Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Side 12
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 3 26 4!ffifomvndir SAGA-BIO Sími 587 8900 Hlunkarnir ★ Lítt fyndin mynd um nokkra feita stráka í sumarbúðum sem vilja frekar úða í sig ruslfæði en að hreyfa sig. Reynt að fara milliveginn og gera ekki lítið úr hlunkum á kostnað líkamsræktar en það virkar ekki. -HK Umsátriö 2 ★★ Hasarmynd með atriðum þar sem tæknibrellum er beitt til hins ýtrasta, en myndin er þeim annmörkum háð sem oft einkennir framhaldsmyndir, hún þjáist af hugmyndaskorti. -HK BÍÓBORGIN Sími 5511384 Brýrnar í Madisonsýslu ★★ Skynsamlég og vel heppnuð útfærsla Clints Eastwoods á einfaldri en heillandi sögu um stutt ástarævintýri. Afburða leikur Clints Eastwoods og Meryl Streep. Fulllöng og því nokkuð langdegin. -HK Englendingurinn kkk Bráðskemmtileg mynd um stolta þorpsbúa í Wales sem ætla sko ekki að láta einhverja enska landmælingamenn breyta fjallinu þeirra ástsæla í hæð, bara af þvi að nokkra metra vantar upp á að það geti fengið löggildingu. -GB Dle Hard with a Vengeance ★★ Súperlöggan John McClane berst timbraður gegn skæruliðaflokki í New York og hefur betur. Mikið sjónarspil en lapþunnt efni. Leikarar hafa greinilega gaman áf og áhorfendum ætti ekki að leiðast heldur. -HK BÍÓHÖLLIN Sími 587 8900 Nel er ekkert svar ★★ Hrá, en hressileg mynd sem gerist í undirheimum Reykjavikur, farið í smiðju bandarískra kvikmynda og of mikið gert úr ofbeldi. Hljóðið er slæmt en kvik- myndataka lífleg. -HK Casper ★★★ Gömul saga sem færð er í nýjan búning um góða drauginn Casper sem berst hetjulegri baráttu við að gerast vinur mannanna. Myndin er vel gerð tæknilega séð en verður helst til vemmileg í lokin. -ÍS Ógnir í undirdjúpunum kkk Denzel Washington og Gene Hackman eru framúrskarandi í vel gerðum og nokkuð spennandi hanaslag milli tveggja kafbátaforingja af gamla skólanum og þeim nýja, sem verða að gera upp við sig hvort þeir eigi að senda kjarnorkusprengjur á Rússland og koma þannig hugsanlega af stað þriðju heimsstyijöldinni. -GB Á meöan þú svafst ★★ Ljúf, rómantísk og gamansöm kvikmynd um einmana stúlku í Chicago sem hefur fundið draumaprinsinn og bjargar honum frá því að verða undir jámbrautarlest. Sandra Bullock, sem leikur aðalhlutverkið, á stóran þátt í velgengni myndarinnar. -HK Bad Boys ★ Formúluafþreying um tvær löggur sem verða að ná miklu magni eiturlyfja úr höndum bófa sem stálu þeim frá löggunni, annars eiga þeir á hættu að missa vinnuna. Yfirkeyrð, ófrumleg og þegar allt kemur til alls heldur leiðinleg bíómynd. -GB HundalírtHfy^ Klassísk teiknimynd um skemmtilega hunda sem engu hefur tapað í meira en þrjátíu ár. íslensk talsetnjng hefur heppnast vel og eykur gildi myndarinnar nér á landi. Mynd fyrir alla fjölskylduna. -HK HÁSKÓLABÍÓ Sími 552 2140 Jarðarber og súkkulaöi Framúrskarandi kúbversk mynd um umburðarlyndi þar sem sagt er frá sam- skiptum tveggja ungra manna. Annar er forstokkaður kommi en hinn frjáls- lyndur hommi. Þeir eru þó líkari en margan grunaði þegar flautað var til leiks. -GB Vatnaveröld ★★★ Dýrasta mynd allra tíma er að sönnu stórbrotin hvað alla umgjörð varðar en því miður er efnið ekki jafn rishátt. Hér eru bara staðlaðar týpur og aðstæður í mynd sem verður aldrei annað en miðlungsskemmtun. -GB Indíánl í stórborginni ★★ Frakkar skoða enn einu sinni hvað gerist þegar tveir framandi menningarheim- ar rekast.á. I þetta sinn er það indíánadrengur úr stórborginni sem kemur til Parísar. Ýmis spaugileg atvik koma fyrir en heildin er fremur daufleg. -GB Franskur koss ★★★ Einkar aðlaðandi, rómantísk gamanmynd um margnotað efni, þar sem Kevin Kline og Meg Ryan búa til lifandi persónur í rómantísku andrúmslofti í Frakklandi. