Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 1995 27 Njarðvík slapp fyrir hom gegn Haukum: Hélt að þeir væru þremur stigum yfir -Teitur tryggði Njarðvík sigur, 69-68 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Ég hélt að þeir væru þremur stig- um yfir en ekki tveimur. Það var fáránlegt hjá mér að reyna 3ja stiga skot en mér leið vel á vítalínunni," sagði Teitur Örlygsson, hetja Njarð- víkinga, sem skoraði síðustu þrjú stigin af vítalínunni þegar 5 sekúnd- ur voru eftir og tryggði þeim sigur á Haukum, 69-68, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Fögnuður Njarðvíkinga var mikill en Haukar féllu kylliflatir í gólflð og voru afar sárir með tapið. Jason Williford, Bandaríkjamaðurinn í Uði Hauka, átti eitthvað vantalað við dómarana eftir leikinn, honum var vísað út úr húsinu og hann á yfir höfði sér leikbann fyrir vikið. Fyrstu mínúturnar voru jafnar en Njarðvíkingar sigu fram úr þegar leið á fyrri hálfleik og áttu skemmti- lega kafla á meðan ekkert gekk hjá Haukunum. Njarðvíkingar höfðu 13 stiga forystu í hálfleik og bjuggust flestir við auðveldum sigri þeirra. Leikmenn Hauka gjörbreyttu varnarleik sínum í síðari hálfleik og á meðan fóru Njarðvíkingar hrein- lega á taugum. Haukar jöfnuðu, 55-55, og voru komnir 7 stig yfir þeg- ar 4 mínútur voru eftir. Þeir voru síðan tveimur stigum yfir þegar 5 sekúndur voru eftir en brotið var á Teiti og hann fékk þrjú vítaskot. „Það var sárt að tapa eftir að hafa komist vel inn í leikinn. Við hleypt- um þeim of langt frá okkur í fyrri hálfleik og það tók á að ná því for- skoti,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka. Þórsarar voru á hælunum - töpuöu fyrir Grindavík, 85-101 Gyifi Knatjánsson, DV, Akuieyn: Grindvíkingum nægðí slakur leikur norður á Akureyri í gær til að vinna Þórsara með 101 stigi gegn 85 í úrvalsdeiidinni i körfuboltanum. Þar fóru tvö lið sem þurfa ekki að gera sér vonir um stórafrek i vetur fari sem horfir og leikurinn i gærkvöldi var lítil skemmtun. í fyrri hálfleik skoruðu liðin þó 110 stig en það var mest vegna slakra varna og liðin spiluðu stuttar sóknir. í síðari hálfleik var allt annaö uppi á teningnum, þá voru sóknarlotur liðanna á köflum vægast sagt ákaflega slakar. Grindvíkingar voru þó ívið skárri allan tímann og á lokakafla Ieiksins bættu þeir enn við forskot sitt, enda Þórsarar komnir á hælana. Grindvikingar unnu þennan leik fyrst og fremst undir körfunum þar sem þeir höfðu yfirburði. Þórsarar voru ekki nema með einn hávaxinn leikmann, Fred Wíllams, þar sem Birgir Birgisson er erlendis og Grindvík- ingar nýttu sér þetta vel. Það var t.d. „veisla" hjá Guömundi Bragasyni en þeir sem gættu hans voru allt að því höfðinu lægri og hann því í góð- um málum. Guðmundur var besti maður vallarins og Herman Mayer átti þokkalega kafla en hjá Þór voru Fred Williams og Kristinn Friðriks- son einna skástir. Bow fór á kostum Sverrir Sverrisson skriíar: KR vann auðvéldan sigur á Val, 100-76, á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Leikurinn var ekki vel leikinn og mikið var um mistök en ágætir kafl- ar sáust þó og var gaman að fylgjast með Jonathan Bow hjá KR en hann átti. stórleik og skoraði 45 stig. Ef KR-ingar ætla að vera í toppbar- áttunni í vetur verða þeir að spila betur en í þessum leik en þeir tóku þó góðan sprett í lokin og sýndu að þeir geta leikið vel. Valsmenn börð- ust vel allan leikinn og þegar þeir náðu að stilla upp í vörn spiluðu þeir ágætlega en flest stigin fá þeir á sig úr hraðaupphlaupum. Bow var yfirburðamaður hjá KR og Ósvaldur spilaði einnig vel. Hjá Val var Ragnar Þór bestur og Webster, „hinn fertugi táningur", stóð fyrir sínu. Herbert Arnarsson náði sér ekki á strik með ÍR-ingum í gærkvöldi og hér hefur Birgir Mikaelsson, Bliki, góðar gætur á honum. DV-mynd Brynjar Gauti Guðni ogEiríkur björguðu ÍR-liðinu Þórður Gíslason skrifar: „Þetta var slakur leikur af okkar hálfu en við náðum að rífa okkur upp í lokin. Áhorfendur okkar voru traustir og nú þurfum viö að spila vel allan leikinn gegn Njarðvík á fimmtudaginn," sagði Eiríkur Ön- undarson eftir sigur ÍR gegn Breiða- blik, 64-77, í Smáranum í gærkvöldi. ÍR-ingar léku afleitlega þrjá fjórðu hluta leiksins en fóru í gang svo um munaði síðustu tíu