Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Page 3
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 írírír Undirleikarinn L’accompagnatrice er áhrifamikil kvikmynd meö þrjár aöalpersónur sem skila sér ákaflega skýrt í vel uppbyggðri sögu frá árum seinni heims- styrjaldarinnar. Sophie er ungur pianóleikari sem fær vinnu hjá frægri óperusöngkonu sem undir- leikari og félagi. Óperusöngkonan gerir miklar kröfur og er eiginmaðurinn ekki undanskilinn kröfum hennar, en hann tilbiður hana og Sophie dýrkar hana til að byrja með. Stríðið gerir það að verkum að þau flýja til London. Þar kemst Sophie að því að húsmóðir hennar á sér elskhuga sem hún hefur haldið við í mörg ár. Sophie, sem þykir ekki síður vænt um húsbónda sinn, kvelst af vitneskj- unni og á í tilfinningabaráttu á sama hátt og hús- bændur hennar. L’accompagnatrice er ákaialega falleg og ljúf kvikmynd þar sem falleg tónlist um- lykur hinar áhugaverðu persónur myndarinnar og er tengiliður við þær tilfinningar sem bærast með þeim. Leikur er allur til fyr- irmyndar og þar fer fremst hin unga leikkona Romane Bohringer sem nær ein- staklega vel að lýsa geðhrifum Sophie í fáum orðum. L'ACCOMPAGNATRICE - Útgefandi: Skífan. Leikstjórí: Claude Miller. Aðalhlutverk: Rlchard Bohringer, Elena Safnova og Romane Bohrínger. Frönsk, 1993. Sýningartíml 111 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK 1 aiYompagnatncf The Scarlett Lettef er nýjasta kvikmynd Demi Moore. Ólíkir bræður Michael og Matthew eru ólikir bræður sem búa saman. Sá eldri, Michael, er metnaðargjarn auglýs- ingamaður sem allt gengur í haginn fyrir, bæði í vinnu og i einkalífi, en unnusta hans Natalie er samt ekki sátt við hann þar sem hann lætur yfir- leitt vinnuna ganga fyrir. Matthew er af ööru sauðahúsi, rómantiskur hugsjónamaður, sem hefur hæfileika sem gætu nýst bróður hans vel i starfi, en þrátt fyrir kostaboð vill hann frekar vera sund- laugavörður. Þeir bræður eru tengdir sterkum fjöl- skylduböndum en stutt er síðan faöir þeirra lést af slysförum og hvílir sá atburður eins og skuggi yflr Matthew, sem kennir sér um hvemig fór. Hinn rómantiski Matthew verður fljótt hrifinn af Natalie og hún dregst óviljandi að honum og á þetta eftir að skapa mörg vandamálin. Radio Inside er vel gerð og leikin kvikmynd. Efhið býður upp á að myndin verði um of melódramtísk, en leikstjóranum og handritshöfúndinum Jeffrey Bell tekst að losna við allt slikt og hefur gert áhugaverða mynd um samband þriggja einstaklinga, þar sem samviska og heiðarleiki er ofar öllu. RADIO INSIDE - Útgefandl: Myndform. Leiksfjórí: JeHrey Bell. Aðalhlutverk: Wllliam McNamara, Elizabeth Shue og Dylan Walsh. Bandarísk, 1994. Sýnlngartíml 94 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK . ' - Hættulegur maður Paul Killgrew virðist í fyrstu vera hinn besti drengur og er góður við vini sína á raunastund. En það sem vinafólk hans ekki veit er að hann er or- sök harma þeirra. í byijun Circumstances Unknown fylgjumst við með þegar hann drekkir unnustu besta vinar síns og er sakleysið uppmálað viö jarðarförina. Tíu árum síðar rekur Paul Kill- grew skartgripaverslun og Ijóst er að sumir við- skiptavinimir, eingöngu stúlkur, hafa mætt örlög- um sínum við kyimi sín af honum. Þegar besti vin- ur hans, sem átti unnustuna sem Paul kom fyrir kattamef segir Paul að hann ætli ásamt eiginkonu sinni að eyða sumarfríinu á heimaslóðum ákveður Paul að slást í för með þeim. Honum líkar illa sú hamingja sem skín úr augum þeirra. Circum- stances Unknown er ein þeirra sakamálamynda þar sem aldrei er spuming