Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1995, Side 23
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995
35
Lalli og Lína
E>V Sviðsljós
Fyrirtæki Spi-
eibergs veiðir
Steven Spi-
elberg og fyr-
irtæki hans,
Dreamworks,
hefur krækt
sér í kvik-
myndarétt
bókarinnar
My Old Man
and the Sea eftir feðgana Davíd
og Daniel Hays. Segir þar frá
siglingu fyrir Hornhöfða. Þetta
er þriðja bókin sem fyrirtækið
gerir samning um.
Tommy litli á
fjalirnar
Rokkóperan
Tommy eftir
Peter Town-
send, gítarleik-
ara og höfuð-
paur sveitar-
innar Who,
verður sett á
svið í London á
næsta ári.
Söngleikurinn byggist á sam-
nefndri kvikmynd frá 1975, með
Elton John, Eric Clapton og Tinu
Turner í aðaihlutverkunum.
Brad Pitt á
kvennafari
Leikarinn og
hjartaknúsar
inn ungi Brad
Pitt segir að
gott sé að fara á
kvennafar á
kvikmynda
gerðarsvæðinu.
Brad er um
þessar mundir með henni Gwy-
neth Paltrow, sem hann hitti við
gerð myndarinnar Seven. Áður
var hann með Juliette Lewis sem
hann kynntist við gerð annarrar
myndar.
Andlát
Stefán Jónsson bifvélavirki, Lækj-
arbergi 25, Hafnarfirði, áður Hverf-
isgötu 57, Hafnarfirði, andaðist
þann 19. september.
Halla Arnadóttir, Álftamýri 52,
Reykjavík, lést 19. september.
Gísli V. Guðlaugsson, Laugarnes-
vegi 57, lést þriðjudaginn 19. sept-
ember.
Guðný Aradóttir, Vatnsstíg 11,
Reykjavík, lést á elliheimilinu
Grund þann 19. september.
Jarðarfarir
Gunnar Sigurðsson, Hringbraut
38, Hafnarfirði, andaðist á St. Jós-
efsspítala þriðjudaginn 19. septem-
ber. Jarðarförin fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði fimmtudag-
inn 28. september kl. 13.30.
Arndís Sigríður Halldórsdóttir,
Skipholti 55, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju í dag,
fimmtudaginn 21. september kl.
13.30.
Séra Jón Einarsson prófastur,
Saurbæ á Hvalijarðarströnd, verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í
Saurbæ laugardaginn 23. september
kl. 14.
Kristján Sigurðsson, Snorrabraut
22, Reykjavík, andaðist í Borgarspít-
alanum 15. september. Útfór hans
fer fram frá Langholtskirkju fóstu-
daginn 22. september kl. 13.30.
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Dala-
landi 4, sem lést 13. september, verð-
ur jarðsungin frá Bústaðakirkju
fóstudaginn 22. september kl. 13.30.
Hrefna Geirsdóttir, Hraunteigi 19,
verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni föstudaginn 22. september kl.
13.30;
Margeir Valberg Hallgríms-
son, Grettisgötu 47a, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 22. september kl. 15.
Slökkvilið - Lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 551 1166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan s. 561 1166,
slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 560 3030,
slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100.
Hafnarfjöröur: Lögreglan sími 555
1166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 555
1100.
Keflavík: Lögreglan s. 421 5500, slökkvi-
lið s. 421 2222 og sjúkrabifreiö s. 421
2221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 481 1666,
slökkvilið 481 2222, sjúkrahúsið 481 1955.
Akureyri: Lögreglan s. 462 3222,
slökkvilið og sjúkrabifreið s. 462 2222.
ísafjörður: Slökkvilið s. 456 3333,
brunas. og sjúkrabifreið 456 3333, lög-
reglan 456 4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótek-
anna i Reykjavík 15. sept. til 21. sept., að
báðum dögum meðtöldum, verður í Ár-
bæjarapóteki, Hraunbæ 102 B, sími
567-4200. Auk þess verður varsla i
Laugarnesapóteki, Kirkjuteigi 21,
sími 553-8331, kl. 18 til 22 alla daga
nema sunnudaga. Uppl. um læknaþjón-
ustu eru gefnar í sima 551-8888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl.
9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 565 1321.
Apótek Kópavogs: Opiö virka daga frá
kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek
opið mánud. til fóstud. kl. 9-19, Hafnar-
íjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið á
laugard. kl. 10-16 og til skiptis sunnu-
daga og helgidaga kl. 10-14. Upplýsingar
í símsvara 555 1600.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aöra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á
helgidögum er opiö kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum timum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar í síma 462 2445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 569 6600.
Sjúkrabifreið: Reykjavik, Kópavogur
og Seltjarnarnes, simi 11100,
Hafnarfjörður, sími 555 1100,
Keflavík, sími 422 0500,
Vestmannaeyjar, sími 481 1955,
Akureyri, sími 462 2222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í sima 562 1414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
simaráöleggingar og tímapantanir í
síma 552 1230. Upplýsingar um lækna og
lySaþjónustu i símsvara 551 8888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
569 6600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum
allan sólarhringinn (s. 569 6600). •
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17. Vaktþjónusta
frá kl. 17-18.30. Sími 561 2070.
Vísir fyrir 50 árum
Nýir vendir sópa best,
en þeir gömlu þekkja
öll skumaskotin.
írskt máltæki.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 555 1328.
Ketlavík: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 552 0500 (sími
Heilsugæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 481 1966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 462 2311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, simi (far-
sími) vakthafandi læknis er 85-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 462
3222, slökkviliðinu í síma 462 2222 og
Akureyrarapóteki í sima 462 2445.