mínúturnar. Ei- ríkur kom inn á og með frábærum varnarleik gaf hann ÍR-ingum tóninn og vann boltann hvað eftir annað. Á þessum síðustu mínútum gerðu ÍR- ingar 26 stig í röð. Leikur Blika byggöist á einstakl- ingsframtaki hjá Thoele og Birgi. Birgir lék vel en Thoele, sem gerði 20 stig í fyrri hálfleik, var gjörsam- lega haldið niðri í þeim síðari af Guðna hjá ÍR. Guðni átti mjög góðan leik og áður er minnst á þátt Eiríks. Það má segja að þeir tveir hafi kom- ið ÍR-ingum til bjargar þegar lykil- menn brugðust. íþróttir KR - Valur (51-36) 100-76 17-5, 33-21, 40-25, (51-36), 64-55, 77-64, 86-70, 100-76. Stig KR: Jonathan Bow 45, Ós- valdur Knudsen 17, Óskar Krist- jánsson 10, Lárus Árnason 7, Her- mann Hauksson 9, Arnar Sigurðs- son 5, Ingvar Ormarsson 3, Baldur Ólafsson 2, Atli Einarsson 2. Stig Vals: Ragnar Þór Jónsson 17, ívar Webster 14, Bergur Emils- son 12, Bjarki Gústafsson 10, Bjarki Guðmundsson 8, Guð- mundur Guðjónsson 6, Guðmund- ur Björnsson 4, Magnús Guð- mundsson 3, Hlynur Bjömsson 2. Fráköst: KR 44, Valur 31. 3ja stiga körfur: KR 7, Valur 10. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Skarphéðinsson, góðir. Áhorfendur: 100. Maður leiksins: Jonathan Bow. Skallagrímur - ÍA (51-36) 98-80 5-9, 13-17, 21-30, 32-32, 43-34, (51-36), 56-42, 76-67, 87-78, 98-80. Stig Skallagríms: Alexander Ermolinski 25, Gunnar Þorsteins- son 16, Tómas Holton 15, Ari Gunnarsson 14, Bragi Magnússon 13, Sigmar Egilsson 6, Grétar Guð- laugsson 5, Hlynur Lind Leifsson 4. Stig lA: Milton Bell 38, Brynjar Karl Sigurðsson 9, Jón Þór Þórðar- son 7, Bragi Magnússon 7, Brynjar Sigurðsson 6, Haraldur Leifsson 5, Elvar Þórólfsson 4, Gunnar Sig- urjónsson 4. Fráköst: Skallagrímur 31, ÍA 30. 3ja stiga körfur: Skallagrímur 5, IA 6. Dómarar: Leifur Garðarsson og Jón Bender, stóðu sig vel. Áhorfendur: 518. Menn leiksins: Alexander Er- molinski, Skallagrími, og Milton Bell, ÍA. Tvískipt í kvennakörfuniii? Ingibjörg Hinriksdóttir skrifer: Kvennakarfan hófst um helg- ina með fimm leikjum og ef marka má úrslitin viröist deildin ætla að verða tviskipt í vetur. Á fóstudag sigraði ÍS og Tinda- stóll og sigruðu norðanstúlkur örugglega 39-71. Ulrike Hettler var stigahæst í liði ÍS með 16 stig en bandaríski leikmaðurinn í liði Tindastóls, Audrey Codman, skoraði 23 stig. Þrír leikir fóru fram á laugar- dag. Valur og Keflavík mættust að Hlíðarenda og sigraði Kefla- vík, 49-66. Anna María Sveins- dóttir var stigahæst í hði Kefla- víkiir með 23 stig en Anna Jóns- dóttir skoraði 11 stig fyrir Val. Breiðablik sigraði Njarðvík, 71-63, í Smáranum og Grindavík sigraði nýhða ÍA með miklum yfirburðum, 93-19. ÍS sigraði Snæfell Snæfeh, sem lék í úrvalsdehd- inni í körfuknattleik í fyrra, beið lægri hlut fyrir ÍS í fyrstu umferð 1. deildarinnar um helgina. Úrslit urðu þessi: KFÍ-IH....................113-88 Höttur - Þór, Þ.......,r...64-76 ÍS - Snæfell................69-56 Selfoss - Reynir...........96-65 Leiknir, R. - Stjarnan.....86-61 Borgnesingar á toppinn Emar Páisson. DV Boraamesr þegar við komumst yfir þann Leikur liðanna var hraður og _____■ gamesL___ skrekk var þetta aldrei spuming,“ skemmtilegur fyrir áhorfendur. „Við lögðum grunninn að sigrin- sagði Tómas Holton, þjálfari Skal- Villur voru með mesta móti, 57 tals- umásíðustusexminútunumífyrri lagríms, eftir sigur í nágranna- ins, sem hlýtur að vera nærri meti. hálfleík með frábærum kafla þar slagnum gegn L.A í gærkvöldi, Sigur Borgnesinga var sanngjam, sem allt gekk upp og var sama hver 98-80. þeir léku allir vel og sýndu mun kominn áafbekknum, Skagamenn „Það var of erfitt aö vinna upp meiri breidd en gestirnir sem voru komu grimmir í seinni hálfleikinn þennan mun en þetta var mun bornir uppi af Milton Bell. Elvar og komust fuhnærri okkur, viö betra en gegn Grindavík og það er og Jón Þór Þóröarson léku einnig vorum of stressaöir yflr því að aht á uppleið hjá okkur,‘‘_ sagði El- ágætlega með ÍA. missa niður þetta góða forskot en var Þórólfsson, fyrirliöi LA. LAUSIR TÍMAR í íþróttahúsi Fjölnis að Viðarhöfða 4. i húsinu er hægt að stunda knattspyrnu, körfubolta, blak, handbolta, badminton o.fl. Upplýsingar og tímapantanir í síma 567-2263 á kvöldin og 567-6585 kl. 11-14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.