um morðingjann heldur felst spennan í nálægð hans við fómarlömbin. Judd Nelson nær ágætlega að gera hinn sálsjúka Paul ógnandi og þessi fyrrum táningastjama hefúr sjálfsagt aldrei leikiö betur og á stóran þátt í að spenna helst alla myndina. CIRCUMSTANCES UNKNOWN - Útgefandl: ClC-myndbönd. Lelkstjórí: Robert Lewis. Aðalhlutverk: Judd Nelson, Isabel Glasser og Willlam R. Moses. Bandarísk, 1995. Sýningartími 96 mín. Bönnuð bömum Innan 16 ára. -HK Krókur á móti bragði Adam Trent er hugmyndaríkur snillingur meö- al glæpamanna. Hann nær samt ekki að forðast lögin þegar tveir félagar hans segja til hans eftir stórrán þar sem hann hafði sex milljónir dollara upp úr krafsinu. Er hann dæmdur til fangelsisvist- ar. Lögreglan veit ekki hvar þýfið er og til að nálg- ast það er ungri konu platað inn á Trent, konu sem segist vera fúlltrúi glæpahóps sem geti frelsað hann fyrir borgun. Trent samþykkir þetta að sjálf- sögöu og er frelsinu feginn. Enn einu sinni hefur samt lögreglan vanmetið Trent og kemst hann undan henni. Lögreglan með svarin óvin Trents, John Hobart, í fararbroddi, gefst ekki upp og mikið vatn rennur til sjávar áður en óvæntur endir myndarinnar kórónar skemmtilega og flókna sögu. Soft Deceit er hröð og spennandi, tekur óvænta stefú í hvert skipti sem eitthvað gerist. Helsti galli myndarinnar er hinn sviplausi Patrick Bergen, sem nær aldrei almennilega sambandi við persónuna, en Kate Vemon í hlutverki lögreglukonunnar Anne Fowler er aftur á móti góð og er þar framtiðarleikkona á ferð. SOFT DECEIT - Útgefandi: Sktfan. Lelkstjóri: Jorge Montesl. Aðalhlutverk: Patríck Bergen, Kate Vemon og John Wesley Shipp. Bandarísk, 1994. Sýnlngartiml 91 mín. Bönnuð bömum Innan 12 ára. -HK Demi Moore: Áberandi og ákveðin leikkona Demi Moore er hæst launaða léik- konan í Hollywood og er ein af örfá- um sem getur farið fram á sömu upphæð og karlstjörnur af hennar stærðargráðu fá. Það er ekki erfitt að skilja þetta þegar litið er á hvað nokkrar af síðustu kvikmyndum hennar; Ghost, A Few Good Men, Indecent Proposal og Disclosure, hafa halað inn af dollurum en sam- tals er innkoman 1,2 milljaröar doll- arar. Þaö eru samt ekki allir leik- stjórar sem vilja vinna með henni. Hún hefur orð á sér fyrir að vera erfið og stjómsöm. Það mætti ætla að Demi Moore hefði allt sem hugurinn gimist. Hún á frægan og myndarlegan eigin- mann, Bmce Willis, tvö ung böm og dásamlegt heimili, eins og hún segir sjálf. En lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá henni. Þegar hún var sextán ára að aldri hætti hún í skóla og fór að heiman. Ástæðan var að foreldrar hennar vom bæði drykkjufólk, höfðu tvisvar skilið en tekið saman aftur, verið í stanslaus- um flutningum. Hún hélt þó sam- bandi við foreldra sína þangað til faðir hennar framdi sjálfsmorð þeg- ar hún var átján ára gömul. Sam- bandið við móður hennar var alltaf stirt og í dag talast þær ekki við. Þegar Roland Joffe, leikstjóri The Scarlett Letter, nýjustu kvikmyndar Demi Moore, var spurður hvort ekki væri erfitt að vinna með henni, sagði hann svo ekki vera: „Ég hef orðið var við það áður með fólk, sem á að baki lífsreynslu eins og Demi Moore, þar sem engin ham- ingja var í æsku og annað foreldrið framdi sjálfsmorð, að það verður eins og tvískiptur persónuleiki. Demi getur verið erfið og þrjósk en hún er oflar mjög gefandi, skemmti- leg og opin, manneskja sem dásam- legt er að vinna með.