Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 2
16 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Jbönd IDumb and Dumber Jim Carrey, Jeff Daniels og Lauren Holly Harry og Lloyd eru vinir sem leigja sam- an og dreymir um að komast áfram í lífinu með því að safna nægu fé til að geta opnað arð- bæra verslun með ánamaöka. Sá er hins vegar munurinn á þeim og öðrum að möguleikar þeirra á að láta drauminn rætast eru hverf- andi sökum ótrúlegs hálfvitaskapar. Þennan dag eru þeir enn einu sinni orðnir atvinnu- lausir og eru uggandi um sinn hag. Það eina sem þeir sjá í framtíð sinni er að skila skjala- tösku einni, en taskan hafði slysast upp í hend- urnar á þeim, og með því hefst viðburðaríkt ferðalag þeirra tO Aspen. 20utbreak Dustin Hoffman, Rene Russo og Morgan Freeman Dustin Hoffman leikur veðurfræðing sem er kallaður til neyðarstarfa þegar i ljós kemur að íbúar í smábæ einum sýkjast hver af öðrum af óþekktum sjúkdómi sem dregur fólk til dauða á aöeins örfáum klukkustundum. Ekki líður á löngu uns hann áttar sig á hvað er á ferðinni og uppgötvar jafnvel að til að eiga möguleika á að fá mótefni gegn veirunni verður að finna hinn upprunalega smitbéra, apakvikindi/sem gengur laust. Hefst nú æsispennandi leit að ap- anum og kapphlaup við tímann. BinBH K E D E M P T ••J' «« \ ...Hopy rjnifl Myndbandalistinn: Ekki langt frá raunveru- leikanum Engin mynd getur haggað við Dumb and Dumber í efsta sæti myndbandalistans, enda Jim Car- rey sjálfsagt vinsælasti leikarinn meðal ungu kynslóðarinnar á ís- landi nú. Inn á listann kemur þó ein sterk mynd, Outbreak, með þeim Dustin Hoffman, Morgan Freeman og Rene Russo. Myndin fjallar um banvæna veiru í Afríku sem kemst með apa yfir til Banda- ríkjanna og leikur Dustin Hoffman vísindamann sem einn veit hvem- ig koma má í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Þótt Outbreak sé vís- indaskáldskapur er hún ekki svo langt frá raunveruleikanum og til- felli í líkingu við þetta hafa komið upp. Leikstjóri Outbreak er Wolf- gang Petersen sem á að baki ágæt- ar spennumyndir, má þar nefna Das Boot og In the Line of Fire. Outbreak er eina nýja myndin á listanum þessa vikuna og eru breytingar litlar. Hástökkvari vik- unnar er hin rómantíska gaman- mynd Speechless, með þeim Mich- ael Keaton og Geena Davis í aðal- hlutverkum. Fer hún í sjöunda sætið úr því fjórtánda. Frekar rólegt er í útgáfumálum þessa dagana en þó eru alltaf að koma á markaðinn nýjar myndir og í þessari viku leit meðal annars dagsins ljós á myndbandi Guar- ding Tess, með þeim Nicholas Cage og Shirley MacLaine í aðal- hlutverkum. Leikur MacLaine Morgan Freeman og Dustin Hoffman leika ólíka yfirmenn í hernum í Outbreak. fyrrverandi forsetafrú sem fær nýjan lífvörð, sem Nicholas Cage leikur. Er samband þeirra mjög stirt í byijun, aðallega vegna þess að forsetafrúin þykir með eindæm- um heimtufrek og tillitslaus. Þetta á þó eftir að lagast. Það er Skifan sem gefur út. Skífan gefur einnig út frönsku úrvalsmyndina Allir heimsins morgnar, sem fjallar um tónskáld og nemanda hans. Stór- kostleg sellótónlist í myndinni eft- ir lítt þekkt tónskáld hefur vakið hrifiiingu. Sam-myndbönd gefa út hina frá- bæru teiknimynd Tims Burtons, The Night before Christmas, sem er frumleg og skemmtileg útgáfa