Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1995, Side 8
28 MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1995 Iþróttir Það verður gaman að fylgjast með Chicago í vetur með þessa tvo snillinga, Dennis Rodman og Michael Jordan, innanborðs. Spurningin er hvernig Jordan gengur að hemja hinn villta Rodman, en Jordan byrjaði allavega sjálfur á því að skora 42 stig, gegn Charlotte. Fyrstu leikdagarnir í NBA-deildinni í körfuknattleik: Jordan drjúgur - skoraði 42 stig gegn Charlotte og Chicago vann líka öruggan sigur á Boston NBA-úrslit Aðfaranótt laugardags: Boston-Milwaukee 100-101 % - Baker 30. Philadelphia-Washington 105-103 Stackhouse 27, Maxwell 18. Orlando-Cleveland 99-88 Hardaway 28, Scott 27, Grant 13. Atlanta-Indiana 106-111 - Miiler 32. Toronto-New Jersey 94-79 Robertson 30, Earl 16. Detroit-New York 100-106 Hill 29 - Davis 21, Harper 20 Chicago-Charlotte 105-91 Jordan 42 - Johnson 19, Gill 17. Houston-Golden State 110-92 Cassell 23, Olajuwon 16, Í Drexler 16, Elie 16. San Antonio-Dallas 97-103 - Mashbum 27. Utah-Seattle 112-94 Malone 26, Stockton 13, Hornacek 13. LA Clippers-Phoenix 112-106 LA Lakers-Denver 98-96 Ceballos 26, Van Exel 24. Sacramento-Minnesota 95-86 Williams 20, Richmond 17. Portland-Vancouver 80-92 - Benjamin 29, Scott 14. Aðfaranótt sunnudags: Washington-Detroit 100-89 ‘ : Pack 26. Miami-Cleveland 85-71 Danilovic 16, Mouming 15 - Hill 13. Charlotte-Philadelphia 119-108 Johnson 22, Curry 22, Rice 21, Zidek 2), Gill 14 - Maxwell 25. Atlanta-Orlando 124-91 I Smith 27. Indiana-Toronto 97-89 Miller 23, Davis 19. Chicago-Boston 107-85 Pippen 21, Jordan 16, Longley 12. Milwaukee-New York 71-84 - Ewing 17, Mason .15, Smith 15. Dallas-Golden State 99-84 Jones 24 - SpreweU 18, Hardaway 18. Denver-San Antonio 108-116 Abdul-Rauf 30 - Elliott 32, Robinson 31. Seattle-LA Lakers 103-89 Kemp 23 - Campbell 24. ' Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls eru þegar famir að láta að sér kveða. Þeir unnu tvo sigra um helgina, á tveimur fyrstu leikdögum NBA-deildarinnar í körfuknattleik, og Jordan var strax í fararbroddi. Hann skoraði 42 stig í öruggum sigri á Charlotte aðfara- nótt laugardagsins, 105-91, og síðan skoraði hann 16 stig þegar Chicago burstaði Boston í fyrrinótt, 107-85. Scottie Pippen meiddist í fyrri leiknum og varð að fara af velli í fyrsta leikhluta, en það reyndist ekki alvarlegt og hann var í stóm hlutverki gegn Boston. Pippen og Jordan sátu reyndar báðir á bekkn- um í fjórða leikhluta og létu félag- ana um að ljúka leiknum. Chicago, Dallas, Indiana og New York byrjuðu tímabilið best, meö tveimur sigrum, og lið Miami sýndi að það verður ekki auðunnið undir stjórn Pats Riley. Mourning öflugur með Miami Miami var eina liðið sem hvíldi í fyrstu umferðinni en í fyrrinótt vann það Cleveland af öryggi, 85-71. Alonzo Mouming, sem Miami keypti frá Charlotte á fostudaginn, var liðinu mikilvægur í sínum fyrsta leik, varði meðal annars 5 skot og skoraði drjúgt undir lokin. Annar nýr leikmaður, Júgóslavinn Predrag Danilovic, var einnig öfl- ugur í sínum fyrsta leik með Miami en var þó rekinn af velli í fjórða leikhluta fyrir slagsmál við Chris Mills. Miami sýndi vamarleik sem löngum hefur verið aðalsmerkið hjá Riley og gaf til kynna að hann yrði helsta vopn liðsins í vetur. Varamaður Shaqs skoraði 4 stig Orlando verður að leika fyrstu vikumar án Shaquille O’Neal, sem er meiddur. Fjarvera hans kom ekki að sök í fyrsta leiknum þegar Orlando vann Cleveland, en hans var sárt saknað í Atlanta í fyrri- nótt því þar lá Orlando, 124-91. Atl- anta skoraði 44 stig í þriðja leik- hluta og stakk þá af. Varamaður Shaqs, Jon Koncak, skoraði 