Heimsóknartími
Landakotsspitali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud- fóstud. kl.
18.30- 19.30. Laugard - sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 Og 19.30- 20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30- 20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl.
15-16.30.
Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30-
19.30.
Flókadeild: Kl. 15.30- 16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud - laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og
aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl.
15-16 og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl.
15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og
19—19 30
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20.
Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
Tilkynningar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríöa, þá er sími samtak-
anna 551 6373, kl. 17-20 daglega.
Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er
opin mán.- miðv. ki. 8-15, fimmtud. 8-19
og fóstud. 8-12. Sími 560 2020.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74:
Opið alla daga nema mánudaga kl.
13.30-16.
Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir
samkomulagi. Upplýsingar í síma 558
4412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 552
7155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
557 9122.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 553
6270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 553
6814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud- fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13—16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 552 7029. Opið
mánud - laugard: kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.552 7640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.- föstud.
kl. 15-19.
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 568 3320.
Bókabílar, s. 553 6270. Viðkomustaðir
viðs vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl.
14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sól-
heimar, miövikud. kl. 11-12. Lokað á
laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opiö daglega kl. 10-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
Opið alla daga kl. 12-18. Kaffistofa safns-
ins opin á sama tíma.
Listasafn Einars Jónssonar. Safnið
opið laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
alla daga.
Spakmæli
Fimmtudagur 21. sept.
Reynt að útrýma hernað-
arandanum í Þýskalandi.
Blöð og bækur um hern-
aðarmál bönnuð.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard- sunnud.
kl. 14-17.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Nesstofan. Seltjarnarnesi opið á
sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard.
kl. 13-17.
Norræna húsið viö Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn Islands er opið helgar kl.
13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4,
S. 814677. Opið kl. 13-17 þriöjud. - laug-
ard.
Þjóðminjasafn Islands. Opið alla daga
nema mánudaga kl.11-17.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning i Árnagarði við Suðurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið í Nesstofu á
Seltjarnarnesi: Opið samkvæmt sam-
komulagi. Upplýsingar i síma 561 1016.
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti
58, simi 462-4162. Opnunartími alla daga
frá 11-17. 20. júni-10. ágúst einnig
þriðjudags og fimmdagskvöld frá kl.
20-23.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sel-
tjarnarnes, sími 568 6230. Akureyri, sími
461 1390. Suðurnes, sími 613536. Hafnar-
íjöröur, sími 652936. Vestmannaeyjar,
simi 481 1321.
Hitaveitubilanir:'
Reykjavik og Kópavogur, sími 552 7311,
Seltjarnarnes, sími 561 5766, Suðurnes,
sími 551 3536.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 552 7311. Seltjarnarnes,
sími 562 1180. Kópavogur, simi 85 -
28215. Akureyri, sími 462 3206. Keflavik,
Adamson
sími 421 1552, eftir lokun 421 1555. Vest-
mannaeyjar, símar 481 1322. Hafnarij.,
sími 555 3445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjarnamesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist i 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími 552
7311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er
svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum til-
fellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Stjörnuspá
Spáin gildir fyrir föstudaginn 22. september.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Atburðir dagsins gætu orðið til þess að þú yrðir aö breyta um
stíl og hugsa málin upp á nýtt. Þú þarft að gefa þér tíma til þess
að aðstoða aðra. Þú sérð þó ekki eftir því.
Fiskarnir (19. febr. 20. mars.):
Þú skalt yfirvega allt sem gera þarf. Þannig kemur þú í veg fyrir
vandræði síðar. Dagurinn verður ekki auðveldur en þér tekst að
yfirstíga vandamálin.
Hrúturinn (21. mars 19. april):
Nú er rétti timinn til þess að skipuleggja ferðalag. Þú rifjar upp
gömul kynni. Það gæti borgað sig að taka svolitla áhættu í kvöld.
Happatölu eru 8, 23 og 25.
Nautið (20. apríI-20. mai):
Gagnkvæmir hagsmunir koma til umræðu. Allir verða að átta
sig á því að það verður bæði að gefa og þiggja. Þér verður best
ágengt um morguninn.
Tvíburarnir (21. maí-21. júni):
Ekki er allt sem sýnist á yfirborðinu. Láttu aðra ekki hafa áhrif
á þig með orðagjálfri og innantómum loforðum. Þú nýtur góðs
af heppni ákveðins aðila.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Dagurinn virðist ætla að verða þægilegur. Fólk er velviljað og
samvinnufúst. Nýttu þér þessar hagstæðu aðstæður. Happatölur
eru 6, 14 og 27.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Þú verður að hafa fyrir því sem þú gerir. Gættu þín á loforðum
sem halda ekki þegar á reynir. Farðu að öllu með gát í tjármálun-
um.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Þú sérð ekki tilganginn í því sem þú ert að gera. Þig skortir
sjálfstraust um þessar mundir. Það líður þó fljótt frá. Kvöldið
verður ánægjulegt.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Reyndu að koma í veg fyrir átök við aðra. Þú nærð þinu frekar
fram með því að fara rólega að mönnum. Eitthvað skemmtilegt
gerist í dag.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú nærð ekki samningum og friði nema leggja hart að þér. Heim-
ili og fjölskylda eiga hug þinn allan í dag.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Gættu þín á öllum skuldbindingum, einkum hinum fjárhagslegu.
Þú færð áhugaverða frétt úr nánum vinahópi. Ástamál gætu
tengst þessu.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Eitthvað óvænt gerist snemma dags. Þaö kann að hafa talsverð
áhrif þegar fram líða stundir. Það reynir mjög á ákveðið samband.