af jólunum í tveimur heimum. Af öðrum myndum má nefna Pontiac Moon með þeim hjónakomum Ted Danson og Mary Steenburgen sem CIC- myndbönd gefa út og Flight of the Dove sem er sakamála- mynd, með Theresu Russel í aðal- hlutverki, Myndform gefur út. 3Natural Born Killers Woody Harrelson, Juliette Lewis, Robert Downey jr. og Tommy Lee Jones Myndin fjallar á beinskeyttan hátt um tvær manneskjur sem eru gjörsamlega úr takti við það sem flestir kalla eðlilega hegðun. „Eðlileg hegðun“ þeirra er í öllum tilfellum að drepa þá sem nálægt þeim koma, án nokkurrar vægðar eða samviskú, og í gegnum linsu Oli- vers Stones fylgjumst við með hvernig parið nær smám saman athygli umheimsins með morðóðri ffamkomu sinni. 5Disclosure Michael Douglas, Demi Moore og Donald Sutherland Tom Sanders hefur leitt hönnun og fram- leiðslu á nýjum tölvukubbi og má búast við mikilli velgengni hjá fyrirtækinu sem hann vinnur hjá. í ljósi þessa er fyrirtækið samein- að öflugum samkeppnisaðila og gerir Tom sér vonir um að verða forstöðumaður tæknideild- ar. En öllum á óvart hreppir hin gullfallega Meredith stöðuna og strax fyrsta daginn kall- ar hún Tom á sinn fund en þau þekkjast frá fyrri tíð. Fundurinn tekur óvænta stefnu þeg- ar hún reynir að draga hann á tálar á skrif- stofunni. 31. okt. til 6. nóv. '95 4The Shawshank Redemption Tim Robbins og Morgan Freeman Myndin segir frá bankamanninum Andy Dufresne sem árið 1947 er dæmdur saklaus í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morð á eiginkonu sinni og elskhuga hennar. Andy tekur út refs- ingu sína í Shawshank-öryggisfangelsinu og er um flest ólíkur öðrum föngum. Hann eignast þó góðan vin, „reddarann" Red, sem situr einnig inni fyrir morð. Ásamt félögum sinum takast þeir Andy og Red á við lifið innan fang- elsismúranna og Andy varðveitir það mikU- vægasta sem mannssálinni er geflð, vonina. SÆTI i j I FYRRÍ VIKA jlílKUR { Á LISTAÍ 1 j TITILL i ÚTGEF. TEG. j j J ) J 1 J s J 1 { 2 A ■ ■ j Dumb and Dumber J Myndform Gaman j j ., 1. .. g mjgi - j j 2 11 n NÝ ! i j Outbreak Warner-myndir Spenna J J i i 3 ■ J J 2 j 3 í ., ■ '• l Natural Born Killers j j Warner-myndir i Spenna J , . -J. - J J Skífan Drama 1 ' J 4 J J :/J J J 3 J snj , ) ) 1 7 í fe; 1 Shawshank Redemption 5 j J 4 I 6 ! Disclosure Warner-myndir j Spenna 6 J 'f 5 j kj J J * 5 Bad Company Sam-myndbönd Spenna 7 r j 14 I 2 T Speechless Sam-myndbönd Gaman 8 x j 7 ) J ) ) ) 2 ) j ) J Simple Twist of Fate Sam-myndbönd Gaman i- '' J • ' 9 j 6 j 6 i I.Q. ClC-myndir Gaman 10 8 J J 3 j J Little Women J J Skífan Drama ) j 8 Pmí.. ;. ■ . -j .. 11 j r 9 | 10 j. Just Cause Warner-myndir Spenna 12 j j j 10 j J i: Drop Zone J - J j j ClC-myndir Spenna j ■f* j j r *■ r J 4 i | ‘.. r .... •... 1 (. ímt' rSe 13 j 11 Shallow Grave Skífan j Spenna 14 j 19 i J i 2 i Pret-A-Porter ) . J Sktfan Drama j J J ClC-myndir Drama | | 15 j 15 i 2 i Nostradamus 16 j i j 12 j j 3 1 j v. J'; J W0- Demon Knight j ■■’ ‘ J ClC-myndir Hrollur j J 17 j j 13 i 6 T Immortal Beloved j Skífan j Drama 18 :iJ,j J J H 17 1 J i 12 j J j j Leon Sam-myndbönd Spenna öf %1 ' . ■' í\, ■ 19 j Al í 3 i Litli grallarinn ClC-myndir Gaman 20 í ■ j 18 j ■ J 1 J 12 J River Wiid ■ r i - . j i ClC-myndir Spenna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.