4 stig. Nýju liðin byrjuðu vel Nýju liðin byrjuðu vel, Toronto Raptors og Vancouver Grizzlies unnu bæði sinn fyrsta leik. Toronto var ekki langt frá öðrum sigri, komst yfir undir lokin gegn Indi- ana, 80-84, en heimaliðið skoraði 17 stig gegn 5 á lokakaflanum og vann. Rik Smits og Derrick McKey eru báðir meiddir en það virtist ekki há Indiana mikið um helgina. Leikmenn Houston fengu afhenta meistarahringana fyrir opnunar- leik sinn, gegn Golden State, og unnu síðan sannfærandi sigur. Hakeem Olajuwon lék »með Houston, búinn að jafna sig eftir aðgerð á olnboga sem kom í veg fyrir þátttöku hans í McDonalds- mótinu í London á dögunum. Heimavellir vígðir Boston vígði sinn nýja heima- völl, FleetCenter, en mátti þola tap þar gegn Milwaukee. Portland tap- aði líka í fyrsta leiknum í nýju höll- inni sinni, Rósagarðinum, en Seattle vígði Key Arena með því að vinna Lakers tiltölulega létt. -VS Anthony Mason og félagar í New York byrjuðu tímabilið á tveimur útisigrum. Fyrsti sigurinn Michael Campbell, efnilegur kylfingur frá Nýja-Sjálandi, vann sitt fyrsta stórmót þegar hann sigraði á Alfred Dunhill Masters mótinu sem lauk í Jakarta í Indónesíu í gær Campbell, sem er 26 ára, fékk 4,7 milljónir króna í sigurlaun. Hann lék á 267 höggum en Craig Parry frá Ástralíu og Mark Mouland frá Bretlandi léku á 272. Ian Woosnam þótti sigur- stranglegastur en allt gekk á aft- urfótunum hjá honum og hann endaði i 27. sæti með 284 högg. Arbi vann aftur Heimsmeistarinn í badminton, Heryanto Arbi frá Indónesíu, sigr- aði á opna Hong Kong mótinu annað árið í röð þegar hann vann landa sinn, Allan Budi Kusuma, í úrslitaleik í gær. Leikurinn end- aði 13-18,15-13 og 15-4. Tennis: Pete Sampras efstur á ný Pete Sampras varð 22 milljónum króna rfkari í gær. Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras komst aftur í toppsætið á styrkleikalista Alþjóða tennissam- bandsins í gær þegar hann vann sigur á Þjóðverjanum Boris Becker í úrslitaleik á opna franska meistaramótinu. Sampras, sem tapaði toppsæt- inu í apríl til landa síns, Andre Agassi, átti ekki í teljandi erfið- leikum með að leggja Becker að velli og sigraði i þremur settum, 7-6, 6-4 og 6-4. Fyrir sigurinn fékk Sampras rúmar 22 milljónir króna í sinn hlut og eftir leikinn sagði hann: „Ég er mjög sáttur við spila- mennsku mína og ég efast um að ég geti leikið betur en þetta,“. Tomba bara með i fyrri ferð? Skíðakóngurinn Alberto Tomba segir að vel komi til greina að hann taki aðeins þátt i fyrri ferðum heimsbikarmótanna í vetur. Hann er mjög óhress með nýja reglu, sem samþykkt var af Alþjóða skíðasambandinu, FIS, um helgina, en samkvæmt henni verður röð 30 efstu manna snúið við að lokinni fyrri ferð. Til þessa hafa 15 efstu byrjað seinni ferð- ina, í öfúgri röð. Tomba og fleiri af bestu skíða- mönnum heims segja að þetta þýði að brautimar verði oft orðn- ar mjög lélegar þegar röðin kem- ur að þeim sem em efstir eftir fyrri ferðina. Tomba ætlar ekki að mæta í fyrsta mót vetrarins, í Frakklandi um næstu helgi, í mótmælaskyni. UEFA-bikarinn: Sgænsku liðin drógust saman Tvö af þremur spænskum lið- um sem eftir em í UEFA-bikam- um í knattspymu mætast í 16-liða úrslitum keppninnar, en dregið var til þeirra á fostudag. Sevilla mætir Barcelona en þriðja liðið, Real Betis, leikur við Bordeaux. Nottingham Forest, eina eftirlif- andi lið Englendinga í Evrópu- mótunum, fer aftur til Frakklands og mætir nú Lyon. Drátturinn fór þannig: Bayem M”nchen-Benfica PSV Eindhoven-Werder Bremen Nottingham Forest-Lyon Bröndby-Roma AC Milan-Sparta Prag Bordeaux-Real Betis Sevilla-Barcelona Slavia Prag-Lens

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.