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 553 2075 Apollo 13 Vel heppnað drama um eitt alvarlegasta slys í himingeimnum. Á köflum nokk- uð langdregin, en góður leikur og vel skrifað handrit gerir það að verkum að heildin er mjög sterk. -HK Dredd dómarl ★ Hámarksdýrkun á Sylvester Stallone gerir öllum erfitt fyrir og greinilegt er hver það er sem heldur um stjórnartauminn. Tilkomumiklar sviðsetningar verða leiðigjamar þegar á líður. -HK Payne major ★ Damon Wayans er einhver lélegasti leikari í Hollywood um þessar mundir og stendur fyrir einhverri verstu mynd sem sést hefur í manna minnum um tilraunir drápsvélar úr hernum til að gera menn úr skóladrengjum. -GB REGNBOGINN Sími 551 9000 Ofurgengið ★ Tæknibrellur og ofurhraði allsráðandi 1 enn einni unglingamyndinni sem bygg- ir á tölvuleik eða einhveiju ámóta. Hér eru það sex hressir krakkar sem beij- ast gegn illum öflum og hafa sigur. Heldur ómerkilegt. -GB Braveheart ★★★ Mel Gibson hefur svo sannarlega gert stórmynd að öllu umfangi með frásögn sinni af skosku frelsishetjunni William Wallace sem lifði eitthvað fram á 14. öldina en sverðaglamur ber mannlega þáttinn ofurliði. Útkoman verður því veikari en efni stóðu til. -GB Dolores Clalborne ★★★ Stephen King á jarðbundnum nótum. Vel heppnaður sálfræðiþriller þar sem leikarar fara á kostum með Kathy Bates fremsta, í hlutverki sem er eins ög skapað fyrir hana. -GB STJÖRNUBÍÓ Sími 551 6500 Kvlklr og dauöir ★★★ Sharon Stone leikur byssufima unga konu í hefndarhug í dæmigerðum spaget- tívestrabæ og etur kappi við margan ljótan kallinn í byssuleik en takmarkið er óþokkinn Gene Hackman. Þokkalegasta mynd þegar best lætur en á köflum of einhæf og teygð. GB Tár úr stelnl ickici. Sérlega vönduð og vel heppnuð kvikmynd og ein allra besta íslenska kvikmyndin. Mannlýsingár eru sterkar og kvikmyndataka frábær. Tár úr steini er kvikmynd sem snertir mann og gefur mikið frá sér -HK Elnkalíf ★★★ Skondið fjölskyldulíf séð með augum þriggja ungmenna. Bráðfyndin atriði inn á milli og góður leikur en ofnotkun á táknrænum gömlum myndskeiðum gerir myndina sundurleita. -HK í Bandaríkjunum - helgina 13. til 15. okt. í millj. dollara - Linda Fiorentino og Chazz Palminteri leika Ssamt David Caruso í sakamálamyndinni Jade. Svört helgi í Hollywood Þessa dagana er mikið stress í gangi hjá kvikmyndarisunum í Hollywood eftir verstu helgi ársins og sjálfsagt eru margar afsakanir komnar á yfirborðið. Þrjár stórar og dýrar kvikmyndir voru frumsýndar um helgina og náði engin þeirra umtalsverðri aðsókn og enn eina vikuna situr Seven í toppsætinu og siglir lygnan sjó ef dæma má viðtökur nýju myndanna. Jade gerði það best en rétt rúmar íjórar milljónir í kassann er ekki mikið og má segja að mýnd þessi sanni endanlega að handritshöfundurinn Joe Eszterhas sé ofmetnasti handritshöfundur sem nú er uppi. Litlu skárri voru viðtökurnar á The Scarlett Letter, sem er nýjasta kvikmynd Demi Moore, en sú mynd gæti þó sótt á ef gagnrýnin er vinsamleg. Strange Days er svo þriðja stóra myndin sem ekki náði hylli almennings. Eins og áður segir veltir Hollywood nú vöngum yfír hvað fór úrskeiðis en þeir sem standa utan við framleiðsluna segja að allt og margar líkar kvikmyndir hafi litið dagsins ljós á þessu ári. 1 (1) Seven 8,6 57,7 2 (2) Assassins 5,9 18,5 3 (3) Dead Presidents 4,5 15,4 4 (5) How to Make an American Quilt 4,3 12,2 5 (-) Jade 4,2 4,2 6 (-) The Scarlet Letter 4,1 4,1 7 (4) To Die for 4,0 12,8 8 (-) Strange Days 3,6 3,7 9 (6) The Big Green 2,6 13,1 10 (7) Devii in the Blue Dress 2,0 12,9 11 (8) Halloween: The Curse 1,4 13,0 12 (11) Dangerous Minds 1,3 78,4 13 (9) To Wong Foo. . . 