Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 1
9. OKTÓBER 1995 QIÞROTTIR Getraunir: Sænsk/enski boltinn: 12x-x11-xx2-x122 ítalski boltinn: 11x-1xx-1x1-11xx Lottó 5/38: 9 13 17 21 31 (14) Guðlaug og Ólafur L leikmenn ársins alpkahóf knattspyrnumanna á laug- ardagskvöldið - sjá bls. 28 r ' . .’Sfe ■ 'Jk: . ■ f í } vi Pétur kyrr hjáKA Pétur Ormslev var um helgina end urráðinn þjálfari 2. deildar liðs KA í knattspyrnu. Pétur tók við liðinu fyr ir nýliðið keppnistímabil og undir sflórn hans hafnaði KA-liðið í 3. sæti. Leikmannahópurinn, sem lék með KA í sumar, verður allur áfram en á þessari stundu er ekki alveg ljóst hvort Englendingarinn Dean Martin kemur aftu Afrek hjá Val - sjá bls. 24-25 Bibercic ræddi við Skagann Daníel Ólafsson, DV ,Akranesi: Forráðamenn ÍA og Mihajlo Bi bercic áttu í viðræðum á íostudag inn, samkvæmt áreiðanlegum heim ildum DV, en nú er talið líklegt að Bibercic gangi á ný til liðs við Skaga menn og spili með þeim á næsta tímabili. Bibercic hefur lýst því yfir að ef hann spili á íslandi að ári verði það með Skagamönnum. Hann fer til Júgóslavíu í dag og ætlar að leika með 3. deildar liði í Þýskalandi í vet ur. Bibercic skoraði 27 mörk fyrir Skagamenn í 1. deildinni árin 1993 og 1994 og varð markakóngur deild arinnar síðara árið. í sumar gerði hann 20 mörk fyrir KR, þar af 13 i 1. deildinni, og hreppti bronsskóinn fyrir það afrek, eins og fram kemur á bls. 28. Þá er talið nær öruggt að Steinar Adolfsson úr KR leiki með Skaga mönnum á næsta tímabili. Hann er erlendis og málin skýrast endanlega þegar hann kemur heim. Um 21 þúsund áhorfendur á leik varaliða: Beöist afsökunar þegar Cantona fór meiddur út af Eric Cantona, franski knatt spymumaðurinn hjá Manchester United, meiddist á hné í varaliðsleik gegn Leeds á laugardaginn. Óvíst er hvenær hann getur byrjað að leika á ný með United og í gær var talið vafasamt að hann yrði með um næstu helgi. Hvorki fleiri né færri en 21 þúsund áhorfendur mættu á leik varalið anna, fleiri en á nokkum deildaleik í landinu á laugardaginn. Cantona var tekinn út af eftir aöeins 18 minút ur og áhorfendur vom sérstaklega beðnir afsökim á þvi i hátalarakerfi vallarins! Körfu- boltinn í gær- kvöldi -sjá bls. 26-27 Leikjamet hjá Vöndu - Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knatt- spymu, setti nýtt leikjamet á laugar daginn þegar ísland sigraði Holland, 2-0, í Evrópukeppninni á Laugar- dalsvellmum. Vanda lék 27. landsleik sinn og sló met Ástu B. Gunnlaugs dóttur sem spilaði 26 landsleiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.