Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 23 DV Baráttan og sigurviljinn voru í lagi „Þaö kom mér á óvart hvaö viö vorum mikið meö boltann og hvað þær lágu aftarlega. Ég bjóst við þeim miklu grimmari. Við fundum taktinn í þessum leik og spilum eins og liösheild með bar- áttuna og sigurviUann í lagi. Liðiö er mjög góð blanda eldri og yngri leikmanna og ég ætla að vona aö þessar gömlu fari ekki að hætta, þær eru mjög mikilvægar og eiga ennþá eitt til tvö ár efdr. En það eru margar góðar yngri stelpur að koma upp, það er ekki spurn- ing," sagði Ásthildur Helgadóttir. Ánægður með leikinn „Við spiluðum þennan leik vel. Vömin var góð. Fyrri háiíleikur var svolítið hægur og við heíðum kannski átt að taka meiri áhættu þá. Þær voru að bíða eftir því að við kæmum og ætluðu svo aö stinga sér á bak við vömina. Ég lagði það upp að við myndum vera þolinmóð og í seinni hálfleik bættum við í hraðann. Rússneska liðið er sterkasta liðiö í riölinum, þær eru líkamlega sterkar og eft- ir á að hyggja þá er það óheppileg- ur leikur aö byija á. En mér fannst íslenska liöið leika vel og er ánægður með hvernig stelp- urnar spiluðu," sagði Kristinn Björnsson landsliðsþjálfari. Höfum farlö stigvaxandi „Þetta var ír ábært. Þær pökkuðu í vöm og það var erfitt að komast í gegnum 10 manna vörn en það tókst. Leikur okkar hefur farið stigvaxandi með hveijum leik og þetta er allt að smella saman. Mér finnst hins vegar að fjölmiðlafólk og aðrir megi ekki yfirgefa okkur þó að við töpum einum leik,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyr- irliöi landsliðsins. Léku með sorgarbönd íslenska liðið lék meö sorgarbönd í leiknum til minningar um Önnu Jónsdóttur, leikmann KR, sem lést í bílslysi fyrir skömmu. Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn. Island- Holland (0-0) 2-0 1- 0 Ásthildur Helgadóttir (51.) 2- 0 Margrét Ólafsdóttir (85.) Lið íslands; Sigfríóur Sophustlóttir, Guöiaug Jónsdóttir, ErlaHendriksdóttir (Hjördís Simonardóttir 68 ), Guðrún Saemundsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, ÁsthUdur Helgadóttir, Margrét Ólafs- dóttir, Helga Ósk Hannesdóttir (Ásgerð- ur H. Ingibergsdóttir 87.), Jóniná Víg- lundsdóttir (Olga Færseth 87.), Ragna Lóa Steönsdóttir og Sigrún Óttarsdóttir. Lið Hollands: Wissink, Olde Kalter, Pauw, Klomp, Derksen {Noom 69.), Van Tol, Wiegman, Michelsen, Van Waarden, Doreleijers (Van Eijk 45.), Kormacher (Davidse 58.). Markskot; ísiand 12, HoUand 7 Hornspyrnur: ísland 8, HoUand 3 Gul spjöld: Doreleíjers, Klomp og Olde Kader. Dómari: Ingrid Jonson frá Sviþjóð, dæmdí mjög vel. Ahorfcndur: Um 200. Staðan í 3. riðli: ísland........3 1116-74 Rússland....i.1 1 0 0 4-1 3 Frakkland.....1 0 10 3-31 Holland.......1 0 0 1 0-2 0 íþróttir Jonína Viglundsdóttir sækir að marki Hollands í leiknum á laugardaginn en hún átti þátt í báðum mörkum íslenska liðsins. DV-mynd Brynjar Gauti Evrópukeppni kvennalandsliöa í knattspymu: Verðskuldaður sigur á Hollendingum - íslenska liðið lék sinn besta leik 1 langan tíma og sigraði, 2-0 Ingibjörg Hiniiksdóair skrifar: íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu hafði mikla yfirburði yfir það hollenska þegar liðin mættust í Evr- ópukeppninni á laugardag. íslensku stúlkumar höföu öll völd