, Heiðarbraut 34, Akranesi, verður sextugur á morgun. Jóhannes og eig- inkona hans, Friörika Kr. Bjarnadóttir sem verður sextug 31.10. nk., taka á móti gestum í til- efni afmælanna á heimili sínu fostudaginn 22.9. frá kl. 19.00-22.00. Ingimundur Jónsson, Skólagarði 12, Húsavík. 40 ára Freygerður A. Baldursdóttir, Gömluhúð, Svalbarösstrandar- hreppi. Lára Guðný Þorvaldsdóttir, Tjarnarlundi 9 I, Akureyri. Björn Jónsson, Vorsabæ II, Skeiðahreppi. Kristjana Aðalsteinsdóttir, Hólagötu 39, Njarðvík. Hörður Benediktsson, Háhlíð 12, Akureyri. Stefán Baldursson, Kambaseli 65, Reykjavík. Margrét Guðjónsdóttir, Króktúni 8, Hvolhreppi. Sigríður Sigurjónsdóttir og Friðrik Jens Guðmundsson Hjónin Sigríður Sigurjónsdóttir sérkennari og Friörik Jens Guð- mundsson, fyrrv. fulltrúi hjá Skattstofunni í Reykjavík, eiga gullbrúðkaup á morgun, föstudag- inn 22.9. í tilefni þess og sjötíu ára af- mælis þeirra beggja á árinu taka þau á móti gestum á heimili dótt- ur sinnar, Fitjum á Kjalarnesi, föstudaginn 22.9. milli kl. 19.00 og 21.00. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma og gleðjast með þeim á þessum merkisdegi. Óli Kristján Jónsson Óli Kristján Jónsson, fyrrv. skólastjóri, Laufbrekku 25, Kópa- vogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Óli Kristján fæddist að Galtar- hrygg í Reykjarfjarðarhreppi við Djúp og ólst upp við Djúp, lengst af á Eyri í ísafirði. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykja- nesi og við KÍ, lauk kennaraprófi 1952 og hefur sótt fjölda nám- skeiða innan lands og utan er lúta að kennslu og skólastjórn. Óli Kristján var kennari í Mosvallaskólahverfí í Önundar- flrði 1947-48, var kennari við Kópavogsskóla í Kópavogi 1952-64, yfirkennari þar 1964-77 og skólastjóri við sama skóla 1977-90. Þá var hann flokksstjóri við Vinnuskóla Reykjavíkur og Kópavogs í mörg sumur. Óli Kristján sat m.a. í stjórn Nemendafélags KÍ 1949-52, Kenn- arafélags barnaskóla Kópavogs í mörg ár, Kennarafélags Kjósar- sýslu og Kópavogs, í stjórn Skóla- stjórafélags íslands 1967-77, Fé- lags yflrkennara á barna- og gagn- fræðaskólastigi 1971-77 og formað- ur þess í tvö ár, I stjórn Vinnu- skóla Kópavogs 1968-71 og var for- maður þar í tvö ár, sat í stjórn Bókasafns Kópavogs 1968-74 og var formaður í fjögur ár, er nú varaformaður Félags kennara á eftirlaunum og situr i stjóm Sam- bands lífeyrisþega ríkis og bæja. Hann hefur verið búsettur í Kópa- vogi frá 1960. Fjölskylda Óli Kristján kvæntist 1.4. 1961 Eygló Ólöfu Haraldsdóttur, f. 22.6. 1932, húsmóður. Hún er dóttir Haralds Erlendssonar, sjómanns í Reykjavík, og Kristbjargar Ara- dóttur húsmóður. Synir Óla Kristjáns og Eyglóar Ólafar eru Jón Sigurður Ólason, f. 9.10. 1960, lögreglumaður í Reykja- vík, búsettur á Kjalarnesi, kvænt- ur Kristínu S. Jónsdóttur; Harald- ur Kristján Ólason, f. 1.10.1965, lögreglumaður i Reykjavík, bú- settur í Reykjavik, kvæntur Önnu Þóru Bragadóttur. Synir Eyglóar af fyrra hjóna- bandi eru Birgir Reynisson, f. 26.1. 1951, húsasmiður í Kópavogi, kvæntur Ragnhildi Bjarnadóttur; Jóhannes Þ. Reynisson, f. 21.10. 1952, múrari í Kópavogi, kvæntur Kolbrúnu Stefánsdóttur; Marteinn A. Reynisson, f. 23.2. 1954, bygg- ingafræðingur í Danmörku, kvæntur Sigríði Frímannsdóttur. Systkini Óla Kristjáns eru Guð- mundur Þ. Jónsson, f. 1.7.1912, verkamaður í Reykjavík; Valgerð- ur S. Jónsdóttir, f. 11.6. 