Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 12
26
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
jjíipfdmyndir
Bíóborgin - sími 5511384
Brýrnar í Madisonsýslu ★★
Skynsamleg og vel heppnuð útfærsla Clints Éastwoods á
einfaldri en heillandi sögu um stutt ástarævintýri. Af-
burðaleikur Clints Eastwoods og Meryl Streep. Fulllöng og
því nokkuð langdregin. -HK
Englendingurinn.... ★★★
Bráðskemmtileg mynd um stolta þorpsbúa í Wales sem
ætla sko ekki að láta einhverja enska landmælingamenn
breyta fjallinu þeirra ástsæla í hæð. -GB
Bíóhöllin - sími 587 8900
Casper ★★★
Gömul saga sem færð er í nýjan búning um góða drauginn
Casper sem berst hetjulegri baráttu við að gerast vinur
mannanna. Myndin er vel gerð tæknilega séð en verður
helst til vemmileg í lokin. -ÍS
Hlunkarnir ★
Ófyndin mynd um feita stráka sem vilja frekar úða í sig
ruslfæði en að hreyfa sig. Reynt að fara milliveginn og gera
ekki lítið úr hlunkunum á kostnað líkamsræktar en það
virkar ekki. -HK
Ógnir í undirdjúpunum
Denzel Washington og Gene Hackman eru framúrskarandi
í vel gerðum og nokkuð spennandi hanaslag milli tveggja
kaíbátaforingja af gamla skólanum og þeim nýja. -GB
Saga-bíó - sími 587 8900
Showgirls ★
Konungar kynþokkamyndanna í Hollywood, Verhoeven og
Eszterhas, falla með glæsibrag á þessari innantómu og
leiðinlegu mynd um sýningar- og dansstúlkurnar í Las Ve-
gas. -GB
Hundalíf^^^r
Klassísk teiknimynd sem engu hefur tapað í meira en þijá-
tíu ár. íslensk talsetning hefur heppnast vel og eykur gildi
myndarinnar hér á landi. Mynd fyrir alla fjölskylduna.-HK
Háskóiabíó - sími 552 2140
Glórulaus ★★★
Einstaklega lífleg táningamynd um ríka krakka í Beverly
Hills. Sagan er ekki merkileg en fyndin tilsvör söguhetj-
unnar Cher, sem er á skjön við allt, eru sérlega vel samin.
Alicia Silverstone á glæsta framtíð fyrir höndum í kvik-
myndum. -HK
Aö lifa ★★★
Zhang Yimou kemur með enn eitt stórvirkið, í þetta skipti
er það kínversk fjölskylda í þijátíu ár, á mestu umbrota-
tímum í Kína, sem er viðfangsefni hans. Áhrifamikil og
sterk mynd. -HK
Vatnaveröld ★★★
Dýrasta mynd allra tíma er að sönnu stórbrotin hvað alla
umgjörð varðar en því miður er efnið ekki jafn rishátt. Hér
eru bara staðlaðar týpur og aðstæður í miðlungsmynd -GB
Indíánl í stórborginni ★★
Frakkar skoða enn einu sinni hvað gerist þegar tveir fram-
andi menningarheimar rekast á. Ymis spaugileg atvik
koma fyrir en heildin er fremur daufleg. -GB
Franskur koss ★★★
Einkar aðlaðandi, rómantísk gamanmynd um margnotað
efni, þar sem Kevin Kline og Meg Ryan búa til lifandi per-
sónur í rómantísku andrúmslofti í Frakklandi. -HK
Laugarásbíó - sími 553 2075
Hættuleg tegund ★★
Gamla góða sagan um vísindamennina sem missa tökin á
tilraunum sínum og búa til ófreskju sem þeir ráða ekki við.
Að mörgu leyti hin ágætasta skemmtun. -GB
Apollo 13 ★★★
Vel heppnað drama um eitt alvarlegasta slys í himin-
geimnum. Á köflum nokkuð langdregin, en góður leikur og
vel skrifað handrit gerir það að verkum að heildin er mjög
sterk. -HK
Dredd dómari ★
Hámarksdýrkun á Sylvester Stallone gerir öllum erfitt fyr-
ir og greinilegt er hver það er sem heldur um stjómar-
tauminn. Tilkomumiklar sviðsetningar verða leiðigjamar
þegar á líður. -HK
Regnboginn - sími 551 9000
Leynivopniö ★★
Tveir apahópar deila um yfirráð í frumskóginum og leita
að leynivopni einu ægilegu í þokkalegustu teiknimynd sem
að einhveiju leyti má telja íslenska. Agætis skemmtun fyr-
ir ungviðið. -GB
Aö yflrlögöu ráði ★★★
Réttarhöld yfir morðingja beinast að hinu illræmda Alcatr-
az-fangelsi. Sönn saga sem fær góða meðhöndlun í áhrifa-
mikilli mynd. Kevin Bacon sýnir stórleik í hlutverki fang-
ans Henri Young. -HK
Ofurgengiö ★
Tæknibrellur og ofurhraði allsráðandi í enn einni ung-
lingamyndinni sem byggir á tölvuleik eða einhverju ámóta.