1,2 32,9 14 (-) Apollo 0,8 168,7 15 (12) Pocahontas 0,7 139,2 16 (10) Showgirls 0,7 19,3 17 (13) The Usual Suspect 0,6 20,2 18 (14) Unstrung Heroes 0,5 7,1 19 (15) Babe 0,5 52,8 20 (18) The Indian in the Cupboard 0,4 33,7 Jodie Foster leikstýrir Holly Hunter í lok nóvember verður frum- sýnd Home for the Holidays, sem er önnur kvikmynd Jodie Foster sem leikstjóra og með aðalhlut- verkið fer Holly Hunter. Leikur hún einstæða móður sem reynir að flýja tilbreytingarsnautt lif sitt. Áður hefur Jodie Foster leikstýrt Little Man Tate þar sem hún lék einnig aðalhlutverkið. Nú er Foster aðeins á bak við kvikmyndavélina. Auk Holly Hunter leika í myndinni Robert Downey jr., Anne Bancroft, Dyl- an McDermott, Geraldine Chaplin, Steve Guttenberg og Charles Durning. Þrjár óskir Síðustu kvikmyndir Patrick Swayze hafa ekki gengið vel og það var ekki fyrr en hann brá sér í kvenmannsfót í To Wong Foo, Thanks For Everything, Julie Newmar að kvikmynd með honum gekk vel. í næstu mynd sinni, Three Wishes, fær hann öllu karlmannlegra hlutverk þótt enn sé hann á mjuku nótunum. Leikur hann mann sem enginn veit neitt um, mann sem kemur inn í líf ungrar konu sem ekki hefur átt mikilli hamingju að fagna í lífinu. Veitir hann henni huggun og tilgang með góðsemi og skilningi. Það er Mary Eliza- beth Mastrantonio sem leikur konuna en leikstjóri er Martha Coolidge (Rambling Rose). Fjórar vinkonur í Now and Then leika Demi Moore, Melanie Griffith, Rosie O’Donnell og Rita Wilson fjórar vinkonur sem hittast og rifja upp þegar þær voru ungar. þessar frægu leikkonur eru aðeins í aukahlutverkum í myndinni því aðalleikarar eru hinar ungu leikkonur Christina Ricci, Thora Birch, Gaby Hoffmann og As- hleigh Aston Moore sem þrátt fyrir ungan aldur eiga að baki leiki í mörgum kvikmyndum. Leikstjóri myndarinnar er nýlið- inn Lesli Linka Glatter en Demi Moore er framleiðandi. Laurence Fishburne leikur Othello Laurence Olivier og Orson Welles hafa báðir leikið Othello í kvikmynd, en aldrei hefur svart- ur leikari leikið márann fyrr en nú að Laurence Fishburne fær tækifæri til að leika hann i fyrstu kvikmynd hins unga leik- stjóra, Olivers Parker. í hlut- verki hins slæga Iago er Kenneth Brannagh sem hefur orðið reynslu í að leika Shakespeare- hlutverk í kvikmyndum, og hin fagra Desdemona er leikin af frönsku leikkonunni Irene Jacob. Ný íslensk kvikmynd: Benjamín dúfa Það er stutt á milli frumsýninga á íslenskum kvik- myndum þessa dagana. Þrjár íslenskar kvikmyndir eru sýndar í kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar, Tár úr steini, Nei er ekkert svar og Einkalíf. Þann 2. nóvember bætist svo enn ein við, Benjamín dúfa, sem Gísli Snær Erlingsson leikstýrir. Benjamín dúfa er gerð eftir samnefndri verðlauna- bók Friðriks Erlingssonar. Minningar frá bernsku- dögum rifjast upp þegar Benjamin (35 ára) situr á garðbekk í hverfmu þar sem hann átti heima í æsku og fylgist með börnum að leik. Allt er nú breytt frá því sem áður var þegar hverfið var eins og lítil ver- öld alveg út af fyrir sig. Fjórir 10-12 ára drengir stofna riddarareglu, reglu rauða drekans, til þess að berjast gegn óréttlætinu í hverfinu sínu. Draumar þeirra og ímyndanir verða að raunveruleika í áhyggjulausri veröld barnæsk- unnar. En þegar athafnasemi riddarareglunnar stendur sem hæst koma brestir í vináttuna og einn drengjanna er rekinn úr reglunni. Fullur haturs og hefnd í huga stofnar hann aðra riddarareglu, Svörtu fjöðrina, til að hefja stríð gegn gömlu vinunum. í hlutverkum drengjanna eru Sturla Sighvatsson, Riddarareglan lætur til skarar skríða. Hjörleifur Björnsson, Sigfús Sturluson og Gunnar Atli Cauthery. Af öðrum leikurum má nefna Guð- mund Haraldsson, Elvu Ósk Ólafsdóttur, Guðbjörgu Thoroddsen, Pálma Gestsson, Ólafíu Hrönn Jónsdótt- ur og Ragnheiði Steindórsdóttur,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.