á vellinum, léku sinn besta leik í langan tíma og sigmðu verðskuldað, 2-0. Islensku stúlkumar komu mjög ákveðnar til leiks og strax á 10. mín- útu skallaði Ásthildur Helgadóttir rétt fram hjá hollenska markinu efiir homspymu. Á 16. mínútu komst Jónina Víglundsdóttir í sannkallaö dauðafæri eftir frábæra stungusend- ingu Ásthildar en Jónína, sem var alein á móti hollenska markverðin- um, missti boltann frá sér á óskiljan- legan hátt. Islenska liöið hélt áfram að sækja og hleypti Hollendingunum ekki nærri íslenska markinu. Sigfríður Sophusdóttir markvörður þurfti að- eins einu sinni í leiknum að taka á honum stóra sínum er hún kýldi boltann frá eftir fyrirgjöf frá hægri. Margrét Ólafsdóttir átti síðasta færi hálfleiksins er hún skaut rétt yfir eftir aukaspymu frá Guðlaugu Jóns- dóttur. Fjörugur seinni hálfleikur Þrátt fyrir markalausan fyrri hálf- leik var eins og sigurinn væri á næsta leiti og fyrsta markið kom á 51. mínútu. Guðrún Sæmundsdóttir sendi þá góða sendingu upp vinstri kantinn, Jónina sendi boltann fyrir á Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem skaut föstu skoti að marki, Marleen Wissink markvörður varði en missti boltann frá sér og Ásthildur Helga- dóttir fylgdi vel á eftir og renndi bolt- anum í ^utt markið, 1-0. Hollenski þjálfarinn gerði nokkrar breytingar á liði sínu eftir markið og komust þær hollensku þá nokkuð inn í leik- inn án þess þó að skapa nokkra hættu við íslenska markið. Á 63. mínútu átti Guðlaug Jónsdóttir fast skpt af um 20 metra færi en Wissink markvörður varði í þverslá. Nokkur taugaveiklun var í ís- lenska liðinu um miðjan seinni hálf- leikinn en um 10 mínútum fyrir leikslok náði íslenska liðiö nokkrum góðum sóknum og innsiglaði sigur sinn á 85. mínútu. Hjördís Símonar- dóttir sendi boltann á Jónínu Víg- lundsdóttur út á hægri kant, Jónína lék á einn varnarmann og sendi bolt- ann fyrir á Ásthildi sem skaut en boltinn fór í vamarmann. Áshildur fékk boltann aftur og sendi góöa sendingu á Margréti Ólafsdóttur sem skallaði hann hnitmiðað rétt innan við stöng, algjörlega óveijandi fyrir Wissink markvörð. Góð liðsheild Leikur íslenska liðsins á laugardag var besti leikur þess í langan tíma. Liðið vann sem ein heild og hvergi var veikan hlekk að finna. Guðlaug Jónsdóttir var best í íslenska liðinu, hún átti í nokkrum erfiðleikum í byrjun gegn Danielle Kormarcher sem lék mjög fast og allt að því gróft en um leið og Guðlaug fór aö taka á móti henni þá hvarf Kormarcher í skuggann. Asthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir áttu einnig mjög góðan dag og höfðu mikla yfirburði á miðjunni. Þá var Jónína Víglunds- dóttir sterk frammi, vann vel og átti stóran þátt í báöum mörkunum. Hollenska liðið er slakasta hðið í riðlinum. Það leikur ekki góða knatt- spymu, leikur þeirra er grófur og lítið brá fyrir af samspili. Þá voru íslensku áhorfendurnir á Laugar- dalsvelli ekki ánægðir með ódrengi- legan leik þeirra er þær, í tvígang, gáfu ekki aftur á íslenska leikmenn eftir að þeir höfðu spymt út af til aö láta huga að meiddum hollenskum leikmönnum. FJÖLSKYLDU ÍÞROTTI R í KOLAPORTIISI U / lENNIf MANUDAGA - FIMM' TÍMAPANTANIR P A KL. 1 6.00 - 23.00 ’IMA 56 1 T063

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.