Hér era það sex hressir krakkar sem beijast gegn illum
öflum og hafa sigur. -GB
Braveheart ★★i
Mel Gibson hefur svo sannarlega gert stórmynd að öllu
umfangi með frásögn af skosku frelsishetjunni William
Wallace sem lifði eitthvað fram á 14. öldina en sverðaglam-
ur ber mannlega þáttinn ofurliði. -GB
Dolores Clalborne
Stephen King á jarðbundnum nótum. Vel heppnaður sál-
fræðiþriller þar sem leikarar fara á kostum með Kathy
Bates fremsta, í hlutverki sem er eins og skapað fyrir
hana.
-GB
Stjörnubíó - sími 551 6500
Netiö ★★★
Sandra Bullock er jafn sjarmerandi sem fyrr og gerir úr
tölvuséníi skemmtilega persónu sem fær heldur betur að
kenna á því hversu vinafá hún er þegar hún kemst í kast
við glæpamenn. -HK
Tár úr stelnl ★★★★
Sérlega vönduð og vel heppnuð kvikmynd og ein allra
besta íslenska kvikmyndin. Mannlýsingar era sterkar og
kvikmyndataka frábær. Mynd sem snertir mann og gefur
mikið frá sér. -HK
Robert Rodriguez og Antonio Banderas við gerð Desperado.
Kraftaverka-
maðurinn
Robert Rodriguez
Stjörnubíó mun síðar í þessum mánuði
taka til sýningar spennumyndina
Desperado. í henni leikur Antonio Banderas
gítarleikara sem hefur lagt gitarinn til hlið-
ar og nýtir gítarkassann til að geyma byss-
ur. Leikstjóri og handritshöfundur myndar-
innar er Roberto Rodriguez og er myndin
óbeint framhald af hans þekktustu kvik-
mynd, E1 Mariachi.
Robert Riodriguez er ungur að árum en
þegar búinn að skapa sér nafn sem einn
hugmyndaríkasti og efnilegasti kvikmynda-
gerðarmaður í Bandaríkjunum í dag. Það er
mikil kraftur í Rodriguez og vinnuþrek
hans er með ólíkindum.
Robert Rodriguez varð strax í æsku mikill
áhugamaður um kvikmyndir og notað allan
sinn frítíma til að fara í bíó eða skapa sinn
eigin heim þar sem hann var að gera kvik-
myndir. Hann fór í hefðbundið skólanám.
Þegar hann innritaðist í háskólann í Texas
var það alltaf á stefnuskrá hans að fara í
kvikmyndadeildina en hann hafði ekki er-
indi sem erfiði í fyrstu. Til að vinna fyrir
sér skapaði hann teiknimyndaseríuna Los
Hooligans sem gekk í þrjú ár í dagblaðinu
Daily Texan. Rodriguez lét það ekki hafa
áhrif að hafa fengið synjun um inngöngu í
kvikmyndadeild háskólans og gerði um það
bil þrjátíu stuttmyndir á átta millímetra
filmu fyrir lánsfé og gjafafé. Og loks var
honum hleypt inn í deildina út á eina mynd
hans, Austin Stories, sem síðar var valin
besta mynd háskólans.
Þarna hófst Rodriguez handa við að und-
irbúa og gera kvikmyndir og eftir að námi
lauk héldu honum engin bönd. Hann hóf
þegar að gera kvikmyndir sem hann ekki
aðeins leikstýrði heldur skrifaði einnig
handrit, kvikmyndaði og klippti.
Robert Rodriguez kemur frá stórri fjöl-
skyldu, er þriðji í röðinni af tíu systkinum
og notaði allan systkinahópinn í myndir
sína. Systkini hans voru orðin reynd að
leika í myndum hans þegar hann gerði
Bedhead, sem vakti athygli á mörgum kvik-
myndahátíðum og hlaut mörg verðlaun, þótt
ekki færi hún á stærstu kvikmyndahátíðirn-
ar.
Það var síðan E1 Mariachi sem skaut
þessum unga ofurhuga upp á stjömuhiminn-
inn en þessa skemmtilegu mynd gerði hann
fyrir 7.000 dollara sem er á verðgildi ís-
lensku krónunnar um 450.000. Svona ódýrar
kvikmyndir er ekki einu sinni hægt að gera
á íslandi. Rodriguez unnir sér engrar hvíld-
ar og er með mörg járn í eldinum. Hann
leikstýrði einum fjóröa af Four Rooms, sem
verið er að frumsýna þessa dagana, og er
viðloðandi gerð margra annarra kvikmynda.
En stærsta verkefnið á næstunni verður að
leikstýra Zorro og þar munu leiðir hans og
Antonio Banderas liggja saman aftur því
Banderas mun leika Zorro.
Robert Rodriguez er kvæntur kvikmynda-
framleiðandanum Elizabeth Avellan og ný-
lega eignuðust þau sitt fyrsta barn. Við það
tækiflæri sagði Rodriguez að stefnan væri
að eignast tíu börn.