1914, d. ■ % Óli Kristján Jónsson. 1.2. 1983, húsmóðir á ísaflrði; Kristján M. Jónsson, f. 22.10. 1915, vélstjóri á Akureyri; Kjartan A. Jónsson, f. 29.1.1917, bóndi í Eyr- ardal við Súðavik; Ingibjörg G.J. Jónsdóttir, f. 11.11.1918, húsmóðir á Akureyri; Guðbjörg G. Jónsdótt- ir, f. 28.10. 1920, húsmóðir á ísa- firði; Elín B. Jónsdóttir, f. 26.10. 1922, húsmóðir í Reykjavík; Bjarni Jónsson, f. 15.12. 1926, verkamaður í Mosfellsbæ. Foreldrar Óla Kristjáns voru Jón Ólason, f. 7.11. 1883, d. 6.4. 1930, bóndi og söðlasmiður að Galtarhrygg, og k.h., Guðbjörg Efemía Steinsdóttir, f. 20.4. 1886, d. 9.10. 1987, húsmóðir. Óli og Eygló taka á móti gest- um í Félagsheimili lögreglu- manna, Brautarholti 30, Reykja- vik, laugardaginn 23.9. kl. 17.00-19.00. Steinar Arnar Ragnarsson Steinar Arnar Ragnarsson, verkstjóri og eftirlitsmaður, Áskinn 3, Stykkishólmi, er sex- tugur i dag. Starfsferill Steinar fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hann lauk námi í barna- og unglingaskóla í Stykk- ishólmi. Steinar hefur lengst af starfað við fiskvinnslu, fyrst hjá Hrað- frystihúsi Kaupfélags Stykkis- hólms þar sem hann var aðstoð- arverkstjóri í nokkur ár en var síðan yfirverkstjóri hjá Þórsnesi hf. í nær tuttugu ár. Þá var Steinar eftirlitsmaður hjá sjávarafurðadeild SÍS og yfir- matsmaður hjá Framleiðslueftir- liti sjávarafurða en er nú meðeig- andi að Aðalskoðunarstofunni hf. Fjölskylda Steinar kvæntist 18.11. 1958 Guðnýju Jensdóttur, f. 15.5. 1938, húsmóður. Hún er dóttir Jens Jenssonar sem lést 1972, verka- manns í Bjarnarhöfn í Helgafells- sveit, síðar á Borg í Stykkis- hólmi, og Fjólu Jónsdóttur hús- móður. Börn Steinars og Guðnýjar eru Árþóra Steinarsdóttir, f. 13.5. 1960, skrifstofustjóri við Búnaðar- banka Islands í Stykkishólmi, gift Birni Benediktssyni málarameist- ara og eru synir þeirra Steinar, f. 27.7. 1984 og Árni Þór, f. 13.12. 1988; Einar Örn Steinarsson, f. 7.6. 1961, húsasmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Svöfu Sigur- jónsdóttur skrifstofumanni og eru dætur þeirra Guðný Arna, f. 23.2. 1986 og Rakel Mist, f. 9.10. 1992; Elvar Þór Steinarsson, f. 3.13. 1965, málarameistari í Reykjavík, í sambúð með Carolyn Lindu Jeans húsmóður og eru börn þeirra Dagný Fjóla, f. 5.10. 1987 og Ægir Már, f. 6.10.1993; Jenný Steinarsdóttir, f. 27.5. 1974, stúd- ent og starfsmaður á leikskóla St. Franciskussystra í Stykkishólmi. Systkini Steinars: Ingvar Ragn- arsson, f. 3.9. 1924, fyrrv. formað- ur Verkalýðsfélags Stykkishólms, búsettur í Hafnarfirði; Hulda Ragnarsdóttir, f. 13.11. 1925, hús- móðir í Reykjavík; Ólöf Ragnars- dóttir, f. 1.12. 1926, húsmóðir í Reykjavík; Gúsaf Ragnarsson, f. 28.2. 1929, d. 1.1. 1930; Anna Ragn- arsdóttir, f. 30.9. 1930, verslunar- maður í Reykjavík; Einar Ragn- arsson, f. 4.2.1932, bifvélavirki í Steinar Arnar Ragnarsson. Stykkishólmi; Ottó Ragnarsson, f. 8.10. 1933, múrari í Reykjavík; Bára Sólveig RagnEirsdóttir, f. 8.7. 1940, læknaritari í Reykjavík; Baldur Ragnarsson, f. 19.9. 1941, vélstjóri í Stykkishólmi; Ragnar Hinrik Ragnarsson, f. 22.9. 1947, stýrimaður í Stykkishólmi. Foreldrar Steinars voru Ragnar Hinrik Einarsson, f. 15.8.1901, d. 29.9. 1948, verkamaður og formað- ur Verkalýðsfélags Stykkishólms, og k.h., Sólveig Þ. Ingvarsdóttir, f. 10.6. 1901, d. 8.6. 1972, húsmóðir. Steinar verður að heiman á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.