“ Lék fyrst í sápuóperu Demi Moore vakti fyrst athygli þegar hún fékk hlutverk í sápuóper- unni General Hospital. Framleið- andinn sem réð hana segir að það hafi ekki verið nein hrifning með frammistöðu hennar í byrjun og var það aðallega röddin sem fór í taug- amar á sumum. Hún vann þó á og þegar hún yfirgaf þáttaröðina voru margir á því að hún myndi gera það gott. Einn mótleikari hennar segir að það hafi fljótt komið í ljós að litli skermurinn rúmaði ekki svona stóra manneskju. Demi More var þó nánast á göt- unni þegar leikstjórinn kunni, Joel Schumacher, rakst á hana í orðsins fyflstu merkingu fyrir framan skrif- stofu sína í Universal kvikmynda- verinu. Hann var þá að leita að lei- kurum í St. Elmo’s Fire. Það var eitthvað í fari hennar sem heillaði Schumacher svo að hann sagði að- Demi Moore í hlutverki Meredith Johnson í Disclosure. stoðarmanni sírium að hafa uppi á henni og athuga hvort hún væri leikkona. Þá hafði Demi Moore leik- ið smáhlutverk í nokkrum kvik- myndum. Schumacher réö hana en rak hana næstum eins fljótt aftur. Það kom í ljós að Moore var uppdópuð í prufútökum og Schumacher sagði við hana að hann ætlaði ekkert að fara að gefa henni fúflt af peningum svo hún gæti drepið sig. Hún grát- bað hann um að ráða sig aftur sem og hann gerði eftir að hún hafði far- ið í meðferð. En Schumacker réð hana ekki aftur fyrr en hann hafði gengið úr skugga um það á hælinu sem hún var á að alvara hefði verið i meðferðinni. í St. Elmos Fire voru margir ung- ir og efriilegir leikarar sem siðar gengu undir nafiiinu The Brat Pack, þar sem þau voru mikið saman að skemmta sér. Enginn þeirra hefur samt náð að komast á toppinn nema Demi Moore. Að vísu lék Andie MacDowell lítið hlutverk í mynd- inni en hún var aldrei talin með hópnum. Fær metfé fyrir að leika í Striptease Um síðustu helgi var ffumsýnd í Bandaríkjunum nýjasta kvikmynd Demi Moore, The Scarlett Letter, og var aðsóknin ekkert til að hrópa húrra yfir en mynd þessi er gerð eft- ir klassískri skáldsögu. Leikur Mo- ore Hester Prynne, konu sem dæmd er fyrir hórdóm, og er hún dæmd til að vera alltaf meö stafinn A í rauðu framan á sér svo að allir sjá sekt hennar. í byrjun nóvember verður svo frumsýnd Now and Then en þar leika þær stöllur Demi Moore, Mel- anie Griffith, Rosie O’Donnell og Rita Wilson fjórar vinkonur sem hittast eftir langan aðskilnað og rifja upp bemskuminningar. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem nýstofnað fyrirtæki hennar kostar og er Demi Moore titluð framleiðandi. Moore er einnig nýbúin að leika í kvikmynd sem heitir Juror. Þar leikur hún dómara í máli yfir mafíuforingja sem Alec Baldwin leikur. Næsta mynd hennar er svo Striptease og ganga þær sögur að hún fái 12 miflj- ónir dollara fyrir að leika í mynd- inni sem er það mesta sem nokkur leikkona hefúr fengiö fyrir eitt hlut- verk. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Demi Moore hefur leikið í: Parasite, 1982 Young Doctors in Love, 1982 Blame It on Rio, 1984 No Small Affair, 1984 St. Elmo’s Fire, 1985 About Last Night... 1986 One Crazy Summer, 1986 Wisdom, 1986 The Seventh Sign, 1988 We’re No Angels, 1989 Ghost, 1990 Nothing But Trouble, 1991 Mortal Thoughts, 1991 The Butcher’s Wife, 1991 A Few Good Man, 1992 Indecent Proposal, 1993 Disclosure, 1994 The Scarlett Letter, 1995 oJjjaLb Besta verðið á videóspólum - og ekki á kostnað gæðanna. Universum er þýsk gæða- framleiðsla frá Quelle. 180 mín. á kr. 299 240 min, á kr. 399 Spólurnar eru til i verslun okkar. / Landsbyggðarfólk ath. Pantið nýja Quelle haust- og vetrarlistann á kr. 600 og fáið spólurnar um leið án sérstaks burðargjalds. S&æfe Verslun, Dalvegi 2, Kópavogi Pöntunarsími 564 - 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.