-HK
7ÖI3?
i Bandaríkjunum
- dagana 3. nóv. til 4. nóv.
í millj. dollara og heildarinnkoma -
How to Make an Amerlcan Qullt
hefur verlö á listanum í nokkrar
vlkur. Þetta er mynd um nokkrar
konur sem leiknar eru af Anne
Bancroft, Ellen Bursatyn, Winona
Ryder, Alfe Woodard og Kate
Travolta og félagar
á toppnum
Engar nýjar kvikmyndir ógna Get
Shorty sem situr sem fastast þriöju
vikuna í röö og engin ný mynd nær
að komast upp á milli þriggja efstu.
1 þriðja sæti er sakamálamyndin
Copycat, þar sem þær Holly Hunter
og Sigourney Weaver leika
lögreglukonur sem eru á eftir
hættulegum raömoröingja, sem
leikinn er af söngvaranum góökunna
Harry Connick jr. Holly Hunter, sem
tók sér langt fri eftir The Piano,
leikur einnig aöalhlutverkiö í Home
for the Hollidays sem er í sjötta
sæti listans. Jodie Foster er leikstjóri
þerrar kvikmyndar og er þetta önnur
myndin sem hún leikstýrir. Ólíkt
Little Man Tate, þar sem hún lék
einnig stórt hlutverk, leikur Foster
ekki í Home for the Hollidays. Um
næstu helgi veröur frumsýnd í
Bandaríkjunum Ace Ventura 2: When
Nature Calls, nýjasta kvikmynd Jims
Carreys, og má fastlega gera ráö
fyrir aö hún fari beint í efsta sætiö.
1 (i) Get Shorty 9,7 40,0
2 (2) Powder 6,4 15.6
3 (4) Copycat 5,6 12.7
4 (-) Fair Game 4,9 4.9
5 (3) Vampire in Brooklyn 4,3 13.4
6 (-) Home for the Holidays 4,0 4.0
7 (5) Now and Then 3,8 18,1
8 (6) Seven 3,7 78,3
9 ( ) Goid Diggers... 2,5 2.5
ío (7) Three Whises 1,6 4.9
íi (8) How to Make an Americ. 1,1 20.7
12 (10) To Diefor 0,9 18,9
13 (9) Assassins 0,8 27.5
14 (12) Dead President 0,8 22,0
15 ( ) Mighty Aphrodite 0,8 1,2
16 (il) Never Talk to Stranger 0,6 6.0
17 (16) Waterworld 0,5 87,2
18 (20) Operation Dumbo Drop 0,4 23,8
19 (14) The Big Green 0,4 16.5
20 (17) Apollo 13 0,3 171.2
Pocahontas:
Staðreyndir og
skáldskapur
Pocahontas, nýjasta teiknimyndin frá
Disney, sem er ein vinsælasta kvikmynd-
in í Bandaríkjunum á þessu ári, er byggð
á sannri sögu sem gerðist á sautjándu öld
um kynni indíánastúlkunnar Pocahontas
og hins ljóshærða Johns Smiths. Það ber
þó að varast að taka myndina alvarlega
því handritshöfundar Disneys fara frjáls-
lega með staðreyndimar. Til dæmis er
látið líta svo út í myndinni að þegar
Pocahontas og John Smith hittust þá hafi
það verið ást við fyrstu sýn. Staðreyndin
er að hann var kominn yfir fertugt og
hún var tólf ára og um eiginlegt ástar-
samband var aldrei að ræða á milli
þeirra.
Pocahontas var höfðingjadóttir, fædd
1595. Þegar fyrsfu evrópubúarnir stigu á
land í Virginíu var John Smith meðal
þeirra og var hann handtekinn. Sagan
segir að hún hafi bjargað lífi hans
með því að henda sér yfir hann þegar
átti að taka hann af lífi. Föður hennar
varð svo mikið um þetta að hann
sleppti Smith. Eftir að Smith særðist í
Jamistown hélt hann heim til Eng-
lands þar sem hann öðlaðist frægð
þegar hann hóf að segja sögur af ævin-
týrum sínum.
Pocahontas varð fyrsti indíáninn
sem var skírð og fékk hún nafnið
Rebecca. Hún giftist 19 ára gömul tóbaks-
framleiðandanum John Rolfe. Hún fór
með eiginmanni sínum til Englands þar
sem fegurð hennar vakti mikla athygli.
Þegar átti að halda heim á leið varð
Pocahontas mikið veik. Húri lést aðeins
22 ára gömul og var grafin í St. Georges
• Æ
Pocahontas þykir hafa fengið mikið af útliti
og hegðan nútímakonunnar í kvikmynd Dis-
neys.
kirkjunni 21. mars 1617. En eftir að kirkj-
an brann 1727 hvarf vitneskjan um gröf
hennar og hefur hún aldrei fundist.
Þetta eru staðreyndimar, svo verða ís-
lenskir áhorfendur að bíða til jóla tO að
sjá hvað Disney gerði úr þessum stað-
reyndum. -HK